Morgunblaðið - 18.07.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993
19
ímyndarumræðunni hættir til að
vera þvælukennd og byggjast oft á
því að hægt sé að „kaupa“ klæðske-
rasaumaða ímynd og festa hana.
Hér eru hvorki peningar né sam-
staða til að koma einhverri tilbúinni
ímynd á framfæri erlendis. íslandi
er best borgið sem jafningja í fjöl-
skyldu vestrænna þjóða. Smæðin
getur verið jákvæð engu síður en
neikvæð. Við þolum samanburð. Við
getum verið óhrædd við að segja frá
hlutunum eins og þeir eru. Við þurf-
um ekki eilíft að tjalda sparitjöld-
um.“
- Fáfræðin er þó fyrir hendi?
„Vissulega, og til þess að vinna
bug á henni þarf vinnu, vinnu og
meiri vinnu.“
- Þetta minnir helst á trúboð?
„Já. Það má kannski segja að ég
hafi búið mér til mína eigin „trú-
boðsstöð“ hér,“ svarar Haraidur og
hlær.
Síður samdauna umræðunni
Fréttir frá íslandi fyrir útlendinga
hljóta að vera frábrugðnar þeim
fréttum sem þykja merkastar hér á
landi. Enda nær stór hluti íslensks
dægurþras ekki inn á síður Iceland
Review og News From Iceland.
Starfsmenn Iceland Review reyna
því að horfa með augum aðkomu-
mannsins á íslenskt samfélag.
- Verður maður ekki gagnrýnni
fyrir vikið?
„Eg geri ráð fyrir því. Maður
„En ég varð aldrei
™ prestur, sem er
kannski eins gott.
Þess í stað ofur-
seldi ég mig blaða-
mennskunni, er
raunar ofurseldur
henni enn.“
„IMokkrir erlendir
™ útgefendur hafa
komið að máli við
mig og kynnt sér
útgáfuna, sumir
hafa viljað fá mig í
samstarf. Það hefur
ekki komið til þess,
fyrst og fremst
vegna þess að ég
hef ekki haft tíma til
þess. Nú er hins
vegar í bígerð að ég
gangi til samstarfs
við aðila í einu ná-
grannalanda okkar,
þar sem aðallega
yrði byggt á reynslu
okkar hér.“
ið..Þetta þekkja stórþjóðimar ekki.“
Ætlaði að verða prestur
Haraldur er ekki innfæddur
Reykvíkingur frekar en svo margir
aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins.
Hann er ættaður af Vestfjörðum og
alinn upp á ísafirði. „Ég spyr fólk
enn hvaðan það sé. Þetta er vani
frá því að ég var í Menntaskólanum
á Akureyri, þar vom menn oft
kenndir við sína heimabyggð enda
fjöldi aðkomumanna í skólanum.
Það sama var uppi á teningnum
þegar ég kom til Reykjavíkur eftir
stúdentspróf, meirihluti borgarbúa
virtist í þá daga vera aðfluttur."
Kominn til Reykjavíkur gerðist
Haraldur blaðamaður á Morgun-
blaðinu. „Það sem gerði blaða-
mennskuna að mörgu leyti auðveld-
ari en ella var það að í uppvextinum
kynntist ég öllum meginþáttum at-
vinnulífsins, rétt eins og hinir strák-
arnir. Ég fór á togara, á síld, í vega-
vinnu, í fiskvinnu, símavinnu, bygg-
ingarvinnu og svo höfðum við smá-
búskap heima. Það kom mér til
góða þegar ég hóf störf á blaðinu.
Ég á margar mínar ánægjuleg-
ustu minningar úr starfi frá þessum
árum á Morgunblaðinu: Þar eignað-
ist ég líka félaga og vini, sem hafa
orðið mér hvað bestir. Annars ætl-
aði ég að verða prestur og gerði
virðingarverða tilraun til að festa
mig í guðfræðildeild.
En ég' varð aldrei prestur, sem
Gestsaugu Morgunb.aaia/Þorke..
