Morgunblaðið - 19.06.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993
Nýjar áætlanir um Komsomolets-kafbátmn
Hyggjast inn-
sigla kjamaofn
og tundurskeyti
Moskvu. Reuter.
RÚSSAR hyggjast á næsta ári hefjast handa við að innsigla tundur-
skeyti og kjarnaofn Komsomolets-kafbátsins sem sökk úti fyrir strönd
Noregs fyrir þrem árum. Þær aðgerðir eiga að koma í veg fyrir
mengun frá flakinu og kváðu vera mun ódýrari í framkvæmd en fyrri
hugmyndir um að lyfta því af hafsbotni.
Haft var eftir Tengis Borisov,
formanni rússneskrar nefndar sem
hugar að neðansjávarframkvæmd-
um, að í næsta mánuði yrði gerður
út leiðangur til þess að rannsaka
flak kafbátsins, og í ljósi niðurstaðna
þeirra athugana yrðu lagðar fram
tillögur um aðgerðir.
Rannsókn, sem gerð var fyrr á
þessu ári, leiddi ekki í ljós neina
geislavirkni við flak Komsomolets,
sem fórst í apríl 1989 og með honum
42 menn. Borisov sagði að þrátt
fyrir þá niðurstöðu væri ekki hægt
að útiloka möguleika á að plútóníum
gæti farið að leka úr flakinu upp
úr 1995, og valda talsverðri mengun
í norðurhöfum.
Rússar hurfu frá fyrri áætlunum
um að lyfta flakinu af hafsbotni, en
það liggur á 1685 metra dýpi á al-
þjóðlegu hafsvæði. í nýju áætluninni
er gert ráð fyrir að kjarnatundur-
skeyti og kjarnaofn bátsins verði
lokaður af með sérstöku efni sem
mun draga í sig allan geislaleka.
Haft var eftir Borisov að ráðist yrði
í þessa framkvæmd á næsta ári.
Rússneska nefndin komst að
þeirri niðurstöðu að þessi áætlun
myndi kosta sem svarar tæpum tíu
- milljörðum íslenskra króna, en kosn-
aður við að lyfta flakinu var áætlað-
ur 30 milljarðar. „Við erum fyrst
og fremst að vinna okkur tíma,“
sagði Borisov. „Eftir 5-6 ár getum
við, ef nauðsyn krefur, sótt tundur-
skeytin, sem mest hætta stafar af.“
Hann sagði ennfremúr að kjamaofn-
inn gæti legið á hafsbotni í nokkur
hundruð ár án þess að hætta stafaði
af honum.
Reuter
Dapur Miyazawa
MIYAZAWA, forsætisráðherra Japans, var ekki með neinu sérstöku
gleðibragði við umræður og atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkis-
stjóm hans. Var það samþykkt fyrir atbeina margra flokksbræðra hans.
Japanska þingið leyst upp og boðað til kosninga 1 kjölfar vantrausts
Völdum „peningafurst-
anna“ hugsanlega lokið
Tókýó. Reuter.
JAPANSKA stjórnin boðaði í gær til almennra þingkosninga í júlí
eftir að þingið hafði samþykkt vantraust á Kiichi Miyazawa for-
sætisráðherra. Er niðurstaðan mikið áfall fyrir Fijálslynda lýðræðis-
flokkinn, stjórnarflokkinn, en margir þingmanna hans greiddu van-
trauststiílögu stjórnarandstöðunnar atkvæði. Er jafnvel búist við,
að þeir verði reknir úr flokknum fyrir vikið. Þá er einnig talið
hugsanlegt, að með kosningunum verði bundinn endi á næstum
fjögurra áratuga valdatíma Fijálslynda lýðræðisflokksins.
Skáldkona segir frá Clinton í Oxford
Bill Clinton svaf
með saxófóninn
London. Reuter.
BILL Clinton „svaf með saxófóninn“ á skólaárum sínum í
Oxford, og kunni vel félagsskap kvenna. Þetta kemur meðal
annars fram í nýju viðtali við bresku skáldkonuna Söru
Maitland, sem segir ennfremur, að hinn verðandi forseti
Bandaríkjanna hafi fyrir 20 árum breytt lífi hennar, með
hóglátri framkomu sinni við konur og kórréttu viðhorfi til
femínisma.
