Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JUNI 1993
Sautján Edduhótel verða rekin í sumar víða um land Lífið frá 1910 leik-
ið í Árbæjarsafni
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ný gistiálma
SÓLBORG Steinþórsdóttir, hótelstjóri, Jón Óskarsson, oddviti Hálsahrepps, Ásvaldur Þormóðsson, í
stjóm Tjama, Gísli Sigurðsson, útibússtjóri Fosshóli, Egill Gústavsson, stjórnarformaður Tjarna, og
Tryggvi Guðmundsson, deildarsljóri Eddu hótelanna fyrir framan nýju álmuna á Stóra-'Ijörnum.
Nýjar gistiálmur á Kirkjubæj-
arklaustri og Stóru-ljörnum
SAUTJÁN Edduhótel verða rekin
víðs vegar um landið í sumar, en
á tveimur þeirra hafa verið teknar
í notkun nýbyggingar. Þá hafa
umtalsverðar endurbætur verið
gerðar á hótelunum undanfarin
ár, víðast era komin ný rúm og
herbergi, snyrtingar og veitinga-
salir hafa verið enduraýjuð að
stóram hluta.
Á síðasta sumri voru gestir hótel-
anna um 52 þúsund talsins og voru
íslendingar um 38% þeirra sem er
svipað hlutfall og undanfarin ár.
Eddu hótelin bjóða sértilboð í sumar
til þeirra sem gista fjórar nætur eða
fleiri á hótelunum, en þeir býðst
fímmta gistinóttin án endurgjalds og
gildir þá einu hvort gist er á sama
hóteiinu allar nætumar eða eina nótt
á hveijum stað. Þá gista böm og
unglingar frítt í herbergjum fullorð-
inna og verulegur bamaafsláttur er
veittur af mat.
Afþreygingarmögleikar eru fjöl-
margir, sundlaugar eru víða á hótei-
unum eða skammt frá þeim og hafa
sum þeirra einnig leikfimisali til af-
nota fyrir hótelgesti. Silungsveiði,
golfvellir og hestaleigur er víða einn-
ig að fínna i nágrenni hótelanna.
Stækkun á
Kirkjubæjarklaustri
Um miðjan maí síðastliðinn var
formlega tekin í notkun nýbygging
við hótelið á Kirkjubæjarklaustri,
hún er 640 fermetrar á stærð, nokk-
urs konar tengihús við þær þijár
gistiálmur sem fyrir eru. Hún er á
tveimur hæðum og var það neðri
hæðin sem tekin var í notkun í vor.
Þar er gestamóttaka, veitingasalur
fyrir um 150 manns, fundarsalur og
bar ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk.
Þessi nýja aðstaða opnar mikla
möguleika til funda- og ráðstefnu-
halds á Kirkjubæjarklaustri.
Með tilkomu nýja hússins er nú
boðið upp á gistingu í 36 tveggja
manna herbergjum með baði og er
gistingin opin allt árið, en auk þess
er á sumrin hægt að bjóða 17 tveggja
manna herbergi með handlaug og
gistingu í svefnpokaplássi í skóla-
stofum.
Ný gistiálma á Stóruljörnum
Nýlega var síðan tekin í notkun
ný gistiálma við Edduhótelið á Stór-
utjörnum, þar eru 16 tveggja manna
herbergi með baði og síma svo eitt-
hva sé nefnt. Þá er einnig vistleg
setustofa fyrir gesti í húsinu.
í ársbyijun árið 1991 var tekin
ákvörðun um byggingu viðbótargist-
ingar á Stórutjömum og í því skyni
stofnað hlutafélagið, Tjamir hf. sem
er í eigu heimamanna og Ferðaskrif-
stofu Islands. Húsið er 453 fermetrar
að stærð á einni hæð, bygging þess
hófst í júní í fyrra og var verkinu
skilað fullbúnu 17. maí síðastliðinn.
