Morgunblaðið - 19.06.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 19.06.1993, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 HATIÐAHOLDIN 17. JUNI 40.000 manns í miðborg Reykjavíkur SJALDAN eða aldrei hafa jafn margir íbúar Stór-Reykjavíkursvæðis- ins tekið þátt í hátíðarhöldum I tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Lögreglan í Reykjavík telur að um 30-40 þúsund hafi sótt hátíðina í miðbæ Reykjavíkur og í Hafnarfirði og Kópavogi var þátttakan með besta móti. Hátíðarhöld fóru að sögn lögregluembættanna í Reylgavík, Hafnarfirði og Kópavogi í alia staði mjög vel fram. Olv- un var almennt tiltölulega Iítil og óhöpp afar fá. Veður var hátíðar- gestum hliðhollt nær allan daginn og batnaði eftir því sem leið á daginn. Mikill mannfjöldi í Reykjavík Mikill fjöldi fólks var viðstatt hátíðarhöld í Reykjavík. Lögreglan gerir ráð fyrir að um 30-40 þúsund manns hafi safnast saman í mið- borginni þegar flest var enda veður upglagt til útiveru og hátíðarhalda. Óvenju margir fylgdust með dag- skrá morgunsins en þá lagði Vigdís Finnbogadóttir blómsveig að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar forseta og Magnús L. Sveinsson að leiði Jóns. Fjöldi hátíðargesta náði hámarki eftir hádegið en þá var boðið upp á skipulagða dagskrá á öðruin tug staða í borginni. Tónleikar hófust að vanda á Lækjargötu um fimm leytið og sjö hljómsveitir léku með hléum til miðnættis. Mikill fjöldi manns sótti þessa tónleika og milli tíu og tólf er áætlað að um 15 þúsund manns ’nafi verið saman komin í miðbænum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík gengu hátíðar- höld vel fyrir sig. Aðeins varð vart ölvunar um kvöldið og hún jókst nokkuð eftir miðnætti. Að öðru leyti fór allt hið besta fram að mati lög- regluyfirvalda utan einnar brot- innar rúðu og nokkurra pústra. Rólegt í Hafnarfirði Hafnfírðingar komu fyrst saman í Hellisgerði en gengu því næst yfir á Víðistaðatún þar sem boðið var upp á fjölbreytta hátíðardag- skrá. Aður en yfir lauk var þar saman kominn stór hópur bæjarbúa og lögregluyfirvöld telja að um 5-6 þúsund manns hafi gert sér glaðan dag á túninu. Að mati lögreglunnar í Hafnarfirði var rólegt yfirbragð á hátíðarhöldunum í bænum; óhöpp urðu engin og ölvun var ennfremur mjög lítil. Fleiri nú en áður í Kópavogi Kópavogsbúar heldu sína þjóðhátíð á Rútstúni í grennd við nýja sund- laug bæjarbúa og segir lögreglan í Kópavogi að þar hafi allt farið frið- samlega fram. Jafnframt því telur hún að þátttaka á 17. júní hafi verið mun meiri en undanfarin ár í Kópavogi. Morgunblaðið/Björn Blöndal Þarfasti þjónninn tók þátt í hátíðahöldunum ÝMISLEGT var á boðstólum í skúðgarðinum yngstu kynslóðinni til skemmtunar og þar bauðst gestum að setjast á bak á þarfasta þjónin- um í gegnum aldirnar — hestinum. Fjölmenni í góðu veðri í Keflavík Keflavík. KEFLVÍKINGAR og gestir þeirra fjölmenntu í skrúðgarðinn á þjóð- hátíðardaginn 17. júní til að taka þátt í hátíðarhöldunum og um leið til að njóta veðurblíðunnar sem lék við Suðurnesjamenn á þjóðhátíð- ardaginn. Nú þriðja árið í röð var listamaður Keflavíkur útnefndur og var Halla Haraldsdóttir mynd- maður Keflavíkur 1993. Dagskráin hófst með þjó/Shátíð- armessu í Keflavíkurkirkju þar sem sr. Baldur Sigurðsson söng messu og að því búnu var gengið í skrúð- göngu frá kirkjunni í skrúðgarðinn undir lúðrablæstri lúðrasveitar Tón- listaskólans. Þar fór fram fánahyll- ing sem Hrönn Torfadóttir útgerð- armaður framkvæmdi og að því búnu söng Ingibjörg Marteinsdóttir þjóðsönginn. Því næst var listamað- ur Keflavíkur kynntur, Bryndís Lín- dal Arnbjörnsdóttir fegurðardrottn- ing Suðurnesja kom fram í gervi fjallkonunnar og ræðumaður dags- ins var Jóhann Pétursson fv. póst- meistari. Því næst voru skemmtiat- og glerlistakona útnefndur lista- riði þar sem þekktir og óþekktir skemmtikraftar komu fram og lét unga kynslóðin þar sitt ekki eftir liggja- Um kvöldið voru svo tónleikar í miðbænum og í veitingahúsinu Þot- unni fór fram kvöldskemmtun fyrir unga sem aldna. Síðustu ár hefur veðráttan sett nokkurn svip á þjóð- hátíðardaginn en að þessu sinni voru allir í hátíðarskapi, menn og veðurguðir og