Morgunblaðið - 18.07.1993, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 18. JÓLÍ 1993
OLYMPIULEIKAR
Sydney kemur best út
ALLS standast átta íþróttamannvirki í Sydney kröfur IOC, þrjú þarfnast lagfæringa og þrjú eru í byggingu. Myndin er af fótboltavellinum í Sydney; Moore Park.
Ólympíuborgin árið 2000 valin í september:
Kapphlaupinu um Ólympíu-
leikana árið 2000 ekki lokið
Sydney kemur vel út í skýrslu tækninefndar, en Berlín, Peking og Manchester eru líka inni í myndinni
SYDIMEY, stærsta borg Ástralíu, er líkleg til að verða fyrir
valinu sem gestgjafi Ólympíuleikana árið 2000. Sérstök tækni-
nefnd hjá Alþjóða Ólympíunefndinni, IOC, tók út þær sex
borgir sem sótt hafa um að halda leikana, og kom Sydney
óneitanlega best út í skýrslu sem nefndin skilaði IOC. Borgirn-
ar Peking, Berlín og Manchester og jafnvel Istanbul eru þó
líka inni í myndinni, en Brasilía verður örugglega ekki fyrir
valinu. Alþjóða Ólympíunefndin fundar 23. september nk. og
þá verður tekin ákvörðun um hvaða borg hreppir hnossið.
Samkvæmt skýrslu tækni-
nefndarinnar er Sydney besti
kosturinn. I athugunum
nefndarinnar er litið til rúmlega
tuttugu tæknilegra atriða, og ef
litið er á þessa þætti í Sidney er
hún nánast fullkomin, eins og haft
er eftir fulltrúum hjá Alþjóða
Ólympíunefndinni. Peking er talin
helsti keppinautur Sydney um leik-
ana, en ekki er farið nærri eins
fallegum orðum um aðstæður þar
í skýrsíunni.
Skýrslan er samin af 12 manna
nefnd sem heimsótti borgirnar í
mars og apríl sl. í henni eru að-
stæður vegnar og metnar út frá
23 tæknilegum atriðum, en borg-
unum á engan hátt raðað í röð.
Auk þess eru fjölmörg önnur at-
riði en þau tæknilegu sem nefndar-
mennirnir, 91 að tölu, í IOC hafa
í huga þegar gestgjafar leikanna
árið 2000 verða valdir 23. septem-
ber.
Eigum góða möguleika á enda-
sprettinum
Viðbrögf fulltrúa borganna við
skýrslunni hafa verið misjöfn.
Fulltrúar Berlínar telja að þeir eigi
góða möguleika á því að verða
fyrir valinu, þar sem útkoma
þeirra hafi verið góð í skýrslunni
þó svo aðrir hafi jafnvel komið
betur út. „Við erum eins og hlaup-
ari í 800 metra hlaupi sem er í
þriðja sæti þegar lítið er eftir. Við
eigum enn góða möguleika á að
sigra á endasprettinum," sagði
Axel Nawrocki, formaður fram-
kvæmdanefndar Berlínarleikanna.
Kálið ekki sopið þó í ausuna
sé komið
„Við erum ánægðir með útkom-
una en ég held að við verðum að
halda baráttunni áfram. Ekki er
sopið kálið þó í ausuna sé komið,“
sagði Bruce Baird, varaforseti
framkvæmdanefndar Sydneyleik-
anna. Hann benti á að þrátt fyrir
að Barcelona, sem hélt leikana
1992, og Atlanta, sem heldur leik-
ana 1996, hafi komið best út
tæknilega séð á sínum tíma, þá
hafi japanska borgin Nagoya orðið
fyrir valinu sem gestgjafi vetrar-
ólympíuleikanna 1998, þrátt fyrir
að Salt Lake City hafi komið betur
út tæknilega. Baird taldi að Peking
væri enn helsti keppinautur Syd-
neyjar, þrátt fyrir að Manchester
hafi komið betur út en kínverska
borgin.
Kínverjar og Englendingar
kátir
„Við sjáum ekkert í skýrslunni
sem kemur okkur illa,“ sagði Wu
Zhongyuan, talsmaður fram-
kvæmdanefndar Pekingleikanna.
Hann sagði að skýrslan benti á
kosti og galla, og þeir gerðu sér
grein fyrir göllunum og hefðu gert
nákvæmar áætlanir til að bæta
úr þeim.
Fulltrúar Manchesterborgar
voru líka kátir með útkomuna í
skýrslunni. „Skýrslan kemur frá-
bærlega út fyrir Manchester og
við erum yfir okkur ánægðir með
útkomuna, sem réttlætir full-
komlega umsókn okkar,“ sagði
Bob Scott, formaður fram-
kvæmdanefndar Manchesterleik-
anna.