Clinton femínisti Svaf með saxið
Vantrauststillagan var borin fram
vegna tillögu stjórnarinnar um end-
urbætur á kosningakerfinu með það
fyrir augum að draga úr mikilli spill-
ingu í stjórnmálum. Var hún efnis-
lega aðeins á þá leið, að tekin skyldu
upp einmenningskjördæmi, en stjóm-
arandstaðan heldur því fram, að með
því vilji spilltir „flokksbarónar"
stjómarflokksins tryggja, að þeir
fari með völdin lengi enn. Stjómar-
flokkurinn hefur meirihluta í neðri
deild en vantrauststillagan var samt
samþykkt með 255 atkvæðum gegn
220. Greiddu 39 stjómarþingmenn
henni atkvæði en 16 sátu hjá.
Fremstur í flokki uppreisnarmanna
í stjórnarflokknum er Tsutomu Hata,
fyrrverandi fjármálaráðherra.
Ásakanir um spillingu
Umræðan um vantrauststillöguna
hófst með tilfinningaþrunginni ræðu
Sadaos Yamahana, leiðtoga Sósíal-
istaflokksins, sem sagði, að Miy-
azawa hefði svikið Japana um raun-
vemlegar aðgerðir gegn spillingu og
kallaði hann lygara. Viðstaddir um-
ræðuna voru Yasuhiro Nakasone og
Nobora Takeshita, fyrrverandi for-
sætisráðherrar, sem stjórnarand-
staðan kallar jafnan „peningafurst-
ana“ en þeir og Fijálslyndi lýðræðis;
flokkurinn eru sakaðir um að hafa
tryggt sér völdin með því að ganga
erinda stórfyrirtækja, og þegið fé
fyrif, og með því að þóknast dreifbýl-
inu með geypidýram, opinberum
framkvæmdum.
Mikil spenna
Milljónir Japana um allt land
fylgdust með umræðunni í sjónvarpi
og spennan náði hámarki þegar kom
að atkvæðagreiðslunni. Fögnuðu
þingmenn stjómarandstöðunnar
ákaflega þegar stjómarþingmenn,
hver á fætur öðrum, komu upp með
hvítan atkvæðaseðil til marks um
stuðning við vantrauststillöguna.
Japanska stjórnin leysti upp þingið
í gær og verður efnt til kosninga til
neðri deildarinnar innan 40 daga.
Er hún valdameiri en efri deildin en
þar hafa stjórnarandstæðingar verið
í meirihluta síðan 1989. Frjálslyndi
lýðræðisflokkurinn hefur verið einn
við völd í 38 ár en fréttaskýrendur
telja hugsanlegt, að nú verði bundinn
endi á þau.
Efnahagssam-
dráttur í Evrópu
Brussel. Reuter.
SAMDRÁTTUR verður í efnahagslífi Evrópubandalagsrílqanna (EB)
á þessu ári og aðeins er útlit fyrir lítils háttar vöxt á næsta ári, að
því er fram kemur í spám sem unnar hafa verið fyrir framkvæmda-
stjórn EB.
Maitland deildi húsi með
Clinton og Strobe Talbot, sem
nú er starfsmaður Hvíta húss-
ins, á skólaárum þeirra í Ox-
ford. Hún segir í viðtali við
breska blaðið Evening Stand-
ard, að hún hafi ekki síður orð-
ið fyrir áhrifum frá hlýlegu við-
móti Clintons en pólitískri
skarpskyggni hans, og að hann
hafi opnað augu hennar fyrir
femínisma. Hann fékk hana til
að koma með sér á fund með
kvenréttindakonunni Germaine
Greer. „Bill kunni vel við sig í
félagsskap kvenna og gekk verr
að samlagast strákaveröldinni í
Oxford heldur en þeim mönnum
sem komu úr skólum sem höfðu
verið fyrir stráka eingöngu. Við
vorum perluvinir."
