Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLIAÐIÐ SUNNÖDAGUR '5. SEPTEMBER 1993 leikjum frá 1961, sneru þeir við blað- inu 1978 og fögnuðu bikarmeistara- titli í fyrsta sinn. Síðan hafa þeir fimm sinnum leikið til úrslita og ávallt sigrað. Á Akranesi voru tvö lið, KA og Kári, og voru fiestir leikmenn gull- aldarliðsins í KA. Haraldur sagði að þess vegna hefðu hann og fieiri af svonefndri annarri kynslóð farið í Kára, „til að fá að spila á móti þeim.“ Reynslan kom hægt og sígandi, en árangurinn eftir dvölina í 2. deild var jafnvel betri og fyrr á ferðinni en bjartsýnustu menn á Akranesi þorðu að vona. Ríkharður Jónsson tók við þjálfun liðsins á ný og í bókinni Skagamenn skoruðu mörkin er með- al annars haft eftir honum að hann hefði ekki átt von á velgengninni svo fljótt, en grejniiegt væri að stutt væri í að íslandsmeistaratitillinn kæmi á Akranes. Á þessum tímamótum voru allir eldri leikmennirnir hættir og komu inn ný nöfn eins og Haraldur Stur- laugsson, Jón Alfreðsson, Jón Gunn- laugsson og skömmu síðar Teitur Þórðarson. Haraldur sagði að eldmóðurinn á Akránesi hefði haft mikið að segja varðandi það sem á eftir fylgdi. „Stuðningsmennirnir hafa aldrei sætt sig við minna en fyrsta sætið og því var þetta eðlilegur hlutur. Hugarfarið á Akranesi hefur verið þannig að menn viija vera á toppnum og ekki er loku fyrir það skotið að aðrir vilji líka sjá okkur þar. Þegar við höfum dottið höfum við fundið fyrir ánægju hjá mörgum, en sömu menn hafa verið fegnir að sjá Skag- ann koma strax upp aftur. Það er eins og mönnum finnist eitthvað vanta í deildina án Skagans." Enski þjálfarinn George Kirby tók við liðinu 1974 og þá urðu breyting- ar á hópnum. Hörður Jóhannesson, Karl Þórðarson, Ámi Sveinsson og Guðjón Þórðarson bættust við og að sögn Guðjóns áttu sér stað miklar breytingar í þjálfuninni. „Á þeim tíma skiluðu þær árangri og árangur var það eina, sem beðið var um. Þær skiiuðu okkur titli 1974 og 1975, sterku deildarliði á landsmælikvarða, sem var bæði árin í úrslitum bikars- ins, en tapaði illu heilli. Framhaldið grundvallaðist á upphafmu og Vals- menn, sem fengu Rússann Youri Ilitchev, einn klókasta og besta er- lenda þjálfarann, sem hér hefur starfað, réðu ekki við öflugt lið ÍA 1977 eftir að hafa sigrað tvöfalt árið áður. Baráttan var algjör 1977 og 1978, við börðumst við Val um Evr- Morgunblaðið/RAX Fjölmennir stuðningsmenn ó Akratorgi SU hefð hefur skapast að taka á móti Skagamönnum á Akratorgi eftir sigur í bikarúrslitum. Sú hátíðarstund var tilkomumikil s.l. sunnudag eins og ávallt áður, enda sat samkenndin í fyrirrúmi. Forystumenn GUNNAR Sigurósson og Har- aldur Sturlaugsson hafa lagt sitt af mörkum í öflugu upp- byggingarstarfi Skagamanna. ópusæti 1979, en eftir það var logn- molla og óskýrð deyfð.“ Viðmælendur sögðu að mikið hefði haft að segja að litlar sem engar breytingar urðu á liðinu 1974 og Áritunum safnað BÖRNIN dýrka stjörnurnar og Skagamenn hafa haft nóg að gera við að gefa eiginhandaráritanir, en hér er Ólafur Þórðarson í því hlutverki. 1975, en eftir 1976 gerðist það að markakóngarnir, Teitur og Matthías, fóru til Svíþjóðar. En maður kemur í manns stað og Pétur Pétursson fór í fremstu víglínu ásamt Kristni Björnssyni. Pétur var markakóngur deiidarinnar 1977 og 1978, en seinna árið gerði hann 19 mörk í deildinni, sem hefur einu sinni verið jafnað, en stendur enn. Skagamenn gerðu þá 47 mörk í deildinni og stóð það met þar til fyrir skömmu að þeir bættu það sjálfir. Þriðja tímabilió Hjá Skagamönnum hafa skipst á skin og skúrir eins og gengur, en félagið hefur ávallt náð að rífa sig upp eftir niðursveiflu. Eftir 1978 fóru Pétur og Karl í atvinnu- mennsku, en í staðinn komu Sigurð- ur Lárusson, Bjarni Sigurðsson og Kristján Olgeirsson frá öðrum félög- um. Um líkt leyti fóru Sveinbjörn Hákonarson og Sigurður Halldórsson að setja svip sinn á liðið. Þeir urðu bikarmeistarar 1982 og 1986 og náðu þeim einstaka árangri að sigra bæði í deild og bikar 1983 og 1984. Guðjón Þórðarson sagði að liðið hefði verið tiltölulega slakt 1982, „en hungrið nægði til að vinna bikarinn. Síðan fengum við farsælan þjálfara, Hörð Helgason, sem tókst að leiða það sterkasta fram í liðsheildinni, sem dugði til frábærs árangurs 1983 og 1984, en aðeins vesöld liðsins gerði það að verkum að við urðum ekki meistarar 1985. Jim Barron þjálfaði liðið 1986 og hann hafði ekkert fram að færa og það var ekki honum að þakka að Akranes hafði metnað til að vinna bikarinn. Það var fyrst og fremst hungur leik- manna eftir titli, hungur eftir vel- gengni." Sigurður Jónsson fékk fyrst tæki- færi 1982, þá 15 ára, og vakti hann meðal annars athygli fyrir að leika með öllum íslenskum karlalandslið- um á skömmum tima árið eftir. Ólaf- ur Þórðarsson kom einnig til sögunn- ar á þessum tíma og Heimir Guð- mundsson. 