Morgunblaðið - 20.06.1993, Side 44

Morgunblaðið - 20.06.1993, Side 44
 Grunnur M Landsbanki Mk íslands SBBF&, Banki allra landsmanna FORGANGSPÓSTUR UPPL ÝSINGASÍMI 63 71 90 k MORGVNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SlMBRÉF 691181, POSTHÓLF 1SS5 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Vetnistil- raunavél sett upp í Gufunesi Bragi sagði í samtali við Morgun- blaðið að í fyrstu yrði gerð tilraun með að keyra 150 kílóvatta einingu, og ef þýsku vísindamönnunum tæk- ist að koma saman geymi, sem hægt væri að losa vetnið nógu ört úr fyr- "ff vélina,. myndu þeir koma með hann hingað til lands. Geyminum og vélinni yrði þá komið fyrir í einni einingu og gerð yrði tilraun með að knýja ljósavél til dæmis. Rannsóknir þeirra Braga og Valdimars K. Jónssonar prófessors á nýtingu vetnis sem framtíðarelds- neytis i stað jarðefnaeldsneytis hafa víða vakið athygli, og hafa þær m.a. leitt til samstarfssamningsins við Max-Planck stofnanirnar. Rann- sóknirnar beinast ekki síst að því að kanna hvort mögulegt sé að nota vetni sem eldsneyti í skipum, en í samnorrænum starfshópi var fyrir skemmstu lýst áhuga á því að verk- efnið gæti þróast úr þýsk-íslensku - samstarfí í samnorrænt-þýskt sam- starfsverkefni með það fyrir augum að strætisvagnar og fetjur verði í framtíðinni knúnar vetni. HVAR ER FISKURINN? Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Morgunblaðið/Júlíus Á slysstað á Suðurlandsvegi BIFREIÐIRNAR sem lentu í hörðum árekstri á mótum Suðurlandsveg- ar og Þrengslavegar skemmdust mikið og eru taldar ónýtar. Tíu slasast í 2 bílslysum FIMM manns slösuðust í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á mótum Suðurlandsvegar og Þrengslavegar laust fyrir kl. 10 á laugardags- morguninn og voru öll flutt á slysadeild Borgarspítaians. Ökumenn bílanna, karlmaður og kona, slösuðust alvarlega og hlutu höfuðáverka og beinbrot en eru þó ekki talin í lifshættu. Þá slösuðust fimm ungmenni í . i-ilveltu á Garðsvegi á milli Keflavík- ur og Garðs laust upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Tvö ung- mennanna slösuðust alvarlega og voru flutt á slysadeild Borgarspítal- ans en hin voru flutt á sjúkrahúsið í Keflavík. Þtjú börn voru í bifreið konunnar sem lenti í árekstrinum á Suður- landsvegi en rannsókn á slysadeild leiddi í ljós að þau höfðu ekki meiðst alvarlega og fengu þau að fara heim að lokinni læknisskoðun. Voru þrír sjúkrabílar sendir á slysstaðinn og auk þess var þyrla Landhelgisgæsl- unnar kölluð út en henni var snúið til baka áður en hún komst á staðinn. Utreikningar Póst- og símamálastofnunar Símakostnaðurimi lækkaði um rúman helming á tíu árum SÍMAKOSTNAÐUR hefur lækkað um 56% að raungildi frá því í nóv- embermánuði árið 1981 til meðaltals ársins 1992 ef miðað er við sam- setningu stofngjalds, afnotagjalds og nokkurra 3 mínútna símtala á mismunandi tímum sólarhringsins. A sama hátt lækkaði 3 mínútna staðarsímtal um 41% og langlínusamtal um 85%. Símtöl til Danmerkur lækkuðu um 43% á tíu ára tímabili, frá 1982-1992, og símtöl til Banda- ríkjanna um 77%. Gústav Amar, yfirverkfræðingúr Pósts- og símamálastofnunar, sagði að símakostnaður innanlands, reikn- aður sem samsetning af stofngjaldi fyrir síma, afnotagjaldi og ákveðn- um fjölda 3 mínútna símtala á mis- munandi tímum sólarhringsi) s og 'yfir mismunandi vegalengdir, hefði hækkað um 479% frá því í nóvem- ber 1981 til meðaltals ársins 1992 en vísitala framfærslukostnaðar hefði hækkað um 1090% á sama tíma. Þannig hefði símakostnaður lækkað um u.