Morgunblaðið - 20.06.1993, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
Sjötugur
Gunnar Dal
Hinn 4. júní sl. varð eitt merk-
asta ljóðskáld okkar og rithöfund-
ur, Gunnar Dal, sjötugur. Afköst
hans eru undraverð — ekki aðeins
hvað varðar margn heldur miklu
fremur gæði. Eftir hann liggja 12
eða 13 ljóðabækur, tugir heimspeki-
rita og nokkrar skáldsögur. Gunnar
er Húnvetningur að ætt og upp-
runa. Hann aflaði'sér menntunar í
Evrópu og á Indlandi. Eitt ár var
hann sendikennari í Bandaríkjun-
um. Síðan reyndi hann að lifa á
skáldskap við erfið kjör en dvaldist
jafnframt langdvölum erlendis. í
nokkur ár var hann kennari við
Gagnfræðaskólann í Keflavík og
leigði þá hjá Kjartani Ólafssyni
lækni og konu hans Ásdísi. Gunnar
var þá giftur Maríu Sigurðardóttur,
sem hafði lifað með honum bæði
súrt og sætt á Spáni og Arnarstapa
á Snæfellsnesi. Frá Keflavík fluttist
Gunnar til Reykjavíkur, gerðist
kennari við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Aðalkennslugreinar
hans voru íslenska, enska og heim-
speki. Við nemendur var Gunnar
sérlega greiðvikinn, tók þá oft í
aukatíma án endurgjalds. í Breið-
holti var Gunnar eitt sinn kjörinn
vinsælasti kennarinn af nemendum.
í lok Keflavíkurtímans hafði hjóna-
band þeirra Gunnars og Maríu slitn-
að. Nokkrum árum síðar kynntist
Gunnar Elísabetu Linnet, yndislegri
konu úr Vesturbænum. Frá fyrsta
hjónabandi á Gunnar þijá mann-
vænlega syni, Gunnar, Jónas og
Guðvarð.
Við Gunnar Dal kynntumst fyrst
á Laugavegi 11. Ég hafði skrifað
kjaftfora grein gegn Gunnari Bene-
diktssyni í Alþýðublaðið og var á
/ðflí til Parísar. Við gengum upp í
Hlíðar. Þar áttum við þá báðir
heima. Síðan hefur samband okkar
verið meira eða minna.
Auk eigin rita hefur Gunnar þýtt
margar bækur. Frægust þeirra er
vafalaust hinn innblásni ljóðabálkur
„Spámaðurinn“ eftir eitt mesta
skáld og sjáanda þessarar aldar,
Líbanann Kahlil Gibran. Fyrsta út-
gáfa þeirrar bókar kom út hjá Al-
menna bókafélaginu. Þegar Gunnar
reyndi að fá hana endurútgefna,
kom furðulegt svar frá valdamesta
manni fyrirtækisins: „Gunnar minn!
Pappír á íslandi er dýr.“ Það þýddi
að ÁB hafði ekki áhuga á miklum
ljóðum. Skömmu síðar kynntist
Gunnar Guðjóni Elíassyni, sem þá
hafði keypt Heimilisútgáfuna. Síð-
an hefur Guðjón gefíð út flestar
bækur Gunnars hvort heldur um
er að ræða heimspeki, ljóð eða
smásögur.
Eins og áður sagði hefur Gunnar
skrifað fjórar skáldsögur, Orðstí og
auð, Kamelu, Á heitu sumri og
Guró Góvindu. Á sínum tíma hreifst
ég nokkuð af Orðstí og auði og
vafalítið er Kamala sannferðug lýs-
ing á Indlandi. Kannski fer ég rangt
með. En varð ekki Guró Góvinda
meðal annars tilefni þakkarbréfs
frá Indiru Gandhi forsætisráðherra
til skáldsins?
Sem heimspekingur var Gunnar
Dal lengi bannvara í skólum lands-
ins. Dæmi: Keflvískir námsmenn
úr Hamrahlíðarskólanum leituðu oft
heimilda um heimspeki í bókasafn-
inu hjá mér. Ég benti þeim á Ág-
úst H. Bjarnason og Gunnar Dal.
Þeir sögðu Ágúst viðurkenndan en
ekki Gunnar. Ég sagðist vita það
en bætti við: „Stelið þið eins miklu
frá Gunnari og þið getið án þess
að geta hans. Þótt kennarar ykkar
banni hann þá hefi ég ekki trú á
að þeir þekki verk hans.“ Þetta
reyndist rétt. Sumir nemendanna
komu síðar og spurðu hvers vegna
ég hefði vitað um fáfræði lærifeðra
þeirra. Svar mitt var: „Neander-
dalskynslóðin hugsar ekki, les ekki.
