Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993
ísland áfram í toppbaráttunni á Evrópumótinu í brids
Sigur vannst bæði á
Svíum og Bretum
íslenska kvennaliðið vann einnig báða leiki sína í gær
Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblað-úns.
ÍSLENSKA karlaliðið vann bæði Svía og Breta í 12. og 13.
umferð á Evrópumótinu í brids í gær og er í 5. sæti með
233 stig. Frakkar leiða með 249 stigum, Danir eru í 2. sæti
með 248 stig, Pólverjar í 3. sæti með 245,5 stig, Norðmenn í
4. sæti með 233 stig, Hollendingar hafa 229 stig, Svíar 228
og Bretar 222 stig. Þá vann kvennaliðið báða leiki sína í
gær, gegn Dönum og Spánverjum og er í 8. sæti kvenna-
mótsins.
Sigrarnir í gær í opna flokkn-
um voru mjög mikilvægir. Bæði
eru Bretar og Svíar í hópi sigur-
stranglegri þjóðanna hér og eins
þurfti íslenska liðið nauðsynlega
á stigunum að halda eftir slaka
frammistöðu daginn áður, sem
var raunar þjóðhátíðardagurinn
17. júní.
ísland var í 3. sæti í opna
flokknum að morgni þjóðhátíðar-
dagsins eftir ágætan sigur í 9.
umferð á Tyrkjum, 22-8, kvöldið
áður. í 10. og 11. umferð átti
íslenska liðið frekar auðvelda
leiki á pappímum, við Slóvena
og Svisslendinga sem voru í neðri
helmingi stigatöflunnar. í fyrri
hálfleik gegn Slóvenum var lítið
að gerast og ísland leiddi 14-5;
þess má geta að í leik Frakka
og Grikkja var staðan 5-2 í hálf-
leik. En í síðari hálfleiknum gekk
allt Slóvenum í vil og þeir skor-
uðu 46 stig gegn 5 stigum ís-
lands og unnu leikinn 23-7. Á
sama tíma var íslenska kvenna-
liðið að spila við það breska og
tapaði þeim leik 10-20.
í 11. umferð opna flokksins
spilaði ísland við Sviss. Eins og
í fyrri leiknum var ísland aðeins
yfir í hálfleik. í síðari hálfleik
voru spilin villt og sagnharkan
borgaði sig vegna þess að spilin
lágu vel. I leik íslands og Sviss
var þó ekki mikið um sveiflur
og síðari hálfleikurinn var jafn
svo ísland vann 16-14 og var
nú komið niður í 6.-7. sæti í
mótinu ásamt Svíum.
Á meðan spilaði kvennaliðið
við ísrael í 4. umferð en ísra-
elska kvennaliðið er talið í hópi
sterkari liða hér. í hálfleik hafði
ísrael yfír, 27-1. En í síðari hálf-
leik spilaði íslenska liðið besta
leik sinn til þessa. Nýliðamir í
liðinu, Anna ívarsdóttir og
Gunnlaug Einarsdóttir, spiluðu
sinn fyrsta leik og nýttu þau
færi sem spilin buðu upp á. Við
hitt borðið áttu Esther Jakobs-
dóttir og Valgerður Kristjóns-
dóttir einnig góðan leik og hálf-
leikurinn vannst 48-14 og leikur-
inn 16-14. Konurnar höfðu því
nokkra ástæðu til að gleðjast að
kvöldi þjóðhátíðardagsins, en
þær spiluðu með íslenska fánann
á borðunum í tilefni dagsins.
Traustvekjandi sagnir
Fyrri leikur karlaliðsins í gær
var við Svía. í fyrri hálfleik voru
miklar sveiflur sem til að byija
með voru flestar til Svíanna. Um
miðjan hálfleikinn vom Svíarnir
komnir með tæplega 30 stiga
fomstu en undir lokin náðu Is-
lendingarnir að saxa á forskotið.
