Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Það gerðist... Flestar þjóðir eiga sér ein- hveija örlagatíma í sögu sinni, sem leiða til uppgjörs og kannski útskýringa og sam- viskubits eftir á. Um síðustu helgi rifjuðu Danir upp slíka tima, þegar liðin voru fimmtíu ár frá því að danska stjórnin neyddist til að segja af sér vegna uppþota og óánægju almennings yfir samvinnu hennar við her- námslið Þjóðveija. Eftir heift- ugt uppgjör í nokkra daga í stríðslok var komið á stjórn stjórnmálamanna, sem höfðu verið í stjórn á hernámstíman- um og meðlimum Frelsisráðsins, sem' hafði verið í andspyrnu. En æ síðan hafa efasemdir og vangaveltur um stríðsárin nag- að Dani, rétt eins og Hamlet forðum. Áttu þeir að vera eða vera ekki, aðhafast ekkert eða taka til sinna ráða? Hemám Þjóðveija í Danmörku 9. apríl 1940 gekk átakalaust fyr- ir sig. Danir gáfust upp, næstum allir. Nokkrum dönskum herskip- um var reyndar siglt snarlega yfir til Svíþjóðar en það var undantekn- ing. Norðmenn börðust hins vegar gegn Þjóðveijum. Þó flestir geti skilið að stjómmálamennirnir dönsku kusu þetta til að leiða ekki hörmungar og ófrið yfir þjóðina í þessu marflata landi, sem land- fræðilega er tæplega aðskilið frá Þýskalandi, þá em enn þann dag í dag ýmsir sem álíta að hetjulegra hefði verið að snúast til vamar. Svörin eru oftar en ekki að auð- velt sé að vera bæði vitur og hetju- legur eftir á. Uppvakningurinn Holgeir danski En þó stjórnin hafí reynt eftir bestu getu að halda góðu sam- bandi við þýska hernámsliðið og hvatt almenning til hins sama, var þessi stefna meira en margir þoldu. Holgeir danski vaknaði upp. Hol- geir heitir dönsk söguhetja, sem á rætur að rekja til sagnanna um Karlamagnús og kappa hans. Sag- an segir að hann sofi í kjallara Krónborgarkastala og vakni, þegar þjóðinni liggi mikið við. Þess vegna tók einn af andspymuhópunum upp þetta nafn þegar hann hóf starfsemi sína. Einn af mönnum Holgeirs danska, Jorgen Rojel, hefur nú tekið saman bók um starf- semina, „Holger danske rejser sig. Opgoret med stikkere og terrorist- er“. Bók Rojels er ekki fræðileg út- tekt á hreyfíngunni, heldur er hún byggð á frásögnum fjörutíu af um 350 meðlima hennar og er bæði heillandi og spennandi lesning. Ef dönskukennara vantar texta til að halda athygli nemenda, væri ekki úr vegi að velja nokkrar blaðsíður úr bókinni. Einu sinni sem oftar kom einn af mönnum Holgeirs danska inn í grænmetisbúðina og bað um 3 pund af kartöflum að venju. Þegar afgreiðslukonan svar- aði „Alveg sjálfsagt" skildi hann að eitthvað var að, borgaði og ætlaði inn í tóbaksbúðina við hlið- ina til að fregna hvað væri. En á hæla honum komu þrír Gestapo- menn, sem höfðu beðið á bak við í grænmetisbúðinni. Áður en þeir náðu að gera nokkuð hafði kart- öflukaupandinn skotið tvo 'með byssunni í jakkavasanum og stokk- ið upp á kvenhjól, sem stóð við búðina. Þriðji Þjóðveijinn skaut á eftir hjólreiðamanninum, sem taldi skotin'á flóttanum. Þegar hann þóttist viss um að Þjóðveijinn hefði tæmt byssuna, sneri hann við og skaut hann. Að vissu leyti má segja að and- spyrnuhreyfingin hafí verið nokk- urs konar ungmennauppreisn gegn eldri kynslóðinni almennt, sem vildi sjá til og reyna að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Flestir meðli- manna voru rétt um og yfír tví- tugt. Af frásögnum