Á Stórutjörnum eru nú samtals
44 gestaherbergi auk svefnpokapláss
og veitingasalur fyrir um 90 manns
og þá er sundlaug við hótelið. Stóru-
tjarnir hafa verið vinsæll áningar-
staður íslenskra ferðamanna um ára-
bil og þess vænst að vinsældir aukist
enn með tilkomu nýju gistiálmunnar.
„FJOLSKYLDAN frá árinu 1910“
vaknar til lífsins við leik og störf
í húsinu Suðurgötu 7 á Árbæjar-
safni sunnudaginn 20. júní. Á
heimilinu verða hjón með nýstúd-
ent á framfæri og tvær dætur 13
og 9 ára. Einnig býr í húsinu
frænka sem ekki hefur gengið út
og vinnukona sem þrífur allt og
snurfusar.
Það er áhugamannaleikhópurinn
Suðurgata 7 undir stjórn Þórunnar
Pálsdóttur sem setur íjölskyldulífið
á svið í húsinu, en Suðurgata 7 var
fyrst opnuð eftir miklar og nákvæm-
ar endurbætur síðasta haust. í hús-
inu er að finna híbýli heldri borgara
eins og þau voru um og eftir aldamót-
in síðustu og gullsmíðaverkstæði sem
í eru smíðaðar eftirlíkingar af skarti
sem fundist hefur í Viðey.
Á svæðinu verður einnig hesta-
kerra sem ijölskyldan í húsinu notar
óspart auk þess em gestum verður
leyft að sitja í. Þá mun Daninn Thom-
as Noregaard, sem er éinn kunnasti
eldsmiður á Norðurlöndum vera við
vinnu í safninu, en hánn hefur undan-
farið haldið námskeið, þar sem hann
hefur kennt eldsmíði. Noregaard
ætlar að smíða ljái og ullarklippur.
Aðrir hefðbundnir viðburðir verða
á sínum stað á safninu, þannig er
ekki ólíklegt að frúin á Suðurgötu 7
bregði sér af bæ og fari í kurteisis-
heimsókn til frænku sinnar í Árbæn-
um og hugsanlega bregður hún sér
í messu í safnkirkjunni kl. 14. Prest-
ur _er sr. Þór Hauksson.
Áætlað er að þessi dagskrá standi
yfir frá kl. 13-17 umræddan dag.
(Fréttatilkynning)
Stúlka spilar á píanó í Suðurgötu
7 á Árbæjarsafni.
Almenningsvagnar bs.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
PÉTUR U. Fenger hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Al-
menningsvagna bs. frá og með 18.
júní nk.
Umsóknir um starf framkvæmda-
stjóra voru alls 41. Pétur var áður
bæjarritari í Mosfellsbæ frá árinu
1986 til 1991 og síðan fjármálastjóri
Álftáróss hf. frá þeim tíma.
Pétur tekur við af Erni Karlssyni
sem hefur gegnt starfi framkvæmda-
stjóra Almenningsvagna frá upphafí,
eða frá því í janúar 1991. Öm Karls-
son hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Viðskiptanetsins hf.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori
KRISTINN SIGURJ0NSS0N. HRL. loggilturfasteignasali
Nýkomnar til sölu eignir sem vekja athygli:
Sérhæð - tvíbýli - nýendurbyggð
Neðri hæð 3ja herb. íb. 81,8 fm nettó vestast v. Bústaðaveg. Öll eins
og ný. Hiti sér, inng. sér. 40 ára húsnlán kr. 3,5 millj.
2ja herb. - lyftuhús - öll eins og ný
Á 6. haeð í lyftuh. v. Kleppsveg inni við Sund nýendurbyggð 2ja herb.
fb. Rúmg. sólsvalir. Fráb. útsýni. Laus strax. 40 ára húsnlán kr. 1,9 millj.
Fyrir smið eða laghentan
efri haeð og ris í þríbhúsi v. Mjóuhlíð. Hæðin er 3ja herb. íb. 86,4 fm.
Risinu má breyta. Suðursvalir. Bílskúr 28 fm.
