Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Bjami Péturs-
son - Minning
Fæddur 16. febrúar 1919
Dáinn 5. ágúst 1993
Af lítilli getu en góðum vilja lang-
ar mig til að festa örfáar línur á
blað sem hinstu kveðju til sveitunga
míns og frænda Bjarna Pétursson-
ar, en lífsstrengur hans slitnaði að
morgni 5. þessa mánaðar eftir all-
langt stríð við sláttumanninn mikla.
Honum var ljóst að hverju stefndi
4þeirri baráttu, og tók hann því sem
öllu öðru í sínu lífshlaupi, með
æðruleysi. Já, tímans klukka verður
ei stöðvuð og enginn veit sína ævina
fyrr en öll er, og menn heilsast og
kveðjast.
Bjarni Pétursson fæddist 16.
febrúar 1919 að Grund í Haganes-
vík norður. Foreldrar hans voru:
Faðir, Pétur Jónsson, Jónssonar
Ólafssonar bónda á Sléttu. Föður-
amma var Kristín Eiríksdóttir, Ás-
mundssonar bónda á Ulugastöðum
í Flókadal. Móðir Bjama var Einars-
ína Jónasdóttir, Stefánssonar bónda
í Minni-Brekku í sömu sveit. Móður-
amma Bjama var Anna Sigríður
Jónsdóttir bónda á Ysta-Hóli.
; ' Bjarni var eitt bama þeirra hjóna
sem upp komust, hann eignaðist
albróður sem dó í æsku.
Pétur, faðir Bjama var ekkju-
maður er hann giftist Einarsínu.
Og af átta bömum sem hann átti
frá fyrra hjónabandi komust sex
upp, var Bjarni því ríkur af systkin-
um, en þau vom: 1. Guðbjörg Hall-
dóra, gift Jósef Friðrikssyni, bjuggu
í Eyjafirði; 2. Jón, kvæntur Ingu
Halldórsdóttur, lengi búsettur í
Borgamesi; 3. Guðrún, gift Stein-
grími Þórðarsyni, búsett í Reykja-
vík; 4. Jóhanna, búsett í Reykjavík;
5. Pétur Axel, kvæntur Petru Rögn-
valdsdóttur, búsettur í Ólafsfirði;
6. Skarphéðinn, kvæntur Kristrúnu
Finnsdóttur frá Ytri-Á í Ólafsfírði.
Bjami ólst upp í foreldrahúsum
en missti móður sína er hann var
rúmlega 10 ára. Á þessu tímaskeiði
var þjóð vor í kreppu og víðast
hvar bjuggu menn við þröngan kost
miðað við það sem síðar varð, en
þrátt .fyrir það undi fólk við sitt og
naut sinnar tilvem. Það var leið
flestra að ganga til almennra starfa
er til féllu á búum foreldra sinna
um leið og aldur og þroski leyfði.
Upp úr fermingu má segja að Bjarni
hafí unnið fyrir sér og verið að
mestu sjálfum sér nógur. Er hann
fór úr föðurhúsum lá leið hans að
Móafelli í sömu sveit og var þar í
allmörg ár. Þá var hann um tíma
á æskuheimili undirritaðs. Við vor-
um jafnaldrar og fermingarbræður.
Bjarni var harðduglegur og mikill
keppnismaður hvort heldur var í
leik eða starfi, söngmaður góður
og hefði áreiðanlega getað náð
langt í þeirri list hefði hann fengið
leiðsögn í henni. Ég minnist þess
enn, þótt langt sé um liðið, er við
komum að Hólum í Hjaltadal haust-
ið 1939. Sú hefð hafði skapast að
eldrideildungar skoruðu á busana
(þ.e. yngrideildunga) í knattspyrnu.
Við vomm víðsvegar að af landinu
og þekktum nánast lítið sem ekkert
hver til annars, en undan þessu
varð ekki vikist. Ekki var langt á
leikinn liðið er andstæðingar okkar
fóm að hrópa hver til annars með
aðvaranir um að passa „djöfulinn"
í rauðu peysunni.
Þeim fannst Bjami harðsækinn
og skotharður. Þessum leik lauk
með sigri busanna, sem ekki hafði
skeð áður og átti Bjami stóran hlut
þar að máli. Hann var hrókur alls
fagnaðar á gleðistund og var því
eftirsóttur bæði til starfs og leiks.
Hann kunni ógrynni af vísum og
kvæðum og aðdraganda að þeim,
ekki er ég gmnlaus um að hann
hafí verið þeim kostum búinn að
setja saman bundið mál þótt ekki
hefði hann það í hámæli.
