Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 25

Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 25 RÓMARBRÉF SUNNUDAGSMORGUNN f BORGINNIEILÍFU SAMA er hvenær ferðalangurinn kemur til Rómar. Borgin hefur alltaf upp á eitthvað sérstakt að bjóða. Á sumrin setja ferða- menn sterklegan svip á borgina og ekki til bóta, en líka þá er hægt að finna tíma og staði til að njóta í næði með hinum inn- fæddu. Á laugardagskvöldum sést ekki í Spönsku tröppurnar fyrir fólki. Á sunnu- dagsmorgninum var þar varla sála. Þeir sem heimsækja Róm að sumri til ættu ekki að láta það bregðast að taka hvíldar- daginn reglulega snemma (og reyndar gild- ir það almennt um ferðalög á suðurslóð- um). í morgunsvalanum er yndislegt að hafa Spönsku tröppurnar og aðra fallega staði fyrir sig og örfáa innfædda morgun- hana. Ferðamennirnir eru jú í fríi og sofa út. Þegar tekur að vora taka Rómarbúar upp nýja lifnaðarhætti, lífið flyst út á göt- urnar. Á sumrin flykkjast þeir út úr borg- inni, hver sem betur getur, fara ýmist á ströndina eða upp í hæðirnar, fjöllin og skógana umhverfís borgina til að njóta náttúrunnar eða bara til að sleppa úr moll- unni. En aðrir eru klókir, halda sig í borg- inni og njóta rólegheitanna þar, ekki síst snemma sumars áður en ferðamanna- straumurinn byijar fyrir alvöru. Bæld og óbæld náttúra Um kl. níu er sólin komin hátt á loft. Það er hlýtt, en kannski leikur ferskur blær um stræti og sund. Handan Spænsku trapp- anna, gengið frá Piazza del popolo, Þjóðart- orginu eins og svo mörg torg heita á Italíu síðan í sameiningarbrimanum upp úr 1860, liggja Trevi-gosbrunnarnir í allri sinni skín- andi hvítu og nýuppgerðu dýrð. Hestarnir blása steingerðu frísi, sem drukknar í vatn- sniðnum. Við erum fá til að njóta þess. „Alltof hvítir,“ segir gamall ítali, sem hef- ur lagt leið sína til borgarinnar að beija brunnana augum. í hitteðfyrra voru vinnu- pallar og plankar teknir ofan eftir að hafa hulið þá í nokkur ár, meðan verið var að hreinsa svargráa skítinn af. Kvöldið sem brunnarnir voru opnaðir aftur var hátíð á torginu og í beinni sjón- varpsútsendingu var vatninu hleypt á. Við sama tækifæri var sýnt brot úr Ljúfa lífí Fellinis á stórum skjá. Anita Ekberg veður út í brunnana að nóttu til og fer í sturtu fyrir framan agndofa Marcello Mastro- ianni, þegar hann kemur með mjólkurskál handa kettlingsræfli, sem hún hefur fund- ið. Mastroianni hrífst af hve Ekberg er hrein og bein, náttúruleg og eðlileg, en í lok myndarinnar er hann búinn að missa sjónar á öllu slíku, sér ekki fegurð náttúr- unnar, þegar hann er endanlega sokkinn í hið ljúfa Rómarlíf. En það er nú hægt að njóta þess, án þess að láta það kaffæra sig. í stóra almenningsgarðinum Villa Borg- hese eru fáir aðrir á rölti en nokkrir morg- unskokkarar og þá er hægt að tylla sér á Siena-torg til að gefa sér tíma til að fínna gleðina yfir sunnudagsmorgni í Róm hrísl- ast um sig. Kýprusviðurinn stendur tein- réttur og dumbgrænn. Snyrtilegt en ögn mæðulegt par um fertugt gengur hægt og hugsi eftir magnólíuviðargöngunum i skugga laufgaðra tijánna. Konan rýfur þögnina: „Það er sátt sem Sgarbi segir. Náttúran er dauð.“ „Já, satt er það“ sam- sinnir maðurinn þunglega. Svo þegja þau áfram. Náttúran er að minnsta kosti ekki sérlega lifandi í þeim. Vittorio Sgarbi er ítalskur listfræðingur og tískufyrirbæri meðal hérlendra. Hann hefur skrifað bækur, skrifar reglulega í blöð, kemur fram í sjónvarpi og hefur tek- •ið að sér að leika hlutverk hins ögrandi vandræðabarns í ítalskri menningar- og þjóðfélagsumræðu. Það eru alltaf not fyrir flautaþyrla með froðusnakk. I sjónvarpi er hann ekki síst í uppáhaldi eftir að hann skvetti eitt sinn á andstæðing sinn úr vatns- glasi, þegar honum líkaði ekki sjónarmið hans. Hver segir að menningarumræður þurfi að vera þungar og þrautleiðinlegar? Sgarbi hverfur sennilega aldrei af malbik- inu, því þá missa fjölmiðlarnir sjónar á honum, en sem betur fer eru enn til staðir á Ítalíu, meira að segja ekki langt frá Róm, þar sem náttúran fer sínu fram, þó hún hafi verið tamin í Villa Borghese frá örófi alda. Undir stoltum Mars á Þjóðartorginu hef- ur einhver skrifað „Lazio er óútrýman- legt“. Lazio er héraðið umhverfis Róm, en slagorðið er þó varla komið frá umhverfis- verndarsinnum, því Lazio er nefnilega