Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 2
2 B ' MORGUNBLiAÐIÐ. SUNNUDA6UR 5. SEPTEMBER 1993 Ný gullöld knattspyrnu- manna hefur hafið innreið sína á Akra- nesi, fjórða sigurkyn- slóðin hefur tekið við. Gullaldarliðið á sjötta áratugnum gaf tón- inn, næsta kynslóð hélt merkinu hátt á lofti á áttunda áratugnum, aiftak- ar hennar létu sitt ekki eftir liggja á níunda áratugnum og yfirstand- andi leiktíð hefur einkennst af yfír- burðum og sætum sigrum í_ kjöifar endurreisnar, sem skilaði íslands- meistaratitli í fyrra. Ótrúleg sigur- ganga í nær_hálfa öld, sem á sér enga hliðstæðu og ekki sér fyrir end- ann á auk þess sem kvennalið félags- ins hefur einnig látið til sín taka og sigraði í bikarkeppninni á dögunum, þriðja árið í röð. Strákarnir, sem fögnuðu bikar- meistaratitlinum fyrir viku, höfðu flestir ekki upplifað þá stemmningu, sem vegsemdinni fylgir, en ekki fór á milli mála að þeim var ætlað þetta hlutverk og þeir leystu það með prýði. Stuðningur við ljðið á Laugar- dalsvelli var í einu orði sagt frábær og móttökurnar, sem hópurinn fékk við komuna heim, sýndu, svo ekki verður um villst, að þó Skagamenn geri miklar kröfur og sætti sig ekki við neitt nema það besta, er sam- kenndin mikil á sigurstund. Gleðin skein úr hveiju andliti á Skagatorgi og ekki var laust við að tár féllu hjá einum og einum, þegar leikmenn og þjálfari stigu á pall. Ingvar Ingvars- son, forseti bæjarstjómar, tók á móti liðinu fyrir hönd bæjarstjómar, óskaði því til hamingju og sagði meðal annars að Guðjón Þórðarson, þjálfari, væri þjóðsagnarpersóna í landinu. Á fagnaðarlátunum mátti sjá og heyra að ummælin féllu í góð- an jarðveg. Byrjunin Hundruð manna voru á Skaga- torgi síðastliðið sunnudagskvöld og þegar spurt var hvemig tilfínningin væri var oftar en ekki svarað: „Frá- bær, en við þekkjum ekki annað. „Þetta er lífið,“ sagði Sigurgeir Sig- urðsson. „Tilfinningin er æðisleg, allt snýst um liðið og árangurinn léttir alla lund.“ Kristín Steinsdóttir tók í sama streng. „Ég er æðislega ánægð og stolt. Þetta er heilmikill léttir hjá flestum, sem eykur sam- heldnina á Skaganum og ekki veitir af eins og ástandið er í atvinnumál- unum.“ Jósef Einvarðsson sagði ár- angurinn endurspegla getu strák- anna. „Þetta sýnir hvað drengimir em flínkir og allir em ánægðir, en þetta er ekki allt — fleiri sigrar koma í kjölfarið." Viðar Karlsson sagði Horft til framtíðor Morgunblaðið/RAX FRA gullaldartímanum á sjötta áratugnum hafa ungir Skagamenn alist upp með velgengninni og síðar fetaó í fótsporið. Þessi ungi snáði á ef til vill eftir að vera í gullaldarliði framtíðarinnar. Jósef Einvarðsson Sigurgeir Sigurðsson Stuðningsmönnum þakkað LEIKMENN Skagamanna kunnu vel að meta móttökurnar á Skaga- torgi eftir bikarúrslitin, en sú hefð hefur skapast að stuðnings- mennirnir hitta hetjur sínar þar eftir sigur í bikarúrslitaleik. Flestir leikmenn liðsins stigu á pallinn í fyrsta sinn og þeir þökkuðu stuðn- inginn á viðeigandi hátt, en fleiri hundruð manns sáu strákana krúnurakaða í fyrsta sinn og klöppuðu þeim lof í lófa. Gullaldarliðið FYRSTU Islandsmeistarar Akraness 1951. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Pétur Georgsson, Þóróur Þ. Þórðarson, Dagbjartur Hannesson, Ríkharður Jónsson og Halldór Sigurbjörns- son (Donni). Fremri röð frá vinstri: Sveinn Teitsson, Sveinn Bene- diktsson, Magnús Kristjánsson, Olafur Vilhjálmsson og Guðjón Finnbogason. GUÐJÓN FINNBOGASON Árangurinn koni met stutta spilinu Guðjón Finnbogason var einn þeirra manna, sem var í fyrsta Islandsmeistaraliði Akraness, og fylgdi árangrinum eftir með kunn- um hætti, fyrst sem leikmaður og síðan tók hann við af Ríkharði Jónssyni sem þjálfari. Guðjón sagði erfitt að gera uppá milli ára, en gamli kjarninn hefði verið mjög samstíga og samstillt- ur. „Þetta voru svo fáir leikir og því mátti ekkert útaf bregða. Eitt tap og búið spil. En við tókum þetta mjög alvarlega, byijuðum að æfa strax eftir áramót, æfðum þrisvar í viku og lékum æfínga- leiki. Vorum í toppformi, þegar mótið hófst, en á þessum árum fóru allir leikirnir fram á Melavell- inum í Reykjavík.