Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993
6 FRETTIR/IIMIMLEIMT
Magnús Ver Magnússon vann öflugustu kraftakeppni ársins í vikunni
Tryggði sér krafta-
sigur á Látrabjargi
MAGNÚS Ver Magnússon vann öflugustu kraftakepni ársins í
vikunni, sem fram fór víðs vegar á Vestfjörðum og endaði á
Látrabjargi. Eftir sigurinn hélt hann til keppni í Finnlandi, þar
sem hann keppir á alþjóðlegu kraftamóti. Andrés Guðmundsson
varð annar eftir góðan endasprett. Hann vann flestar greinar á
mótinu, þrjár af átta, skaust framúr Guðna Siguijónssyni að stig-
um í lokagreininni.
„Mér gekk misjafnlega í mót-
inu, en til að vinna svona mót
þarf að vera jafn í mörgum grein-
um, í stað þess að skara framúr
í nokkrum. Þátttakan í mótinu
er liður í undirbúningi mínum
fyrir aflraunamótið Sterkasti
maður heims í ágúst, en ég þarf
að laga nokkur atriði fyrir það
mót,“ sagði Magnús í samtali við
Morgunblaðið. „Erfíðasta greinin
í þessu móti fannst mér rétt-
stöðulyftan um borð í ferjunni
Baldri, sem sigldi á fullri ferð á
meðan við lyftum."
Magnús vann tvær greinar á
mótinu, axlalyftu og bónda-
göngu, en Andrés, sem byijaði
keppnina illa, vann þrjár greinar.
Hann fór hamförum seinasta
daginn og vann tvær greinar af
þremur, trukkadrátt og kapp-
hlaup með 130 kg stein. Guðni
vann í réttstöðulyftu, en Hjalti
Úrsus var sprækastur í staurak-
asti og tryggði sér annað til
fjórða sætið. Magnús hlaut 54
stig, Andrés 47, Guðni 45 og
Hjalti 44.
Magnús Ver keppir í dag á
stórmóti í Finnlandi, en hann
náði öðru sæti í fyrra á sama
móti. „Mér gekk mjög vel í keppni
í fyrra, vann flest mót sem ég
tók þátt í og keppi mikið erlendis
í sumar. Ég fer m.a. á Hálanda-
leika í Skotlandi auk fleiri afl-
raunamóta á Bretlandseyjum,"
sagði Magnús. „Mótið í Finnlandi
verður erfitt, en þar verður keppt
í sex greinum. Finninn Riku
Kuri verður örugglega mjög erf-
iður við að eiga. I raun er slæmt
að vera búinn að taka það fín-
asta úr kroppnum á Vestfjarða-
mótinu rétt fyrir þessa keppni.
Ég verð samt að taka duglega á
því,“ sagði Magnús.
Verksamningnr undirritaður
INGIMUNDUR Sigurpálsson bæjarsljóri og Páll Siguijónsson, for-
stjóri Istaks hf., undirrita verksamning um byggingu Hofsstaðaskóla.
Nýr grunnskóli, Hofsstaðaskóli, í Garðabæ
Samið við ístak
um bygginguna
UNDIRRITAÐUR hefur verið verksamningur milli Garðabæjar og
ístaks hf. um byggingu nýs grunnskóla, Hofsstaðaskóla, í Garðabæ.
Samið var um 237,6 milljónir króna en áætlaður heildarkostnaður er
350 milljónir. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 13 kennslustofum en 19
í fullbyggðum skóla og á ístak hf. að skila skólanum fullbúnum að
utan ásamt níu fullbúnum skólastofum 1. ágúst 1944 og fjórum skóla-
stofum ári síðar. Nemendur verða um 300 og skólinn verður starfrækt-
ur sem heilsdagsskóli, þ.e. boðið verður upp á gæslu og félagsstarf
að loknum hefðbundnum skólatíma.