Eins og getið var hér að framan
þótti hann sækinn og skotharður í
knattspyrnunni forðum, auk þess
var hann í spretthlaupi og lang-
stökki og þótti liðtækur þar vel og
var hann því einn af burðarásum
Ungmannafélagsins Vonar í íþrótt-
unum um margra ára skeið. Allt
fram undir það síðasta hafði hann
mikla ánægju af að fylgjast með
knattspymuleikjum sem sýndir
voru í sjónvarpinu og spá í hveijir
hefðu mesta sigurmöguleika. Eitt
tómstundagaman hjá Bjama var
að spila brids og gerði talsvert af
því er stund var milli stríða, hann
íifði sig svo inn í þessa íþrótt að
t
Faðir okkar,
KRISTJÁN ÞORSTEINSSON
frá Miðfossum i Andakíl,
Seljavegi 23,
lést á heimili sínu 9. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna,
Synir hins látna.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
INGÓLFUR ÁRNASON,
Hátröð 2,
varð bráðkvaddur á heimili sonar okkar í Bandaríkjunum laugar-
daginn 7. ágúst.
Þóranna Þórarinsdóttir.
t
Stjúpfaðir okkar,
ÓLAFUR KRISTJÁNSSON,
Skálholti 15,
Ólafsvfk,
er lést 6. ágúst, verður jarðsunginn
frá Ólafsvíkurkirkju þann 14. ágúst
kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Ólafsvíkurkirkju.
Börnin.
hann var sem tölva og gat rakið
næstum hvert spil sem spilað var
allt kvöldið, þannig var minni hans
með ólíkindum.
Árið 1945, 23. maí, verða þátta-
skil í lífi Bjarna er hann gengur
að eiga mæta og góða konu,
Guðnýju Hallgrímsdóttur frá
Knappstöðum í sömu sveit. Var hún
honum trúr og traustur lífsföra-
nautur í sorg og gleði, blíðu og
stríðu. Árið 1953 flytjast þau bú-
ferlum til Reykjavíkur. Áður höfðu
þau lengst af búið í Tungu í Stíflu.
Auk þess landbúnaðar er hann
stundaði þá vann hann ýmis störf
er til féllu, meðal annars var hann
við störf hjá Kaupfélagi sveitarinn-
ar um nokkum tíma. I sveitarstjórn
starfaði hann um tvö kjörtímabil.
Haustið eftir að þau hjón flytja hér
suður hóf hann störf hjá Áburðar-
verksmiðju ríkisins og starfaði þar,
þar til hann varð 70 ára en þá telj-
ast menn ekki lengur starfshæfír í
ríkisins þágu.
Af kynnum mínum af þessum
frænda mínum þá veit ég að hann
hefur verið trúr til verka og traust-
ur í starfi og enginn augnaþjónn.
Af því sem sagt er hér að framan
má Ijóst vera að Bjami var mörgum
kostum búinn, en tækifærin á upp-
vaxtaráram hans vora fá til að
glæða og þroska þann neista sem
til staðar var því mestur tíminn fór
í að afla til hnífs og skeiðar. Bjarni
var alvöramaður, enginn flysjung-
ur, fremur dulur og seintekinn, en
var traustur félagi og vinur vina
sinna.
Nokkru eftir að fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur byggði hún í félagi
við aðra húsið Eskihlíð 22, þar eign-
uðust þau hlýlegt og fallegt heimili
sem þau bjuggu í þar til fyrir tveim-
ur áram að hjónin fluttu í þjónustu-
íbúð aldraðra að Hraunbæ 103.
Þau hjón eignuðust einn son,
Sævin að nafni, en svo hét albróðir
Bjama sem dó í æsku. Sævin er
kvæntur Svölu Haraldsdóttur og
eiga þau fjögur börn, svo segja má
að fjölskylda Bjarna sé all stór.
Sævin er fulltrúi hjá Ríkistollstjóra-
embættinu.
Um leið og ég kveð þennan
frænda minn, óska ég þess að hann
fái góða lendingu á hinni ókunnu
strönd, þá færi ég öllum aðstand-
endum samúðarkveðju og sér í lagi
eiginkonu, syni og bamabörnum.
Farðu vel og lifðu í guðsfriði.
Guðmundur Jóhannsson.
í dag, miðvikudaginn 11. ágúst,
verður borinn til hinstu hvílu vinur
minn, Bjarni Pétursson, Hraunbæ
103.
Oafvitandi kemur í huga minn
Eskihlíð 22, þegar ég sest niður að
skrifa nokkur þakkarorð á skilnað-
arstund, en þar bjuggu þau Guðný
mestan hluta ævi sinnar eftir að
þau brugðu búi og fluttu úr Fljótun-
um.
Ég sagði það stundum við Helgu
konuna mína, að í raun fyndist mér
allaf ég vera heima hjá mér í Eski-
hlíð 22, hjá Bjarna og Guðnýju
frænku minni.
