Morgunblaðið - 20.06.1993, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.06.1993, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 Þórir Sigurður Odds son — Minning ‘ „Skjótt hefur sól brugðið sumri“, er upphafsstef listaskáldsins um skáldbróður sinn látinn. Vinur minn í freka þijá áratugi Þórir Sigurður Oddsson, lést svip- lega á hjartadeild Landspítalans að morgni 9. júní sl. Þegar tíðindi ber- ast um ótímabæran dauða á besta aldri verður manni hverft við og tregt um tungu. Þórir Sigurður Oddsson fæddist í Reykjavík 1. september 1934 og var þriðji í röð fjögurra bræðra. Foreldrar hans voru Oddur Einar -Kristinsson skipstjóri og kona hans Stefanía Ósk Jósafatsdóttir. Þau eru bæði látin. Eldri bræður hans eru: Gunnar rafvirki, kvæntur Guð- rúnu Ólafsdóttur; Kristinn lager- maður, kvæntur Hansínu Bjarna- dóttur og yngstur er Hafsteinn raf- vélavirki, kvæntur Önnu Reinhards- dóttur. Þórir nam húsgagnasmíði hjá Emil Hjartarsyni og lauk sveins- prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði við þá iðn fyrri hluta ævinnar, en næstliðna tvo áratugi vann hann við húsasmíði, nú síðast hjá verktökunum Gunnari og Ólafi. Þórir kvæntist 6. júlí 1963, Guð- rúnu Ósk Sigurðardóttur, hinni mætustu konu. Foreldrar hennar eru Sigurður V. Sigjónsson frá Bæ í Lóni, A-Skaft. og kona hans Guð- björg Einarsdóttir, Eiríkssonar bónda og athafnamanns á Hvalnesi í sömu sveit. Sigurður lést árið 1980. Guðrún Ósk og Þórir eiga þijú böm og þau eru: Sigurður, f. 28. mars_ 1963, stundar nám í arkitekt- úr í Árósum í Danmörku. Sambýlis- kona hans er Hólmfríður S. Jóns- ^óttir, tölvunarfræðingur. Þau eiga eina dóttur. Stefanía Ósk, f.17. nóvember 1966, stundar nám í aug- lýsingateiknun í bænum Boone í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Sambýlismaður hennar er Friðleifur Kristjánsson, sem er í námi í iðn- hönnun við sama skóla. Vilhjálmur Þór, f. 20. júní 1971, stúdent og starfar hjá bókaútgáfunni Fróða. Fyrir hjónaband átti Þórir dótturina Lilju Ósk, f. 3. júní 1954, gift Jóna- tan Ásgeirssyni skipstjóra, búsett í Súðavík. Þau eiga þijú börn. Þórir Odsson var hagur í höndum og listfengur. Ellefu ára naut hann tilsagnar í myndlistarskóla og allar götur síðan málaði hann og teikn- ^aði í frístundum sínum og börnin hafa erft þessa hæfileika. Hann náði allgóðum tökum á málverkinu og þroskaðist sem slíkur. Um tíma snéri hann sér að málun manna- mynda og þá einkum af sínum nán- ustu. Hann hreifst af hinni stór- brotnu og tignarlegu náttúru Aust- fjarða og málaði meðal annars myndir úr Lóninu. Þórir hugðist afla sér frekari tilsagnar í þessum efnum, en ár líða hratt eins og seg- ir í þessu erindi úr kvæði Guðmund- ar Böðvarssonar. Ár líða hratt yfir himin og heim, með blæléttum þyt, það slær á þau gullinni slikju, það slær á þau silfurlit Þórir var hæglátur maður í fram- göngu og fremur dulur, þó var hann opinskár á sinn hátt. Það má segja að hann hafí haft hárfínan húmor og þegar hann brosti, ljómaði and- litið einstaklega. Nokkru eftir að þau Guðrún Ósk stofnuðu heimili, þá keypti hann sér sambyggða trésmíðavél og ýmis handverkfæri og hóf að smíða eld- húsinnréttingar í bílskúr sem fylgdi með íbúðarhúsi sem þau leigðu. Sem dæmi um nærgætni hans við samferðamennina, þá var það eitt sinn þegar hann