Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 8
MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 8 B 1241 Ormur Jónsson Svín- fellingur andast. 1845 Jón Sigurðsson gengur að eiga Ingibjörgu Einarsdótt- ur. 1848 Þingvallafundur sam- þykkir bænaskrá til konungs um aukið stjórnfrelsi. 1849 Landstíðindi hefja göngu sína. 1877 Jón Sigurðsson fer frá íslandi í hinzta sinn. 1896 Nýr landskjálfti á Suð- urlandsundirlendi. Meira tjón en í fyrri kippum 26. ágúst. 1904 Fyrsta skipbrots- mannaskýlið fullgert á Skeið- arársandi. 1904 Þrettán drukkna í Pat- reksfjarðarhöfn. 1910 Heilsuhælið á Vífils- stöðum tekur til starfa. 1942 Þýzk flugvél gerir loft- árás á Seyðisfjörð. 1968 Togarinn Surprise strandar á Landeyjasandi. 1972 Klippuaðgerðir ís- lenzkra varðskipa gegn brezk- um togurum hefjast. —/ *************************** 1590 Hertoginn af Parma leysir París úr umsátri Hinriks IV eftir sókn frá Niðurlöndum. 1698 Nýja brezka Austur- Indíafélagið stofnað. 1774 Fyrsta meginlandsráð- stefna nýlendnanna í Norður- Ameríku hefst í Fíladelfíu. 1800 Franska hernámsliðið á Möltu gefst upp fyrir Bretum. 1905 Styrjöld Rússa og Jap- ana lýkur fyrir milligöngu The- odore Roosevelts Bandaríkja- forseta með samningnum í Portsmouth, New Hampshire. 1922 Bandaríski flugliðsfor- inginn James Doolitle flýgur þvert yfir Bandaríkin frá Florida til Kaliforníu. 1939 Bandaríkin lýsa yfir hlutleysi — Jan Christiaan Smuts myndar stjórn í Suður- Afríku. 1950 Minnihlutastjórn Hans Hedtofts fer frá eftir kosn- ingaósigur danskra jafnaðar- manna og Erik Eriksen myndar stjórn. 1978 Leiðtogafundurinn í Camp David um deilur Egypta og ísraela hefst. AFMÆLISDAGAR Loðvík XIV 1638. „Sólkon- ungur" Frakka og einvaldur þegar vegur franska konung- dæmisins var mestur. Anton Diabelli 1781. Aust- urrískur tónverkaútgefandi. Gaf út tónlist Beethovens og Schuberts. Giacomo Meyerbeer 1791. Þýzkt tónskáld; kunnastur fyrir óperuna Les Huguenots. Jesse James 1874. Banda- rískur útlagi, sem stóð fyrir bankaránum um hábjartan dag ásamt bróður sínum Frank og glæpaflokki þeirra. Daryl F. Zanuck 1902. Bandarískur kvikmyndajöfur. Arthur Koestler 1905. Ung- verskur rithöfundur, kunnastur fyrir Myrkur um miðjan dag. Bessi Bjarnason 1930. Leik- ari. Isrgelsmenn drepnir á Olymptuleikunum 1972 Ellefu ísraelskir íþróttamenn létu lífíð í árás pa- lestínskra hryðjuverkamanna á Ólympmleikunum í Miinchen í dag. Átta grímuklæddir liðs- menn samtakanna Svarti sept- ember ruddust inn í Ólympíu- þorpið snemma í morgun og skutu á ísraelska keppendur þegar þeir voru í fasta svefni í svefnskálum sínum. Tveir íþróttamenn féllu í árásinni, 18 komust undan, en níu voru tekn- ir í gislingu. Leikamir vom stöðvaðir og 12.000 lögreglu- menn umkringdu þorpið. Hryðjuverkamennimir kröfðust þess að 200 Palestínumenn yrðu leystir úr haldi í ísrael og að sjálfír fengju þeir að fara óhult- ir frá Þýzkalandi. Þjóðveijar gengu að þessum kröfum og hryðjuverkahópnum og gíslun- um var fylgt út á flugvöll. Vegna mistaka hófu leyniskyttur lög- reglunnar skothríð og allir iþróttamennirnir níu létu lífið í skotbardaga og auk þeirra fjórir hryðjuverkamenn og einn lög- reglumaður. Þrír hermdarverka- menn voru hahdteknir, en einn komst undan. Leikunum verður haldið áfram þrátt fyrir þann skugga, sem hefur fallið á þá. Fyrirsát í Kðln 1977 Vestur-þýzka iðnrek- andanum Hanns-Martin Schley- er var veitt fyrirsát í Köln í dag þegar hann og vopnaðir lífverðir óku í tveimur bifreiðum heim til hans frá skrifstofu hans í mið- borginni. Bílstjóri Schleyers varð að snarhemla til þess að komast hjá árekstri við gulan fólksbíl og