Morgunblaðið - 11.08.1993, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Tveir bjóða sig fram til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna á þingi þess 13.-15.
Verðum að við-
halda öflugu upp-
byggingarstarfi
- segir Guðlaugur Þór Þórðarson
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson tók við formennsku í Sambandi ungra
sjálfstæðismanna 19. mars síðastliðinn af Davíð Stefánssyni og býð-
ur sig nú fram til endurkjörs. Hann hefur setið í stjórn SUS frá
1987 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, verið varabæjarfuiltrúi í
Borgarnesi en hefur jafnframt gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
SUS og Sjálfstæðisflokkinn. Guðlaugur leggur áherslu á að við-
halda öflugu uppbyggingar- og málefnastarfi með þátttöku aðildar-
félaga um land allt. Hann segir brýnasta verkefni hreyfingarinnar
að stilla saman strengi sína og kynna stefnumál sín með öflugum
hætti fyrir komandi sveitarstjórnar- og alþingiskosningar.
Stefni að því
að opna hreyf-
inguna meira
- segir Jónas Fr. Jónsson
JÓNAS Friðrik Jónsson héraðsdómslögmaður býður sig fram gegn
sitjandi formanni Sambands ungra sjálfstæðismanna en hann hefur
setið í stjórn frá 1991. Hann var virkur í háskólapólitík hjá Vöku
og formaður Stúdentaráðs. Hann segist vilja efla starf SUS, gera
hreyfinguna opnari og virkja einstaka félagsmenn betur. Jónas
segir mikilvægt að auka áhrif ungliðahreyfingarinnar á almennt
flokksstarf sjálfstæðismanna en í því skyni þurfi kynning stefnu-
mála ungra sjálfstæðismanna að vera markvissari jafnt innan flokks
sem utan.
„Við höfum eflt mjög innra starf
sambandsins síðustu misseri og
ár,“ sagði Guðlaugur. „Á örfáum
árum höfum við fjölgað aðildarfé-
lögum okkar úr 27 í 38 og stofnuð
hafa verið kjördæmissambönd í
hvetju kjördæmi. Á ‘síðustu mánuð-
um hefur öflugu málefnastarfi ver-
ið haldið uppi og það starf mun
án efa skila sér á komandi þingi
og á landsfundi þegar kynnt verður
stefna ungra flokksmanna. Við
þurfum að viðhalda þessari upp-
byggingu og fyrir því mun ég beita
mér nái ég endurkjöri," sagði hann.
„Um leið og við stefnum hærra
tel ég brýnt að hlúa enn frekar að
landsbyggðinni og einstökum aðild-
arfélögum og þjálfa okkar fólk
þar,“ sagði hann og bendir á að
SUS sem heild geti ekki haldið
uppi öllu starfinu. „Það verða alltaf
heimamenn í hverju félagi, sem
standa undir starfínu. Stjórnar-
menn SUS geta aftur á móti miðl-
að af reynslu sinni og þjálfað upp
félagsmenn og forystumenn ein-
stakra félaga. Þetta hefur tekist
með ágætum með námskeiðahaldi
víða um land. Ef SUS á að vera
trúverðug stjórnmálahreyfing þá
verður að nýta kraftinn í hreyfing-
unni og hvetja sem flesta að taka
þátt í starfi sambandsins og stefnu-
mótun.“
Samstilling strengja
„Á tímum þrenginga geta SUS
félagar bent á raunhæfar hug-
myndir og skynsamlegar leiðir til
að framkvæma þær,“ sagði Guð-
laugur. „Það verður því fyrsta verk
formanns og nýrrar stjórnar, sama
hvernig kosningar á SUS þinginu
fara, að stilla saman strengi hreyf-
ingarinnar og vinna að framgangi
sjálfstæðisstefnunnar. Næsta for-
ysta sambandsins hlýtur að taka
saman hugmyndavinnu síðustu
tveggja ára, sem lýkur á komandi
þingi, og fylgja eftir stefnu ungra
sjálfstæðismanna, sem kynnt yrði
á landsfundi og meðal almennings.
í nánd eru tvennar kosningar,
sveitarstjórnar- og alþingiskosn-
ingar, og má víst telja að kosninga-
baráttan verður hörð. Fylgi sjálf-
stæðismanna hefur mælst lítið og
því verður með samstæðu átaki að
vinna fylgið upp. Félagsmenn SUS
munu einbeita sér að markhópi
Guðlaugur Þór Þórðarson
skipuðum ungu fólki á aldrinum
18-35 ára en mikilvægt er að mínu
mati halda utan um þann hóp. Sem
betur fer höfum við komið vel út
úr könnunum meðal yngsta aldurs-
hóps og er það vel. Við lifum í
breyttu fjölmiðlaumhverfi og ég
hvet unga sjálfstæðismenn að
starfa saman innan félaga og í
samstarfi þeirra og kynna sjálf-
stæðisstefnuna."
Hörð kosningabarátta
Guðlaugur segir kosningabar-
áttu frambjóðendanna tveggja að
stórum hluta hafa verið málefna-
lega en hann neitar því ekki að
ýmsir atburðir hafí sett blett á
hana. „Ég viðurkenni það að ég
er ekki fullkomlega sáttur við kosn-
ingabaráttuna. Hún hefur þó veitt
mér mikla ánægju að því leyti að
ég hef kynnst ijölda ungs sjálf-
stæðs fólks um allt land,“ sagði
hann.