Hún bara fordæmir og hatar það
sem er gott.“
Á langri ævi hefur Gunnar kom-
ið víða við. Hann var um tíma hand-
genginn Valtý Stefánssyni á Morg-
unblaðinu og skrifaði m.a. fyrir
hann afmælisgrein um Davíð Stef-
ánsson. Þar stóðu honum til boða
völd og mannaforráð. Á sama veg
vildu Framsóknarmenn flest fyrir
Gunnar gera eftir kjördæmaor-
ustuna 1959. Skúli Guðmundsson,
þingmaður Húnvetninga, bauð hon-
um t.d. þingsæti sitt. Mörgum árum
síðar, þegar Gunnar kom til Kefla-
víkur, þá höfðu Framsóknarmenn
þar ekki gleymt ritstjóra Kjör-
dæmablaðsins. Honum var boðin
ritstjóm Faxa, sem þótti virðingar-
.staða. Öllu þessu hafnaði Gunnar
fyrir rithöfundarfrelsi sitt. Hins
vegar er Gunnar auðsærður, ef
honum finnst á hlut sinn gengið.
Af því að hann skorti sálfræðipróf,
greiddi menntamálaráðuneytið hon-
um mun lægri laun en honum bar.
En aldrei kvartaði Gunnar út af
þessari rangsleitni. Og nú fær þessi
mikilvirki rithöfundur og þjóðskáld
90 þúsund á ári i skáldalaun frá
íslenska ríkinu. Vitaskuld er slíkt
hneyksli á heimsmælikvarða.
Stundum hefur komið fyrir að hann
hefur gefið út tvær bækur sama
árið en ekki fengið krónu úr svoköll-
uðum launasjóði rithöfunda. Margir
mundu vafalítið leggja árar í bát
við þessar aðstæður en Gunnar
hefur harkað þennan menningar-
fjandskap af sér, sent frá sér hverja
bókina annarri betri og merkari.
í Hörpu Gunnars eru margirtón-
ar. Sumir tregafullir í ætt við þjóð-
kvæði.
Kastið ekki steinum
í kyrran sjá.
Dvelur ógn í dimmunni
.djúpunum frá.
Gárið ekki lognsæinn
en gleðjist yfir því,
að himinninn getur speglast
hafinu í.
(Kastið ekki steinum, fyrri gerð)
Aðrir hvassari og beittari:
Land mitt þarfnast ekki þeirra
sem dýrka hið dauða skurðgoð,
sem múgborgin kallar gyðju felsisins,
ekki þeirra sem gefa þyrstum brauð,
ekki þeirra sem gefa svöngum að drekka,
ekki þeirra sem leika á lága strengi.
Hinn fijálsi norræni andi
skal risa á ný eins og dögun
yfir hvítum fjarlægum fjöllum.
Nei, land mitt þarfnast ekki stærri þjóðar,
aðeins betri manna.
(úr Röddum morgunsins)
Nú margvísleg fræði um mannheim berast.
Og menntamenn andlegir þrælar gerast.
Og byija að sá í sálir manna
safnhaug af grilium foringjanna:
skoðanir gamlar og úteltar einar,
ofbeldi, slagorð og ritningagreinar.
Fyrst viljann til frelsis þeir rifa upp með
rótum,
svo réttlæti og mannúð þeir troða undir
fótum.
Dável þeir rökfræði og rétttrúnað kunna,
og ríki sitt bijóta þeir niður til grunna.
Og kerfið, sem réttlætis kröfunum neita,
kemur í stað hinnar frjálsu leitar.
(Úr Öld fíflsins)
Þá koma ljúfir tónar um ástina:
„Lík var ást þín ljúfu kvæði,
ljósperla á veikum þræði,
sem mær við bijóst sér ber.
Sandsins heitu nátta naustu
og nakin gullna hlekki braustu,
og gullkálf gerðum vér!“
(Nótt á Sínaí)
Þú leggur í langar ferðir
litla bamið mitt.
Hinu megin við homið
er húsið þitt.
Heimurinn fijáls og fagur
þér fagnandi mætir nú.
1 vatninu vaðið þið saman
vorið og þú.
Barnið mitt í bæinn
berðu ljós og yl.
Við skulum hjálpa vorinu
að verða til
(Langferð)
Við hjónin sendum þeim Gunnari
og Elísabetu okkar bestu kveðjur
og framtíðaróskir héðan frá Dan-
mörku.
