Morgunblaðið - 11.08.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
félk í
fréttum
SVIÐSLJOSIÐ
Keppinautum hótað
sparki í rassinn
UPPAKOMA
Skegglaus Burt móðgar Breta
Það var búið að auglýsa mikið
útsöluna á sumarvörunum í
Harrods í Lundúnum. Að sá frægi
Hollywood-leikari Burt Reynolds
yrði sérstakur gestur útsölunnar
og talið er að viðskiptavinir versl-
unarinnar hafi verið fleiri en ella
vegna þessa. Fólk rak því í roga-
stans þegar Burt var hvergi að
sjá. Aftur á móti var einhver
óþekktur Ameríkani þarna sem fór
mikið fyrir. Opnunaratriðið var er
Ameríkani þessi kaffærði Moham-
með A1 Fayed, verslunarstjóra
Harrods, í gríðarlegu hjónarúmi.
Þegar að var gáð var þetta reynd-
ar Burt Reynolds. Ástæðan fyrir
því að fáir könnuðust við kappann
var, að hann hefur rakað af sér
yfirvaraskeggið sem hefur fylgt
honum um árabil.
Burt lék við hvem sinn fingur
og sagði hveijum sem heyra vildi
að það væri allt annað líf og betra
að vera nú laus og liðugur á ný,
en eins og greint hefur verið frá
skyldi hann nýlega við sambýlis-
konu sína til margra ára, Loni
Anderson, leikkonuna sem kölluð
hefur verið hin dæmigerða Holly-
PHILOO 1»1
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT OG KALT vatn
- spara tíma og rafmagn
•Fjöldi þvottakerfa-eftir
þínu vali
•Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaöarrofi
•Stilling fyrir hálfa hleöslu
64-600 sn. vmda.
Verð 52.500,-
49.875,“ Stgr.
L85-800 sn. vmda.
Verð 57.500,-
54.625," Stgr.
CD
iWi ®
munXlán
i Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55
Skegglaus Burt kaffærir verslunarstjórann.
woodljóska holdi klædd. Það féllí
misjafnan jarðveg er Burt mætli
þessi orð um skilnaðinn: „Ef það
gengur upp hjá bresku konungs-
fjölskyldunni, hví skyldi það ekki
ganga upp hjá mér?“
Leikarinn Patrick Swa-
yze hefur löngum þótt
vera kvennagull hið mesta
og frú hans, Lisa Niemi
mátt horfa upp á hauga af
aðdáendabréfum sem nær
öll eru frá konum. Margar
senda af sér myndir og
margar eru fallegar. Marg-
ar bjóða Patrek í róman-
tískan kvöldverð og raunar
allt mögulegt umfram það.
í besta (versta)falli bjóða
þær blíðu sína beinum orð-
um eða ævarandi tryggð
sína í heilögu hjónabandi.
Patrekur hefur látið sér
þetta í léttu rúmi liggja, en
þó fengið sinn skammt af
kjaftasögum um að hann
haldi við þetta eða hitt
smástirnið. Hann er hins
vegar tryggðartröll og mik-
ill fjölskyldumaður og
ævinlega eru það smástirn-
in sem sjálf hafa komið
sögusögnunum á kreik til
að vekja á sér athygli. Það
hefur farið lítið fyrir því,
en Lisa Niemi, sem er fínnskætt-
uð, er einnig dansari og leikkona.
Nú er nokkuð síðan að Patrekur
sló síðast í gegn og dæmið hefur
snúist við, nú er það frúin sem fær
alla athyglina.
Þannig er mál vexti, að Lisa
gekk til liðs við söngleik á Broad-
way, „The Will Rogers Follies",
KONGAFOLK
Sonja með ísskáp
í baðherberginu
3 ODYRASTIR
Við vorum ódýrastir í fyrra
og erum það enn og ætlum
að vera það áfram.
Haft er fyrir satt að í híbýlum
norsku konungshjónanna séu
nokkrir ísskápar, sem er kannski
von vegna stærðar hússins. Stað-
setning á einum ísskápanna kemur
þó sauðsvörtum almúganum
spánskt fyrir sjónir því hann er inni
á baðherberginu. Og hvað skyldi
Sonja vilja gera með hann þar? Jú,
þama geymir hún allar snyrtivör-
umar sínar, en eins og kvenþjóðin
veit geymast til dæmis naglalökk
og varalitir betur í kulda.