Tyrkir ekki hrifnir
Tyrkir eru ekki eins hrifnir, en
reiði þeirra beinist gegn þeim aðil-
um sem láku innihaldi skýrslunnar
út til fjölmiðla, og hefur orðið sam-
særi jafnvel verið nefnt af
Tyrkjunum. Þeir ætla að láta
kanna málið nánar.
Spurningar hafa vaknað hvort
IOC ætti að fara fram á það að
Brasilía drægi umsókn sína til
baka, þar sem mikið skortir að
borgin fullnægi skilyrðum IOC.
Samaranch, forseti IOC, sagði að
þeir hefðu ekkert vald til að þvinga
þá til að draga umsóknina til baka,
það væri alfarið á þeirra valdi að
gera það.
SYDNEY:
Tekjur: 69 milljarðar
Kostnaður: 68 milljarðar
Hagnaður: 1 milljarður
íþróttamannvirki:
Standast Ólympíukröfur: 8
Þarfnast lagfæringa: 3
í byggingu: 3
Rök með:
- Alla aðstæður fyrir ofan kröfur
Alþjóða Ólympíunefndarinnar.
- Oruggt umhverfi.
- Víðtækur stuðningur frá inn-
lendum og erlendum stjórnvöld-
um, fyrirtækjum og umhverfis-
verndarsinnum.
- Nálægð. Keppendur í 14
íþróttagreinum geta gengið til
keppni.
- Keppendur fá næði, sérstak-
lega þar sem fyrirhugað er að
hafa eitt Ólympíuþorp.
- Mismunandi tungumál ættu
ekki að valda erfiðleikum.
40.000 sjálfboðaliðar undirstrik-
ar mikinn stuðning almennings.
-' Ferðakostnaður íþróttafólks
og aðstoðarmanna greiddur,
sem og flutningskostnaður af
hestum og tækjum.
- Frábær hótelaðstaða.
- Mjög góðar samgöngur.
Rök gegn:
- Setja þarf hesta í sóttkví eftir
áströlskum reglum og gæti það
skapað nokkur óþægindi fyrir
nokkrar þjóðir (en tækninefndin
sér engin stór vandamál).
PEKIIMG:
Tekjun 81 milljarður
Kostnaður: 72 milljarðar
Hagnaður: 9 milljarðar
Iþróttamannvirki:
Standast Ólympíukröfur: 0
Þarfnast lagfæringa: 17
í byggingu: 0
Rök með:
- Umsóknin er traust og hefur
fullan stuðning stjórnvalda.
- Fjárhagsáætlanir eru raun-
hæfar og traustar.
- Nálægð Ólympíuþorps við
íþróttamannvirki, fyrir utan
siglingar, er mjög jákvæð. Með-
al ferðatími er 15 mínútur.
- Ein sterkustu rökin með er
möguleikinn til að hýsa alla
meðlimi Alþjóða Ólympiunefnd-
arinnar og aðra skipuleggjendur
á einu hóteli.
- Ferðakostnaður íþróttamanna
og fararstjóra greiddur.
Rök gegn:
Sautján íþróttamannvirki
þurfa endurbóta. Búningsað-
staða íþróttamanna og önnur
þjónusta er vel fyrir neðan al-
þjóðlegar kröfur, (endurbótum
er þó lofað).
- Öfullnægjandi símaþjónusta
(ætti að vera búið að endumýja
fyrir árið 2000.
- Umhverfisvernd í Kína er
nokkuð fyrir neðan alþjóðlegar
kröfur.
- í Ólympíuþorpinu verða 16
háhýsi, það hæsta 22 hæðir.
Tækninefndin telur háhýsi ekki
henta í Ólympíuþorpi.
BERLÍN:
Tekjur: 150 milljarðar
Kostnaður: 142 milljarðar
Hagnaður: 8 milljarðar
Iþróttamannvirki:
Standast Ólympíukröfur: 5
Þarfnast lagfæringa: 6
í byggingu: 8
Rök með:
- Þjóðveijar hafa mikla reynslu
af því halda stórmót.
- Mikill stuðningur stjórnvalda.
- Hugmyndin um Ólympíuleika
í miðborginni er stór kostur.
- Mikil öryggisgæsla.
- Samgöngur mjög góðar.
- Fjárhagsáætlun virðist traust.
Rök gegn:
- Almenningur er á móti um-
sókninni (mikill minnihluti enn
sem komið er).
- Rúmlega helmingur núverandi
íþróttamannvirkja þarfnast lag-
færinga.
- Hótel víðs vegar um borgina.