Morgunblaðið - 19.06.1993, Page 44
-t
Dollara-
bréf fyrir
32 millj.
þegar seld
ALLS hafa borist óskir um kaup
á um hálfri milljón dollara af
skuldabréfum ríkissjóðs í dollur-
um sem fyrirhugað er að hefja
sölu á hér á landi í næstu viku.
Það svarar til 32 milljóna ís-
lenskra króna. Að sögn Pálma
Sigmarssonar, framkvæmdastjóra
hjá Handsali hf., sem annast sölu
bréfanna, hafa bæði lífeyrissjóðir
og einstaklingar sýnt því áhuga
að kaupa bréfin og hafa viðbrögð
þeirra verið mjög jákvæð.
Bins og fram kom í Morgunblaðinu
—>•Mimmtudag hefur ríkissjóður ákveð-
ið að setja á markað hér á landi
skuldabréf í dollurum sem gefín voru
út fyrir alþjóðlegan íjármálamarkað
í síðustu viku.
Pálmi sagði að líklega yrði unnt
að útvega meira af bréfunum ef sal-
an færi fram yfir þá einu milljón
dollara sem ráðgert er að selja í
fyrstu. Verðbréfafyrirtækið Goldman
Sachs hefði keypt talsvert af bréfum
og því mögulega hægt að fá margar
milljónir dollara í viðbót.
Flugskýli Flugleiða
Þrír grímuklæddir menn frömdu vopnað rán í byssuverslun í Kópavogi
Á vettvangi með táragasið
AGNAR Guðjónsson, eigandi Byssusmiðju Agnars, við búðarborðið þar sem grímuklæddir menn beindu að höfði hans haglabyssu. Hann
heldur á táragasbrúsanum sem hann beitti til að stökkva tveimur þeirra á flótta, en þann þriðja sneri hann niður.
Eftirlits
myndavél
truflaði
ratsjár
~~ STARFSMENN Fjarskiptaeftir-
litsins sem síðdegis í gær voru
að leita að því hvað ylli truflun-
um í búnaði Ratsjárstofnunar á
Miðnesheiði fundu skýringuna í
eftirlitsmyndavél í rjáfri nýs
flugskýlis Flugleiða.
Vélin var tengd sendibúnaði sem
sendi inn á skrifstofu til Tollgæsl-
unnar í Leifsstöð þar sem var bún-
aður til að fylgjast með sendingum
vélarinnar. Ekki tókst að fá stað-
fest hvort senditíðni búnaðarins
hefði verið skráð hjá yfirvöldum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var starfsmönnum í
flugskýlinu tjáð að myndavélin
vseri á vegum íslenska ríkisins.
Að sögn Gottskálks Ólafssonar,
yfirtollvarðar á Keflavíkurflugvelli,
er um að ræða hluta af hreyfanleg-
um eftirlitsbúnaði, sem komið var
upp í tilraunaskyni fyrir 10 dögum.
--------» ♦ ♦---
Sá stærsti
úr Laxá
-rtptT ÆRSTI lax sumarsins var dreg-
inn úr Laxá í Aðaldal í fyrrakvöld.
Það var Ingólfur Bragason, fram-
kvæmdastjóri Laxárfélagsins, sem
veiddi laxinn, 19,5 punda nýgenginn
hæng, í Kistukvísl. Veiðin hefur far-
ið rólega af stað í íslenskum laxveiði-
ám, en verið einna líflegust í Aðal-
dalnum, um 70 laxar.
Sjá: „Eru þeir að fá ’ann?“ á
bls. 5.
Beindu haglabyssu milli
augna búðareigandans
Tókst að yfirbuga einn ránsmanna og hinir tveir náðust í gærkveldi
Morgunblaðið/Kristinn
Sópransöngkonu innilega fagnað
„ÞETTA var mín tónlist, svona er ég,“ sagði Ghena Dimitrova sópran-
söngkona að loknum tónleikum í Kaplakrika í Hafnarfírði í gærkvöld.
