Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 51

Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 51
I I- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1993 Morgunblaðið/Bjarni Helgason. Vorlax VEIÐIMENN með fallegan vorlax af Hvararhylsbroti fyrir skömmu. Um þessar mundir er að hefjast veiði I nokkrum af þekktari laxveiðiám landsins, Víðidalsá, Vatnsdalsá, Mið- fjarðará, Langá, EUiðaánum og víðar. Síðast er fréttist var mikill vöxtur í ánum fyr- ir norðan, en lítið hafði sést til Iaxa í hinum ánum. Skot í Norðurá Það er helst að Norðuráin gefi þessa fyrstu erfiðu daga veiðitímans, en í gærmorgun veiddust 9 fallegir laxar á aðal- svæðinu og voru þá komnir 58 laxar á land af svæðinu og um 10 stykki til viðbótar af Munað- amesveiðum. Það gerir tæplega 70 laxa og að sögn veiðimanna við ána var hún með albesta móti í gærmorgun og talsvert líf að sjá á helstu veiðistöðum, eins og að gengið hefði talsvert af nýjum fiski. Stærsti fiskurinn til þessa var 14 punda hængur dreginn úr Myrkhyl. Flestir lax- anna til þessa hafa verið af góðri stærð, algengt 9 til 12 pund. Lítið líf í Laxá í Leir. Sex laxar veiddust fyrsta dag- inn í Laxá í Leirársveit, en það var í fyrradag. Að sögn Guð- mundar Ágústssonar veiðimanns sem Morgunblaðið hafði tal af í veiðihúsinu við ána, veiddist eng- inn lax fyrri vaktina í gær og menn sáu lítið líf. „Það eru nokkrir fískar í Laxfossi og það var reynt vel við þá, því máttu trúa,“ sagði Guðmundur. Lax- amir sex vógu 4,5, 7, 9 ,9 ,9, og 11 pund og veiddust í Grettis- strengjum, Flóðmýrastreng og Valsstreng. Þverá sein í gang Ásta, aðstoðarstúlka í veiði- húsinu á Helgavatni við Þverá, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag, að þrír laxar hefðu veiðst þá um morguninn og hefðu þá alls verið 35 fiskar ver- ið komnir á land úr ánni. Verr gengur í Kjarrá og taldi Ásta innan við tíu laxa komna úr ánni. „Áin er í sæmilegu ástandi, hef- ur hitnað og er ekki mikið skol- uð. Menn sjá bara lítið af fiski og bíða eftir almennilegum göngum," sagði Ásta. Slakt í Laxá á Ásum Brösulega gengur í Laxá á Ásum og aðeins milli 10 og 20 fiskar komnir á land. „Það vant- ar lax í ána, við voram þarna í tvo daga og eina lífið var, að ég sá einn lax síðasta morguninn. Þegar ég renndi á hann kom urriði þeysandi, hrifsaði í og fældi laxinn,“ sagði Ómar Sig- geirsson, þaulvanur Ásamaður í samtali við Morgunblaðið, en Ómar var að veiðum fram á helg- ina. Sagði Ómar veiðimenn um land allt bíða á bæn eftir stór- streyminu 22. júní og ef göngur brygðust þá, byði hann ekki í framhaldið. Islendingar í 14. sæti eftir fyrstu þijár umferðir á Evrópumótinu í brids Sigur vannst á Ungverjum í fyrstu umferð mótsins # Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, biaðamanni Morgunblaðsins. ISLENSKA bridslandsliðið hóf Evrópumótið í brids með sigri en var eftir þrjár fyrstu umferðirnar í 14. sæti með 47 stig. Danir voru í efsta sæti með 61 stig en næstir komu Pólveijar og Frakkar með 59 stig og Svisslendingar með 58 stig. Fyrstu dagar Evrópumótsins hafa ekki gengið með öllu áfalla- laust hjá íslendingum því einn liðs- maðurinn, Jón Baldursson, varð að sitja heima sökum veikinda