Hilmar Jónsson.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Norrænir formenn dýralæknafélaga þinga
NORRÆNIR dýralæknar þinguðu á Hótel Örk í Hveragerði í byijun mánað-
arins. Með þeim á fundinum var formaður dýralæknafélagsins í Litháen,
en Litháar komu til samstarfs við norræna dýralækna árið 1989. Næsti
fundur þessara aðila verður síðan í Vilnius, höfuðborg Litháen, 7. til 8.
nóvember og munu þá formenn dýralæknafélaga í öðrum Eystrasaltslöndum
einnig sitja fundinn og verður þar rætt samstarf Norðurlandanna og Eystra-
saltslandanna á sviði dýralækninga.
Á myndinni eru í fremri röð frá vinstri: Rögnvaldur Ingólfsson formaður
Dýralæknafélags íslands, og Maija Hatakka formaður dýralæknafélags
Finnlands. í aftari röð frá vinstri eru: Algirdas Smatavicius frá Litháen,
Niels-Ole Bjerregaard frá Danmörku, Herleiv Björnöy frá Noregi og Her-
bert Lindström frá Svíþjóð.
Lífssýn - sumarsólstöður
Hittumst í Heiðmörk, Lífssýnar-
reitnum við Strípsveg mánudag-
inn 21. júní kl. 21.00.
Kristilegrt
félag
heilbrigöisstétta
Fundur verður mánudaginn 21.
júní kl. 20.00 í safnaðarheimili
Laugarneskirkju.
Séra Jón Bjarmann les Ijóð.
Ræðumaður séra Magnús
Björnsson.
■Allir velkomnir.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Almenn samkoma í dag kl. 11.
Allir hjartanlega velkomnir!
Sjónvarpsútsending á OMEGA
kl. 14.30.
S^mhjálp
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00.
Mikill söngur. Vitnisburðir Sam-
hjálparvina. Kórinn tekur lagið.
Barnagæsla. Ræðumaður
Brynjólfur Ólason. Kaffi að lok-
inni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
#!<■ VEGURINN
J Krístið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Almenn vakningarsamkoma í
kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ath.: Fimmtudagskvöld kl. 20.00
verður lækningasamkoma þar
sem kennt verður um guðlega
lækningu.
„Guð er mitt hjálpræði, ég er
öruggur og óttast eigi."
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Dagsferð r dag kl. 10.30: Hest-
fjall í Grímsnesi.
Jónsmessunæturgöngur
miðvikudag 23. júní kl. 20:
Marardalur, fararstjóri Helga
Jörgensen. Hengill, fararstjóri
Anna Soffía Óskarsdóttir.
Kvöldganga fimmtudag 24.
jún/kl. 20.00:
Stardalur - Haukafjöll.
Sumarleyfisferð 23.-27. júní
Látrabjarg - Rauðisandur
Gist í Breiðavík, 3 nætur. Farið
út á Látrabjarg að Rauðasandi
og Sjöundá. Á fjórða degi ekið
yfir í Ketildali og gist á Patreks-
firði. Heim um Barðaströnd. Far-
arstjóri Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir.
SltlQ auglýsingar
Undirbúningsfundir
á Hallveigarstíg 1: Vegna ferða
á Hornstrandir 2. júlí miðvikudag
23. júní kl. 20.00. Vegna ferðar
í Reykjafjörð - Ingólfsfjörð 24.
júní kl. 20.00.
Helgarferðir 25.-27. júni:
Bósar við Þórsmörk
Fjölbreyttar gönguferðir um
Goðaland og Þórsmörk með far-
arstjóra.
Gist í skála eða tjöldum.
26.-27. júní: Fimmvörðuháls
Örfá sæti laus.
Nánari upplýsingar og miðasala
á skrifstofu Útivistar.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SIMI 622533
Dagsferðir sunnudag
20. júní:
Spennandi ferðir í
Reykjanesfólkvangi:
Kl. 10.30 Grænavatn - Kálfadal-
ir - Vatnshlíðarhorn.
Ekið um Móhálsadal og gengið
að Grænavatni, síðan sunnan
Kleifarvatns og meöfram þvi að
austanverðu að Vatnshlíðar-
horni. Verð kr. 1.000,-. Farar-
stjóri: Páll Ólafsson.
