Morgunblaðið - 18.07.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993
11
Sú endurskipulagning stóð í liðlega
eitt ár, eða til ársloka 1988. 1989 er
í framhaldi þessa ákveðið að skilja
að rekstur fyrirtækisins, þannig að
sérstakt fyrirtæki yax stofnað um
gosdrykkja- og vatnsframleiðsluna,
Islenskt bergvatn hf. Það var gert
til þess að nýta vélakost verksmiðj-
unnar og þá fjárfestingu sem þar lá
að baki. Smjörlíki hf. á helming í
fyrirtækinu á móti Gunnari Helga-
syni og fleirum í Kanada.
Björgunaraðgerð
Davíð hikar ekki við að fullyrða
að stofnun vatnsútflutningsfyrirtæk-
isins hafi verið björgunaraðgerð, sem
hafi gengið upp að öllu öðru leyti
en því að markaðsmálin vestanhafs
hafi með öllu brugðist. í þeim efnum
segir Davíð að Gunnar, samstarfsað-
ili Smjörlíkis beri einn alla ábyrgð.
„Þegar við sömdum við Gunnar, þann
13. mars 1990, þá seldum við sál
okkar, hvað aldrei skyldi verið hafa.
Þá fékk samstarfsaðili okkar og
meðeigandi einkarétt á allri söiu og
dreifíngu frá íslensku bergvatni um
allan heim, nema á Bretlandi og ís-
landi.“
Það er alkunna að allt sem heitir
markaðssetning á framleiðslu Is-
lensks bergvatns í Bandaríkjunum
og Kanada hefur forklúðrast, svo
ekki sé meira sagt. Gunnar setti
meðeigendum sínum hér á íslandi
það skilyrði, að átöppunarverksmiðj-
an væri stækkuð og framleiðslan
aukin, og þá fyrst myndi hann hefja
söluna. Segja má að afdrifarík mi-
stök hafi átt sér stað, þegar ákveðið
var að uppfylla skilyrði Gunnars um
stækkun, síðla árs 1990.
Óhemju stórir og miklir draumar
voru bundnir vatnsútflutningnum og
tekjumöguleikum af honum. í dag
eru margir þeirrar skoðunar að vænt-
ingarnar hafí verið fullkomlega
óraunhæfar.
Eigendur íslensks bergvatns, þ.e.
Smjörlíki og Gunnar Helgason, réð-
ust í kjölfar þessa í enn frekari fjár-
festingu, keyptar voru vélar fyrir á
annað hundrað milljónir króna og
ráðist í fjárfrekar breytingar til þess
að koma þeim fyrir og þar af leið-
andi var skuldsetning fyrirtækisins
aukin sem þeim útgjöldum nam.
Davíð segir að Smjörlíki hf. hafí lagt
í Islenskt bergvatn yfir 400 milljónir
króna, frá því fyrirtækið var stofnað.
Mistökin endurtekin
Davíð hnýtur því tvisvar sinnum
um sama þröskuldinn, og er hann í
formi dósaverksmiðjunnar í bæði
skiptin, þ.e. upphaflega eru það mi-
stök að ákveða að reisa slíka verk-
smiðju hér með ekki meira aðlaðandi
framleiðslu að vopni en Sólkóla og
enn meiri mistök að ákveða svo að
stækka hana til þess að hefja vatns-
útflutning í stórum stíl, án þess að
markaðir hafí verið tryggðir fyrir
vöruna. Síðari ákvörðunina tekur
Davíð auðvitað í þeirri trú að meðeig-
andi Smjörlíkis að Islensku bergvatni
muni tryggja markaðsmál vatnsút-
flutningsins vestan hafs.