Lyngmóar - bílskúr - útsýni
Nýl. og góð 4ra herb. íb. á 2. hæð á útsýnisstað. Góður bílsk. Vin-
sæll staður. Eignaskípti möguleg.
Hveragerði - Reykjavík - eignaskipti
Til sölu einbhús - gott timburh. um 120 fm v/Borgarheiöi í Hverag. 4
svefnh. Bílsk. m. geymslu um 30 fm. Skipti mögul. á lítilli íb. á höfuðbsv.
Suðuríbúð - lyftuhús - frábært verð
Stór og góð 4ra herb. íb. á 6. hæð 110,1 fm í lyftuh. v. Álftahóla.
Góður bílsk. 29,3 fm. Frábært útsýni. Verð aðeins 7,7 millj.
í smíðum óskast
um 110 fm raðhús eða einbhús í borginni helst frágengið undir tré-
verk. Traustur kaupandi.
Ennfremur óskast 3ja herb. íb. af eldri gerð á 1. eða 2. hæð neðst
við Hraunbæ.
Opiðídag kl. 10-16. ALMENNA
Fjársterkir kaupendur.
Almenna fasteignasalan sf.
var stof nuð 12. júlí 1944.
FASTEIGNASALAW
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
fikEdlsö \sÆ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Mörg góð nýyrði, er sem nærri
má geta, að rekja til siðskipta-
manna. Við eigum þeim fyrir
það mikið að þakka, svo sem oft
áður hefur verið drepið á hér í
pistlunum.
Nokkur ástæða sýnist mér til
þess að álykta að hið prýðilega
orð hugvekja sé smíð sr. Einars
Sigurðssonar í Eydölum. Orðið
kemur fyrst fyrir í prentmáli í
Vísnabókinni (Hólum 1612) en
hún var að stórum hluta ljóða-
safn sr. Einars.
Nú veit ég ekki hvort eitt-
hvert erlent orð hefur verið
þama fyrirmynd orðsins hug-
vekja. Áð vísu dettur mér í hug
latneska orðið meditatio, enda
þótt við myndum nú fremur þýða
það með hugleiðing. Mér er
ekki ljóst hversu skýran mun
hinir fyrri menn gerðu á orðun-
um hugleiðing og hugvekja,
en þau em þýdd með mismun-
andi móti í Blöndal. Fyrsta
merking í hugleiðing er þar
„Betragtping“, en fyrstu merk-
ingar í hugvekja „vækkende
Skrift, Opbyggelsesprædiken“.
Þetta er held ég í góðu samræmi
við merkingarskyn manna nú.
Hins er aftur að gæta, að bók
sú, sem oft var nefnd „Mynsters-
hugvekjur“, heitir „Hugleiðing-
ar um höfuðatriði kristinnar trú-
ar“. Þessar hugleiðingar voru
„útgefnar á íslensku af Þorgeiri
Guðmundssyni. Presti til Gló-
lundar og Grashaga á Lálandi“.
Þennan mann nefndi Jónas skáld
„Þorgeir í lundinum góða“, og
kennt hefur mér verið að Jónas
Hallgrímsson og Konráð Gísla-
son hafi þýtt hugleiðingarnar,
þótt þeirra sé ekki við getið á
titilsíðu eða í formála sr. Þor-
geirs. Fræg hafa orðið upþhafs-
orð bókarinnar: „Önd mín er
þreytt - hvar má hún finna
hvíld?“ Fylgir reyndar sögunni
að þetta hafi verið dagsverk
þeirra félaga úr Fjölnisliðinu.
Þá er þess að geta að bókin
heitir á dönsku „Betragtninger"
o.s.frv. Þar er notað þetta þýsk-
ættaða orð, en ekki latneskætt-
aða orðið meditation.
