Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 B 7 Matkrákan í TPaxÝ&/Hverjir boróa hvabf Homo turisticus París í ágúst: friður og himnarík- issæla! Aldrei of heitt til að gera ekki eitthvað, lítil umferð, býsna hreint loft í hálftómri borg. Stór hluti heimamanna haldinn á vit ævintýra utan borgarmúra og lætur gestum eftir sín stórkostlegu leiktjöld til að setja á svið eigið líf. Ut um stræti og torg, árbakka og al- menningsgarða - og síðast en ekki síst í hinum ódýru og vel skipulögðu almenningssamgöngutækjunum: metró og strætó - má fylgjast með leikritum á ýmsum tungumálum. í ár eru aðallega á ferðinni gamanleik- rit fyrir alla fjölskylduna; nokkuð er um banalar ástarsögur gagnkyn- hneigðra eða samkynhneigðra para með harla fyrirsjáanlegri leikfléttu; sænsk vandamálaleikrit eru orðin afar fátíð en commedia dell’arte aft- ur á móti á öðru hveiju götuhorni. Líkur sækir líkan heim Enn er borgin á Signubökkum vinsælasta ferðamannaborg í heimi. Þó hefur dregið úr ferðamanna- straumi hingað sem og til annarra borga í kreppunni. Almennt ferðast fólk skemmra en áður og hefur minnkað verulega við sig í neyslu matar og drykkjar. Ameríkanar sem geystust hér um í gjammandi flokk- um spreðandi dollurum fyrir örfáum árum eru orðnir sjaldséðir; dagf- arsprúðum Japönum vopnuðum myndavélum hefur meira að segja fækkað umtalsvert, sömúleiðis vel skæddum Þjóðvetjum. Hins vegar sækja rómönsku Evrópuþjóðirnar hverjar aðrar heim í æ ríkari mæli. Því eru flest leikritin sem maður verður áheyrsla að á rómanskri tungu, ef ekki á frönsku, þá ítölsku, spænsku eða portúgölsku. Líkur sækir líkan heim nú orðið. Italirnir eru sýnu fjölmennastir og kannski líka fyrirferðarmestir sökum málgleði sinnar. Það væri líka mikil synd ef ítalir væru þumbarar, sparir á sitt hljómfagra móðurmál. Það er nú öðru nær, sem betur fer. Þeim virðist í blóð borið að tyggja og tala samtímis, án þess að missa út úr sér matinn eða bía sig alla út. Nei, þetta eru algjör snyrtimenni. Pabbi, mamma, börn og hundur í Lúxembúrgargarðinum eða Bou- logne-skógi. La mamma tínir upp úr nestiskörfunni allt sem þarf fyrir déjeuner sur l’herbe - hádegisverð í grasinu: vín og osta, kryddpylsu, kæfu og skinku, brauð og ávexti. Svo upphefst mikil og hávær sam- ræða um gæði franskra landbúnað- arafurða og samanburður við ítalsk- ar. Börnin hafa ekki færra til mál- anna að leggja en foreldrarnir og svo mikið er víst að hundurinn situr ekki hljóður hjá. Wurst, mortadella, saucisse Aðrir gistivinir Parísar láta sér kannski nægja vín og brauð; vatn, brauð og ávexti; nú eða ís og pyls- ur. Allt eftir smekk og fjárhag. Frönsku pylsurnar eru reyndar ekki með öllu, heldur engu nema sterku Dijon-sinnepi. Pylsusamanburður Þjóðverja og Skandínava er |ullt eins áhugaverður og ostaspjall ítalanna. Þá er ekki síst áhugavert að bera saman orð yfir pylsur á ólíkum tungumálum, bragð þeirra, hljóm og kyn. Yfirleitt er þessi kjötafurð kven- kennd, sbr. algeng orð yfir hana á íslensku, þýsku, ítölsku og spænsku. Pylsa, snaggaralegt orð, sem gefur í skyn með hljómi sínum hversu snöggétin hún er. Öðru máli gegnir um ítölsku orðin salsiccia og rnorta- della, að ég nú ekki tali um katal- ónsku pylsuna butifarra sem er eftir atvikum hvít eða svört, bianca eða nera. Sá sem ekki skilur orð í katal- ónsku og heyrir hvíslað í eyra sér þessari kynngimögnuðu samsetn- ingu, butifarra bianca, getur nú dott- ið ýmislegt í hug - kvenkyns að sjálfsögðu. Danskan samkynhneigð með sin pölse. Enskan beinlínis af- brigðileg með sinn heita hund - hot dog. Og þýskan, drottinn minn! Wurst - skelfileg tilhugsun að vera sama kyns og þetta orð. Aftur á móti hæftr þýska orðið býsna vel þessari klúru kjötafurð að því leyti að Wurst er einmitt hljóðið sem maður gefur frá sér eftir að hafa troðið upp í sig einni með öllu, ég tala nú ekki um ef einhver hefur neytt mann til að gleypa