Morgunblaðið - 11.08.1993, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Viljaend-
urskoða
smíði Jas
39 Gripen
SÆNSKIR jafnaðarmenn
hvöttu til þess í gær að smíði
Jas 39 Gripen orrustuþotunnar
yrði endurskoðuð í framhaldi
af flugslysinu í Stokkhólmi á
sunnudag. Þota þessarar teg-
undar hrapaði þá niður í mið-
borgina fyrir augum hálfrar
milljónar manna sem fýlgdust
með listflugi hennar yfir borg-
inni. „Það er tilgangslaust að
smíða eitthvað sem ekki verður
til gagns,“ sagði Sture Eric-
son, talsmaður Jafnaðar-
mannaflokksins í vamarmál-
um.
Fellini að
braggast
LÆKNAR ítalska leikstjórans
Federicos Fellinis sögðu í gær
að hann væri úr allri hættu.
Fellini er 73 ára en hann fékk
heilablóðfall í síðustu viku og
lamaðist vinstra megin. Hann
þarf enn um sinn að sæta
miklu eftirliti lækna.
Flugrán með
sýru að vopni
KÍNVERSKRI farþegaþotu af
gerðinni Boeing-767 var rænt
í gær og snúið til Tævans þar
sem ræninginn gaf sig fram
við lögreglu. Hann var sagður
vopnaður sýru. Flugræninginn
er þrítugur og fyrrum götusali
frá héraðinu Hebei í norður-
hluta Kína.
Skjálftar á
Nýja Sjálandi
TVEIR jarðskjálftar sem báðir
mældust 6,3 stig á richter,
skóku nyrðri eyju Nýja Sjá-
lands með níu stunda millibili
í gær. Nokkuð tjón varð á
mannvirkjum, aðallega í bæj-
unum Gisbome og Wairoa, og
símasamband rofnaði.
Loka flugvelli
í Sómalíu
STJÓRNENDUR hersveita SÞ
í Sómalíu sögðust í gær hafa
lokað flugvelli 50 km norður
af Mogadishu en sveitir Farah
Aideeds skæraliðaforingja era
granaðar um að hafa notað
hann til að smygla vopnum til
landsins.
Andvígir
sunnudags-
verslun
SAMTÖK þýskra verslunar-
manna og verslunareigenda
lögðust í gær gegn því að regl-
ur um opnunartíma verslana
yrðu tymkaðar svo hægt væri
að hafa verslanir lengur opnar
á daginn og um helgar. Tals-
menn stjórnarflokkanna boð-
uðu að framvarp um rýmkun
verslunarreglna yrði lagt fram
á þingi í september.
Demjanjuk
ákærður á ný?
HÆSTIRÉTTUR ísraels sker
úr um það í dag hvort efnt
verði til nýrra réttarhalda yfír
John Demjanjuk, 10 dögum
eftir að hann var sýknaður af
ákæru um að vera „ívan
grimmi“, hinn illræmdi vörður
í útrýmingarbúðum nasista í
Treblinka.
Fjölmiðlar segja vestrænar ríkissljórnir reyna að dreifa athygli fólks
Reynt að bjarga
lífi Bosníustúlku
London, Sarajevo, Dublin. Reuter.
FIMM ára gömul stúlka frá Bosníu, Irma Hadzimuratovic, var skor-
in upp á bresku sjúkrahúsi í fyrrinótt en hún særðist alvarlega í
Sarajevo fyrir skömmu. Læknar segja að hún sé með heilahimnu-
bólgu en telja ólíklegt að hún hafi orðið fyrir verulegum heila-
skaða, eins og óttast var. Breskir fjölmiðlar gefa i skyn að með því
að bjarga Irmu séu stjórnvöld að beina athyglinni frá misheppnuðum
afskiptum af Bosníudeilunni, aðrir benda einnig á að fjöldi særðra
barna í Bosníu sé í lífshættu vegna skorts á læknishjálp.
* Irma særðist í sprengjuárás
Serba í lok júlí og þrítug móðir
hennar lést. Reynt var að hlynna
að stúlkunni í einu af sjúkrahúsum
borgarinnar en þar var hvorki renn-
andi vatn, rafmagn eða nægileg
hjálpargögn. Læknar hennar hvöttu
til þess að Irma fengi hjálp erlendis
og fréttaritarar i Sarajevo komu
beiðni þeirra á framfæri.
Á mánudag ákváðu bresk stjón-
völd að sjá til þess að flogið yrði
með stúlkuna, föður hennar og
þriggja ára systur til London með
viðkomu á Ítalíu. Er komið var með
þau á Great Ormond Street-bama-
sjúkrahúsið í London hófust læknar
þegar handa við að reyna að bjarga
lífi Irmu. Læknar henn'ar í Sarajevo
voru sumir á því að of seint hefði
verið bragðist við, hún ætti jafnvel
aðeins nokkrar stundir eftir.
Lítil hætta á heilaskaða
William Harkness, læknir á
breska sjúkrahúsinu, sagði í gær
að könnun hefði leitt í ljós að stúlk-
an væri með heilahimnubólgu. Gerð
hefði verið þriggja tíma löng aðgerð
á henni til að fjarlægja vökva úr
heilanum og sprengjubrot úr mæn-
unni en ljóst væri nú að Irma hefði
ekki hlotið alvarlegan heilaskaða.
Hins vegar myndu líða nokkrar vik-
ur áður en hægt yrði að sjá hvort
hún biði varanlegan skaða af slæmu
sári á baki sem illt hefði hlaupið í.
Þá gæti farið svo að hún myndi
eiga erfítt með gang.