Herra Þorlákur Skúlason, eft-
irmaður og dóttursonur herra
Guðbrands, gaf út á Hólum
(fyrst,1630) hugvekjur, kennd-
ar við Þjóðveijann Johann Ger-
hard (1582-1637). Hann var
talinn frábær höfundur. Það
mun því svo að skilja að við
höfum frá því á 17. öld skilið
orðið hugvekja, fyrst og fremst
sem „vækkende Skrift“ í trúar-
legum efnum. En ekki var Jón
Sigurðsson í vafa um hvað hans
mikilvægasta grein um stjórn-
mál skyldi heita: „Hugvekja til
íslendinga" (1848).
Skólafélagi minn, Jón ísberg
á Blönduósi, skrifar mér meðal
annars svo:
„Gamli skólabróðir.
Eg þakka þér fyrir pistlana í
Mbl. Eg les þá alltaf og finnst
þeir fróðlegir og skemmtilegir.
Eg ætla því að bera þijú atriði
undir þig.“ Umsjónarmaður
tölusetur nú þessi þrjú atriði til
glöggvunar:
1) Fyrst segir Jón orðrétt: „í
Lögbirtingablaðinu, sem út kom
21. f.m., var auglýsing um „bú-
fjármark" í Eyjafirði. Eg þekki
mark, fjármark, sauðíjármark,
og ef til vill eru fleiri orð yfir
þetta, en búfjármark hefi eg
aldrei heyrt. Það virðist raunar
ekki vera tekið með í íslensku
orðabókinni. Hefur bú hevrt
það?“
Ég var ekki viss um þetta og
reyndi að kanna málið. Rétt er
það, að búfjármark er ekki í
orðabók Menningarsjóðs og ekki
í öðrum orðabókum sem mér eru
til tækar. Eigi að síður hefur
orðið verið til í málinu lengi.
Hjá Orðabók Háskólans fékk ég
þetta dæmi úr grein í Búnaðar-
ritinu 1913. Höfundur er Björn
697. þáttur
Bjarnarson: „Aðal-bjargarstofn
landbúnaðarmanna er búpening-
urinn, sauðfé (og geitfé), naut-
peningur og hross. Hundar eru
auka-hjálparfénaður.
Eignarskilríki búandans fyrir
þessum peningi eru búfjármörk-
in.“
í Lögbirtingablaðinu 21. apríl
sl. er orðið búfjármark notað á
sama hátt og hér.
2) Jóni þótti vont mál á Stöð
2, þegar kynnir talaði tvisvar
um fótafögrustu fótleggina. Ég
er sammála Jóni. Þetta er herfí-
legasta hrognamál. Ég býst við
að átt hafí að nefna fegurstu
fæturna.
3) Þá segir Jón sögu úr sjón-
varpinu. Kom þar, að í texta
með kvikmynd stóð: „Styndu
tvisvar ef þú heyrir til mín.“
Síðan spyr Jón hvort ég hafi séð
sögnina að stynja notaða svona,
en bætir því við, að sér skiljist
að boðhátturinn sé rétt myndað-
ur þama, „en hvað segir þú?“.
Umsjónarmaður man ekki eft-
ir að hafa heyrt þessa sögn í
boðhætti, en hann er rétt mynd-
aður í textanum, eins og Jón
taldi. Sjálfsagt reyna menn í
daglegu tali að sniðganga þetta,
þá sjaldan þeir skipa öðrum að
stynja, t.d. með því að segja:
Þú skalt stynja tvisvar o.s.frv.,
eða eitthvað þvílíkt. Sagnir geta
verið kyndugar í sjaldgæfum
boðhætti, sbr. það heilræði er
gamlir menn kenndu: „Snústu
frá illu og ger gott.“
★
Inghildur austan kvað:
Og ofan af tindi á Tálandi
stakk Trausti sér ölur og skálandi;
var svo eftir smástund,
eða eins og fuglsblund,
inn á bar sestur á Nýja-Sjálandi.
★
Mikill litill. Hér í blaðinu var
fyrir skemmstu sagt frá manni
sem nefndi sig „dáleiðslumeð-
ferðaraðila“.