Gert er ráð fyrir tveimur bekkjar-
deildum í hveijum árgangi sex til
ellefu ára nemenda. í fyrsta áfanga
er gert ráð fyrir sjö almennum
kennslustofum og að bekkjardeildir
verði 12 til 13. Verður skólinn því
tvísetinn í byijun. í öðrum áfanga
er gert ráð fyrir fjölgun almennra
kennslustofa um sex og verða þær
þá alls 13 og skólinn einsetinn.
Heilsdagsskóli
Skólinn verður heilsdagsskóli, þ.e.
boðið verður upp á gæslu eftir hefð-
bundinn skólatíma, og hafa bæjaiyf-
irvöld samþykkt lengingu á skóla-
degi yngstu nemendanna um eina
kennslustund á dag. Allan kostnað
vegna lengingarinnar greiðir Garða-
bær.
Gæsla verður í boði bæði fyrir og
eftir skólatima allt eftir þörfum og
óskum foreldra. I gæslu verður að-
staða fyrir nemendur til að borða
nesti að heiman. Gert er ráð fyrir
að heimanám verði skipulagt fyrir
þá sem verða allan daginn auk þess
sem boðið verður upp á föndur.
Umferðarmál
Skólahúsið er 3.944 fermetrar að
stærð á tveimur hæðum og er óráð-
stafað rými í kjallara en gert er ráð
fyrir möguleika á 720 fermetra
stækkun síðar. Hönnuðir eru teikni-
stofan Úti og inni, Baldur Ó. Svav-
arsson og Jón Þór arkitektar, verk-
fræðiþjónusta Guðmundar Óskars-
sonar sá um verkfræðilega hönnun
og Tómas Kaaber rafiðnfræðingur
hannaði raflagnir. Skólinn er við
nýtt skóla- og íþróttasvæði í Hofs-
staðamýri við Arnameslæk.
Ágreining-ur um viðhald á gamla Stýrimannaskólnum
Þóroddur Th. Sigurðsson
Vatnsveitu-
stjóri lætur
af störfum
ÞÓRODDUR Th. Sigurðsson,
vatnsveitustjóri Vatnsveitu
Reylqavíkur, lætur af störfum
1. nóvember nk. og hefur staðan
verið auglýst laus til umsóknar
frá þeim tíma.
Þóroddur hefur gegnt embætti
vatnveitustjóra frá 1. nóvember
1958 eða í 35 ár. Hann lætur af
störfum fyrir aldurs sakir en hann
verður 71 árs í október.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Víkingur vestfjarða
MAGNÚS Ver Magnússon með
forláta hjálm sem hann hlaut fyr-
ir sigur í kraftamóti á Vestfjörð-
um. A innfelldu myndinni má sjá
Andrés Guðmundsson fara ham-
förum seinasta daginn og burðast
með 130 kg stein.
Húsafriðunarnefnd
vill ekki tvöfalt gler
FRAMKVÆMDIR og viðhald við
gamla Stýrimannaskólann við
Oldugötu 23 hafa legið niðri siðan
í maí. Húsið er í umsjá mennta-
málaráðuneytisins og í vor var
það mat manna að ekki væri hægt
að fresta mikið lengur allra nauð-
synlegustu viðhaldsframkvæmd-
um. Húsafriðunarnefnd ríkisins
telur framkvæmdir ráðuneytisins
bijóta þá friðhelgi sem ytra útlit
húsins njóti.
Gamli Stýrimannaskólinn við
Öldugötu 23, var reistur árið 1898.
Stýrimannaskólinn starfaði þar fram
til ársins 1945. Þá var Gagnfræða-
skóli Vesturbæjar þar starfandi fram
til ársins 1958. Síðar var þarna
grunnskóli, Vesturbæjarskólinn.
Vesturbæjarskóli fluttist í ný húsa-
kynni 1988.
Það hefur lengi verið ljóst að
gamli Stýrimannaskólinn þarfnaðist
viðgerðar. Ymsir hafa varað við því
að þessi sögufræga og merkilega
bygging væri látin „grotna niður“.
