Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 1
64 SIÐUR LESBOK/C STOFNAÐ 1913 135.tbl. 81.árg. LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýja höllin keisarans MARGA Berlínarbúa dreymir um að endurreisa keisarahöllina, sem kommúnistar sprengdu til að rýma fyrir austur-þýska þing- húsinu. Til að afla þeirri hug- mynd fylgis hafa máluð leiktjöld verið hengd á vinnupalla til að sýna fram á hvernig byggingin myndi taka sig út. 2.000 Króatar sagðir hafa fallið eða særst Zagreb, Kaupmannahðfn, Lundúnum. Reuter, The Daily Telgraph, LEIÐTOGAR Króata í Bosníu sögðu í gær að rúmlega 2.000 Króatar hefðu beðið bana eða særst og 60.000 hefðu hrökklast frá heimkynnum sínum í „þjóðernishreinsunum" múslima í Mið- Bosníu frá 4. júní. Danir, sem eru í forsæti í ráðherraráði Evrópu- bandalagsins, boðuðu til bráðafundar utanríkisráðherra banda- lagsins á sunnudag vegna stríðsins í Bosníu. hótunum Moskvu. Reuter. EISTNESK stjórnvöld eru harð- lega gagnrýnd í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu, sem fréttastofan Itar-Tass greindi frá í gær. í tilkynningunni er var- að við „óbilgjamri þjóðerais- stefnu“ gagnvart - rússneska minnihlutanum i Eistlandi og þeim alvarlegu afleiðingum, sem það gæti haft, ef stefnu þessari yrði haldið til streitu. Þetta er harðorðasta yfirlýsing sem Rússar hafa sent Eistlendingum til þessa. í henni segir að hugsanleg- ar ýfingar geti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir Eystrasaltsþjóðimar og granna þeirra. Yfirvöld í Kreml hafa dregið úr brottflutningi herliðs frá Eistlandi og Lettlandi þar til lýðrétt- indi rússneska minnihlutans eru tryggð. Stjómvöld í Eistlandi vísa ásökunum Rússa á bug og segja að með stefnu sinni vilji þau aðeins varð- veita þjóðarsérkenni sín og tungu. David Owen lávarður, milligöngu- maður Evrópubandalagsins, hefur viðurkennt að friðaráætlun, sem kennd er við hann og Cyrus Vance, sé nú búin að vera. Hann sagði í gær að leiðtogar Evrópubandalagsins (EB) yrðu að samþykkja nýja stefnu sem hann gæti haft til viðmiðunar í friðar- umleitunum sínum í Bosníu. Málið verður rætt á leiðtogafundi EB á mánudag og þriðjudag. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, og Franjo Tudjman, forseti Króatíu, hafa samþykkt að beita sér fyrir þeirri breytingu á friðaráætluninni að Bosn- íu verði skipt í þijú smáríki, ekki tíu sjálfstjómarhéruð eins og Owen og Vance vildu. Owen lávarður kvaðst ekki alls- kostar ánægður með þessa tillögu en bætti við að nota mætti hana með öðrum ákvæðum friðaráætlunarinnar, sem fjallar meðal annars um rétt minnihlutahópa, mannréttindi og lýð- ræðislegar kosningar undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Klaus Kinkel, utanríkisráðheira Þýskalands, sagði augljóst að ekki væri hægt að knýja friðaráætlunina fram. „Þetta er napurleg niðurstaða því við þurfum nú að viðurkenna þær staðreyndir sem við höfum aldrei vilj- að viðurkenna, það er að segja þjóð- ernishreinsanir og landamærabreyt- ingar með hervaldi." Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í fyrradag að Þjóðveijar bæm „sérstaka ábyrgð“ á því að stríð blossaði upp í Bosníu og Króatíu þar sem þeir hefðu knúið á Evrópubandalagið um að viður- kenna sjálfstæði þessara ríkja. Viður- kenningin hefði verið ótímabær og reynst „alvarleg mistök". Forseti Azerbajdzhans á flótta Uppreisnarmenn stöðva framsókn Alíjev, sem er sjötugur að aldri, var áður í stjórnmálaráði sovéska kommúnistaflokksins og eftir valdatöku hans í Azerbajdzhan eru fyrrverandi kommúnistaleiðtogar aftur við stjórnvölinn í 11 af 15 fyrrverandi lýðveldum Sovétríkj- anna. að beiðni Alíjevs Moskvu, Baku. Reuter. GEIDAR Alyev, sem kosinn var forseti azerska þingsins fyrir fjórum dögum, lýsti yfir í gær, að hann hefði tekið við sem forseti Az- erbajdzhans. Abulfaz Elchibey, kjörinn forseti, var þá flúinn frá höfuðborginni, Baku, en uppreisnarmenn innan hersins og stuðnings- menn Alíjevs höfðu hótað að ráðast á hana segði hann ekki af sér. Tyrkir, sem hafa haft mikil samskipti við frændur sína Azera að undanförnu, hafa mótmælt valdaskiptunum sem lögleysu. Tyrkneska fréttastofan Anatólía sagði í gær, að Elchibey hefði ákveðið að flýja þegar hershöfðingj- arnir, sem hann hafði skipað í emb- ætti varnar-, innanríkis- og örygg- ismálaráðherra, hefðu lýst yfir, að þeir myndu ekki veijast uppreisnar- mönnum réðust þeir á höfuðborgina og er Elchibey nú kominn til Nak- hítsjevan, sem er sjálfstjórnarhérað í Azerbajdzhan en umlukið Arme- níu, Tyrklandi og íran. Þar hefur Alíjev verið leiðtogi. Uppreisnin innan azerska hersins hófst 4. júní sl. og síðan hafa upp- reisnarmenn lagt undir sig borgir og bæi í framsókn sinni til höfuð- borgarinnar. Þeir hafa nú stöðvað hana að beiðni Alíjevs. Er uppreisn- in að nokkru rakin til óánægju inn- an hersins í kjölfar ósigra hans í stríðinu við Armena um Nagomo- Karabakh en svo virðist einnig sem um hreina valdabaráttu í landinu sé að ræða. Rússar hafaí Múslimar taldir hafa hrakið 60.000 manns frá heimkynnum sínum í Mið-Bosníu Ýmis ríki, Evrópubandalagsríkin, íran og Tyrkland, hafa lýst áhyggj- um með þróun mála í Azerbajdzhan og tyrkneski utanríkisráðherrann sagði, að stjóm Tyrklands styddi ekki valda rán af þessu tagi. Fjölmenni á þjóðhátíð Morgunblaðið/Odd Stefán MIKILL íjöldi manns kom saman í miðborg Reykjavíkur á fimmtudag til að halda þjóðarhátíðardaginn 17. júní hátíðlegan. Að mati lögréglu vom allt að 40 þúsund manns samankomnir í miðbænum þegar mest var.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.