Til sanns vegar má færa að í
vatnsvandamálum Smjörlíkis krist-
allist vandi okkar íslendinga að því
er varðar uppbyggingu útflutnings-
atvinnugreina, sem einatt hefur gert
það að verkum að minna hefur orðið
úr vexti útflutningsgreina en að var
stefnt í upphafí. Einblínt er um of á
framleiðsluaukningu, með það fyrir
augum að aukin framleiðsla þýði
auknar tekjur. Grundvallaratriði til
að svo megi verða, eru tryggir mark-
aðir fyrir framleiðsluna og gott verð.
Eftirspurn getur fullkomlega stjórn-
að framboði, það er markaðslögmál,
en ekki er þar með sagt að framboð
stjórni eftirspurn. Um það bera millj-
ónir fullra vatnsdósa í hillum í
Bandaríkjunum og Kanada glöggt
vitni.
Markaðir verða ekki til af sjálfu
sér og enn síður eftirspurn eftir nýj-
um vörutegundum. Markaði þarf að
finna og vinna. Til að skapa eftir-
spurn, þarf að sjálfsögðu að vinna
gríðarlega mikla markaðssetningar-
vinnu, leggja mikla fjármuni í kynn-
ingar- og auglýsingastarf og þá
hugsanlega, hefur eftirspurn verið
tryggð. Eftirspurn sem þó þarf alltaf
að halda vakandi, með því að minna
á vöruna. Markaðssetning er því
ekki kynningarátak, sem einungis
verður unnið um skamma hríð og
hefur þar með verið tryggð til fram-
búðar. Hún et stöðug vinna og stöð-
ug útgjöld. Öðru vfsi næst ekki var-
anlegur árangur.
Davíð segir að vissulega geti menn
álasað sér fyrir að hafa haft tröllatrú
á inarkaðssetningaráformum Gunn-
ars Helgasonar, en í einlægni sagt,
þá hafi ekki verið neitt tilefni til
þess að efast um hæfni mannsins
og ásetning, enda hafi hann lagt
stórfé í íslenskt bergvatn, eða sam-
tals um fimm milljónir dollara, sem
eru að núvirði nálægt 360 milljónum
króna.
Verður meðeigandanum
stefnt?
„Við höfum tvo kosti í dag, að því
er varðar samning okkar við meðeig-
andann að íslensku bergvatni. Við
Davíd Scheving
Thorsteinsson,
stjórnar f jórhags-
legri endurskipu-
lagningu fyrirtæk-
isins næstu món-
udi, til þess að upp-
fylla skilyrói lánar-
drottna
Smjörlíki hf. hefur
þegar afskrifaó
50% hlut sinn í Ís-
lensku bergvatni
hf. eða rúmar 400
milljónir króna
getum stefnt Gunnari fyrir „none
performance“ (vanefndir vegna að-
gerðaleysis - innskot blm.) en slíkur
málarekstur tekur mjög langan tíma.
Eða við getum krafíst þess að Gunn-
ar kaupi okkur út úr fyrirtækinu.
Ég á alveg eins von á þvi að síðari
kosturinn verði fyrir valinu, hvort
sem það verður Gunnar eða einhver
annar sem kaupir, en þó er stefna
vissulega enn inni í myndinni. Ef við
stefnum honum, verðum við að sækja
málið á Barbados, því gróðinn sem
átti að verða af dreifíngarfyrirtækinu
vestanhafs, var hugsaður svo rosa-
legur, að fyrirtækið var skráð í
skattaparadísinni Barbados, í Karab-
íska hafinu, undir firmanafninu Ice-
landia Water Corporation," segir
Davíð.
Verði niðurstaðan sú að Gunnar
Helgason kaupi Smjörliki hf. út úr
íslensku bergvatni, segir Davíð það
koma sér mjög vel fyrir Smjörlíki,
því fyrirtækið sé staðsett á íslandi,
og þannig gæti Smjörlíki farið að
þéna á húsaleigu og aðstöðu. „Það
myndi kosta á milli 100 og 200 millj-
ónir króna að flytja verksmiðjuna,
þannig að slíkt yrði ekki gert nema
á mjög löngum tíma,“ segir Davíð.