Reynt að dreifa athygli?
Mál stúlkunnar hefur vakið mikla
athygli en’bent hefur verið á að
um 40 manns, börn og fullorðnir,
að auki séu alvarlega slösuð í Bosn-
íu og þyrftu á aðstoð erlendis að
halda. Sumir íjölmiðlar í Bretlandi
fullyrtu að stjómvöld vestrænna
ríkja gripu fegins hendi tækifærið
til að beina athygli fólks frá fjöl-
mörgum misheppnuðum tilraunum
þeirra til að stöðva átökin í Bosníu.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
hafa verið sakaðir um að hindra
brottflutning slasaðra frá Bosníu
með skriffínnsku en þeir svara því
til að aðeins fá lönd hafí boðist til
að hjálpa. Breskur spítali bauð í
gær afnot af 10 sjúkrarúmum
handa Bosníubörnum og Irar buð-
ust til að taka við fímm bömum.
Reuter
í sviðsljósinu
RAWI Hadzimuratovic, faðir hinar fimm ára gömlu Irmu, ásamt
þriggja ára gamalli dóttur sinni, Medinu, en þau fylgdu Irmu til
London. Móðirin féll í árás Serba í júlí.
Reuter,
Páfinn á Jamaica
NUNNUR á Góðgerðastofnun trúboðsheimilis, er kennt er við Móður
Theresu á Jamaica, fagna Jóhannesi Páli II páfa í höfuðborginni,
Kingston, á mánudag. Páfi er i þriggja daga heimsókn á eyjunni sem
aðallega er byggð blökkumönnum.
Var CIA-maður
myrtur í Tbilisi?
Tbilisi, Moskvu, Reuter. Daily Telegraph.
STARFSMAÐUR bandaríska sendiráðsins í Tbilisi, Fred Woodruff, sem
var myrtur i Georgíu í fyrradag, var starfsmaður bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA, samkvæmt frétt New York Times í gær. Talsmað-
ur bandaríska utanríkisráðuneytisins neitaði að svara spurningum
hvort Woodruff hefði verið sendur frá Moskvu til Tbilisi til þess að
efla öryggisvörð Edúards Shevardnadze, leiðtoga Georgíu.
Woodraff var í bifreið Eldars bifreið öryggisþjónustu She-
Guguladze, yfirmanns öryggisþjón-
ustu stjómarinnar í Tbilisi og óku
þeir í gegnum þorpið Natakhtari sem
er 17 km frá höfuðborginni er skot-
ið var á bifreiðina. Guguladze slapp
ómeiddur en ein byssukúla hæfði
Woodruff í höfuðið. Óljóst er hvort
árásin var gerð í pólitískum til-
gangi, ætlunin var að ræna mennina
eða aðrar ástæður lágu að baki.
Að sögn bandaríska sendiráðsins
í Tbilisi var Woodruff þar í tíma-
bundnum erindagjörðum. Að hann
skuli hafa mætt örlögum sínum í
vardnadze þykir renna stoðum undir
orðróm þess efnis að bandarískar
sérsveitir séu í lífverði Georgíuleið-
togans.
ERLENT
Samið um einvígi Polgar og Fischers
Einvígið stendur og fellur með því að fjármögnun takist
Boston. Reuter.
UNDIRBÚNINGUR er hafinn að skákeinvígi ungversku stúlk-
unnar Judit Polgar og Bobby Fischers, fyrrum heimsmeistara,
að því er faðir Polgar, Lazlo Polgar, skýrði frá er þau komu
til Boston í Bandaríkjunum í fyrrakvöld.
„Við erum að leita að styrktar-
aðila sem er reiðubúinn að leggja
fram fímm milljónir dollara
(rúmlega 350 milljónir króna) til
einvígisins," sagði Lazlo Polgar.
„Við höfum átt viðræður við
Fischer um einvígi og samkomu-
lag varð um að láta af því verða
ef tilskilin fjármögnun tekst.
Tímasetning og staðsetning ein-
vígisins er alveg óráðin,“ sagði
Polgar.
„Við erum leið yfir þeim vand-
kvæðum sem eru í samskiptum
Fischers og bandarískra stjórn-
valda. Honum fínnst sem hann
eigi ekki afturkvæmt, sé nánast
landlaus. Það er óréttlátt því
hann er stórkostlegur skákmað-
ur,“ sagði Polgar.
Klara Polgar, móðir Judit, bar
Fischer vel söguna og sagði:
„Hann er indæll maður og alls
ekki bijálaður.“ Eldri systir
skákstjömunnar ungu, Zsuzsa,
sagði að fjölskyldan harmaði að
Judit Polgar Bobby Fischer
stjómmálum og skák væri bland-
að saman eins og BandaríkjaT
stjórn gerði gagnvart Fischer.
Eftir að Fischer vann heims-
meistaratitilinn í skák 1972 bjó
hann í einsemd í 20 ár en rauf
einangrunina í fyrra og háði ein-
vígi við Borís Spasskíj, fyrrum
heimsmeistara, í Júgóslavíu.
Fischer virti að vettugi aðvaran-
ir bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins um að för hans til Júgó-
slavíu væri brot á viðskiptabanni
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn
Serbíu.
Lazlo Polgar sagði einnig við
komuna til Boston að auk þess
sem hann reyndi að fjármagna
einvígi dóttur sinnar og Fischers
væri hann að leita að stuðn-
ingsaðila fyrir einvígi á vegum
PCA, nýrra samtaka skákmanna
sem Garríj Kasparov heims-
meistari hefur stofnað.