Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 41 Þverskurðarmynd af þjóðinni á líðandi stund Frá Pétri Má Ólafssyni: Sunnudaginn 13. júní birtist grein eftir Auðun Braga Sveinsson í Morgunblaðinu þar sem hann fjall- ar um bókina Samtíðarmenn sem kom úr hjá Vöku-Helgarfelli fyrir skömmu. Hann velti þar fyrir sér vali á einstaklingum í ritið og fínnst honum að býsna margir komi við sögu sem almenningur hafi ekki hugmynd um að séu til. En hvernig er fólk valið í bók um íslenska samtíðarmenn? Út frá hvaða forsendum er gengið? Slíkar og þvílíkar spumingar eru meðal þeirra sem við hjá Vöku-Helgafelli höfum heyrt að undanförnu eftir að nýjasta og viðamesta ritið af þessu tagi, Samtíðarmenn, kom út. Þær eru mjög eðlilegar og auðvitað geta allir haft skoðun á því hvort þessi eða hinn eigi að vera í ævi- skrárriti sem þessu. Það er ánægju- legt að finna hve viðbrögð við bók- inni hafa verið góð í heildina og að sjá hve notadijúg hún reynist fólki sem þegar hefur eignast hana. Það er ljóst að með bókinni hefur verið bætt úr brýnni þörf þar sem ekkert sambærilegt rit var búið að vera á markaðnum í áratug. Sú nýbreytni var tekin upp við val á mönnum í bókina að miðað var við það eitt að viðkomandi væri áberandi í þjóðlífinu um þessar mundir. Ritstjóm verksins og rit- stjóri, Vilhelm G. Kristinsson frétta- maður, fengu til liðs við sig hjóp valinkunnra karla og kvenna við valið. Þessir ráðunautar vom þau Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari, Haraldur Ólafsson dósent, Helgi Seljan fræðslufulltrúi, Sigur- veig Jónsdóttir fyrrverandi frétta- stjóri og Þóra Kristjánsdóttir list- fræðingur, en þetta fólk þekkir vel til á ólíkum sviðum þjóðfélagsins. Hópurinn ber þó á engan hátt ábyrgð á því hveijir em í bókinni. Einnig var leitað til fjölda samtaka, starfsgreina, félaga og stofnana um ábendingar um nöfn. Leitast var við að hafa sem mesta breidd í þessum hópi og sýna þannig þver- skurðarmynd af þjóðinni og við- fangsefnum hennar á.líðandi stund. í Samtíðarmönnum standa þannig saman hlið við hlið kornungur íþróttamaður, miðaldra kaupsýslu- maður, aldraður stjórnmálamaður, ungt fjölmiðlafólk og listafólk á öll- um aldri. Áður vom hins vegar nær eingöngu embættismenn og há- skólamenntað fólk haft í slíkum bókum. Mönnum fínnst hins vegar Kvennahlaupið Frá Unni Stefánsdóttur: „Ætlar þú ekki að koma með í kvennahlaupið?“ Þessa spurningu heyrði ég konu spyija aðra konu í biðröðinni í bankanum í vikunni. Sú sem spurð var svaraði því til að auðvitað ætlaði hún með, dóttir- in og dótturdóttirin líka. Það er einmitt þetta sem er svo einkenn- andi fyrir kvennahlaupið að allar konur geta verið með. Sumar hlaupa og hlaupa hratt, aðrar hlaupa hægar, enn aðrar ganga rösklega og sumar ganga hægt. Það er orðinn fastur liður í tilver- unni á vorin að taka þátt í kvenna- hlaupinu og nú ber hlaupadaginn upp á 19. júní, sjálfan kvennrétt- indadaginn. Hvað er svona skemmtilegt við kvennahlaupið? Nýlega spurði félagi minn að því hvað væri svona skemmtilegt við þessi kvennahlaup. Það er al- veg sérstök stemmning sem fylgir því að vera með, sagði ég honum. Þarna koma saman