þ.b. 56% að raungildi. Símtöl til útlanda Að sama skapi sagði Gústav að alþjóðleg gjöld hefðu lækkað og því Landsbanki umsvifamikill atvinnurekandi á Akureyri væri símakostnaður vegna símtala til útlanda lægri en hann hefði ver- ið. Ýmsar tölur mætti nefna í því sambandi og væri kostnaðurinn af símtölum til Danmerkur aðeins 57% af kostnaðinum fyrir 10 árum síðan. Aðeins kostaði svo 23% af því sem kostað hefði að hringa til Bandaríkj- anna fyrir 10 árum að hringja þang- að nú. Áframhaldandi lækkun Gústav sagði að samverkandi þættir yllu lækkuðum símakostnaði. Mætti þar nefna að fullkomnari tæknibúnaður hefði þau áhrif að við- haldskostnaður væri minni og færri símtöl væru handvirk. Svo hefði tækjakostnaður hvorki hækkað né lækkað og sífellt meiri notkun hefði þau áhrif að kostnaður við hvert símtal yrði minni. Inntur eftir þróuninni sagðist Gústav ekki telja að símtöl myndu lækka jafn mikið næstu 10 árin og síðustu 10 ár og kæmi þar ýmislegt til, s.s. krafa um sífellt fjölbreyttari þjónustu og gæði. Engu að síður áliti hann að enn ætti eftir að verða einhver lækkun. ÞESSA dagana er verið að koma fyrir vél í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi sem í sumar á að gera tilraunir með að keyra á vetni, en um er að ræða samvinnuverk- efni Háskóla íslands og tveggja Max-Planck stofnana í Þýska- landi. Að sögn Braga Árnasonar prófessors felst íslenski hluti til- raunarinnar í því að laga vélina til þannig að keyra megi hana _ með vetni og einnig að mæla hit- ann á afgasinu sem myndast. Vetnið er geymt í ákveðinni málmtegund og munu þýsku vís- indamennirnir rannsaka hvort nýta megi hitann á afgasinu til að ná vetninu úr málminum. T.ANDSBANKI íslands er beint og óbeint orðinn umsvifamikill atvinnurekandi á Akureyri. Rekstrarfélag hans á 42,5% í Strýtu hf., sem stofnað var eftir gjaldþrot K. Jónssonar, hann átti og rak Alafoss um sex mánaða skeið, þar til Folda hf. var stofnuð, hann á 67% i Lindu hf. eftir gjaldþrot fyrirtækisins, hann átti Prentverk Odds Björnssonar, eftir gjaldþrot fyrir- tækisins, en hefur nú selt fyrirtækið til AKO og Ioks er nýstofnað Rekstrarfélag Islensks skinnaiðnaðar í eigu Hamla, eignarhaldsfyrirtækis Landsbankans. Folda hf. tapaði eins og kunnugt er rúmum 50 milljónum króna á liðnu ári og að sögn Bald- ■Hflis Valdemarssonar, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, hafa eigendur fyrirtækisins nú ákveðið að auka hlutafé þegar í stað um 16 milljónir króna, ög síðar á árinu jafnvel um 14 milljónir til viðbótar, þannig að hlutafé þess verði 100 milljónir króna. ÍSI skuldar Landsbankanum 504 millj. kr Skuldir gjaldþrotabús íslensks skinnaiðnaðar eru samtals yfir 900 milljónir króna og þar af á Landsbankinn veðkröfur upp á 504 milljónir króna. Bankinn hyggst reka rekstrarfélagið þar til hann hefur fengið greitt upp í afurðalán sín til fyrirtækisins sem nema um 368 milljónum króna._ Önnur veð eru í vélum, tækjum og hús- næði Islensks skinnaiðnaðar. Sjá „Akureyri í djúpum dal“ bls. 10-12. Ekki kvað Gústav þó endilega víst að lækkunin yrði jöfn til allra og benti í því sambandi á að í löndum með samkeppni á þessu sviði, t.d. í Bretlandi, hefði meiri lækkun orðið á kostnaði stórra fyrirtækja en kostnaði einstaklinga. Ástæðan væri samkeppni um stóra notendur og því væri tilhneigingin sú að hlutfalls- lega meiri kostnaður lenti á einstakl- ingum en áður hefði verið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.