þegar lagt var af stað til Menton á föstu- dag. Hann náði sér þó og kom á mótsstað á sunnudagskvöld og er vonast til að þetta hafi ekki áhrif á spilamennsku íslenska liðsins. Fleiri þjóðir urðu fyrir skakka- ( föllum. Keppendumir frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi vora stöðvaðir á þýsku landamærunum þar sem ( þeir höfðu ekki vegabréfsáritun inn í landið. Hvítrússarnir komust þó á leiðarenda í gær, degi of seint, en ( af Rússunum hefur ekkert frést. Þá datt kunnasta par Evrópumeist- ara Breta, þeir Forrester og Rob- son, út úr breska liðinu á síðustu stundu, að sögn vegna persónulegra ástæðna hjá Forrester. Forrester hefur af mörgum verið talinn besti spilari Breta undanfarin ár, en hann getur að sama skapi verið erfiður í umgengni. Góður sigur ísland spilaði fyrsta leikinn við Ungverjaland. Þeir Aðalsteinn Jörgensen, Bjöm Eysteinsson, Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson spiluðu allan leikinn. í fyrri ^ hálfleik buðu spilin ekki upp á mikl- ar sveiflur. Besta spil Islendinga var þegar Bjöm og Aðalsteinn dobl- i uðu Ungveijana í 2 tíglum og uppskára 500 meðan Guðmundur og Þorlákur fengu að spila sama á samning ódoblaðan og sluppu 100 ' niður. Ungveijarnir fengu síðan geimsveiflu í lok hálfleiksins og staðan eftir 12 spil var nær jöfn. í seinni hálfleik spiluðu bæði ís- lensku pörin vel og unnu leikinn Norður ♦ ÁK109862 T5 ♦ G8 + Á85 pass pass +420 2 spaðar pass 4 spað.// 3 spaðar 20-10. Guðmundur og Þorlákur voru óánægðir með eitt spilið þar sem þeir voru ekki alveg samstíga í sagnkerfínu og spiluðu 4 hjörtu sem voru 1 niður en hægt var að spila 5 lauf sem hlutu að vinnast. En við hitt borðið spiluðu Bjöm og Aðalsteinn 4 spaða á hinar hend- urnar. Með bestu vöm er hægt að taka þann samning tvo niður en Ungveijamir misstigu sig hrapal- lega í vöminni og gáfu spilið og Guðmundur og Þorlákur græddu því 8 IMP-stig á vonda spilinu sínu. í annari umferð spilaði ísland við írland. íslenska liðið var óbreytt. Leikurinn þróaðist óheppilega fyrir íslendinga og írarnir græddu á flestum þeim spilum þar sem spilar- arnir tóku mismunandi lokaákvarð- anir. íramir höfðu 20 stiga forskot í hálfleik og í seinni hálfleik bættu þeir jafnmörgum stigum við. Stærsta sveiflan kom þegar Björn opnaði á 4 laUfum sem í kerfi þeirra Aðalsteins sýna 6-lit í láglit og 5-lit í hálit til hliðar. Bjöm átti í þessu spili 5 lit í spaða og 6-lit í laufi. Aðalsteinn átti á móti þessu 6-6 skiptingu í hjarta og tígli og valdi að passa niður 4 lauf, sem fóru þijá niður. Við hitt borðið spiluðu Irarnir 4 hjörtu sem unnust eftir smávægileg varnarmistök. Sagnbaráttan gaf stig ísland spilaði við Króatíu í 3. umferð á mánudagsmorgun og enn spiluðu sömu spilarar fyrir íslands hönd. Eftir fyrri hálfleik leiddu ís- lendingarnir 38-15. Króatarnir gáfu Guðmundi og Þorláki tvö geim sém töpuðust við hitt borðið og sagnkerfíð og sagnbaráttan gaf ís- landi 11 stig í þessu spili: Suður/Enginn Vestur ♦ G52 VK642 ♦ K ♦ 107642 Austur + - V ÁG1097 ♦ Á943 ♦ DG93 Suður ♦ D74 VD83 ♦ D107652 ♦ K Opinn salur Vestur Norður Austur Suður Bjöm Sver Aðalst. Dicic - - - pass pass 4 tíglar pass 4 spaðar pass pass dobl pass 5 lauf pass pass 5 spað.