konur á mis- munandi aldri og taka þátt hver í sinni forsendu. Konur sem vinna saman æfa gjarnan sérstaklega fyrir þetta hlaup, saumaklúbbar sem eru þekktir fyrir annað en hlaupa mæta, svo maður tali nú | ekki um alla trimmhópana sem eru á sífelldri hreyfíngu og mæta galv- askir á staðinn. Einn af kostunum við þetta hlaup er að engu skiptir hversu lengi er verið á leiðinni og að þessu sinni ætla ég til dæmis VELVAKANDI Síamsköttur hvarf frá Kaplaskjólsvegi SÍAMSHÖGNI, eyrnamerktur og með bláa og rauða ól, hvarf frá Kaplaskjólsvegi 59 þann 16. júní sl. Hafí einhver orðið katt- arins var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 11894. Kettlingur FALLEG þriggja mánaða læða óskar eftir góðu heimili. Uppiýs- ingar í síma 673796 á kvöldin. Kettlingar í heimilisleit TVEIR tveggja mánaða gamlir kettlingar, fress og læða, fást gefíns. Þeir eru kassavanir og hreinlegir. Upplýsingar í síma 54366. Týndur köttur SNÚLLI týndist 5. júní sk Hann er grár og hvítur högni með bláa hálsól og býr á Básenda 10. Ef einhver hefur orðið hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 32142. alltaf vanta einhveija í rit af þessu tagi. Á því kunna að vera ýmsar skýringar, s.s. að viðkomandi hafí ekki skilað inn upplýsingum sem leitað var eftir þrátt fyrir ítrekaðar óskir ritstjóra (hringt var átján sinnum í suma!) eða menn hafa ekki viljað að um þá væri fjallað á síðum bókarinnar af persónulegum ástæðum. Varð ritsjórnin að sjálf- sögðu við slíkum óskum. I valinu á fólki í bókina Samtíðar- menn felst á engan hátt dómur um það hversu merkilegir menn eru. Þessir íslendingar eiga það eitt sameiginlegt að vera í sviðsljósinu nú um stundir og samferðamenn þeirra kann að vanta upplýsingar um þá, bæði heima og í vinnunni. Þetta er þannig hagnýt bók með skýrt notagildi og verður mönnum vonandi til fróðleiks og ánægju. Val á mönnum í slíkt rit er hins vegar umdeilanlegt og myndu líklega eng- ir tveir velja sama 2.000 manna hópinn í það og valið getur líka orðið breytilegt eftir því hvenær það fer fram því að sumir hverfa fljótt úr sviðsljósum fjölmiðlanna og sí- fellt beinist athyglin að nýjum sam- tíðarmönnum. Kjarni málsins er sá að bókin Samtíðarmenn birtir þver- skurðarmynd af íslensku þjóðinni og viðfangsefnum hennar á líðandi stund. F.h. Vöku-Helgafells hf., PÉTUR MÁR ÓLAFSSON útgáfustjóri. KVENNAHLAUP ÍSÍ 19.júní 1993 að njóta þess að fara með litlu dóttur mína í vagninum sínum og vinkona mín úr íþróttunum sem nýlega er staðin uppúr veikindum ætlar að ganga með okkur. í ár verður hlaupið á meira en 50 stöð- um á landinu og er það að þakka röggsemi starfsfólks hjá samtök- unum íþróttir fyrir alla, sem hefur nú tekið að sér framkvæmd hlaupsins. íþróttadagar kvenna það er mikið um að vera hjá konum í íþróttum í kringum 19. júní. Umbótanefnd ÍSÍ í kvenna- íþróttum stendur fyrir íþróttadög- um kvenna í samvinnu við sérsam- bönd ÍSÍ. Margskonar tilboð verða hjá hinum ýmsu sérsamböndum af þessu tilefni og hvet ég konur til þess að nýta sér þau tækifæri sem þar bjóðast. Á sérstöku veggspjaldi sem gef- ið er út í tilefni íþróttadaga kvenna eru myndir af afrekskonum í hin- um ýmsu íþróttagreinum, allt frá Ólympíuförum til kvenna í kvenna- hlaupi. Einmitt þannig viljum við hafa þá fyrirmynd sem stúlkur hafa af íþróttum, íþróttaiðkand- ann og afrekskonuna hlið við hlið. UNNUR STEFÁNSDÓTTIR formaður umbótanefndar ÍSÍ fyrir kvennaíþróttir iwifm ---- Vinningstölur . . • miðvikudaginn:! 