manna Hol- geirs danska kemur fram að þeir voru ekki aðeins í stríði við Þjóð- veija, heldur eigið fólk. Sumir Danir kjöftuðu frá og voru því hættulegir. Um 350 uppljóstrarar voru drepnir í allt og menn Hol- geirs danska reiknuðu með að þeir hefðu drepið um 200 þeirra. Þeir reyndu eins og þeir gátu að vera alveg vissir, en líklega voru níu af þessum 350 drepnir saklausir. Holgeir missti 64 menn. Eftir stríð- ið kom í ljós að íjóðveijar vissu bókstaflega allt um andspyrnu- hreyfínguna, vissu nöfn meðlim- anna og heimilisföng, leyninöfn og dulmál þeirra og vissu um vopna- geymslur þeirra. Sumir hafa haldið því fram að engin þjóð hafi verið jafn fús að kjafta í Þjóðveija og Danir, aðrir að frásagnargleði þeirra hafí stafað af einfeldni og aðgæsluleysi, svo orð hafi borist til Þjóðveijanna óbeint. Andspyrnan beindist því ekki aðeins gegn Þjóðveijum, heldur einnig þeim sem unnu með þeim og hún beindist einnig að því að hrekja stjórnina frá. Það tókst 29. ágúst 1943. Fram eftir árinu hafði orðið æ ljósara að farið var að halla á Þjóðveija, bæði á austurvíg- stöðvunum og eins í Afríku. Þetta stappaði stálinu í andspymuhreyf- inguna og í Dani almennt. Um sumarið færðust skemmdarverk í aukana. Þeim fylgdu átök og götu- bardagar og í Óðinsvéum byijuðu verkföll, sem breiddust um Fjón og yfir á Jótland og Sjáland. Stjómin hvatti fólk til að vinna og blöðin sem vora ritskoðuð kölluðu andspymufólkið skemmdarverka- menn, stigamenn, hermdarverka- menn og óróaöfl. Leiðtogar jafnað- armanna hvöttu fólk til að vinna en fara ekki í verkfall. Þegar Hitl- er setti Dönum afarkosti í lok ág- úst var stjómin milli tveggja elda og 29. ágúst sagði hún af sér. Samvinnan við hemámsliðið hafði beðið skipbrot. Andspymuhreyf- ingin hafði haft sitt fram. 2. október 1943 keyrðu þýskir herbílar um Danmörku til að hand- taka gyðinga eða fólk sem álitið var vera með gyðingablóð í æðum. En fólk var viðbúið og um nóttina og næstu daga tóku tugir þúsunda Dana höndum saman við að hjálpa þessu fólki yfír til Svíþjóðar. Átta þúsundum var komið undan yfír sundið í öragga höfn í Svíþjóð. Af þessu mega Danir með sanni vera stoltir. En nýlega hefur ungur sagnfræðingur, Bent Blúdnikow, skrifað bók um hvemig Danir tóku á móti gyðingum, sem flýðu frá Þýskalandi fyrir stríð, eða öllu heldur hvemig þeir tóku ekki á móti þeim. Blúdnikow hefur marg- sinnis bent á að hann segi þessa sögu ekki síst til að hægt sé að hugleiða hana þegar verið er að ræða móttöku flóttamanna, sem eru að flýja útrýmingu í Bosníu og nágrenni. Málamiðlunin eftir stríð: Kjaftshögg Margir þeirra, sem höfðu leynt eða ljóst barist gegn hernámsliðinu ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum og eyram, þegar fyrsta stjómin eftir stríð var samsett af stjórnmálamönnum, sem höfðu setið við völd með vilja Þjóðveija og svo af meðlimum Freisisráðs- ins, en þar vora fulltrúar ýmissa andspyrnuhópa og svo Kommún- istaflokksins, sem hafði verið bannaður. Hugmyndin var að sam- eina þjóðina aftur eftir hremming- amar, en um leið var næstum kom- ið í veg fyrir umræðu um reynslu stríðsáranna. Allt áttj að vera gleymt og grafíð. Þetta urðu mörgum andspymu- mönnum mikil vonbrigði, kjafts- högg sögðu sumir og bættist ofan á andlega togstreitu sem þeir áttu við að glíma eftir stríð, vegna spennu, vinamissis, drápa