Davíð hefur ennþá tröllatrú á
framtíð útflutningsframleiðslu ís-
lensks bergvatns. „Ég er búinn að
sanna að þetta getur gengið og geng-
ið vel, með útflutningnum til Bret-
lands. Þar vex útflutningurinn um
30 til 40% á ári og hvaða önnur út-
flutningsvara okkar íslendinga getur
státað af slíkum vexti á milli ára?“
spyr Davíð.
Hann segist sannfærður um að
íslenskt bergvatn hefði getað selt
framleiðslu sína á góðu verði í
Bandaríkjunum, eins og ekkert væri,
ef fyrirtækið væri ekki bundið af
einkaleyfi samstarfsaðilans á dreif-
ingu og sölu.
Teikist hafa samningar við breska
fyrirtækið Seltzer, í þá veru að þeir
taki að sér rekstur á Islensku berg-
vatni tímabundið. Davíð segir það
mikið happ fyrir Smjörlíki hf. að
Bretarnir hyggist reka seltzerfram-
leiðslu Islensks bergvatns undir eigin
nafni og ætla að leigja húsnæðið af
Smjörlíki og vélakostinn af íslensku
bergvatni.
Hörð gagnrýni
Smjörlíki hf. er eins og áður segir
að uppistöðu til í eigu fárra fjöl-
skyldna. Úr þeirra hópi heyrast þau
sjónarmið að eigendur séu sárir yfír
því hvernig komið er fyrir fyrirtæk-
inu. Þar til fyrir átta árum eða svo,
hafi eigendumir verið sannfærðir um
að Smjörlíki hf. væri svo öflugt og
sterkt fýrirtæki, að bókstaflega væri
ekki hægt að setja það á hausinn.
Ákveðnir eigendur virðast nú iðrast
þess að hafa ekki verið ákveðnari í
andstöðu sinni, við gosdrykkja- og
vatnsævintýrið, sem snerist upp í
martröð. „Það er nú einu sinni svo,
að Davíð hefur slíka töfra og sann-
færingarkraft, að enginn fær staðist
hann,“ voru orð eins úr hópi eig-
enda. Hann bætir við, að í þessum
efnum sem öðrum, sé svo ósköp auð-
velt að vera vitur eftir á.
Davíð var spurður hvort hann
hefði ekki orðið fyrir harðri gagnrýni
meðeigenda sinna, vegna þeirra fjár-
muna sem tapast hefðu við þær
ákvarðanir, sem nú líta út fyrir að
hafa verið rangar ákvarðanir: „Auð-
vitað, það segir sig sjálft. Þó held
ég að gagnrýni sú sem ég hef hlotið
og hlýt, sé engin í samanburði við
þá gagnrýni sem ég hlýt frá sjálfum
mér. Það er ekkert sem aðrir geta
sagt við mig, sem ég hef ekki mar-
goft sagt við mig sjálfur,“ segir
Davíð.
En það væri ólíkt Davíð Scheving
Thorsteinssyni að gefast upp og
leggja árar í bát, enda eru viðmæl-
endur sammála um að takist Davíð
ekki að ganga frá fjárlíagslegri end-
urskipulagningu Smjörlíkis og end-
urfjármögnun, á þann veg að lánar-
drottnar geti við unað, þá geti það
^kki nokkur maður.
Þegar Davíð er spurður hvað hann
sjái gerast í rekstri fyrirtækisins
næstu mánuði og misseri, svarar
hann: „Framundan er mikið og erfítt
verk, það er alveg ljóst. Fara mun
fram fjárhagsleg endurskipulagning
á Smjörlíki hf. þar sem aflað verður
nýs hlutafjár, upp á um 100 milljón-
ir króna. Við afskrifum íslenskt
bergvatn sem dótturfyrirtæki og í
framtíðinni verður það ekkert annað
en leigjandi hér, sem við þénum von-
andi eitthvað á, upp í þær 400 millj-
ónir sem við höfum þegar afskrifað.