heimsótti mig á þessum tíma, að við leystum heims- málin á okkar vísu. Smám saman sveigði hann tali sínu að erindinu eins og skipstjóri sem leggur fleyi sínu að bryggju, en vill að kinnung- urinn stijúkist nett og mjúklega við. Loks spurði hann mig hvort ég gæti ekki léð sér rafmagnsborvél, sem hann vissi að ég átti. Auðvitað var ekkert sjálfsagðara og gat ég þess, að hann skyldi hafa apparatið eins lengi og hann þyrfi og kom svo með bestu skilum á sínum tíma. Ég hygg, að á þeim tíma hafi ég ekki gert mér í hugarlund þær fjárhagsbyrðar sem á honum hvíldu vegna efnis- og verkfærakaupa auk óvissunnar um verkefni og það, að standa nú einn í stykkinu, að vera hvort tveggja í senn húsbóndi og þjónn. En á það minntist hann aldr- ei og hefði sem best getað tekið sér orð Einars á Hvalnesi í munn þegar Stefán Jónsson fréttamaður heim- sótti hann í verslunina á Höfn og Stefán spurði: „Þú kvartar ekki að fyrra bragði?" Og höfðinginn svar- aði: „Ég skal segja þér, sem þú ættir að vita, að hér fyrir austan er það kallaður dónaskapur, ef karl- menn hrína mjög mikið eftir ferm- ingu.“ Þegar tengdaforeldrar Þóris brugðu búi í Bæ og fluttust til Reykjavíkur 1966, bjuggu þau á þeirra heimili, en auk Guðrúnar og Þóris voru þar einnig um tíma Rak- el yngri systir hennar og eiginmað- urinn Ástvaldur Guðmundsson og ung dóttir þeirra. Þau hafa verið búsett í Þýskalandi um langt ára- bil. En það voru vel nýttir fermetr- ar á Langholtsvegi 39 í þann tíma og sambýli þriggja fjölskyldna eins og best gerist og í reynd ein stór- familía. Sigurður tengdafaðir Þóris starf- aði sem verkstjóri í fískvinnslu á Kirkjusandi hér í borg til dauða- dags. Guðbjörg kona hans hefur átt heimili hjá dóttur sinni og syrg- ir nú elskulegan tengdason, ástrík- an og mikinn fjölskylduföður, hlut- verk sem hann lifði fyrir. Þórir var röskur til verka, vand- virkur og samviskusamur. Nægir að nefna það, að ef óveður var í aðsigi þá fór hann gjarnan óbeðinn að kvöld- eða næturlagi til þess að styrkja og stýfa af mótauppslátt þeirrar byggingar er hann vann við hveiju sinni. Enda biluðu aldrei mót, sem hann hafði unnið við, en allt um kring mátti sjá þau fallin og uppslátt sem hafði splundraast í hvassviðri. Þórir Sigurður Oddsson, var fé- lagi í frímúrarareglunni i Reykjavík um áratuga skeið og veit ég að þar hefur hann reynst góður liðsmaður eins og alls staðar þar sem hann lagði hönd að. Við óvænt dauðsfall horfum vér spumar- og saknaðaraugum í óviss- una, líkt og skáldið í þessu erindi, þótt af öðru tilefni sé. Það var eitt kvöld, að mér heyrðist hálfveg- i_s barið. Ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið. Ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: „Hér kvaddi Lífíð sér dyra, og nú er það farið." (Jón Helgason) Við Þórdís og Jóhann kveðjum kæran vin og góðan mann með virð- ingu og þökk. Fjölskyldu hans og öðrum vandamönnum biðjum við alirar blessunar. Hjalti Jóhannsson. 