16- iúni 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNING m 6 a» 6 1 (á ísl. 0) 25.140.000,- 51 5 af 6 tÆ+bonus 1 2.535.025,- Rl 5 af 6 2 157.465,- | 4 af 6 232 2.159,- n 3 af 6 t*J+bónus 977 220,- BÓNUSTÖLUR ©@@ Heiktarupphæð þessa viku 28.705.783,- á fsi.: 3.565.783,- LÝSINGAI LUKKULÍNA 9910 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FVRIRVARA UM PRENTVILLUR LEIÐRETTINGAR Heilsa en ekki heild Nokkrar stafavillur urðu í grein Guðrúnar Agnarsdóttur forstjóra Krabbameinsfélags íslands í blað- inu hinn 17. júní. Ein er þó sýnu verst, þvf að hún gerir merkingu síðustu málssgreinar óskiljanlega, þar sem orðið „heild" kom í stað orðsins „heilsu". Setningin átti að hljóða svo: „Méð þátttöku eflum við eigin heilsu, en sýnum 'jafnframt öðrum konum samstöðu og for- dæmi. Komdu og vertu með á kvennadaginn". Átt er við kvenna- hlaup ÍSÍ, sem fram fer í dag. Beð- ist er velvirðingar á þessum villum. Akstur og sigling um Evrópu Áætlun fyrir ógústferð okkar er nú komin út. Logt verður af stoð fró Reykjavík 18. ógúst og ekið um íslond, Þýskaland, Danmörku og Noreg. Komið aftur til Reykjavíkur 3. september. íslenskur fararstjóri._ Áætlað verð kr. 104.860,- Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónssonar Símí 683222 Borgartúni 34, Reykjavfk, sími 683222. arorstjóri. A Búfræðikandi- datar í frétt í Morgunblaðinu á mið- vikudag, þar sem skýrt var frá brautskráningu búfræðikandidata frá Hvanneyri stóð í fyrirsögn „bú- fræðistúdentar“. Engin slík próf- gráða er til og átti þar að sjálf- sögðu að standa „búfræðikandidat- ar“. Nafn misritaðist í frétt Morgunblaðsins á fimmtu- dag frá afhendingu landgræðslu- verðlauna í Gunnarsliolti misritaðist nafn manns, sem tók við verðlaun- um fyrir hönd Guðrúnar Dagbjarts- dóttur. Villan var í myndatexta, en hann heitir Guðmundur Ingimund- arson. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Hluti úr setningu féll niður Við vinnslu greinar um verð- tryggingu í viðskiptablaði sl. fimmtudag urðu þau mistök að hluti úr setningu í samtali við Birgi ísleif Gunnarsson, seðlabankastjóra, féll niður þannig að hún varð óskiljan- leg. Setningin átti að hljóða svo: „Verðtryggingin hamlar gegn því að íslensk verðbréf verði gjaldgeng á erlendum mörkuðum." Beðist er velvirðingar á mistökunum. Kjuklmgar á kostaboði Velkomin í kjuklingakrœsingarnar okkar Fjölskyldupakki fyrir 5. 10 kjúklingabitar, franskar,sósa og salat Verb 1990 kr Athugiö abeins 398 kr á mann Fjölskyldupakki fyrir 3. 6 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verb 1290 kr. Pakki fyrir 1 2 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verb 490 kr Hraórétta veitingastaður 'hiarta borqarinnar O 4 Sími 29117 Þú getur bæöi tekiö matinn meö þér heim eöa boröaö hann á staönum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.