Morgunblaðið - 19.06.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 19.06.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JUNI 1993 21 Fjárlög fá grænt ljós á Bandaríkjaþingi Afdrif orkuskatts- ins afhjúpa veik- leika Bill Clintons New York. Frá Huga Ólafssyni fréttaritara Morgunblaésins. FYRSTU fjárlög BiIIs Clintons Bandaríkjaforseta fengu grænt ljós í öldungadeild þingsins i Washington í gær. Fjárlaganefnd öldunga- deildarinnar samþykkti að minnka ríkissjóðshallann, en féll frá al- mennum orkuskatti, sem var einn af hornsteinum efnahags- og umhverfisstefnu sljórnar Clintons. Orlög orkuskattsins þykja sýna glöggt hvernig hagsmunahópar og talsmenn þeirra á þingi geta bundið hendur forsetans. Reuter Flust í öruggára hverfi SÓMALSKI drengurinn á myndinni er að hjálpa fjölskyldu sinni við að flytjast milli hverfa í Mogadishu en hún hefur verið nágranni stríðsherrans Aideeds. Hefur verið heldur ófriðlegt í kringum bækistöðv- ar hans síðustu daga en sjálfur hefur hann farið huldu höfði. Samkvæmt síðustu fréttum mun þó felu- staður hans vera fundinn. Friðargæsluliðar ráðast á höfuðstöðvar helsta stríðsherrans í Sómalíu Aideed fer huldu höfði í Mogadishu __ Mojradishu, Nairobi. Reuter, The Daily Telegraph. ÁRASARÞYRLUR flugu í gær yfir Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, en hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna reyndu ekki að hafa uppi á Mohamed Farah Aideed, helsta stríðsherra landsins, sem er í felum í borginni eftir árás á höfuðstöðvar hans á fimmtudag. Sómalska þjóðarbandalagið, pólitísk hreyfing undir sljórn Aideeds, kvaðst hafa tekið 14 friðargæsluliða til fanga, tvo Bandaríkjamenn og tólf Marokkómenn, en talsmaður friðargæsluliðsins vísaði því á bug. Bandarískar herþotur gerðu árás á höfuðstöðvar Aideeds á fimmtu- dag og eyðilögðu þak þeirra. 50 Pakistanskir hermenn réðust síðan inn í höfðustöðvarnar en stríðsherr- ann hafði þá flúið þaðan og hugsan- lega fengið upplýsingar um tíma- setningu árásarinnar. Óstaðfestar fregnir hermdu að hann væri í fel- um í sjúkrahúsi í einu af úthverfum borgarinnar. Allt var með kyrrum kjörum á götum borgarinnar í gær. Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, sagði að hernaðaraðgerðunum væri lokið og skæruliðasveitir Aideeds hefðu ver- ið brotnar á bak aftur. Jonathan Howe, sérlegur sendi- maður Sameinuðu þjóðanna í Sóm- alíu, fyrirskipaði friðargæsluliðun- um að handtaka Aideed og sagði hann „ógnun við Sómalíu og samfé- lag þjóðanna". Fréttaskýrendur sögðu að hand- taka Aideeds myndi skapa tórnarúm sem öðrum stríðsherrum, sem eru illræmdir fyrir grimmd og spillingu, væri umhugað að fylla. 60 Sómalir biðu bana Læknar í Mogadishu segja að rúmlega 60 Sómalir hafi beðið bana og 100 særst í bardögunum á fimmtudag. Óljóst var hversu marg- ir friðargæsluliðar féllu. Embættis- maður Sameinuðu þjóðanna í New York sagði að fimm friðargæslulið- ar, fjórír Marokkómenn og Pakist- ani, hefðu beðið bana og 44 særst. Yfirmaður ítölsku hersveitanna í Mogadishu sagði hins vegar sjö frið- argæsluliða hafa fallið, sex Marok- kómenn og Pakistana. Stjórnmálaskýrendur segja að Clinton hafi aldrei reynt að skýra fyrir kjósendum kosti orkuskattsins og því hafi hann orðið auðveld bráð fyrir hagsmunagæsluliða í Wash- ington. I meðförum fulltrúadeildar- innar náðu þingmenn norðaustur- ríkja