108 Reykjavík. Sími 31099 Minning' Brynhildur Jónsdóttir Fædd 1. september 1970 Dáin 7. júní 1993 Vornóttin er björt, enn eitt vorið gengið í garð og sumarið virðist blasa við okkur öllum. En bjartar vomætur eru oft ekki lengi að breytast í dimmu þegar fréttir af vinkonu, sem ég kynntist fyrir flmm árum, em þær að hún finnst látin í á einni á okkar fallega landi. Já, náttúran er hrífandi og vötnin em ekki lengi að breytast og verða LEGSTEIN AR lAlMSTEÍMI 720 Borgarfiröi eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 kaldranalegar og óvinalegar þegar þær hrífa með sér þá sem eiga sér einskis ills von. Enginn veit af hveiju iífið leikur suma grátt, en aðra ekki og við stöndum eftir og vitum ekki okkar tjúkandi ráð. Ég kynntist Brynhildi í Hús- stjórnarskólanum á Hallormsstað árið 1988 en þar dvöldumst við frá janúar til maí og áttum góðar stundir, tuttugu og tvær stelpur og mikið fjör og gaman, eins og gefur að skilja. Tíminn er ekki lengi að líða á svona stað og vorið ’88 kom og leiðir skildu. Fimm ár em liðin síðan þá og í byrjun júní kom hluti hópsins sam- an í gamla „Húsó“, en þeirra sem ekki komu var sárt saknað og þeirra á meðal var Brynhildur. I n P A LEGSTEINAR I MOSAIK H.F. I M Hamarshöfða 4 — sími 681960 FLÍSAR ::í: lis 4- Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sfmi 67 48 44 Viktoría Þorleifs- dóttir — Minning Fædd 10. júlí 1910 Dáin 12. júní 1993 Kveðja frá systkinum Elskuleg systir okkar, Viktoría Þorleifsdóttir (sem af kunnugum var kölluð „Dystá"), er nú látin eftir stutta legu, en að því er virð- ist áralanga baráttu við sjúkdóm, sem enginn vissi að vann á henni smátt og smátt, eins og úr laun- sátri. Áður er dáinn kær bróðir okkar, Guðmundur, sem varð bráð- kvaddur 2. ágúst í fyrra. Viktoría fæddist í Reykjavík 10. júní 1910, og var hún annað barn hjónanna Hannesínu Sigurðardótt- ur og Þorleifs Guðmundssonar frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka. Faðir okkar, sem var kaupmaður í Reykjavík, var á þeim ámm einn helsti baráttumaður fyrir virkjun fossa í Árnessýslu og hafnargerð í Þorlákshöfn. Þessi hugðarefni hans leiddu til þess, að hann flutti til Þorlákshafnar 1914 sem fram- kvæmdastjóri samnefnds hlutafé- lags, og hann sat á þingi fyrir Ár- nesinga í eitt kjörtímabil (1919-23). Þess vegna ólust 5 elstu systkinin upp í Höfninni fram til 1927. Ásamt þeim fóstruðu þau hjón Harald Eyvinds, frænda þeirra beggja. Það var margt sem við bar á þeim áram, því að þetta var mikil verstöð. Má lesa um æfi föður míns í riti Skúla Helgasonar um Þorlákshöfn og í ritgerðum Sigurðar Ragnarssonar skólameistara um fossamálin. Vikt- oríu var í barnsminni, er hún sá út um gluggann skip hendast upp á nesið, vega þar salt og steypast fram af. Þá eins og oftar bjargaði faðir minn og menn hans skipveij- um þeim sem af komust. Það var í frásögur fært af Guðmundi Ein- arssyni frá Miðdal, þegar faðir okk- ar bjargaði í annað sinn ásamt mönnum sínum skipveijum af tog- aranum „Viscount Allenby". Fyrir þá frækilegu björgun, þar sem fað- ir okkar stóð í útsoginu og kastaði mönnum til vinnumanna sinna (því að hann var afrenndur að afli), fengu þeir allir bresk heiðursmerki ásamt áletruðum úrum. Faðir okkar kenndi svefnleysi togarasjómanna um þessi slys. Því varð hann einna fyrstur til að styðja hin svokölluðu „Vökulög", sem komu reglu á þá hluti hér á landi. Að lokinni búsetu í Þorlákshöfn fluttu foreldrar okkar fyrst til Eyr- arbakka, og síðan til Reykjavíkur og varð Reykjavík síðan starfsvett- vangur íjölskyldunnar; bræðurnir fóm á sjóinn og sigldu með frænd- um sínum, sem vom kunnir skip- stjórar, en systurnar stunduðu ýmis