og ann- arra skelfilegra atburða á stríðsár- unum. Töluverður hluti átti erfítt með að samsamast daglega lífinu aftur og sjálfsmorð vora ekki sjald- gæfur endir. Aðrir héldu samband- inu í Holgeir danska-klúbbnum, sem starfar enn þann dag í dag. VILTU EIGNAST næstum þ»í FULLKOMIfl DANMERKURSAFN FYRIR EINUNGIS 5.970 KRÖNUR? - ÖTRÖLEGT VERÐHRUN! - SPARADU 30.430 KRÓNUR! NÝJUNG - FRÁBÆR spennandi FRÍMERKJA FJÁRSJÓÐSLEIT í GULLNÁMU DANSKRA FRÍMERKJA SEM er á ALLAN HÁTT EINSTÆÐ. Skráð heildarverðmæti frímerkja í pottinum er rúmlega 200 milljónir íslenskra króna t.d. GÖMUL SJALDGÆF frímerki á borð við SKILDINGS frímerki, auraútgáfur, yfirprentanir, tímabundnar útgáf- ur. SKRÁÐ VERÐ 1.000 - 2.000 - 3.000 krónur stykkið - jafnvel meira en 10.000 krónur stykkið. TREYSTIRBU ÞÉR TIL Afl B0R6A EINUNGIS 5 KR. FYRIR ÞESSIDÝRU FRÍMERKI? Hér má sjá hluta hins EINSTÆÐA DANSKA frímerkjalagers þar sem meðal annars eru FRÁBÆR ÓFLOKKUÐ frímerki - einungis HUGMYNDAFLUG þitt setur þvi skorður hvaða VERÐMÆTI þú getur fundið. ÞÚSUNDIR frímerkja með skráð verð upp á jafnvel 10.000 - 20.000 íslenskar krónur stykkið. Við erum að LOSA OKKUR við ALLT SAMAN - ÞVÍ 6EFST ÞÉR KOSTURI: DANMARKS KYKLOPSAMLING með rúmlega 1.140 verömætum frímerkjum (meirihluti ALLRA útgefinna). Skráð verð a.m.k. 50.000 krónur. VERÐ NÚ 5.970 KRÓNUR - VERÐ ÁÐUR 36.400 KRÓNUR - PÚ SPARAR 30.430 KRÓNUR. „Ég fann hið SJALDGÆFA DANSKA 100 AURA APPELSÍNUGULT nr. 59x frá 1907 sem er 65.000 króna virði" fagnar HEPPINN FRÍMERKJASAFNARI frá Jótlandi. ATHI ÞÚ ÞARFT EINUNGIS AÐ DETTA í LUKKUPOTTINN MEÐ EITT FRÍMERKI TIL AÐ ÞAÐ BORGI ALLAN PAKKAN OG MEIRA TIL. í þessari INDÆLU DÖNSKU FRÍMERKJAPARADÍS finnurðu nfjölda mjög verðmætra frímerkja - ÓFLOKKUÐ FRÍMERKI (þar sem meðal annars eru SJALDGÆF DÖNSK FRÍMERKI með skráð verö upp á þúsundir króna - Þetta gæti hent þig rétt eins og danska frímerkjasafnarann sem fann hið sjald- gæfa DANMÖRK 100 AURA APPELSÍNUGULT frá 1907 sem er metið á 65.000 krónur. Það er auðvitaö ekki hægt aö segja fyrir um hvort þú verðir jafn heppinn, en þú átt jafn MIKLA möguleika. Óháö því hvort þú dettur jafn hressilega í LUKKU- POTTINN eða ekki þá færðu hundruð verðmætra DANSKRA frímerkja s.s. hótíðar- og minningarútgófur - Rauði krossinn - góðgerðarmál - sérútgófur - tímabundnar útgófur o.fl. Allt danska „kyklop" safnið i STÓRU ALBÚMI með öllu því sem nefnt hefur verið (+ margt annað) - FLEIRI EN 1.140 spennandi dönsk frímerki með skráð verð upp á að mlnnsta kosti 37.200 krónur (að ógleymdu þvi sem þú gætir fengið þessu til viðbótar) + ef þú pantar INNAN 5 DAGA FÆRÐU VEGLEGAN BONUSPAKKA með m.a. fullkomnu fiugpósts- setti, skróð verð 12.800 krónur, SKRÁÐ VERÐ SAMTALS ER ÞVÍ 50.000 krónur - VERÐ ÁÐUR 36.400 krónur - VERÐ NÚ EINUNGIS 5.970 KRÓNUR - ÞÚ GRÆÐIR HVORKI MEIRA NÉ MINNA EN 30.430 krónur - GERÐU MEIRIHÁTTAR KAUP - Pantaðu nr. 337B í dag, þar sem upplagið er takmark- að. Einungis eitt safn á kaupanda. Fullur skilaréttur. VIÐ ÁBYRGJUMST AÐ ÞÚ FÁIR HIÐ SJALDGÆFA 4RBS - ELSTA FRÍMERKI DANMERKUR frá árínu 1851 sem kostar frá 3000- 26.000 krónur eftir litabrígð- um (þú borgar einungis 5 krónur). Þetta SJALDGÆFA frímerki er að finna í hinu stóra DANMARK KYK- LOPSAMLING sem ásamt öðrum DÝRUM DÖNSKUM frímerkjum fer lótt með að borga upp allt safnið - AF- GANGURINN er