líka fótboltalið, annað liðið af tveimur í Róm og höfuðandstæðingur liðsins, sem dregur nafn sitt af borginni. Víða um borgina getur að lesa svívirðingar á báða bóga. Á þessum sunnudagsmorgni eru fáir til að gleðjast eða ergja sig yfír krotinu. í lítilli hliðargötu, sem liggur samsíða Via Babuino, frá Þjóðartorginu að Spænsku tröppunum, er enginn á ferli. Á einu hús- anna er minningarplata um munkinn og heimspekinginn Giordano Bruno. Hann varð landflótta vegna þess að hann hafn- aði því að jörðin væri miðpunktur alheims- ins og hélt því fram að náttúran og Guð væru eitt. Um þetta hugsaði hann vísast á göngutúrum um Villa Borghese, eftir að hann sneri heim. En páfínn og hirð hans hrifust lítt af hugmyndum Brunos og létu sér ekki nægja að skvetta úr vatnsglasi á hann, heldur var hann brenndur á báli árið 1600. Út um gluggann á húsinu hans Brunos berast auðkennileg hljóð. Sápuóperan í sjónvarpinu er komin í gang og dyggir áhorfendur komnir á sinn stað. Bruno hefði vísast ekki órað fyrir svo náttúru- og guð- dómsfírrtri afþreyingu, né heldur minnin- garplötunni, en hvorugt stingur í stúf nú. Á Navona-torgi er nóg af lausum sætum á kaffihúsunum við torgið, sem er hluti af viðkomustað ferðamanna á kvöldgöngu. Þama hafa götulistamenn hreiðrað um sig og nú þegar klukkan er farin að halla í tíu eru þeir að raða upp myndunum sínum, koma stólunum fyrir svo væntanlegir við- skiptavinir geti sest þar fyrir góð orð og bítalingu, einkum það síðarnefnda og feng- ið í staðinn af sér teikningu. í hliðargötu út frá torginu em lófalesarar, stjömuspá- menn og aðrir innblásnir loddarar að koma sér fyrir. Tilraun til gjöreyðingar Þeir fáu kaffihúsagestir sem mættir em virðast flestir koma úr hverfinu, engir ferðamenn. Þeir koma þarna í morgunkaff- ið sitt, skrafa við nágranna og kunningja og lesa blöðin. Lesandi „II Manifesto" á næsta borði lítur út eins og við er að bú- ast. Stefna blaðsins er til vinstri í.þjóðmála- umræðunni, það er gagnrýnið og skrifar menningarlega. Lesandinn er með grá- sprengt hár, vel snyrt alskegg, í snjáðum en snyrtilegum gallabuxum og skræpóttri skyrtu. Blaðið liggur reyndar ólesið við hlið hans, meðan hann malar við sessu- nauta sína og horfír í kringum sig. ítalir eru alltaf að horfa í kringum sig, ekki síst karlmennimir og þeir virðast öldungis ekki náttúmfirrtir, jafnvel ekki í Róm, þar sem gróðurinn er haminn og beislaður. Undir kl. ellefu er farið að fjölga á fjöl- gengnum ferðamannaslóðum á leiðinni um Þjóðartorgið, Spænsku tröppurnar, Trevi- gosbrunnana og Navona-torgið. Hóparnir birtast hver af öðrum, leiddir áfram af ein- beittum leiðsögumönnum, sem fræða skjól- stæðinga sína um það sem maður á að vita eftir Rómarferð og veita hagkvæm ráð. „Frá þessu homi er best að taka mynd af Parthenon, því við komum út hinum megin.“ Fimmtíu myndavélar hefjast á loft og smella af. Ef hlutir eyddust af augliti myndavélaugna stæði ekki steinn yfír steini á sögufrægum stöðum borgarinnar, heldur aðeins marmarasallinn. Þá hefði ferða- mönnum tekist það sem Vandölum og öðr- um barbömm tókst aldrei, nefnilega að eyða borginni. Það líður að hádegi, morgunsvalinn er horfínn, hitinn ágerist og ferðamönnunum fjölgar. Ekki bara útlendingum, heldur einnig ítölum sem heimsækja höfðuborgina sína hópum saman. Friðurinn er úti og þegar horft er á ferðamannaholskefluna er erfítt að trúa því að hægt sé að eiga friðsæla stund i borginni að sumarlagi. En það er hægt að njóta friðar í borginni ei- lífu, þó friðurinn sé ekki eilífur, heldur gefíst í skömmtum. Sigrún Davíðsdóttir. r STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN /W sandalar Ath.: Mlkið úrval af Tracce sandölum. ■ PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 Domus Medico, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTIÐ MEÐ SANDI OG GRJÓTl SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færð sand og allskonar grjót hjá okkur. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum,traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. Þú getur líka leigt kerru og hjólbörur hjá okkur BJÖRGUN HF. • SÆVARHÖFÐA 33 SÍMI681833 s Afgreiðslan við Elliðaár er opin: Mánud.-fimmtud. 7:30-18:30. Föstud. 7:30-18:00. Laugard. 7:30-17:00. Opið í hádeginu nema á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.