afgreiðslustörf. Flestir Reykvíking- ar eiga að muna eftir Viktoríu í sælgætissölu þriggja bíóhúsa, þ.e. Austurbæjarbíós frá stofnun þess, síðan Háskólabíós, og loks Nýja Bíós: Lágvaxinni konu og fríðri. Hún var vinsæl meðal starfsfélaga sinna og húsbænda. Sá yngsti í okkar hópi, Kolbeinn, hefur notið hvatningar hennar og sálufélags við nám sitt og störf í prestsskap og við fræðistörf. Alla sína æfí var hún opin fyrir nýjum fróðleik, og fylgdist á yngri ámm vel með þeim tískustraumum sem þá vom uppi í andlegum efnum í bænum. En landafræðin virtist ætíð heilla hana mest. Systir okkar eignaðist dóttur, Hönnu Signýju Georgsdóttur, sem á böm og bamabörn. Öll hafa þau verið systur okkar uppspretta gleði. Við biðjum Guð að styrkja þau á sorgarstundu. Systir okkar trúði á Guð, og vissi, að hún var bam Guðs. Hún átti því góða heimvon. Nú hefur hún náð landi í heimahöfn eilífðarinnar. I 54 ár átti Viktoría heima á Ljósvallagötu 16. Hún var ljós á okkar vegi. Fyrir okkar systkinanna, Kolbeinn Þorleifsson. Það fellur að og yfir fótspor greypt í sandi, fuglar dott’ í rökkurhjúp. Og söngvar hljóðna þegar nóttin leggst að landi, loftin glitra köld og djúp. Við bakkann hníga bláir straumar blika út við sjónhring - draumar, eins og þá. Og meðan vindur voginn gárar, verð ég einn að setja út árar, eins og þá. (Jón Örn Marinósson) Aðeins fáar vikur em síðan við töluðum um það hvað amma á Ljósó, eins og við kölluðum hana alltaf, var hress þegar hún heim- sótti mömmu. Kom í strætó og gekk svo án þess að það virtist vandamál. Síðan nokkmm dögum seinna veiktist amma. Veikindin smá versnuðu og loks var hún kom- in inn á spítala. Viku seinna var amma á Ljósó látin. Stór hluti æsku okkar var allt í einu horfínn. Reynd- ar efast ég um að við séum búin að ná því fyllilega að amma á Ljósó sé ekki lengur til staðar. Hún héfur vetur hitti ég hana og rifjuðum við þá upp gömlu, góðu dagana á Hall- ormsstað og sá ég á henni að hún hafði mikinn hug á að koma aust- ur, en margt hafði breyst í lífi henn- ar á þessum fimm árum og veik- indi hennar svo sannarlega sett sitt mark á líf hennar að óvíst var um för hennar í skóginn. Sumarið sem virtist blasa við okkur öllum blasir ekki lengur við okkur öllum. Hversu óréttlætið er gífurlegt. Ég bið Guð að vera með foreldr- um Brynhildar og systkinum í sorg þeirra og mig langar að minnast orða Jesú Krists þegar hann segir: „Og sjá, ég er með yður alla daga, allt til heimsins enda.“ Hildur Margrét Einarsdóttir. Ó, horfðu hærra, vinur! Guðs hönd þig áfram ber. Ef hjarta af harmi stynur, guðs hjarta viðkvæmt er. Ef ólán að þér dynur, guðs auga til þin sér. Ef jarðnesk höll þín hrynur, guðs himnar opnast þér. Ó, horfðu hærra um daga, á helga drottins sól. Og haltu þvi til haga, sem hugur fegurst ól. Og reyndu að rækta og laga hvern rósavang, sem kól. Þitt líf er sorgarsaga, - en samt er guð þitt skjól. Ó, horfðu hærra um nætur, er hver ein stjama skín. Þá hitnar hjartarætur, og helgast bænin þín. Þú upp til guðs þig grætur, — hans gæska aldrei dvín. Hann ljósið skína lætur á litlu bömin sín. (Jóhannes úr Kötlum) Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til foreldra, systkina og annarra vandamanna. Blessuð sé minning Brynhildar. Starfsfólk Ölduselsskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.