Þar munaði einna mest um þetta
skiptingarspil:
Suður/Enginn
Norður
♦ ÁD3
¥ ÁG875
♦ KD643
*--
Vestur Austur
♦ 762 * 9
¥ - ¥ K1064
♦ Á108 ♦ 752
♦ KDG10962 * A7543
Suður
♦ KG10854
¥ D932
♦ G9
♦ 8
Opinn salur
Vestur Norður Austur Suður
Bjerreg. Þorl. Morath Guðm.
- - --j 2 tíglar
3 lauf 4 lauf 5 lauf 5 spaðar
pass 6 spaðar pass pass
7 lauf pass pass dobl/
+500
Lokaður salur
Vestur Norður Austur Suður
Jón Nielsen Sævar Brunz.
- - - pass
1 tígull dobl 2 lauf 2 spaðar
5 lauf 5 tíglar dobl pass
pass 5 hjörtu dobl 6 lauf
dobl/ +100
Það var engu líkara en spilar-
arnir vildu helst segja þá liti sem
þeir áttu minnst í. I opna salnum
opnaði Guðmundur á svokölluð-
um multi, sem gat sýnt annan
hvorn hálitinn og veik spil. 4
lauf Þorláks var krafa í geim og
þegar Guðmundur sýndi litinn
sinn á 5. sagnstigi bætti Þorlák-
ur einum við. Bjerregaard fannst
sagnir íslendinganna svo sann-
færandi að hann tók fórnina.
Vörnin var svo nákvæm. Þorlák-
ur spilaði út spaðaás, og þegar
Guðmundur kallaði spilaði hann
meiri spaða. Eftir það komst
Bjerregaard ekki hjá því að gefa
tvo tígulslagi.
Við hitt borðið opnaði Jón á
tígli, sem sýndi opnun og ójafna
hönd. Branzell sýndi fyrirstöð-
urnar sínar áður en hann sagði
5 spaða, og Jón tók fórnina. Við
þetta borð brást Svíunum vörnin
þannig að spilið fór 1 niður og
Island græddi 9 stig. Raunar
fengu AV víða að spila 5 lauf
dobluð; í leik Pólveija og Breta
féll spilið t.d. í 5 laufum dobluð-
um og unnum.
í síðasta leik dagsins vann
ísland Breta örugglega 22-8.
ísland var 19 yfir eftir fyrri hálf-
leik og bætti öðm eins við síðari
hálfleik. Lokahnykkurinn var í
síðasta spilinu þegar Þorláki og
Guðmundi tókst með blekkisögn-
um að fæla akkerispar Breta,
Armstrong og Kirby, úr geimi
þar sem raunar mátti vinna
slemmu. Þá vann kvennaliðið
Spánveija 18-12 í gærkvöldi.
Sódóma Reykjavík til Chicago
KVIKMYNDIN Sódóma,
Reykjavík hefur verið valin til
þátttöku á 29. alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Chicago, sem
haldin verður í haust eða 7. til
25. október næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Skífunni hf. segir Michael Lutza
stjórnandi hátíðarinnar, í bréfi,
sem hann ritar Alez Massis hjá
Angelika Films í New York, sem
annast dreifingu myndarinnar í
Bandaríkjunum, að það sé mikill
heiður að fá að sýna myndina á
hátíðinni.
Óskar Jónasson leikstjóri og
handritshöfundur Sódóma,
Reykjavík vann árið 1990 „The
Silver Hugo Award“ fyrir stutt-
myndina SSL25 á þessari sömu
hátíð.
Gömlu hús-
in að
hverfa?
ÞAÐ hús sem síð-
ast hefur verið
rifið í miðbæ
Húsavíkur er
húsið Hornbjarg
og sýnar mynd-
irnar hvernig það
var fyrir og eftir.
Morgunblaðið/Silli
Enn hverfa hús-
in úr miðbænum
Húsavík.
í VOR hafa þijú hús sem voru
í fullu notagildi verið látin
hverfa úr miðbæ Húsavíkur.
Tvö brotin niður og eitt flutt
til fjalls.