ÓKEYPIS. PðNTUNARSEÐILL Afl VERÐMÆT1199.000 KRÓNUR □ Sendið mér Nr. 337B - DANMARK KYKLOP SAML- ING - STÓRT ALBÚM með RÚMLEGA 1.140 verð- mætum frímerkjum + VEGLEGAN BÓNUSPAKKA m. fullkomnu flugpóstssetti ókeypis. Listaverð 50.000 krónur - VERÐ ÁÐUR 36.400 KRÓNUR - VERÐ NÚ EINUNGIS 5.970 KRÓNUR (+ 2 VEGLEG- AR SKRÁR ÓKEYPIS). □ Sendið mér Nr. 549B. ISLAND MAMMUT FRIMÆR- KEPAKKE - GULLNÁMA með RÚMLEGA 5.500 spennandi frfmerkjum fra ÍSLANDI, hinum Norður- löndunum o.fl. Skráð verð þeirra er allt að 500- 1.000 krónur stykkið - ÞÚ borgar einungis 0,75 KRÓNUR STYKKIÐ. SKRÁÐ VERÐ 129.000 KRÓNUR - VERÐ ÁÐUR KR. 67.000 - VERÐ NÚ EINUNGIS 3.980 KRÓNUR - SPARAÐU 63.020 KRÓNUR. 20.000 KRÓNA AUKABÓNUS □ Sendið mér bæði SÉRTILBOÐIN NR. 337B OG 549B með 6.970 spenn- andi frímerkjum með skráð verð upp á 179.000 krónur + AUKABÓNUS, AÐ VERÐMÆTI 20.000 KRÓNUR - SEM ÞÝÐIR að skráð verð er sam- tals 199.000 KRÓNUR - VERÐ EINUNGIS 5.970+3.980=9.950 KRÓNUR. SPARAOU 1.170.003 KRÓNUR MEO ÍSLENSKU SÉRTILBOÐI. □ SENDIÐ MÉR NR. 21B MASTODONT ISLAND FRIMÆRKEKASSE með 50.000 spennandi frf- merkjum frá ÍSLANDI og fleiri rfkjum. □ Skráð verð 1.200.000 KRÓNUR - VERÐ EIN- UNGIS 29.997 KRÓNUR - SEM ÞÝÐIR RISA- AFSLÁTTuppá 1.170.003 KRÓNUR. Þúfinnur þetta sjaldgæfa frímerki, listaverð 10.000 krónur eða samsvarandi frfmerki með sama verðgildi. Ég vil greiða á eftirfarandi hátt: □ Með meðfylgjandi ávfsun/reiðufé (ókeypis sending). □ Með því að greiða inn á gíróreikning 80155-0 Reykjavík (ókeypis sending eftir að greiðsla hefur borist). □ Með póstkröfu - sendingarkostnaður bætist við verð. VIÐ ERUM STÆRSTA FRIMERKJAMIÐSTÖÐ NORÐURLANDA. EF ÞÚ ERT EKKI FULLKOMLEGA ÁNÆGÐUR FÆRÐU ENDURGREITT. Á MYNDUNUM MÁ SJÁ HLUTA HINS STÓRA DANMERKUSAFNS SEM VIÐ ERUM NÚ AÐ LOSA OKKUR VIÐ OG DREIFT ER Á HIN SPENNANDI „KYKLOP“ SÖFN. Sendið pöntun bréflega til: NF - INTERNATIONAL A/S, DK-9800 HJ0RRING DANMARK. FAX. NR. 90 45 98 929093 - ollon sólnrhringinn. Nafn________ Heimilisfang Handbók umstyrki komin út HANDBÓK um styrki 1993 er komin út, en í henni er að finna samantekt á helstu náms- og rannsóknastyrkjum sem standa Islendingum til boða. Forveri handbókarínnar er Fréttabréf um styrki sem gefið var út þrisvar sinnum, síðast árið 1991. Mikið efni hefur bæst við frá síðasta fréttabréfí. Einkum eru það upplýsingar um styrki til rann- sókna er tengjast auknum mögu- leikum íslendinga á þátttöku í rannsókna- og þróunaráætlunum á vegum Evrópubandalagsins. Þá er kaflinn um norræna styrki mun yfírgripsmeiri en áður og einnig er getið mun fleiri styrkja fyrir starfandi listamenn og nemendur í listgreinum en áður var. Ritstjóri handbókarinnar er Eva Þengils- dóttir. Handbók um styrki er gefin út af Alþjóðaskrifstofu háskólastigs- ins. Starf skrifstofunnar er marg- þætt og fer sífellt vaxandi með auknum alþjóðlegum samskiptum á sviði menntunar og rannsókna. Starfsmenn skrifstofunnar geta veitt nánari upplýsingar um þá styrkjamöguleika sem getið er í handbókinni, bæði vegna nem- enda- eða kennaraskipta og til rannsóknaverkefna. Alþjóðaskrif- stofa háskólastigsins er til húsa í Aðalbyggingu Háskólans, 1. hæð. Handbók um styrki er 120 síður og kostar 400 krónur. Hún er m.a. seld í Bóksölu stúdenta í húsi Fé- lagsstofnunar stúdenta við Hring- braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.