1985 tók Birkir Kristins- son við markmannsstöðunni af Bjarna og hélt henni í þijú ár, en þegar hann fór í Fram, fyllti Ólafur Gottskálksson í skarðið. Eftir bikarsigurinn 1986 urðu miklar breytingar á liðinu. Hörður Jóhannesson lagði skóna á hilluna, Guðjón Þórðarson hætti að leika og tók við þjálfuninni, Pétur Pétursson, sem kom heim úr atvinnumennsku fyrr um sumarið, gekk til liðs við KR, Árni Sveinsson fór í Stjörnuna HELGI DANÍELSSON Helöur að leiða „Skagamenn“ „Skagamenn Skagamenn skor- uðu mörkin,“ kyrja menn þessa dagana er knattspyrnulið IA leggur hvert liðið af öðru í duft- ið. En það er kunnara en frá þurfi að segja að það eru ekki allir leikmenn liðsins sem skora. Hlutverk sumra er að koma í veg fyrir að andstæðingarnir skori og fremstir þar í flokki eru mark- verðirnir. Einn þeirra sem stóð á miili marksúlanna í þá gömlu góðu daga er Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn hjá RLR. Helgi Dan byijaði að keppa fyrir hönd IA í 3. fiokki og árið 1950 lék hann fyrst með meistaraflokki, þá aðeins 17 ára gamall. Á árunum 1951 til 1955 lék hann hins vegar með Val. Það voru fyrstu ár hins svokallaða gullaldarliðs ÍA og á meðan að Helgi var í Reykjavíkur- útlegð hjá Val, urðu Skagamenn meistarar þrívegis, árin 1951, 1953 og 1954. Helgi flutti aftur heim árið 1956 og hóf að leika með IA. Ekki þurfti hann lengi að bíða eftir titli, enda Skagamenn með yfirburðalið í deildinni ásamt KR. Með Helga Dan innanborðs hélt ÍA sínu striki og vann titiiinn 1957, 1958 og 1960. Næsta áratuginn vann iiðið hins vegar engan titil og Helgi lagði hanskana á hilluna árið 1965. Langur leikur Þegar Helgi Dan er beðinn að lýsa Gamla kempan Helgi Daníelsson, formaður „Skagamanna", sýnir gamla takta. minnistæðasta leiknum er hann fljótur að segja að erfitt sé að gera upp á milli, þetta hafi verið svo margir og skemmtilegir leikir. Einn sé þó áleitinn í kollinum, 1-0 sigur í úrslitaleik gegn KR eitt árið, „í ausandi rigningu og roki“. „Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef nokkru sinni spilað og þó hann hafi verið þessar hefð- bundnu 90 mínútur fannst mér hann standa yfir heila eilífð. Við spiluðum undan vindi í fyrri hálf- leik. Þórður Jónsson náði að skora mark um miðjan halfleikinn og við sóttum ákaflega. í seinni hálfleik snerist dæmið hins vegar alveg við og þeir voru í látiausri sókn undan rokinu. Um tíma virtist allt KR-lið- ið vera komið inn í vítateiginn hjá okkur og ég ýmist varði skotin, eða þeir brenndu af.“ „Skogamenn" Helgi Daníelsson hefur haldið mik- illi og góðri tryggð við Skagann og ÍA þótt brottfluttur sé. í mars á síðasta ári var hann t.d. einn hvata- manna að stofnun stuðningsmanna- félags velunnara ÍA utan Skagans. Á stofnfund mættu hundrað manns, allt frá táningum til rúmlega sjö- tugra. Helgi var skipaður formaður félagsins sem síðan hefur bætt við sig um 200 félögum. „Ég lít á það sem mikinn heiður að gegna for- mennsku í félaginu, sem við skírð- um einfaldlega „Skagamenn". Hlut- verk þess er að styðja og styrkja knattspyrnu á Skaganum með þeim hætti sem okkur er fært og ég tel að við höfum sett mark okkar á áhorfendapallana. Svo er annað, að það eru ekki ekki eingöngu brott- fluttir Skagamenn í félaginu. Það er opið öllum vélunnurum félagsins hvar á landi sem þeir búa“, segir Helgi Dan. „ # Morgunblaðið/RAX og synirnir GUÐJÓN Þóróarson hafði oft ærna ástæðu til að fagna sem leikmaður, en hann hefur ekki síður staðið sig sem þjálfari og auk þess lagt góðan grunn að framtíðinni. Synirnir fimm eru stolt- ir af pabba og eru þegar farnir að feta í fótsporið. Guðjón held- ur utan um Tjörva meó vinstri hendi og Atla meó hægri hendi, en þeir eru að stíga sín fyrstu spor með boltann. Þá koma Bjarni og Jóhannes, sem báðir eru í 4. flokki og fyrir aftan þá stendur markahrókurinn Þórður. Þjálfarinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.