„bað verður móta að skýrari
reglur um úthlutun þingsæta á
SUS þinginu. Við verðum að læra
af reynslunni og innanflokksátök á
borð við þau, sem átt hafa sér stað
mega ekki endurtaka sig,“ sagði
Guðlaugur að lokum.
„í stuttu máli er það þrennt sem
ég mun beita mér fyrir nái ég kosn-
ingu,“ sagði Jónas. „I fyrsta lagi
vil ég opna hreyfinguna meira, í
annan stað verður auka áhrif ungra
sjálfstæðismanna í almennu flokks-
starfi og loks þarf strax að huga
að tvennum kosningum, sem ganga
í garð á kjörtímabili formanns og
berjast fyrir því að ungt fólk verði
í baráttusætum í kosningunum um
allt land.“
Jónas segir að einstök aðildarfé-
lög og forystumenn þeirra hafi of
lítil áhrif á starf sambandsins. „Eg
tel að auka þurfi samskipti milli
stjómar og aðildarfélaganna. Það
vil ég gera til dæmis með því að
opna stjómarfundi SUS fyrir hinum
almennu félagsmönnum. Ég vil
einnig færa þriðja hvem stjórnar-
fund út fyrir Reykjavík og loks
teldi ég ráðlegt að komið yrði á
reglulegum samráðsfundi forystu-
manna aðildarfélaganna með stjóm
sambandsins tvisvar á ári. Með því
að dreifa valdi tel ég að stjórn SUS
fengi eðlilegt og heilbrigt aðhald.“
Vill auka áhrifamátt SUS
„Að mínu mati er hreyfíng ungs
sjálfstæðisfólks ekki nógu áhrifa-
mikil í þjóðmálaumræðunni," sagði
Jónas og lýsti yfir því að þessu
vilji hann breyta. „Hreyfingin verð-
ur að taka sér tak í kynningarmál-
um og ég mun beita mér fyrir því
að sett verði á laggirnar áróðurs-
nefnd, sem sjái um faglega kynn-
ingu stefnumála SUS jafnt innan
flokksins sem á opinberum vett-
vangi.
Ég tel skorta á það að félags-
menn séu nægilega virkir. Starfíð
fer allt of mikið fram innan fá-
menns hóps. Ég stefni að því að
vinna reglulega málefnabæklinga
þar sem flokksfólk úr atvinnulífínu
er til að mynda fengið til aðstoðar
við tillögugerð og stefnumótum.
Við eigum að vera uppspretta nýrra
hugmynda um leið og við veitum
hefðbundnum stefnumálum flokks-
ins brautargengi," sagði hann.
Jónas bendir á að tvennar kosn-
ingar fari í hönd á kjörtímabili verð-
andi formanns „Ég mun leggja á
það mikla áherslu að ungir sjálf-
stæðismenn noti tímann vel fram
að sveitarstjórnarkosningum á
næsta ári og kynni hugmyndir sín-
ar. Það ætti loks að vera markmið
Skipulagðar
fastar ferðir
til Engeyjar
EINAR Egilsson formaður Nátt-
úruverndarfélags Suðvestur-
lands vill að Engey verði friðuð
fyrir framkvæmdum en menn fái
að ganga þar troðnar slóðir. Nú
í sumar hefur Náttúrverndarfé-
lagið í samvinnu við Viðeyjar-
ferðir boðið fastar ferðir til Eng-
eyjar svo fremi að sjóveður hamla
ekki för og lendingu í eynni.
Engey, næststaérsta eyja á Kolla-
fírði er rétt utan við hafnarmynni
Reykjavíkur. í Engey bjó löngum
merkisfólk, annálaðir búhöldar og
bátasmiðir. Margir nafntogaðir Is-
lendingar eiga ættir að rekja til
Engeyjar, má m.a. nefna sr. Bjama
Jónsson dómkirkjuprest og Bjama
Benediktsson forsætisráðherra. Síð-
ustu áratugina hefur verið hljótt um
Engey en hún hefur verið í eyði síð-
an um miðja þessa öld og bæjarhús-
in sem þar stóðu voru brennd til
grunna árið 1966. Árið 1978 var
eyjan lögð undir lögsögu Reykjavík-
ur.
Alla langar í eyna
Þótt Engey sé við bæjardyr Reyk-
víkinga og flestir íslendingar hafa
borið eyju þessa augum em þeir
mm mm
Náttúruskoðun
EINAR Egilsson við Miðvarar-
tjörn.
færri sem þangað hafa komið. Nú
í sumar hefur Náttúmverndarfélag
Suðvesturlands og fyrirtækið Við-
eyjarferðir boðið fólki upp á ferðir
í Engey en þessi ferðatilboð hafa
verið nokkuð tilviljanakennd.
Einar Egilsson formaður Nátt-
úruvemdarfélags Suðvesturlands
sagði Morgunblaðinu að vegna
æðarvarps sem væri í eynni hefði
ekki mátt fara út í hana í maí og
v V
Morgunblaðið/Kristinn
Alfaborg
NORÐAN til í eynni er Byrgið eða Álfaborgin, þar biðu kýr eftir því að vera sóttar.