Patrekur Swayze og Lísa í “gallanum".
þar sem hún sprangar um í örbux-
um og glansandi kúrekablússu og
litskrúðugan kúrekahatt. Hún er
fremst í flokki og þykir standa sig
með prýði. Nú hrynja aðdáenda-
bréfin enn inn um lúguna á bú-
garði þeirra hjóna, en nú eru þau
flest stíluð á Lísu. Patrekur tjáði
sig nýverið um mál þessi og lýsti
sig meira en lítið afbrýðissaman.
Ekki vegna þess að hann gæti
ekki unnt konu sinni að slá ærlega
í gegn svona einu sinni eða svo.
Nei, heldur vegna þess að hann
er búinn að lesa slatta af aðdá-
endabréfunum. Þau eru nær öll frá
karlmönnum og tilboðin eru mörg
og glæst. „Menn eru að senda
henni blóm og játa henni ást sína
þó þeir viti að ég eigi hana!“ seg-
ir Patrekur. Og hann heldur
áfram: „Stundum þegar ég er að
lesa, æpi ég upp, heyrðu vinur,
slakaðu á, þú ert að ávarpa eigin-
konu mína. Ef þú heldur þér ekki
á mottunni mæti ég á teppinu hjá
þér og sparka í afturendann á þér!“
Sonja geymir snyrtivörurnar í
ísskáp.
Af Lisu er það að segja, að hún
hefur bara gaman að segir að hún
ætli að njóta sviðsljóssins á meðan
það býðst. Þess sé vart langt að
bíða að bóndi sinn hrifsi það af
sér á ný....
STJÖRNUR
Pabbi ræður
engu lengur
Nú eru að verða
síðustu forvöð á fá
myndatöku á
tilboðsverðinu okkar,
tilboðið gildir út
ágústmánuð
í okkar myndatökum er innifalið
að allar myndir eru stækkaðar og
fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm
að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm
og ein stækkun 30 x 40 cm í
ramma.
Verð frá kr. 11.000, oo
Ljósmyndastofan Mynd sími:
65 42 07
Barna og fjölskylduljósmyndir
sími: 677 644
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 4 30 20
Sjónvarpsstjaman Alyssa Milano
er orðin stór og hefur karl
faðir hennar þurft að taka á honum
stóra sínum til að grípa ekki í taum-
ana þegar hlutverkaval Alyssu er
annars vegar. Áhorfendur „Hver á
að ráða“ þekkja Alyssu mætavel
úr hlutverki unglingsstúlkunnar
Samönthu en þau hlutverk sem hún
hefur tekið að sér uppi á síðkastið
minna lítið á hlutverk hennar í sjón-
varpsþáttunum. Hún reynist föður
sínum hins vegar erfiður Ijár í þúfu
rétt eins og í þáttunum. Nýjasta
mynd Alyssu heitir „Double Drag-
on“ og fjallar um nútímalega
stúlknaklíku sem fer um með kar-
atespörkum. Til að falla inn í hlut-
verkið fómaði Alyssa síða hárinu
og lét aflita það í ofanálag. Er stúlk-
an nánast óþekkjanleg og það varð
ekki til að gleðja karl föður henn-
ar, sem „fríkaði út“ þegar hann sá
útganginn, eftir lýsingu dótturinnar
að dæma.
Fyrr á árinu þurfti Alyssa Milano
að lita hár sitt ljóst vegna hlutverks
í sjónvarpsmynd og sá faðir hennar
ekkert athugavert við það. Eins og
áður hefur komið fram þótti honum
lítið til um knallstutt og platínuljóst
hár dóttur sinnar en um þverbak
keyrði þegar hún fór með hlutverk
stúlku sem á í sadó-masókísku sam-
bandi. Varð föður hennar svo mikið
um að hann treysti sér ekki til að
vera viðstaddur tökur eins og hann
er vanur. Þegar hann barði myndina
loks augum var það eina sem hann
gat sagt; „þeim tókst þó að minnsta
kosti að skjóta þig almennilega".
Alyssa Milano er nánast óþekkj-
anleg eftir að hún hefur fórnað
dökku, síðu hárinu.