Morgunblaðið - 20.06.1993, Qupperneq 8
8 $
ma iMO'RG.UWBMiMÐ I
EMMórnmmmmM
19ft3A'iííV'TVíHOWI
1"T\ \ /^ersunnudagur20.júnísemerl71.dagur
-L^xHj ársins 1993.2s. e.trínitatis. Árdegisflóð
í Reykjavík er kl. 6.28 og síðdegisflóð kl. 18.49. Fjara er
kl. 00.27 og ki. 12.36. Sólarupprás í Rvík er kl. 2.54 og
sólarlag ki. 24.04. Sól er í hádegisstað kl. 13.29 ogtunglið
í suðri kl. 13.56. (Almanak Háskóla íslands.)
Og ég segi yður: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og
þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið
verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem
leitar, og fyrir, þeim sem á knýr, mun upp lokið verða.
Er nokkur sá faðir yðar á meðal, að hann gefi syni sín-
um, er biður um fisk, höggorm í staðinn, eða sporð-
dreka, ef hann biður um egg? (Lúk. 11, 9-12.)
ÁRNAÐ HEILLA
AAára afmæli.Mínerva
í/U Hafliðadóttir,
Fannborg 1, Kópavogi, er
níræð í dag. Hún tekur á
móti gestum í sal DSVR,
Ármúla 40, milli kl. 16 og 19
í dag.
0/\ára afmæli. Frímann
O v/ Jónsson, fyrrum
framkvæmdastjóri Isaga
hf., verður áttræður á morg-
un, 21. júní. Hann tekur á
móti gestum milli kl. 16 og
19 á afmælisdaginn í Félags-
heimili Rafmagnsveitu
Reykjavíkur við Eliiðaár.
ORÐABOKIN
Að mata eða maka
krókinn
Ekki alls fyrir löngu kom
ég þar að, þar sem verið
var að velta þvi fyrir sér,
hvort sagt væri að mata
eða maka krókinn, en
merking þess væri ljós,
hvort sem sagt væri. Ég
varð að játa, að hvort
tveggja væri mér nokkum
veginn jafn tamt, en þó
líklega frekar að tala um
að mata krókinn. Um
merkinguna voru menn
sammála, þ.e. það væri
haft um að hagnast á e-u,
einkum íjárhagslega.
Halldór Halldórsson próf.
tekur þetta til athugunar
í Islenzku orðtakasafni.
Nefnir hann einungis að
mata krókinn og segir
orðtakið fyrst koma fyrir
á 19. öld í kvæði eftir
Benedikt Gröndal eldra:
„ellegar vilji mata krók“.
Hyggur HH, að orðtakið
eigi „sennilega rætur að
rekja til þeirrar athafnar
að taka mat upp úr pott-
um með krókum“. Bendir
hann á að slíkir krókar
hafa ýmist verið nefndir
soðkrókar, matkrókar eða
matgoggar. Ýmsir hafa
haldið því fram, að orð-
takið eigi rætur að rekja
til beitingar, en það telur
HH ósennilegt. Vel má
það vera rétt hjá honum,
að þetta sé tökuþýðing úr
dönsku, made en krog,
enda þótt það tákni þar
að beita öngul. HH minn-
ist hins vegar ekki á so.
að maka í þessu sambandi
en það kemur bæði fyrir
hjá Blöndal og í OM og
er áreiðanlega vel þekkt
í máli manna, sbr. það,
sem segir í upphafi þessa
pistils. - J.A.J.
KROSSGATAN
HR
9
a
13
| j-
IH
22 23 24
—
LÁRÉTT: 1 listamaður, 5 bylgjan, 8 þor, 9 slóttuga, 11
starfið, 14 dyl, 15 spaðann, 16 endurtekið, 17 skrúfur, 19
þvinga, 21 veita tign, 22 oft, 25 gyðja, 26 poka, 27 sefi.
LÓÐRÉTT: 2 grænmeti, 3 dæid, 4 þvaðrar, 5 þátttakend-
ur, 6 aðstoð, 7 keyra, 9 þrjótur, 10 þjálfunin, 12 viðurkennd-
ar, 13 kroppaði, 18 hafa í hyggju, 20 til, 21 frumefni, 23
varðandi, 24 fæði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: 1 ágæta, 5 sálar, 8 íraks, 9 öldum, 11 raska,
14 ala, 15 vogar, 16 lærir, 17 ill, 19 náin, 21 efað, 22 nátt-
aðj, 25^aka, 26 átt, 27 nýr,
LÓÐRÉTT: 2 gil, 3 tíu, 4 armari, 5 skrall, 6 ása, 7 ask, 9
örvænta, 10 döggina, 12 skrefin, 13 afræður, 18 létt, 20
ná, 21 eð, 23 tá, 24 at.
Verkin munu tala
„Við skulum láta. verkin tala“ Jjj
voru einkunnarorð Guðmundar O
Árna Stefánssonar við komuna á
nýjan vinnustað sinn í heilbrigðis-
og
Enga Hafnarfjarðarbrandara, góði. Hann á að öskra af sársauka en ekki hlátri.
FRÉTTIR/MANNAMÓT
BRUÐUBILLINN. Sýningar
Brúðubílsins verða á morgun
kl. 10 í Stakkahlíð og kl. 14
í Suðurhólum. Sýnt verður
leikverkið Nú gaman, gaman
er. Nánari uppl. gefa Helga
í s. 25098 og Sigríður í s.