Kl. 13.00 Selatangar - fjöl-
skylduferð. Margt að skoða fyr-
ir yngri sem eldri. Selatangar eru
gömul verstöð miðja vegu milli
Grindavíkur og Krýsuvikur. Far-
arstjóri: Ólafur Sigurgeirsson.
Verð kr. 1.000,-, frítt fyrir börn
með fullorðnum.
Mánudagur 21. júní -
brottför kl. 20:
1) Sólstöðuganga á Keili.
Brottför í ferðirnar frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin.
Farmiðar við bil. Fritt fyrir börn
15 ára og yngri meö foreldrum
sínum.
f sunnudags- og mánudagsferð-
unum er stansaö við kirkjug. í
Hafnarfirði.
Miðvikudaginn 23. júní:
1) Þórsmörk (dagsferð) brott-
för kl. 8.
2) Jónsmessunæturganga:
Árnakrókur - Sandfell - Heið-
mörk (B-8).
Helgarferðir:
25,- 27. júní Eiríksjökull.
Gist í tjöldum.
25.- 27. júní fjallahjólaferð í
kringum Snæfellsjökul.
Sumarleyfisferðir:
1) 23,- 27. júní (5 dagar) Esju-
fjöll. Gist í skála Jöklarannsókna-
félagsins í Esjufjöllum. Fá sæti
laus. Fararstjóri: Benedikt Hálf-
dánarson.
2) 27.- 29. júní (3 dagar)
Grímsey - Hrísey. Flogið til
Grímseyjar á sunnudag. Góður
tími til skoðunarferða um eyjuna.
Siglt til baka með ferju til Hrís-
eyjar og þaðan upp á Árskógs-
strönd og síðan með rútu til
Akureyrar. Ath. Breytta dag-
setningu. Fararstjóri: Þórunn
Þórðardóttir.
Ný Hornstrandaferð 30.
júní - 5. júlí: Húsferð til
Hornvíkur. Brottför miðviku-
dagskvöld og til baka mánu-
dagskvöld. Takmarkað pláss.
Gist í húsi að Horni. Gönguferð-
ir þaðan m.a. á Hornbjarg. Farar-
stjóri: Guðmundur Hallvarðsson
og Guömundur Hjartarson.
Ferðafélagið er með úrval ferða
til Hornstranda I sumar, 11 ferð-
ir í boði, m.a. framhald þessarar
ferðar með dvöl í Hlöðuvík til 8.
júlí.
Ferðafélag íslands.
Samkoma í Breiðholtskirkju
í kvöld kl. 20.30.
Eirný Ásgeirsdóttir prédikar.
Mikil lofgjörð. Allir velkomnir.
Ferð í ævintýradal
á Vestfjörðum 18.-25. júlí
Gönguferðir frá náttstað með
fararstjóra. Svefnpokagisting.
Ótrúlega hagstætt verð.
Upplýsingar í síma 91-17982.
SÍK, KFUM/KFUK
Háaleitisbraut 58
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30 f Kristniboössalnum.
„Þér munuð öðlast kraft - og
verða vottar mínir*4. Ræðumað-
ur: Ragnar Gunnarsson, kristni-
boði. Þú ert líka hjartanlega vel-
komin(n).
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Almenn samkoma kl. 20.00.
Gestir frá fsrael og af landsmóti
ungra Hvítasunnumanna taka
þátt í samkomunni. Mikil og fjöl-
breytt dagskrá. Barnagæsla.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
*Hjálpræðis*
herinn
Hjálpræðisherinn
f kvöld kl. 19.30: Bæn.
kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma.
Kveðjusamkoma fyrir flokks-
stjórana Elbjörg og Thor Kvist
og Jan Henning.
Óskar Jónsson hermannaleið-
togi stjórnar.
Allir velkomnir.
Ráðskona U.S.A.
Einhleypur læknir óskar eftir
ráðskonu á aldrinum 25-50 ára,
á heimili i Boston, Mass.-svæð-
inu, Bandaríkjunum. Tímabundið
starf frá 4 mánuðum til 1 árs.
Herbergi og fæði ( skiptum fyrir
létt heimilisstörf með miklum
fríum tíma til menntunar, ferða-
laga eða viðskipta á Bos-
ton/New England svæðinu. Við-
komandi mun hafa til umráða
einstaklingsíbúð i skógi vöxnu
umhverfi, þaðan sem sést til
Boston. Bíll til umráða.
Vinsamlegast sendið upplýs-
ingar um sjálfar ykkur og áhuga-
mál ásamt nýlegri mynd til:
Milton R. Okun, M.D. 115 Forbes
Rd„ Milton, MA 02186 USA.