hana. Franskan á ýmis orð yfir pylsur, bæði í karlkyni og kvenkyni. Þau algengustu: saucisse í kvk. og sauc- isson í kk. Sem sjálfskipaður dómari í fegurðarsamkeppni orða yfir pylsur vel ég butifarra bianca í fyrsta sæt- ið og mortadella í annað. Kreppuáhrif Það segir sig sjálft að gengi franskra veitingahúsa fer fallandi fyrst ferðamennirnir eru upp til hópa komnir yfir í skrínukost með öllu og pylsur með engu. Og Frakkar sjálfir éru af ýmsum ástæðum orðn- ir aðhaldssamari í mat og drykk. Víða er þunnskipaður bekkurinn á kaffi- og veitingahúsum höfuðborg- arinnar. Sum eru farin á hausinn, önnur betjast í bökkum. Fólk í veit- ingarekstri man ekki aðra eins óár- an. Félagsfræðingar benda á að hing- að til hafi borgarastéttin aldrei verið jafn munaðarsjúk og á krepputím- um, sbr. á þriðja og fjórða áratugn- um, og um miðjan þann áttunda. En þá ber þess að gæta að ekki voru þtjár milljónir atvinnulausra í landinu. Flottræfilsháttur virðist fyr- ir bí meðal þeirra sem meira mega sín. Fólk er ekki í skapi til að skála í kampavíni fyrir kreppunni. Þar að auki láta æ fleiri sér annt um heilsu sína óg útlínur. Veitinga- húsaeigendur stynja þungan og kvarta yfir því að allir séu í megr- un. Nokkuð til í því. Jafnframt hafa kröfur um ástundun og vinnuafköst almennt aukist. Það heyrir nánast sögunni til að fólk í viðskiptalífinu snæði saman í hádeginu tímunum saman, margréttaða máltíð ásamt fordrykk, léttvíni, kafft og koníaki. Kannski eins gott þar sem nú á svo að heita að hafin sé viðreisn í frönsku atvinnu- og efnahagslífi. Samtímis fer fram endurmat og endurskoðun í franska eldhúsinu. Meira um það síðar, en... ‘ Tveggja engla súpa ... að lokum uppskrift að yndis- lega ferskum og sumarlegum eftir- rétti sem ég hef skýrt Tveggja engla súpu. (Það þarf reyndar ekki nema einn engil til að búa hana til, en hins vegar tvo til að borða hana. Svo má náttúrlega margfalda eftir þörfum.) Hráefni: 1 lítil melóna (cantal- oupe-melóna er best, en ógen-mel- óna og hunangsmelóna eru líka ágætar), 2 dl hvítvín, t.d. Sauternes, nokkur fersk myntublöð (Biskupst- ungnamyntan góða fæst orðið víða í verslunum). Skerið lok ofan af melónunni, gjarnan í krákustíg (sikk-sakk). Skafið aldinkjötið variega innan úr henni, ijarlægið steina en skerið kjötið í munnbita og setjið í skál ásamt safanum. Hitið hvítvínið í potti. Hellið melónubitum og safa út í pottinn þegar suðan kemur upp og látið sjóða í nákvæmlega tvær mín- útur. Setjið þá þtjú myntublöð út í pottinn og látið krauma í nákvæm- lega eina mínútu til viðbótar. (Ekki lengur, því þá fer melónan í mauk og myntan gefur frá sér rammt bragð.) Hellið nú englasúpunni í melónuna, setjið þtjú ný myntublöð efst, síðan lokið. Súpan þarf tvo tíma í kæliskáp til að komast inn í himna- ríki. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Jón Elvar (Jónsi) Hafsteinsson - gítar Tómas Gunnarsson gítar Kristinn R Kristinsson framkvæmdastjóri Guðmundur Pétursson Fyrirlestur - gítar Ásgeir Ásgerirsson gítar - samspil Friðrik Karlsson gítar - aðalkennari James Ólsen trommur - samspil Björn Thoroddsen gítar - aðalkennari ROKK - BLUS - HEAVY METAL - JASS - COUNTRY ÞJÓOLÖG - RAFBASSI Nemendur skólans fó sérstakan nemendaafslótt í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. REYKJAVIKUR LAUGAVEGI 163 Innritun ó haustnámskeib fer fram dagana 6. ■ 24. sept. i sima 621661 ab Laugavegi 163 milli kl. 15.00 og 21.00. Skipuleggjendur námsefnis og aðal kennarar eru Björn Thoroddsen og Fri&rik Karlsson. Ab þessu sinni verður bo&ið upp á kennslu i eftirfarandi stiltegundum: ROKK - BLÚS - HEAVY METAL ■ JASS COUNTRY - ÞJÓÐLÖG. RAFBASSALEIKUR Kennsla fyrir byrjei og lengra komna i flestum stiltegundum. 12 vikna námskeið • Fyridestrar Nemendatónleikar og stúdíóupptaka i lok námskeiðs. Undirbúningsnám fyrir FÍH Innritun í síma: 62/66/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.