Morgunblaðið - 20.06.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
7
Heilsugæslustöðin á Blönduósi
Fyrsti hluti verks-
ins formlega afhentur
Blönduósi.
FYRSTA hæð viðbyggingar sjúkrahússins á Blönduósi var
formlega afhent til notkunar daginn fyrir þjóðhátíð. Það var
fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sighvatur Björgvinsson sem
afhenti formanni stjórnar sjúkrahússins, Gunnari Richards-
syni, heilsugæslustöðina til rekstrar. Alþingismenn héraðsins
svo og Héraðsnefnd, stjórn sjúkrahússins, fulltrúar starfsfólks
og aðrir sem tengjast byggingu þessa áfanga sjúkrahússins
voru viðstaddir athöfnina. Skólalúðrasveit Blönduós lék nokk-
ur lög fyrir samkomugesti í upphafi afhendingarathafnar.
Framkvæmdir hófust fyrir 15
árum
Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á
Blönduósi, formaður byggingar-
nefndar sjúkrahússins, sagði að
framkvæmdir við viðbyggingu
sjúkrahússins hefðu hafist fyrir
fimmtán árum og núna væri fyrsta
hæðin tilbúin til notkunar. Jafn-
framt sagði Ófeigur að allri ytri
umgerð hússins væri lokið en eftir
væri að taka ákvörðun um með
hvaða hætti nýta ætti aðra hæð
hússins. Eins og fyrr greinir þá
afhenti fyrrverandi heilbrigðisráð-
herra heilsugæslustöðina til afnota
og gat hann þess að þetta væri
sjötta heilsugæslustöðin sem opn-
uð væri á kjörtímabili þessarar
ríkisstjórnar. Nokkur ávörp voru
flutt við þetta tækifæri og má
geta þess að Valgarður Hilmars-
son, oddviti Héraðsnefndar A-
Húnavatnssýslu nefndi það í
ávarpi sínu að huga ætti að því
að framtíðarverkefni heilsugæslu
í héraðainu yrðu á sviði endurhæf-
ingar og þjálfunar. Að sögn Bolla
Ólafssonar, framkvæmdastjóra
sjúkrahússins, þá er gólfflötur
þess húsnæðis sem nú er í notkun
tekið 420 fermetrar. Arkitektar
Listasafn Sigur-
jóns Ólafssonar
Kvartettinn
Út í vorið
með tónleika
KVARTETTINN Út í vorið
heldur tónleika í Listasafni
Siguijóns Ólafssonar 22. og
24. júní kl. 20.80 bæði kvöldin.
Kvartettinn skipa þeir Einar
Clausen 1. tenór/2. tenór,
Halldór Torfason 2. tenór/1.
tenór, Þorvaldur Friðriksson
1. bassi og Asgeir Böðvarsson
2. bassi. Allir hafa þeir verið
félagar í Kór Langholtskirkju
um árabil, en hófu að syngja
saman sem kvartett í október
1992.
í upphafi lagði kvartettinn sér-
staka rækt við þá hefð er ríkti í
söng íslenskra karlakvartetta fyrr
á öldinni og var helst sótt í sjóði
Leikbræðra og MA-kvartettsins
og ber fyrri hluti tónleikanna þess
merki. Auk þess spreytti hann sig
á bandarískri Barber Shop-tónlist
og því eru þijú slík lög á efnis-
skránni. Tónleikunum lýkur með
syrpu af sjö Bellman-lögum, en
sænska tónskáldið Bellman er vel
þekkt á íslandi. Mörg íslensk skáld
hafa þýtt ljóð hans og hefur flytur
kvartettinn Út í vorið lög hans við
ýmsar þessara þýðinga. Öll lögin
í Bellman-syrpunni eru því sungin
á íslensku utan eitt.
Hljóðfæraleikari með kvart-
ettinum er Bjarni Jónatansson
píanóleikari. Hann starfar sem
píanókennari í Reykjavík og hefur
auk þess starfað með fjölda ein-
söngvara og kóra.
Kvartettinn Út í vorið hefur
ekki haldið opinbera tónleika fyrr,
en komið fram á ýmsum samkom-
um í vetur og í Ríkisútvarpinu.
viðbyggingar sjúkrahússins á
Blönduósi eru Ormar Þór Guð-
mundsson og Örnólfur Hall.
Jón Sig
Frágangi lokið utanhúss
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
VIÐBYGGING sjúkrahússins er mikið mannvirki og er öllum frágangi lokið utan húss. Heilsugæslu-
stöðin er á fyrstu hæðinni.
* Verð m.v. staðgreiðslu ferðakostnaðar í síðasta lagi 23. júní eða 2 vikum fyrir brottför.
á úftsölu
Hringdu eða komdu á staðinn!
Sólin bíður þín og þú getur notið hennar með okkar aðstoð!
QAIXAS^
EUROCARD
FLUGLEIDIR Æm
Traail»r hltmhmr JrrAr/rUgi >
f Mjódd: stmi 699 300,
við Austurvöll: sími 2 69 00,
í Hafnarfirði: stmi 65 23 66,
við Ráðhústor/’ á Akureyri: sítni 2 50 00
og bjá umboðsmönnum um land allt.
&
ÚRVAL-ÚTSÝH