Það munu koma nýir hluthafar inn
í fyrirtækið, sem er af hinu góða,
en frómt frá sagt er það hlutur sem
hefði þurft að gerast fyrir svona 20
árum. Svo þurfum við að semja um
skuldbreytingar við lánardrottna,
afskriftir skulda og þess háttar, sem
ég vona að gangi að óskum. Framtíð-
arstarfsemi Smjörlíkis hf. verður
öflug, því lofa ég. Auðvitað vona ég
að Smjörlíki hf. verði áfram vinsæl-
asta fyrirtækið á íslandi eins og það
hefur verið í tvígang. Við verðum
áfram öflugt og þarft fyrirtæki, sem
sparar landsmönnum gjaldeyri með
framleiðslu í samkeppni við innflutt-
ar vörur og höldum ótrauð áfram
útflutningi á Svala, sem við höfum
flutt út með mjög góðum árangri frá
árinu 1986.“
Framtíðin ræðst á næstu
mánuðum
Stjórn Smjörlíkis hf. kom saman
til fundar síðastliðinn föstudag, þar
sem samþykkt var að stofna sérstakt
félag um rekstur Smjörlíkis hf. tíma-
bundið. Félagið verður eign Smjörlik-
is og allur afrakstur af því, á meðan
á þessu stendur, gengur þar með til
Smjörlíkis og er að því leyti innlegg
í að samningar takist um fjárhags-
lega endurskipulagningu og endurfj-
ármögnun.
Samkomulagið við lánastofnanir
felur í sér þau skilyrði af hálfu lána-
stofnana að aðrir og minni lánar-
drottnar fyrirtækisins séu reiðubúnir
að semja um samskonar skuldbreyt-
ingar og afskriftir og þeir stóru, að
samningar takist á milli Smjörlíkis
hf. og breska fyrirtækisins Seltzer
um leigu á húsnæði Smjörlíkis og á
vélum Islensks bergvatns og að það
markmið að ná inn nýju hlutafé upp
á 80 til 100 milljónir króna náist.
Náist þau markmið sem að er
stefnt, mun skuldabyrði Smjörlíkis
léttast verulega, eða samtals um 400
milljónir króna, sem er nálægt því
að vera sama upphæð og fyrirtækið
hefur tapað á íslensku bergvatni hf.
Munu skuldir að aflokinni fjárhags-
legri endurskipulagningu því verða
um 650 milljónir króna.
Einhveijir mánuðir munu vænt-
anlega líða, áður en fyrir liggur hvort
þessi markmið nást, en línur verða
þó Ijósar um hver og hvers konar
framtíð bíður fyrirtækisins, áður en
þetta ár er liðið. Það verður þá í
verkahring nýrrar stjórnar fyrirtæk-
isins, með tilkomu nýrra hluthafa að
taka ákvarðanir þar að lútandi.
Náist ekki að uppfylla skilyrði lán-
ardrottnanna um fjárhagslega 'end-
urskipulagningu fyrirtækisins og
endurfjármögnun, þá kemur sam-
komulag það sem gert hefur verið
að öðru leyti ekki til framkvæmda,
og við blasir það eitt að lánastofnan-
irnar taki yfir rekstur fyrirtækisins
og eigur.
Þó verður í lengstu lög reynt að
forðast þá niðurstöðu, þar sem lán-
ardrottnar meta stöðuna á þann veg,
að við slíkt myndu lánastofnanir tapa
mun meiri fjánnunum en þær gera
með samningum sem þeim sem hér
var lýst. Grunnurinn að slíku mati
er sá, að hér er um afar viðkvæman
rekstur að ræða, og hvers konar
truflanir eða stöðvun hans, myndu
skaða viðskiptavild fyrirtækisins,
sem er jú sá þáttur sem mestu máli
skiptir, til þess að halda verðmæti
Smjörlíkis hf. í hámarki.