STARFSMENN Iceland Review eru 25 talsins og þeirra hlutverk er að horfa með augum aðkomumanns-
ins á það sem gerist á Islandi. Þegar myndin er tekin voru 10 starfsmenn í sumarfríi og hluti af hópn-
um sumarmenn.
verður ekki eins auðveldlega sam-
dauna umræðu dagsins. Og við höf-
um lagt megináherslu á að enskan
í útgáfum okkar sé hnökralaus:
Þessvegna er á ritstjóm okkar jafn-
an fólk sem hefur ensku að móður-
máli, en skilur íslensku vel. Þetta
fólk skrifar endanlega allt frétta-
efni, þýðir og endurgerir greinar og
annan texta sem frá okkur fer á
prenti.“
- Er ekki stundum freistandi að
þegja yfir hlutum sem gætu skaðað
ímynd þjóðarinnar?
„Jú, því ber ekki að neita. Við
verðum stundum að sigla milli skers
og bám, eins og reyndar allir í út-
gáfustarfi."
Hinn dæmigerði áskrifandi
Iceland Review og News From
Iceland berast lesendum í 90 til 100
löndum en upplag hvors um sig
hefur farið uppundir 20.000 eintök.
„Við erum mjög ánægð með okkar
stóra og dreifða áskrifendahóp. Þeir
sem standa í kynningarstarfí geta
sjaldan státað af því að viðtakendur
greiði fyrir efnið. Fólk kaupir ekki
áskrift að skrumi og áróðri heldur
lifandi efni sem því fellur í geð. Og
okkar fólk endurnýjar áskriftir sínar
ár eftir ár.“
- Hvað veist þú um hinn dæmi-
gerða lesanda blaðanna?
„Ekki nógu mikið. Við teljum
okkur þó geta skipt lesendum upp
í svona fjóra hópa; útlendinga sem
hafa töluverð samskipti við íslenska
viðskiptafélaga, íslendinga sem
hafa flust héðan, erlenda ferðamenn
sem hafa hrifist af landinu og svo
þá sem hafa fengið áskriftina að
gjöf frá íslenskum vinum sínum.
Lengst af hafa hlutfallslega flestir
lesendur verið í Norður-Ameríku,
sér í lagi Bandaríkjunum."
Fjölgun ferðamanna og kynning
á íslandi á erlendri grund hugnast
ekki öllum. „Ég kannast við það
sjónarmið," segir Haraldur. „Það er
áberandi að þeir sem ekki vilja sjá
ferðamenn á íslandi vilja engu að
síður njóta alls þess sem útlönd
hafa upp á að bjóða. Þetta viðhorf
gengur ekki upp. Við getum ekki
verið hluti af heiminum þegar það
hentar okkur og lokað að okkur
þess á milli. Samskipti hljóta alltaf
vera í báðar áttir. Auðvitað eigum
við að sjá til þess að ekki sé gengið
óvarlega um náttúruna, en þar eru
sökudólgarnir ekkert síður íslend-
ingar en útlendingar. Ég tel að náin
samskipti við aðrar þjóðir hljóti að
vera grundvöllur eðlilegra framfara.
Við sem vinnum að því að kynna
landið erum að reyna að stækka
ísland, svo að það vaxi að þrótti á
sem flestum sviðum. Og við megum
ekki gleyma því að við erum öll
sendiherrar í samskiptum okkar við
útlendinga. Hvert og eitt okkar þarf
sífellt að miðla upplýsingum um
landið til útlendinga vegna þess hve
fólk veit lítið um okkur og er foiwit-
er kannski eins gott. Þess í stað
ofurseldi ég mig blaðamennskunni,
er raunar ofurseldur henni enn. Ég
á ekki enn neitt annað áhugamál,
heldur gleypa blaðamennskan og
útgáfustarfíð allar mínar vöku-
stundir."
■ Haraldur heillaðist upphaflega af
blaðamennsku þegar hann var polli
á ísafirði. Hann seldi héraðsfrétta-
blöðin og kom jafnan við í prent-
smiðjunni á leiðinni heim úr skólan-
um til að athuga hvort farið væri
að prenta. „Inni í prentsmiðjunni
var alltaf hlýtt og notalegt og svo
fannst mér lyktin af prentsvertunni
góð. Ég stóð og horfði á prentarana
setja og bijóta um síðurnar og það
fór að hvarfla að mér að gaman
væri að skrifa grein sem yrði síðan
sett og prentuð."