í blaðinu
kemur fram að
fátt fékkst upp
úr Maitland
hvað varðar
svefnvenjur
þeirra þre-
menninga
þarna í húsinu í
Oxford, nema
hvað hún sagði:
„Bill svaf með
saxófóninn sinn; eða hafði hann
að minnsta kosti alltaf við rúm-
ið.“ Maitland segir að hún hafi
dansað við Karl Bretaprins árið
1967, og að sennilega sé hún
ein af fáum konum sem hafi
bæði dansað við verðandi Eng-
landskonung og forseta Banda-
ríkjanna.
Efnahagssamdráttur á þessu ári
verður 0,5% í EB og yrði það í fyrsta
sinn frá 1975 að landsframleiðsla
dregst saman á vettvangi þess
bandalagsins. Þá gera bjartsýnustu
spár aðeins ráð fyrir 1,25% hag-
vexti árið 1994.
í ljósi þessara upplýsinga mun
Jacques Delors forseti fram-
kvæmdastjórnar EB leggja að leið-
togum og ríkisstjómum aðildarríkja
EB á leiðtogafundi bandalagsins í
Kaupmannahöfn á mánudag að
þeir blási kröftuglega í glæður efna-
hagslífsins og grípi til ráðstafana
gegn atvinnuleysi.
Banda
þráast
enn við
BANDA lífst-
íðarforseti í
Malaví berst
nú við að
halda völdum
í landinu
þrátt fyrir ör-
uggan sigur
lýðræðisaf-
lanna í und-
angenginni
þjóðarat-
kvæðagre-
iðslu. Segir harðstjórinn að
úrslit kosninganna gefi aðeins
til kynna áhuga kjósendanna
á fijálsum kosningum. Full-
trúar lýðræðisflokkanna reyna
nú að ná samkomulagi við
stjórnvöld í landinu um næsta
skref í lýðræðisátt. Vilja þeir
þjóðfund innan viku og drög
að nýrri stjórnarskrá, en
Banda segir bráðabirgðastjórn
ekki koma til greina.
Fyrsta hrefn-
an veidd
NORSKIR hvalfangarar
veiddu í fyrradag fyrstu hrefn-
una á nýhafinni vertíð. Dýra-
læknir hefur staðfest að hval-
urinn hafi dáið samstundis.
Ekki hefur orðið vart aðgerða
af hálfu friðunarsamtaka.
Tuttugu og átta norsk skip
halda nú til hvalveiða, og er
áætlað að veiða 160 hrefnur
í ábataskyni og 136 í vísinda-
skyni.
Svartahafs-
flotanum
skipt
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, og Leoníd Kravtsjúk,
forseti Ukraínu, samþykktu á
fimmtudag í grundvallaratrið-
um að skipta Svartahafsflot-
anum á milli ríkjanna og binda
enda á deilu sem hefur varpað
skugga á samskipti þeirra frá
hruni Sovétríkjanna. „Við
byrjum að skipta flotanum til
helminga í september," sagði
Kravtsjúk.
Stríðið í
Angóla rask-
ar olíuvinnslu
BANDARÍSK olíufyrirtæki
hafa flutt hundruð erlendra
starfsmanna sinna frá olíu-
lindum í Angóla, Afríkuríkinu
stríðshijáða, og krefjast þess
að bandaríski herinn veiti þeim
vemd. Stjómin í Angóla til-
kynnti í gær að hún gæti ekki
staðið við nokkra olíusö-
lusamninga vegna þess að
olíuframleiðslan hefði minnk-
að vegna bardaganna í landinu
að undanfömu.
Samið um
stjórn
Kambódíu
LEIÐTOGAR tveggja helstu
flokkanna í Kambódíu náðu í
gær samkomulagi um skipt-
ingu ráðuneyta í bráðabirgða-
stjórninni sem verður við völd-
in þar til þing lándsins setur
nýja stjórnarskrá. Norodom
Sihanouk prins verður þjóð-
höfðingi og æðsti yfirmaður
hersins þar til stjórnarskráin
verður sett, eða í allt að þijá
mánuði.