Það má segja að undanfarin 40
ár hafi sá hugsunarháttur ríkt hjá
stjómvöldum á Húsavík að öll hús
sem komin væru til ára sinna
væm til óprýðis og ættu að hverfa
og því hafi viðhaldi þeirra ekki
verið sinnt. Þau hafa verið látin
grotna niður og síðan brotin niður
eða brennd. Á sl. 20 ámm hafa
um 20 hús verið fjarlægð úr miðbæ
Húsavíkur en ekkert hús byggt í
þeim bæjarhluta á þeim tíma.
Viðhald gamalla húsa sem hafa
verið í eigu hins opinbera hefur
verið mjög ábótavant. En gömlum
húsum í eigu einstaklinga er betur
við haldið. Lítið viðhald er t.d. á
gamla Pósthúsinu, Garðarsbraut
12, Formannshúsinu, Garðars-
braut 2 og gamla sjúkrahúsinu,
sem er vel byggt steinhús 1936
og þjónaði Þingeyingum til 1970
að flutt var í nýtt og glæsilegt
sjúkrahús sem vel er við haldið.
En viðhald á hinu gamla er ekki
sinnt og þær raddir heyrast að það
sé ónýtt hús.
Þó gott sé að hafa næg bíla-
stæði geta þau orðið of mörg og
ekki er ástæða til að þau séu við
dyr hvers fyrirtækis sem í mið-
bænum em. Samkvæmt athugun
Víkurblaðsins gætu nú verið um
1.000 bílastæði í miðbænum.
- Fréttaritari.
------»—♦—♦----
Göngu-og
leiðbeingakort
yfír Heiðmörk
SKÓGRÆKTARFÉLAG
Reylqavíkur hefur gefið út
Göngu- og leiðbeiningakort yfir
Heiðmörk í samvinnu við
Reykjavíkurborg. Kortið sýnir
bæði aksturs- og gönguleiðir
um mörkina, svo og helstu ör-
nefni.
í texta kortsins segir m.a.: „Sá
sem vill finna andblæ liðinna tíða
ætti að leggja leið sína í Þinga-
nes. Elsti þingstaður landsins stór
þar, samkomustaður á landnáms-
öld með græna hrosshaga allt í
kring. Heiðmörk - friðland borg-
arbúans þar sem kynslóðabilið
hverfur og tilveran tekur á sig lit.
Þar er eitthvað sem endurnærir,
útileikir eða von um veiði, einvera
eða íhugun“.
ROYAL
SKYNDIBÚÐINGARNIR
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragötegundir
Miðnæturgolf á íslandi
vekur athygli erlendis
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Mbl.
ARTIC-golfmótið á Akureyri,
sem orðinn er árlegur viðburður
í miðnætursól Jónsmessunnar,
vekur æ meiri athygli meðal er-
lendra kylfinga. I fyrra birtist
athyglisverð grein með litmynd-
um um mótið í helsta tímariti
atvinnumanna í golfi. Þar var
nokkrum brautum á íslenskum
TÆLENSKUR MATUR
TÆLENSKT UMHVERFI
^BANTHAI
golfvöllum líkt við brautimar á
Pebble Beach-vellinum í Kalifor-
níu, sem þykir einn erfíðasti en
um leið einn fallegasti völlur
Bandaríkjanna.
Einar Gústavsson, framkvæmda-
stjóri skrifstofu Ferðamálaráðs í
New York, telur að þessi grein sé
ein ástæðan fyrir því að nú fara
fjórir blaðamenn til íslands til að
skrifa um mótið. Einn þeirra er frá
Sport Illustrated, sem talið er víð-
lesnasta íþróttablað heims og með
góðri umsögn þar má segja, að
Artic-mótið sé endanlega komið á
heirnskort kylfinga.
í síðugrein um mótið í tímaritinu
The Desert Sun er þess getið að
mótið sé opið atvinnumönnum jafnt
sem áhugamönnum, körlum og kon-
um. Þátttökugjald er 200 dollarar
en innifalið í því verði er ótakmark-
að golf í viku og aðgöngumiði að
setningarhátíð með kvöldverði. Get-
ið er um náttúrufegurðina og útsýn-
ið frá velli Akureyringa, minnst á
hótelin og hópferðir fyrir kylfinga,
m.a. til Mývatns og Grímseyjar.