fram undanþágu fyrir olíu til húshitunar, fulltrúar landbúnaðar- héraða fyrir etanól unnið úr korni, og þingmenn með álverksmiðju í bakgarðinum fyrir rafmagn til ál- bræðslu. Skatturinn var orðinn míg- lekur þegar hann var sendur til öld- ungadeildarinnar, þar sem þing- menn frá olíuvinnsluríkjum sökktu honum endanlega. Takmarkaður bensínskattur sem koma á í staðinn lendir líklega beint á neytendum, en ekki á fyrirtækjum og skilar inn aðeins þriðjungi af því sem almenni skatturinn átti að afla ríkissjóði. Búist er við að öldungadeild þings- ins greiði atkvæði um fjárlögin í næstu viku og síðan þarf að sam- ræma þær útgáfur sem samþykktar voru annars vegar í öldungadeild og hins vegar í fulltrúadeild. Margir hagfræðingar töldu orku- skatt kjörráð til að draga úr sóun, en Bandaríkjamenn eyða tvöfalt til þrefalt meiri orku á mann en flest- ar aðrar iðnvæddar þjóðar. Orku- verðið sýnir þó ekki „falinn kostn- að“, sem almenningur borgar meðal annars í skatta til að standa straum af mengunarvörnum og orkuskatt- urinn átti að draga úr mengun með einföldum verðskilaboðum til mark- aðarins í stað þess að styðjast við boð og bönn og kostnaðarsamt eft- irlit. Slík hagsýn umhverfisverndar- stefna væri mjög í anda Als Gore varaforseta, en hann virðist fá lítinn hljómgrunn um þessar mundir. Stjórn Clintons boðaði fyrir nokkru mikla hækkun á gjöldum fyrir skóg- arhögg og beit á ríkisjörðum, sem höfðu verið óbreytt í áratugi og jafngiltu víða stórfelldum niður- greiðslum á umhverifsspjöllum. Til- lögurnar voru lofaðar jafnt af frjáls- hyggjumönnum og græningjum, en voru þó fljótlega dregnar í land vegna andstöðu þingmanna frá vesturríkjunum, sem töldu vegið að valdamiklum hagsmunahópum sem græddu á sukkinu og voru gjafmiid- ir í kosningasjóði. Nú spytja margir hvernig Clinton ætli að koma umdeildum stórmálum eins og umbótum á heilbrigðiskerf- inu i gegn fyrst hann gat ekki náð fyrrgreindum stefnumálum í gegn- um þing þar sem demókratar ráða ríkjum. Það bólar enda hvergi á heilbrigðisstefnu forsetans, sem hann ætlaði að opinbera fyrir 50 dögum og hann á á brattann að sækja gegn ásökunum um að hann sé veikur leiðtogi í spennitreyju sérhagsmuna og agalausra smá- kónga á þingi. Airbus-þota slær öll fyrri flugmet París. Rcutcr. FRÖNSK Airbus A-340 farþegaþota sló öll met er hún flaug 19.100 kílómetra vegalengd í einum áfanga frá Le Bourget flugvellinum í París til Auckland á Nýja Sjálandi á 21 klukkustund og 32 mínútum í fyrradag. Lengdarmetið stóð skammt því á heimleiðinni bættu flug- menn þotunnar um betur, flugu þá 19.258 kílómetra á 21 stund og 46 mínútum. Er það 1.258 kílómetrum lengra flug en Boeing 747 breiðþota flaug árið 1989. Þotan, „Heimsflakkarinn", var hálfri klukkustund fljótari á leiðinni til Auckland en áætlað hafði verið og átti eftir eldsneyti til rúmlega þriggja stunda flugs er hún lenti. Þotan flaug frá París í austurátt yfir Evrópu norðanverða,'Rússland, niður yfir Japan og vesturhluta Kyrrahafsins. Aðeins var höfð fimm stunda viðdvöl í Auckland áður en heimferðinni til Parísar var haldið áfram. Þangað var farið í einum áfanga. Enn var flogið í til austurs yfir Kyrrahafið, Alaska, yfir Norður- pólinn, rétt austur af íslandi og svo niður yfir Bretland áður en lent var á hádegi í gær á Le Bourget flugvell- inum í París. Er það sami flugvöllur og Charles Lindbergh