Síðan 1988 hefur húsið verið í um-
sjá menntamálaráðuneytis. í vor
gekkst ráðuneytið fyrir því að við-
haldsframkvæmdir voru hafnar. Þá
voru settir upp vinnupallar en síðan
varð ekkert úr framkvæmdum. Pall-
ar hafa staðið uppi en vinna legið
niðri.
Nauðsynlegasta viðhald
í samtali við Morgunblaðið sagði
Hákon Torfason deildarstjóri bygg-
ingardeildar menntamálaráðuneytis
að ráðuneytið hefði ekki haft úr
miklum íjármunum að spila til að
gera við þetta hús, um 3 milljónir
króna, því hefði verið fyrirhugað að
vinna nauðsynlegustu viðhaldsverk
á útveggjum hússins, m.a. hefði ver-
ið ráðgert að setja tvöfalt gler í
glugga og einnig hefði verið ætlunin
að skipta um jám og einangra húsið
að utan, þ.e. ytra byrði.
Hákon sagði að eftir að vinnupall-
ar hefðu verið settir upp í maímán-
uði hefðu borist tilmæli frá Húsafrið-
unarnefnd ríkisins um að þetta mál
yrði athugað betur. Að óbreyttu
gæti nefndin ekki fallist á þessar
Morgunblaðið/Þorkell
Gamli Stýrimannaskólinn
PALLAR standa uppi, en vinna liggur niðri meðan framhaldið er rætt.
framkvæmdir. Húsafriðunarnefnd
teldi þær breyta ytra útlit hússins,
einnig væri nefndin því mótfallin að
setja tvöfalt gler í gluggana. Hákon
sagði málið nú vera í biðstöðu. Menn
hlytu að koma saman og reyna að
ná samkomulagi.
Skylt að veija friðhelgi
Guðmundur L. Hafsteinsson fram-
kvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar
ríkisins taldi ekki tímabært að segja
mikið um þetta mál á þessu stigi.
Unnið væri að þessu máli í samvinnu
við menntamálaráðuneyti. Hann
benti á að ytra útlit Gamla Stýri-
mannaskólans hefði verið friðað síð-
an 1991. En Guðmundur staðfesti
að Húsafriðunarnefnd hefði gert at-
hugasemdir við framkvæmdir
menntamálaráðuneytis. Meðal þess
sem Húsafriðunarnefnd vildi, væri
að þess væri gætt að gluggar húss-.
ins yrðu óbreyttir, þ.e. með einföldu
gleri. Guðmundur sagði að hægt
væri að setja svokölluð „innri fög“ í
gluggana; önnur gluggagrind innan
á karminn. E.t.v. mætti lýsa þessu
sem tvöföldum glugga þar sem innri
glugginn opnaðist inn.
Guðmundur sagði það einnig rétt
að Húsafriðunarnefnd gæti ekki fall-
ist á þá framkvæmd að setja lista-
grind utan á húsið svo hægt-væri
að koma þar fyrir einangrun. Slíkt
breytti útliti hússins. Veggirnir yrðu
þykkari. Gluggarnir sætu innar í
veggnum og þakskeggið myndi virka
styttra en áður. Húsafriðunarnefnd
hefði tjáð byggingardeildinni að hún
gæti ekki fallist á þessar fram-
kvæmdir og vildi að húsið yrði að
utan í upphaflegu formi.
Guðmundur sagði að kanna yrði
aðrar leiðir til að einangra húsið.
Hvort ekki væri hægt að einangra í
húsgrindinni sjálfri. Athuga yrði
hvað væri eftir af eldri einangrun
og hann lét þess getið að í nokkrum
eldri húsum hefðu menn reynt að
blása steinull inn í grindina. Einnig
yrði athuga hve vel einangrunar-
pappinn virkaði til að þétta húsið.
4 milljónir til viðbótar
í fyrradag var tilkynnt um sérstök
franilög ríkissjóðs 1993 til atvinnu-
skapandi aðgerða. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins verður 4 millj-
ónum króna til viðbótar varið til við-
halds á gamla Stýrimannaskólanum.