var það mál manna að aldrei hefðu jafn margir tekið þátt í hátíðarhöldunum á þjóðhátíð- ardaginn í Keflavík sem í heild tók- ust ákaflega vel. -BB Mannfjöldi á Lækjarg’ötu LÖGREGLAN í Reykjavík áætlar að um 30-40 þúsund manns hafi sótt hátíðardagskrá sem skipulögð var á öðrum tug staða í borginni. Hátíð barnanna 17. JÚNÍ er ekki síst dagur barnanna í landinu. Hér má sjá nokkur þeirra að leik á risastórri dýnu sem komið hafði verið fyrir í Hallargarðinum. Jóns forseta minnst VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands minntist Jóns Sigurðssonar fyrir hönd íslendinga með því að leggja blómsveig að minnismerki hans á Austur- velli. Þjóðhátíðarahátíðahöld í Kaupmannahöfn Hlaðborð o g glóðarveisla Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN var haldinn hátíðlegur í Jóns- húsi, þar sem íslendingafélagið hafði boðið íslenskum eldri borgurum í kaffi. Þann 19. júní er venjan að halda strandveislu úti á Amager fyrir íslenskar fjöl- skyldur. I Jónshúsi er veitinga- salan opin alla daga nema á mánudögum. íslendingafélagið hefur tekið upp þann sið að bjóða eldri borgur- um til kaffihlaðborðs í Jónshúsi á þjóðhátíðardeginum og hefur sá siður mælst vel fyrir. Ýmsir aðrir landar, sem ekki eru bundnir á vinnustað, mæta einnig. Sendi- herrann Ingvi S. Ingvarsson hélt ávarp og Jóhannes Hilmisson og María Árnadóttir leikkona skemmtu með söng og svipmynd- um af 17. júní, eins og til dæmis fjallkonunni í íslenskri rigningu. Þau Jóhannes og María hafa kom- ið fram við ýmis tækifæri og hafa alltaf ágæta skemmtun fram að færa. Glíma og pylsur Það er fastur siður að halda strandveislu út á Amagerströnd fyrir íslenskar fjölskyldur laugar- daginn eftir 17. júní. Gestir eru hvattir til að taka með sér mat á glóðirnar, sem íslendingafélagið sér um. Fyrir börn og unglinga eru leikir og síðan pylsur handa börn- unum í lokin. í þetta sinn er einnig glímu- keppni_ og tilsögn í þessari þjóðar- íþrótt Islendinga. Verið er að koma upp glímuhóp í Kaupmannahöfn, sem fer yfir til Málmeyjar í æfing- ar, því þar starfar öflugt glímufé- lag íslendinga og Svía. Aðstand- endur þessa framtaks vonast til að ástundun íþróttarinnar verði fastur liður í íþróttalífinu. Þó þjálf- arinn sé sænskur eru öll heiti og orð á íslensku. Takmarkið er að hægt verði að halda Norðurlanda- meistaramót í íslenskri glímu í náinni framtíð, en í Svíþjóð hefur þegar verið haldið Svíþjóðarmót í íslenskri glímu. Veitingasalan í Jónshúsi á Öster Voldgade 12 er opin alla daga var að venju haldinn hátíðlegur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðsson- ar. Hátíðin hófst með guðsþjónustu þar sem sóknarpresturinn, sr. Ólaf- ur Jens Sigurðsson, messaði og kirkjukórinn á Þingeyri söng. Að messu lokinni kynnti Þórhall- ur Ásgeirsson, formaður Hrafns- eyramefndar, dagskrá hátíðarinn- ar sem hófst með hátíðarræðu Þórs Vilhjálmssonar, forseta hæstaréttar. Því miður gat Þór ekki flutt ræðuna sjálfur, þar sem hann var staddur erlendis og flutti því sonur hans, Helgi Þórsson, deildarstjóri í Tryggingaeftirlitinu, hátíðarræðuna í fjarveru hans. Að nema mánudaga. Þriðjudaga til laugardaga er opið frá 12-20 og hægt að fá bæði mat og kaffi, en á sunnudögum er opið frá kl. 14-18. það er eldhúsinu, sem er lokað kl. 20, en hægt er að sitja áfram. í veitingahúsinu liggja ís- lensk blöð frammi og húsið er bæði samkomustaður íslendinga, sem eru búsettir í Kaupmannahöfn og ekki síður þeirra, sem aðeins eiga leið um. því loknu lék Rögnvaldur Sigur- jónsson, píanóleikari, lög á píanó sem staðurinn hefur nýlega eign- ast og hlaut hann frábærar undir- tektir. Að dagskrá lokinni voru svo bornar fram veitingar í boði Hrafnseyrarnefndar og staðar- haldara, þeirra Hallgríms Sveins- sonar og Guðrúnar Steinþórsdótt- ur. í Hrafnseyrarnefnd sitja þeir Þórhallur Ásgeirsson, formaður, Matthías Bjarnason, Jón Páll Hall- dórsson, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og Ágúst Böðvarsson. Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri var opnað á þjóðhá- tíðardaginn og er opið til ágúst- loka. - Helga. Þjóðhátíðin á Hrafnseyri Þingeyri. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.