Þar söng hún frægar dramatískar aríur úr ítölskum óperum við undir-
leik Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn Christos Stanischeffs.
Tónleikagestir kunnu sér vart læti að loknum tónleikunum og fögnuðu
Dimitrovu vel og lengi.
„ÞEIR komu inn í verslunina með haglabyssu og kylfu og maður verð-
ur smeykur þegar haglabyssu er beint að andliti manns. Ég veit hvað
hægt er að gera með þessum verkfærum," sagði Agnar Guðjónsson,
eigandi Byssusmiðju Agnars á Kársnesbraut í Kópavogi, en þrír grímu-
klæddir menn, allir undir tvítugu, réðust inn í verslun hans rétt fyrir
lokunartíma í gær, vopnaðir hafnaboltakylfu og haglabyssu, í þeim
tilgangi að ræna skammbyssum, að því er Agnar taldi líklegast. Tveir
mannanna komust undan en voru handsamaðir skömmu síðar. Agnar
slasaðist í viðskiptum sínum við mennina, marðist og skarst á hendi.
Agnar úðaði úr táragasbrúsa í
andlit þess sem beindi að honum
byssunni á meðan hinir tveir létu
kylfuhöggin dynja á honum. Tveir
þeirra lögðu síðan á flótta en Agnar
sneri þann þriðja niður og náði að
gera lögreglu viðvart. Lögreglan
handsamaði félaga hans á flótta í
gær. Agnar kvaðst hafa táragas í
verslun sinni sérstaklega til þess að
grípa til við aðstæður sem þessar,
sem hann hefði þó vonast til að ættu
aldrei eftir að koma upp.
Henti byssunni frá sér
„Þeir voru með lambhúshettur fyr-
ir andlitinu, eins og Víkingasveitar-
menn. En þeir vildu hvorki peninga
né stórar byssur. Þeir voru greinilega
á höttunum eftir smærri verkfærum,
þ.e.a.s. skammbyssum. Þeir vildu fá
að gramsa í hillunum. Ég náði í
táragasbrúsann sem var innan seil-
ingar, hélt flautunni frá og náði að
sprauta framan í þann sem beindi
að mér haglabyssunni. Hann henti
byssunni frá sér. Ég sneri mér að
hinum tveimur, sprautaði framan í
þá, og náði að halda öðrum þeirra
meðan hinir flýðu,“ sagði Agnar.
Lagt á ráðin
Meðan á átökunum stóð létu
mennirnir kylfuhöggin dynja á hægri
hönd Agnars og öxl og hann skarst
á hendi eftir haglabyssuna. „Sá sem
ég náði að snúa niður vogaði sér
ekki að hreyfa sig meðan ég hringdi
á lögreglu, því ég hef aldrei orðið
jafnillur á ævinni. Hann lagðist í
gólfið, tók af sér hettuna, og sagðist
gefast upp. Ég get ekki skýrt hvað
ég var að hugsa meðan á þessu stóð,
kannski geta menn ímyndað sér hvað
þeir myndu gera ef haglabyssuhlaupi
er beint á milli augna þeirra."
Agnar kvaðst fullviss um að menn-
irnir hefðu lagt á ráðin áður en þeir
réðust inn í verslunina. Mennirnir
hefðu verið mjög æstir og rutt um
koll byssum og öðrum varningi þegar
þeir forðuðu sér út úr versluninni.
Telur Agnar að tjónið sem mennirnir
ollu nemi á bilinu hálfri til heilli millj-
ón kr. Hann taldi vlst að mennirnir
hefðu verið undir áhrifum eiturlyfja
miðað við atgang þeirra og útlit.
Óljós tilgangur
Gísli Pálsson, lögreglufulltrúi hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði
að á þessu stigi málsins væri óljóst
hver tilgangur mannanna hefði verið
og því erfitt að svara því til hvort
þetta mál eigi sér einhverja hliðstæðu
hér á landi. Lögreglan hefur áður
haft afskipti af tveimur mannanna.