// -60 Lokaður salur Vestur Norður Austur Suður Antonio Þorl. Rase Guðm. - - - 2 lauf Opnun Svers á 4 tíglum sýndi góð spil með langan spaðalit. Bjöm ákvað að beijast yfír 4 spöðum með úttektardobli sem var vel metið því 5 lauf vinnast með því að finna hjartadrottningu. En suður hélt áfram í 5 spaða sem fóru einn nið- ur. Við hitt borðið opnaði Guðmund- ur á sögn sem gat haft ýmsar merk- ingar, m.a. sýnt veik spil með tígul- lit. Eftir það vora sagnir eðlilegar en austur sá ekki ástæðu til að skipta sér af sögnum og Þorlákur vann 4 spaða auðveldlega svo ísland græddi 11 stig. íslenska liðið spilaði við Þjóðveija í 4. umferð í gærkvöldi og þá tóku Jón Baldursson og Sævar Þor- bjömsson í fyrsta skipti upp spilin i mótinu. í dag spilar liðið við San Marino og ísrael. Til sölu 3 stk. Benz sendibílar: 1984 309, 1985 309, 1986 209. Jqlm* Skeifunni 6, sími 686222. O O 101 bíll í sal. bTlabÖrg Opið öll kvöld og allar helgar. 51 Bílamarkadurinn Smiðjuvegi46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 % Ford F-250 6.9 diesel '84, 4ra g., nýl. uppt. vél. V. 790 þús. Renault Express '92, hvítur, 5 g., ek. 40 þ. V. 790 þús., vsk-bíll. Toyota Corolla XL ’90, 5 dyra, rauöur, 5 g., ek. 45 þ. V. 750 þús., sk. á ód. Honda Civic GL '87, sjálfsk., steingrár, ek. 84 þ. V. 470 þús. Peugout 205 XL '88, 4ra g., ek. 75 þ. Gott eintak. V. 390 þús. Daihatsu Charade Sedan SG '90, blár, 5 g., ek. 35 þ., aflstýri o.fl. V. 690 þús. stgr. s—-,V:— Toyota Hilux Double Cap diesel ’91, vsk- bill, blásans, 5 g., ek, 39 þ., álfelgur o.fl. V. 1690 þús., sk. é ód. Fjöldi bifreiða af öllum árgerðum á skrá og á sýningasvæðinu. Verð og kjör við allra hæfi. Subaru Justy J-10 4x4 '86, ek. aðeins 43 þ. V. 290 þús. MMC Lancer GLXi '91, 5 g., ek. 40 þ. V. 980 þús. Citroen CX 22 TRX '87, 5 g., ek. aöeins 58 þ. V. 790 þús. Toyota Douple Cap diesel '86, 5 g., ek. 160 þ. V. 980 þús. Ford Bronco Eddie Bauer '87, 5 g., ek. 100 þ. Óvenju gott eintak. V. 1150 þús. MMC Pajero langur, diesel, turbo, m/lnterc., '92, 5 g,, ek. 67 þ., sóllúga o.fl. V. 3.150 þús., sk. á ód. V.W. Jetta CL '91, svartur, sjálfsk., ek. 29 þ. V. 1.050 þús. Volvo 440 SE '92, brúnsans, sjálfsk., ek. 20 þ.t rafm. í rúðum, élfelgur o.fl. V. 1.350 þús. Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., steingrár, ek. 98 þ. V. 630 þús. stgr. Nissan Patrol háþekja dlesel '86, hvltur, 5 g., ek. 170 þ., 6T spil o.fl. gott eintak. V. 1.550 þús. Toyota Corolla Sedan '87, 5 g., ek. 85 þ. Mjög gott eintak. V. 420 þús., sk. á ód. —efþú spiíar til að vinna! | 23. ltlkvlka, 12.-13. Júni 1993 Nr. Leikur: Röð'ut: 1. Göteborj - Östcr - X ■ 2. Halmstad - Örgrytc 1 - 3. Helsingborg - Hðcken 1 - 4. Norrkfiplng - Dcgerfoss 1 - - 5. Örebro - Brage 1 - - 6. Bronunap. - Lulei 1 - - 7. Djurg&rden - GIF Sundsv - - 2 8. Gefle - SpirvSgen - X - 9. Slrius - UMEA - X - 10. IFK Sundsv. - Hanunarby - - 2 11. Myresjð - Elfsborg - - 2 12. Oddevoid - Forward 1 - - 13. SkSvde - MjSUby - X - HeUdarvinningsupphæðin: 82 milljón krónur 13 réttir: 279.400 | kr. 12 réttir: (_ 5.710 | kr. 11 réttlr: 410 | kr. 10 réttir: 0 J Icr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.