“ Oft hefur verið spurt hvemig staðið hafi á yfirburðum Skaga- manna á þessum árum, en Guðjón sagðist ekki hafa neitt einhlýtt svar. „Aðstaðan var ekki sambæri- leg við það sem nú er, allt var af skornum skammti. Við höfðum einn lélegan malarvöll, en sandur- inn var á við góðan grasvöll. Engu að síður var allt í föstum skorðum, aldrei breytt útaf vananum. Til dæmis æfðum við aldrei daginn fyrir leik heldur héldum fund, þar sem farið var yfír andstæðingana, línurnar lagðar upp og leikaðferð ákveðin. Við fórum ýmist í rútu eða með skipi til Reykjavíkur og miðuðum við að vera mættir tveim- ur tímum fyrir leik. Leikirnir voru erfiðir og menn stífír, en Mixon [Eðvald Hinriksson] sjúkraþjálfari var okkur mjög innan handar og það, sem hann gerði fyrir okkur verður ekki fullþakkað. Sagan er löng og Akranes var snemma með gott knattspyrnulið enda alltaf mikill áhugi fyrir knattspyrnu á staðnum. Skagamenn hafa alltaf verið kröfuharðir og ef ég á að taka eitthvað út má segja að stutta, skemmtilega spilið, sem byggði á meginlandsknattspyrn- unni, hafi komið þessu öllu af stað. Það er engin spurning að Rikki [Ríkharður Jónsson] kom með nýja hugsun, nýja knattspymu eftir að hafa verið hjá þýsku liði í þijá mánuði 1951. Hann tók við mjög góðum hópi áhugasamra manna og gerði stóra hluti á nokkrum mánuðum. Hann var afburða- knattspyrnumaður og kom liðinu á það stig að það gat leikið góða knattspyrnu. Síðan hafa skipst á góð og mögur ár eins og gengur, en alltaf hefur verið reynt að spila skemmtilegan bolta og það hefur borið þennan árangur." Akranes á kortið Það hefur verið líf og fjör á Akranesi undanfarna daga, gleði og ánægja. Nýkrýndum bikar- meisturum var vel fagnað og ekki fer á milli mála að glæstur árang- ur Skagamanna á knattspyrnuvell- inum eflir bæjarbúa, styrkir þá og treystir. Guðjón sagði að eflaust hefði svipað verið upp á teningnum á árum áður. „Sennilega hafði ár- angurinn meiri áhrif en við gerðum okkur grein fyrir. Akranes varð þekktari bær innanlands sem utan. Hluta úr sumri var ég að þjálfa norður í Mývatnssveit og það kom mér á óvart að allir vissu öll deili á Skagaliðinu, um hagi leikmanna og innbyrðis tengsl. Eg held líka að hefðir og kröfur almennings á Akranesi hafi verið meira mál en annars staðar og ótrúlega mikið snýst um knattspymuna. Við höf- um verið heppnir að eiga sérlega duglega forystumenn, sem er ekki lítið atriði, og knattspyrnan hefur verið rík í mönnum. Bæjarfélagið hefur verið mjög virkt í stuðningi við knattspymu og aðrar íþróttir, en lengi býr að fyrstu gerð. Þegar velgengnin varð að vemleika gekkst bandalagið fyrig því að sett vom upp mörk á auðum blettum Guðjón Finnbogason í bænum. Þannig gátu ungir og verðandi knattspyrnumenn æft sig að vild í hverfinu sínu og ég er viss um að þetta hafði töluvert að segja í því að ala upp góða knatt- spyrnumenn. Annað atriði er stuðningur bæj- arbúa. í ekki stærra bæjarfélagi er ekki viturlegt að dreifa kröftun- um ef ná á árangri. Hér hefur knattspyrnan dregið flesta að sér og annað fallið í skuggann, en stundum jaðrar við að kröfurnar séu ósanngjarnar. Fólk vill alltaf fá það besta, toppleik í hvert sinn, en það er ekki sanngjarnt." alla stolta,. „en fyrst og fremst eflir þetta unglingastarfið, því krakkarnir vilja líkja eftir stjörnunum." Kröfur, væntingar, gleði. Ekki er víst að stofnendur fyrsta knatt- spymufélagsins á Akranesi 1922 hafi séð fyrir sér hvemig boltinn ætti eftir að rúlla og ekki gekk átölu- laust hjá Ríkharði Jónssyni og fleir- um að fá það samþykkt að Akranes yrði með í íslandsmóti meistara- flokks 1946, en sú varð á raunin. Sama ár tók Akranes þátt í íslands- móti 2. flokks og sigraði, en í flokkn- um vora leikmenn, sem áttu eftir að setja svip sinn á Skagaliðið um ára- bil, strákar, sem mddu brautina og skipuðu gullaldarliðið, sem svo hefur verið nefnt. Gullaldorliðid Fæðingin var erfið, en mönnum ber saman um að með endurkomu Ríkharðs eftir fjögurra ára vem með Fram meðan hann var í námi í Reykjavík og þriggja mánaða dvöl hjá þýsku liði 1951, hafi byltingin byijað, sem enn sér ekki fýrir endann á. Ríkharður kom með nýjar æfíngar og aðrar áherslur, dæmið gekk upp og Skagamenn fögnuðu fyrsta Is- landsmeistaratitlinum í meistara- flokki. Skagamenn héldu uppteknum hætti á næstu árum, gullaldarliðið festi sig í sessi og leikmennirnir vom á allra vömm, en að öðram ólöstuð- um var Ríkharður Jónsson helsta skrautfjöðrin. „Við fylgdumst með þessum mönnum og tókum þá til fyrirmynd- ar,“ sagði Haraldur Sturlaugsson, sem skynjaði gullaldarliðið með móð- urmjólkinni, eins og hann orðaði það við Morgunblaðið, lék með hinu sig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.