Þeirra elskulega hlýja viðmót og
glaðvær og ferskur heimilisbragur,
höfðaði svo sterkt til mín. Þeim get
ég seint fullþakkað alla þá vin-
semd, sem þau hafa ætíð sýnt mér
og minni fjölskyldu.
í nokkurn tíma var ljóst að hverju
stefndi, vegna þess illkynja sjúk-
dóms sem heijaði á, og svo margan
hefur lagt að velli, en þegar ég kom
í heimsókn á Landspítalann daginn
áður en hann dó, gerði ég mér grein
fyrir að stutt væri í kveðjustundina,
og nú er hún runnin upp. Þannig
er lífið, að eitt sinn skal hver deyja.
I þessari stuttu kveðju verður
ekki rakinn æviferill né lífshlaup
þessa vinar míns, það veit ég að
aðrir gera, heldur aðeins örfá
augnablik minninga fest á blað.
Bjarni var vörpulegur maður á
velli, traustur, viljasterkur og
skarpgreindur.
Það segir sína sögu, hversu
traustur og ábyggilegur maður
Bjarni var, að alla tíð frá því að
hann flutti til Reykjavíkur árið 1953
vann hann hjá einum og sama
vinnuveitanda, sem var Aburðar-
verksmiðja ríkisins.
Þar naut hann alla tíð trausts
og virðingar sem góður starfsmað-
ur.
Þeir sem þekktu hann vissu að
samvinnuhugsjónin átti djúpar ræt-
ur í huga hans og réttlætiskenndin
var mjög rík með honum.
Keppnisskap Bjarna var aðdáun-
arvert og sannur íþróttaandi var
honum í blóð borinn enda mikill
áhugamaður um hvers konar íþrótt-
ir, spilaði knattspyrnu á sínum
yngri áram og var þá með allra
fljótustu framheijum og mjög erfíð-
ur mótheijum sínum, vegna hrað-
ans og góðrar boltameðferðar.
Eins og margir keppnismenn
gera sneri hann sér að hugaríþrótt-
inni, þegar á leið ævina, og var þá
jafnvígur bæði í skák og bridsíþrótt-
inni.
Þá reyndum við okkur stundum
við laxinn í Fljótaánni.
Margar ógleymanlegar minning-
ar koma upp í huga minn frá ferð-
um á knattspymuvöllinn, þar sem
við börðumst á áhorfendabekkjun-
um með okkar liði, Skagamönnum.
Ógleymanleg er sú ógnar bar-
átta, sem oft var háð á eldhúsborð-
inu í Eskihlíðinni, þar sem tveir
baráttujaxlar sátu yfír skákinni, og
Guðný kölluð til í tíma og ótíma,
frá okkur sitt á hvað, til þess að
sjá þær snilldar leikfléttur og fal-
legu fórnir, sem við töldum okkur
hafa laðað fram á skákborðinu.
Þá var græna borðinu ekki
ósjaldan stillt upp í stofunni og
spilin dregin fram, en Bjami var
góður bridsspilari og spilaði keppn-
isbrids bæði með Bridgefélagi
Kópavogs og Skagfirðingum.
Já, það er margs að minnast. í
Eskihlíðinni var oft glatt á hjalla,
og þar vora húsráðendurnir, Bjarni
og Guðný, samhent um að skapa
þann skemmtilega anda, sem ávallt
ríkti á heimilinu og margra ógleym-
anlegra samverustunda minnist ég
nú, þegar ég lít yfír farinn veg að
leiðarlokum.
Fljótamanna- og síðar Skagfírð-
ingaskemmtanirnar, sem sóttar
voru úr Eskihlíðinni, og jafnvel
skipastjóraböllin, þótt enginn væri
skipstjórinn, allt er þetta lifandi í
minningunni.
Ég vil í lok þessara fátæklegu
kveðjuorða þakka Bjama vini mín-
um órofa tryggð og vináttu og fyr-
ir allar þær ánægjustundir, sem ég
hef átt með honum og Guðnýju.
Elsku Guðný, við Helga sendum
þér, Sævin, Svölu og krökkunum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Bogi Sigurbjörnsson.
LEGSTEINAR
ílfasteinn;
720 Borgarfirði eystra.
simi 97-29977 fax 97-29877
Bjami mágur okkar og vinur,
sem andaðist á Landspítalanum 5.
þessa mánaðar, verður jarðsunginn
í dag kl. 15.00 frá Fossvogskapellu.
Bjarni var fæddur á Grund í
Haganesvík í Fljótum, sonur hjón-
anna Péturs Jónssonar og seinni
konu hans Einarsínu Jónasdóttur.
Pétur og Einarsína stunduðu bú-
skap og Pétur jafnframt sjó-
mennsku.