Haraldur ferðaðist mikið sem
blaðamaður á Morgunblaðinu, inn-
anlands og utan. Við það sköpuðust
tengsl við fólk erlendis sem aðstoð-
aði hann. „Þessu fólki ætlaði ég svo
að senda ýmis gögn um ísland þeg-
ar ég kæmi heim. Þegar til kom,
var ekkert efni til. Þetta varð til
þess að ég fór að velta því fyrir
mér hvort ég gæti gert eitthvað í
málinu sjálfur. Málið var nú ekki
flóknara en svo. Ekki höfðu allir
jafnmikla trú á því að hugmyndin
væri mikils virði. En nógu margir
samt. Núorðið taka menn þessari
útgáfu eins og sjálfsögðum hlut.
Eg geri það ekki, ég hef orðið að
beijast fyrir hveiju skrefí og þó að
það láti ef til vill undarlega í eyrum
og sé gamaldags, þá er þetta ennþá
sama hugsjónastarfið og í upphafí.
Ég stofnaði ekki til þessarar útgáfu
til þess að græða á henni en mér
hefur samt gengið ágætlega. Ég fæ
þó mest út úr því að skapa, sjá
nýja hluti verða til, skapa eitthvað
nýtt.“
Barnið vex
Nú þrj átíu árum síðar er ýmislegt
breytt. Síðustu tíu árin hefur útgáf-
an verið við Höfðabakkann í Reykja-
vík og 25 manns hafa nú atvinnu
af henni. Blöðunum hefur fjölgað,
starfssviðið breikkað. Haraldur læt-
ur sér nú nægja að skrifa aðfarar-
orð Iceland Review, stjómunarstörf-
in taka mestan tíma blaðamannsins.
Hann hefur líkt blaðinu við barn,
sem tæpast er komið á legg þrátt
fyrir árin þrjátíu. „Ég hef ekki enn
sleppt af því hendinni, ég veit ekki
hvaða framtíð því er búin.“
Sá fjöldi sem vinnur hjá Iceland
Review að útgáfu, kynningu og
upplýsingamiðlun hlýtur að teljast
töluverður ef tekið er mið af smæð
þjóðarinnar. Útgáfa Haralds er því
stærst íslenskra fyrirtækja á sviði
upplýsingaþjónustu handa útlend-
ingum og hefur jafnan unnið tals-
vert með aðilum innan ferðaþjón-
ustunnar, svo sem Flugleiðum og
Ferðamálaráði. „Mér finnst orðið
„landkynning", hræðileg klisja, líkt
og „ferðamannaiðnaður“,“ segir
Haraldur en hann kýs að tala um
„ferðaþjónustu“ og telur sig einfald-
lega vera í „útgáfustarfib. En sam-
starf mitt er ekki bundið við aðila
í ferðaþjónustu. Samskipti útgáf-
unnar við aðra þætti viðskiptalífins
eru náin, ekki síst útflytjendur. Við
erum í stöðugri samstarfí við ’Ut-
flutningsráð."
Haraldur hefur lagt sitt af mörk-
um til ferðamála gegnum tíðina.
Sjálfur ferðast hann töluvert, aðal-
lega starfs síns vegna. Hann játar
þó að hafa ekki komið til allra þeirra
staða innanlands sem blöð hans
hafa fjallað um. Til þess hefur ein-
faldlega ekki verið tími. „Þegar
dætur mínar voru yngri ferðuðumst
við mikið innanlands. En ég er þó
ekki þessi dæmigerði útilífsmaður,
ég hef ekið allan hringinn með tjald-
ið í skottinu, án þess að taka það
nokkurn tíma upp,“ segir hann og
glottir. „Þá hef ég heldur aldrei á
hestbak komið, þrátt fyrir að ég
hafi gefíð út fjölmargar bækur um
hesta.“
Blaðamennskan og útgáfan er í
raun dellan hans, hann hefur lengst
af verið á kafí í þessu tímafreka
áhugamáli. „Sennilega þurfa menn
að vera með mátulega mikið jarð-
samband og mátulega léttgeggjaðir
til að geta staðið í svona hugsjóna-
starfí," segir hann og brosir.
Eftir öll þessi ár ætti Haraldur
J. Hamar að fara nærri um það.
S. áyiísts
kr. 59.
Ioancun>
Einstakt tækifærí.
Við höfum fengið viðbótargistingu þann
5. ágúst á Las Perlas hótelinu í Cancun á
hreint ótrúlega hagstæðu verði.
10 herbergi á þessu frábæra verði.
Njóttu lífsins í ágúst í þessari heillandi
paradís í Karíbahafinu.
* Verð kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi 5. ágúst.
Flugvallarskattar: kr. 3.879.-
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600