21651.
KVENNADEILD Rauða
krossins fer í árlega sumar-
ferð sína þriðjudaginn 22.
júníí Farið verður frá BSÍ kl.
11.
FÉLAGSSTARF aldraðra í
Reykjavík. Næsta sumarferð
verður farin þriðjudaginn 22.
júní kl. 13.30 í Skógrækt rik-
isins að Tumastöðum í Fljóts-
hlíð. Sætapantanir og uppl. í
síma 689670 og 689671 fyrir
hádegi.
HANA NU, Kópavogi. Á
mánudagskvöld verður kvöld-
ganga um Elliðaárdal. Lagt
af stað kl. 20 frá Gjábakka,
Fannborg 8. Pantanir í síma
45700.
SAMVERKAMENN Móður
Theresu halda mánaðarleg-
an fund sinn í safnaðarheimil-
inu, Hávallagötu 16, á morg-
un kl. 17.15.
FÉLAG eldri borgara,
Kópavogi. Spilað verður
bingó í dag kl. 15 í Félagsmið-
stöðinni Gjábakka, Fannborg
8. Húsið opið öllum.
BÓLSTAÐARHLÍÐ 43, fé-
lagsstarf aldraðra. Á morg-
un er sundferð með Sigvalda
kl. 9. Handavinnustofa opin
alla daga. Sjá nánar sumar-
dagskrá á staðnum.
FELAGSSTARF aldraðra,
Hafnarfirði. Miðvikudaginn
23. júni verður farið í tveggja
daga ferð á söguslóðir Njálu.
Hafið samband við Hún-
björgu í s. 53444.
FÉLAG eldri borgara í
Reykjavík. Bridskeppni, tví-
menningur, kl. 13. Félagsvist
kl. 14 í Risinu. Dansað í Goð-
heimum kl. 20. Pétur Þor-
steinsson er til viðtals á
þriðjudögum. Panta þarf tíma
í s. 28812. Mánudag opið hús
í Risinu kl. 13-17. Fijáls
spilamennska, kaffi, spjall.
SJALFBOÐALIÐASAM-
TÖK um náttúruvernd efna
til sjálfboðavinnu á Þingvöll-
um í samvinnu við þjóðgarðs-
vörð 24.-27. júní. Lagfærður
verður flóraður stígur og
tröppur úr náttúrugijóti við
Öxarárfoss. Þetta er vanda-
samt og nokkuð erfitt verk
og eru þeir sem eitthvað
kunna til grjóthleðslu sér-
staklega velkomnir. Gist
verður í tjöldum en aðstaða
til matar og samveru er inn-
andyra. Þjóðgarðsvörður
leggur til ókeypis fæði. Mæt-
ing er kl. 9 að morgni fimmtu-
dagsins við starfsmannahús-
ið. Nánari uppl. og skráning
í s. 684241 eða 52119 fyrir
22. júní.
FÉLAGSSTARF 67 ára og
eldri, Aflagranda 40. Kl. 13
vinnustofa opin til fijálsra
afnota undir stjórn Sheelu.
Kl. 14 félagsvist.
KIRKJUSTARF
SELTJARNARNES-
KIRKJA: Fundur í æskulýðs-
félaginu í kvöld kl. 20.30.
Dagbók
Háskóla
íslands
VIKUNA 20. tii 26. júní verða
eftirtaldir fundir, fyrirlestrar
og aðrar samkomur haldnar
á vegum Háskóla íslands.
Fundirnir eru öllum opnir.
Nánari upplýsingar um sam-
komurnar má fá í síma
694306.
Sunnudagur 20. júní.
Kl. 15. HóteJ Saga. Skráning
hefst fyrir 9. alþjóðaþingið
um heilsufar á norðurslóð.
Fullt þátttökugjald er 25.000
krónur en einnig er heimil
þátttaka á hveijum degi fyrir
sig, daggjald er 5.000 kr.
Þingið verður haldið í Há-
skólabíói og á Hótel Sögu og
stendur til 25. júní. Dagskrá
þingsins var birt í Morgun-
blaðinu 15. júní sl. á bls. 5.
Þingið fer fram á ensku.
Mánudagur 21. júní.
Kl. 8.30. Háskólabíó. Alþjóð-
legt þing um heilsufar á norð-
urslóð sett.
Föstudagur 25. júní.
Kl. 14. Eirberg, Eiríksgötu
34. Kynning á lokaverkefnum
kandídata í hjúkrunarfræði til
BS-prófs. Ríflega 60 kandí-
datar kynna 19 verkefni á
sviði hjúkrunarfræði.
Laugardagur 26. júní.
Kl. 14. Háskólabíó. Háskóla-
hátíð. Alls verða tæplega 500
kandídatar brautskráðir frá
Háskóla íslands.
Ljósmynd Sófus Gústavsson
Á gúmmíbát niður Hvítá
t HVÍTÁ í Árnessýslu er hægt að fara í bátsferð niður ána og eru það hjónin á Drumb-
oddsstöðum sem standa að þessum ferðum. 35 manna hópur fór á dögunum niður ána.
í miðri ferðinni niður ána var áð og þar gafst fólki kostur á, á eigin ábyrgð, að stökkva
niður 8 metra hátt bjarg. Sumum þótti þetta hið mesta glæfraatriði en flestir stukku þó.
Að lokinni bátsferðinni kom hópurinn við á bænum Drumbodsstöðum þar sem kaffiveit-
ingar voru bomar fram.