Á þessum áram var altítt að
bændur í Fljótum stunduðu sjó-
mennsku meðfram búskap og mun
ekki hafa af veitt, því bú vora yfir-
leitt lítil og tekjur af þeim, í mörg-
um tilvikum ónógar til framfærslu
ábúenda. Þannig liðu fyrstu æviár
Bjarna, líkt því sem algengast var
í Fljótum á þeim áram. Alvara lífs-
ins varð þó snemma á vegi hans,
því að þegar hann var átta ára
veiktist Einarsína móðir hans af
berklum og andaðist úr þeim á
Kristneshæli tveimur árum seinna.
Móðurmissirinn var þung raun tíu
ára dreng. Margvísleg var sú óvissa
sem á eftir fylgdi.
Næstu árin var Bjami á ýmsum
heimilum í Fljótum, ýmist með föð-
ur sínum eða ekki. Lengst var hann
hjá Jóni Gunnlaugssyni á Mjóafelli
sem bjó þar myndabúi með móður
sinni, Sigríði Jónsdóttur. Bæði vora
þau víðþekktar sómamanneskjur og
heimilið rómað fyrir rausnarskap.
Dvölin á Mjóafelli var Bjarna án
efa holl og átti líklega sterkan þátt
í að skapa þann manndómsmann,
sem hann var. Sem títt var í Fljót-
um, fyrr og síðar, sótti hann um
skólavist í Bændaskólanum og var
þar við nám og störf árin 1939-
1941.
í Hólaskóla undi Bjarni hag sín-
um og minntist oft góðra daga þar.
Ekki síst var honum ofarlega í huga
vináttubönd, sem þar urðu til og
héldust til hinsta dags. Í Hólaskóla
lögðu nemendur stund á fleira en
búfræði. Þar vora íþróttir stundaðar
af kappi. Fljótt kom í ljós að Bjami
var meira en meðalgott efni í knatt-
spyrnu- og fijálsíþróttamann. Með
snerpu sinni og stökkkrafti komst
hann fljótlega í fremstu röð í af-
rekaskrá Ungmennasambands
Skagafjarðar. Um það bil, sem hann
lauk námi á Hólum, hafði hann
sett skagfírsk met í nokkrum grein-
um frjálsíþrótta. Sum þeirra reynd-
ust héraðsmönnum erfið viðfangs
og stóðu lengi efst á afrekaskrá
UMSS.
Eftir að skólavistinni á Hólum
lauk, hætti Bjarni að mestu æfíng-
um og keppni í fijálsíþróttum, en
lengi eftir það æfði hann og keppti
í knattspyrnu með Ungmennafélagi
Holtshrepps. Þar kom kunnátta
hans og leikni að góðu gagni. Það
var vissulega áhættusamt fyrir bú-
andi mann, sem ekki hafði aðra á
að treysta við búskapinn en eigin-
konuna og sig, að stunda æfingar
og keppni í knattspyrnu. En Bjarni
var of góður knattspyrnumaður til
að fá að sitja heima.
Kynni okkar bræðranna af
Bjarna voru lítil þar til hann kvænt-
ist systur okkar Guðnýju og flutti
til okkar á Knappsstaði í Stíflu. Þar
byijuðu þau búskap í smáum stíl
og stunduðu jafnframt aðra vinnu.
Á Knappsstöðum fæddist þeirra
eina bam, Sævin, sem búsettur er
í Reykjavík, giftur Svölu Haralds-
dóttur. Börn þeirra era: Guðný, Sig-
rún Dóra, Haraldur og Bjarney.
Koma Bjarna á Knappsstaða-
heimilið var öllum á heimilinu fagn-
aðarefni. Fyrir okkur bræðurna,
sem vorum nokkuð yngri en hann,
var hann fyrirmynd um margt. Með
honum kom á heimilið nýr og fersk-
ur blær, sem við kunnum vel að
meta.
Sem áður var nefnt var Bjarni
fjölhæfur íþróttamaður og fylgdist
alla tíð af áhuga með afrekum á
því sviði. Hann var einnig snjall
bridsspilari og skákmaður og naut
þess að stunda hvort tveggja, þegar
svo bar undir. j
Bjarni og Guðný bjuggu víðar í
Fljótum, en á Knappsstöðum, áður
en þau fluttu til Reykjavíkur. Þá
varð Bjami starfsmaður Áburðar-
verksmiðju ríkisins í Gufunesi og
vann þar allt til þess að hann hætti
fyrir aldurssakir.
Síðustu mánuðina lifði Bjarni í
vægðarlausri baráttu við þann ill-
víga sjúkdóm, sem nú leggur svo
marga að velli. Þeirri þrautagöngu
er nú lokið.
Friður sé með þér, frændi.
Bogi, Jónas, Sigurjón.