barnavagn, sem lok- uðu götunni. Lífverðirnir í hin- um bílnum sáu að hætta var á ferðum og ökumaðurinn nam staðar fyrir aftan bláa Merce- des-bifreið Schleyers. Þrír líf- verðir stukku út og þeir og bíl- stjóri Schleyers urðu fyrir að minnsta kosti 300 vélbyssukúl- um frá fimm eða sex hryðju- verkamönnum, sem umkringdu bílana. Hryðjuverkamennirnir drösluðu Schleyer upp í bíl sinn og hurfu á braut. Síðan í vor hafa tveir kunnir Vestur-Þjóð- veijar verið myrtir: Siegfried Buback ríkissaksóknari í Karlsruhe og Júrgen Ponto bankastjóri skammt frá Frank- furt. Áætlað er að 1200 Vestur- Þjóðveijar kunni að gerast hryðjuverkamenn og fá hjálp frá 6.000 stuðningsmönnum. Bandarískt hafnbann á Tripoli 1804 Bandaríski sjóherinn hefur sett hafnbann á Tripoli í Norður-Afríku í stríði sínu við sjóræningja í Barbaríinu. Her- skip Edwards Prebles flotafor- ingja hafa króað sjóræningja- flota valdhafans Yusuf Kara- manli inni í Tripolihöfn og' skotið af fallbyssum á borgarmúrana. Árásir Bandaríkjamanna náðu hámarki þegar þeir sendu skip hlaðið púðri inn í höfnina til þess að eyða sjóræningjaflotan- unm, en vopnaðir verðir á múr- unum urðu varir við eldskipið og sprengdu það í loft upp. Ótryggt ástand hefur ríkt á Mið- jarðarhafí vegna styijaldanna á meginlandinu í kjölfar frönsku byltingarinnar og Bandaríkja- floti hefur reynt að stöðva endur- teknar árásir sjóræningja á bandarísk skip. Valdhafinn í Tri- poli hafði ekki búizt við að Preble gripi til jafnharkalegra aðgerða. Meðan þessu fer fram sækja bandarískir landgönguliðar Will- iams Eatons ásamt málaliðum yfir Líbýuauðnina frá Alexandr- íu til Tripoli. Sovétrík- in liðin undir lok 1991 Sovétríkin eru liðin undir lok. Framtíð þeirra hafa verið í óvissu síðan kalda stríð- inu lauk, lýðræðisstjómir tóku við völdunum í grannríkjunum og Þýzkaland sameinaðist. Undanfarin hálfan mánuð hafa Borís Jeltsín og stuðn- ingsmenn hans unnið hvem sigurinn á fætur öðmm. Bylt- ingartilraun hefur verið brotin á bak aftur, kommúnista- flokkurinn hefur gefíð upp öndina, Eystrasaltslöndin hafa fengið sjálfstæði og mið- stjómarvaldið hefur verið lagt að velli. í dag neyddist Full- trúaþing Sovétríkjanna tij að leggja niður ríkjasambandið og fá sovétlýðveldunum völdin í hendur vegna þrýstings frá Míkhaíl Gorbatsjov sovétfor- seta. Samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi verður Gorb- atsjov valdalaus þjóðhöfðingi. London brennur 1666 Gífurlegur eldsvoði hefur geisað í London í nokkra daga og virðist hafa átt upptök sín í brauðgerðarhúsi í austur- borginni. Þaðan barst eldurinn í tjöruverzlun í næsta húsi, sem sprakk í loft upp. Andar- taki síðar stóð allt hverfið í björtu báli. Borgarstjórinn taldi enga hættu á ferðum, en daginn eftir hafði eldurinn breiðzt út um mestalla borg- ina. Þúsundir fjölskyldna flúðu heimili sín og leituðu hælis í litlum bátum á Thames og á ökrum fyrir utan borgina. í dag tókst sjóliðum loksins að hefta útbreiðslu eldsins með því að sprengja upp hús á stóru svæði, sem eldurinn ógnaði. Rúmlega 13.000 einbýlishús og 90 kirkjur brunnu til kaldra kola og 162 hektara svæði umhverfis Tower-kastala er í rústum, en aðeins níu manns fórust. Þegar eldurinn kom upp voru borgarbúar varla búnir að ná sér eftir pláguna miklu í fyrra þegar 75.000 létu lífíð. Faraldurinn var enn útbreiddur í gömlum timbur- húsum, sem hafa horfið í elds- voðanum. Yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum. Fæða verð- ur það fólk sem hefur misst heimili sín og veita því húsa- skjól. Síðan verður að reisa nýja borg handa þessu fólki. ffll mm mt" n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.