lenti á er hann flaug fyrstur allra yfir Atlantshaflð í einum áfanga árið 1927. Lítil þægindi Öll flugferðin að viðdvöl meðtal- inni tók innan við 48 stundir og 22 mínútur en brottförin tafðist vegna mikils áhuga nýsjálenskra blaða- manna á viðtölum við ferðalangana. Engin farþegaflugvél hefur lokið hnattflugi á skemmri tíma ef hin hljóðfráa Concorde er undanskilin en í fyrra flaug slík þota í eigu franska flugfélagsins Air France umhverfís jörðina á 32 stundum og 49 mínútum með viðkomu til elds- neytistöku á mörgum stöðum. Um borð í Airbus A-340 þotunni í hnattfluginu voru 22 menn, helm- ingurinn flugmenn en einnig blaða- menn og flugfreyja. Aukasæti voru tekin úr þotunni og annar ónauðsyn- legur búnaður til að auka nýtingu þess eldsneytis sem rúmast í tönkum þotunnar og urðu ferðalangamir þannig að gera sér lítil þægindi að góðu, meðal annars að sofa í svefn- pokum á hörðu gólfi flugvélarinnar. Airbus A-340 er ein af nýjustu flugvélum Airbus Industrie flugvéla- verksmiðjanna sem eiga í harðri samkeppni við bandaríska flugvéla- framleiðendur um hylli flugfélaga. Hún er fjögurra hreyfla og tekur 263 farþega. Reuter Gleðjast yfir flugafreki TVEIR af flugmönnum Airbus A-340 þotunnar fyrir framan flugvél- ina á flugvellinum í Auckland eftir að hafa flogið 19.100 kílómetra í einum áfanga á 21 klukkustund og 32 mínútum. Þaðan flaug þotan svo í einum áfanga til Parísar og sló sólarhringsgamalt lengdarmet sitt, flaug 19.258 km leið á 21 stundu og 46 mínútum. Kosið á Ítalíu Norður- sambandið sigrirvisst Mílanó. Reuter. ALLT útlit er fyrir að Norður- sambandið komist til valda í Mílanó á Ítalíu í seinni umferð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fer á morgun. Frambjóð- andi sambandsins til embættis borgarstjóra, Marco Formentini, nýtur mun meira fylgis en rithöf- undurinn Nando dalla Chiesa, sem er fulltrúi kosningabanda- lags vinstri manna. Reiði í garð spilltra stjórnmála- flokka sem hafa haft tögl og hagld- ir í ítölskum stjórnmálum í áratugi, hefur átt stærstan þátt í skjótum árangri Norðursambandsins, sem hefur á stefnuskrá að breyta ítaliu í fylkjaskipt ríki, til þess að draga úr söfnun valds í Róm. í fyrrí um- ferð sveitarstjórnarkosninganna, sem fór fram þann 6. júní, fékk Norðursambandið 41% atkvæða til borgarráðs, og er það mesta fylgi sem mælst hefur einum flokki þar síðan í seinni heimsstyijöld. Andstæðingar Norðursambands- ins benda á, að sú stefna þess að leggja áherslu á hagsmuni Norður- Ítalíu, bendi til kynþáttafordóma. Ókunn sýki bæklar fílana London. The Daily Telegfraph. FÍLAR í Matusadona þjóðgarðinum, norðarlega í Zimbabwe, þjást nú af áður óþekktum sjúk- dómi sem lamar á þeim ranana. Bæklunin dreg- ur þá til dauða, því þeir eru ekki færir um að afla sér matar. Lömunin byijar í ranabroddinum, en breiðist síðan út. Bill Jordan, formaður breskra dýraverndunar- samtaka, segir vöðva dýranna rýrna smám saman, þar til þau geta ekki lengur notað ranann til að lyfta gróðri af jörðinni og upp í munninn á sér. Nú þegar hafa tvö dýr verið aflífuð. „Ef ekki verður brugðist skjótt við munu fleiri deyja,“ sagði Jordan. Dýraverndunarsamtökin hafa hafið herferð til þess að aðstoða verndunarsinna í Zimbabwe við rannsókn á sjúkdómnum. Yfirvöld í landinu óttast að mengun kunni að vera orsök sjúkdómsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.