Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐH) VELVAKANDI löASAVlí 5.¥ePTEMBER 19931
B 38£
Það þarf að endurskipu-
leggja Þjóðminjasafnið
HRAÐNÁMSTÆKNI HJÁ MÍMI
Frá Sigurjóni Sigurðssyni:
ÉG ÞAKKA Guðmundi Magnússyni
safnstjóra Þjóðminjasafnsins fyrir
svarið við síðari fyrirspum minni
til hans, þó, svarið sé að nokkm
leyti út í hött. Safnstjórinn segir í
svari sínu. „munir og gögn frá Al-
þingishátíðinni 1930 em varðveitt
sem sérsafn í Þjóðminjasafni ís-
lands.“
Ég fór í Þjóðminjasafnið ásamt
vini mínum í júlímánuði sl. gagn-
gert til að skoða þessa gripi frá
Alþingishátíðinni. Við urðum fyrir
miklum vonbrigðum, við sáum að-
eins hrafl af þeim á víð og dreif.
Okkur virtist því miður Þjóð-
minjasafnið vera í algjörri skipu-
lagsupplausn. Starfsfólkið var allt
af vilja gert til að leiðbeina okkur
Athugasemd
Frá Ágústi Georgssyni:
„ÓSANNINDI Vikublaðsins" er
nafn á grein eftir settan þjóðminja-
vörð, Guðmund Magnússon, sem
birtist í Morgunblaðinu 31. ágúst
sl. Þar ber höfundur af sér þau orð
Vikublaðsins að „einkavinavæðing"
hafi verið stunduð í hans tíð á Þjóð-
minjasafni íslands.
I greininni er látið að því liggja
að strangari hæfnis- og menntunar-
kröfur séu nú gerðar við ráðningu
starfsfólks að safninu en áður tíðk-
aðist. Meðal annars er vikið að ein-
staklingi sem settur þjóðminjavörð-
ur kveðst hafa verið „lítillega kunn-
ugur“ áður en til ráðningar kom.
Að hans sögn var þar. um réttan
aðila að ræða, en á það skal bent
að starfið var ekki auglýst eins og
skylt er þegar ráðið er í störf hjá
hinu opinbera.
Nú vita það allir sem til þekkja
að hér er vísað til ráðningar for-
stöðumanns Sjóminjasafns Islands,
sem tók við störfum 1. nóvember
1992. Einn safnvörður var lausráð-
inn frá sama tíma. Athyglisvert er
að hvorugur var með starfsreynslu
á safni. Ennfremur er eftirtektar-
vert að forstöðumaðurinn hefur
hvorki háskólapróf né aðra menn-
ingarsögulega menntun eins og
áskilið er í þjóðminjalögum varð-
andi menntun deildarstjóra Þjóð-
minjasafns.
Að mati undirritaðs er mikilvægt
að við endurskoðun þjóðminjalaga,
sem nú stendur yfir, verði reglur
um menntun starfsfólks Þjóðminja-
safnsins mun betur útfærðar en í
núgildandi lögum. Til viðmiðunar
mætti hafa lög nr. 48/1986 um
lögverndun á starfsheiti og starfs-
réttindum grunnskólakennara,
framhaldsskólakennara og skóla-
stjóra.
ÁGÚST GEORGSSON,
þjóðháttafræðingur og
fyrrum forstöðumaður
Sjóminjasafns íslands.
VELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDIÐ
Lyklakippa í óskilum
LYKLAKIPPA með bíllykli og
liúslyklum var skilin eftir á rit-
stjóm Morgunblaðsins þriðju-
daginn 31. ágúst sl. Eigandi
getur vitjað hennar hjá Kol-
brúnu.
Gullarmband tapaðist
GULLARMBAND barna með
gullplötu sem árituð er „Birg-
itta“ tapaðist fyrir ca. tveim
mánuðum í Reykjavík.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 674388.
Barnagleraugu
BARNAGLERAUGU töpuðust
á Dyngjuvegi eða í nágrenni.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 31821.
GÆLUDYR
Amanda enn týnd
FLEKKÓTT, brún, hvít og
svört kisa sem heitir Amanda
hvarf frá heimili sínu að Lækj-
arfit í Garðabæ fyrir u.þ.b. 2
vikum. Hún er eyrnamerkt
RIH 170. Hafi einhver orðið
hennar var, þá vinsamlega
hafið samband í síma 658801
eða 658861.
Týndur högni
SVARTUR, hvítur og brúnn,
mjög loðinn högni, ólarlaus en
eyrnamerktur R-2211 hvarf
frá heimili sínu, Tunguseli, 19.
ágúst sl. Hafi einhver orðið
hans var er síminn 71960.
ÞOKK FYRIR JAKVÆTT VIÐMOT
MÍN reynsla af öllum sem ég
þurfti að hafa samband við eða
leita til sem fómarlamb nauðg-
ara er mjög góð, satt að segja
frábær. Allir sem einn, sem að
þessu máli mínu komu, voru
alúðlegir og unnu af heilindum,
gerðu sitt besta til að koma
málinu í gegnum kerfið. Það
eina sem mér fannst erfitt var
hve langan tíma tók að fá nið-
urstöður úr vissum sýnatökum.
Það eru mörg ótrúlega erfið
mál í gangi, bæði viðkvæm og
flókin, það vita allir sem eitt-
hvað fylgjast með. Margra
óþægilegra spurninga þarf að
spyija til þess að komast að
sannleika málsins, vegna þess
að sönnunarbyrði fórnarlambs-
ins er of mikil. Það er ekkert
auðvelt að spyrja þessara
spurninga svo ekki svíði und-
an, en það tekst þeim ótrúlega
vel, a.m.k. í mínu máli. Öllum
sem ég þurfti að leita til, vil
ég þakka jákvætt viðmót og
hvatningu til að leita réttlætis
í mínu máli. Sérstaklega
starfsfólki á slysadeild Borgar-
spítalans og rannsóknarstofu
Landspítalans, RLR og að
sjálfsögðu Stígamótakonum.
En síðast en ekki síst héraðs-
dómaranum sem tók málið til
dóms, sá þáttur hélt ég að yrði
mér erfiðastur, en það var öðru
nær.
Því hvet ég alla sem fyrir
fólskulegum árásum verða;
hikið ekki né óttist þá sem
vinna við þessi mál, þeir eru
allir af vilja gerðir til að rétt-
lætið nái fram að ganga. Það
er mín reynsla.
Fórnarlamb nauðgara.
sem bezt um salarkynni Þjóðminja-
safnsins, en skipulagsóreiðan var
næstum algjör, og hafði starfsfólkið
því enga möguleika á að hjálpa
okkur, það benti okkur á hrafl úr
Ásbúðarsafni, þar væru Alþingishá-
tíðarpeningarnir, og að á efri gang-
inum væri glímuhomið fagra úr
Íslandsglímunni, verðlaunin frá
glímumótinu á Þingvöllum árið
1930, með mynd af vinningshafan-
um Sigurði Thorarensen.
Eina heilega skipulagsmynd
Þjóðminjasafnsins er var til staðar,
sem við gátum komið auga á, var
niðurröðun gripa Þjóðminjasafnsins
í anda gamla Þjóðminjasafnsins,
sem var til húsa í Landsbókasafns-
húsinu við Hverfisgötu.
Nokkur dæmi: Reiðtygi, söðlar,
hnakkar. Hirzlur, skápar, skrín og
kistur. Altaristöflur, ábreiður, ölt-
uru, prédikunarstólar, ýmis áhöld
o.fl. Safnstjórinn endar greinargerð
sína á að bjóða mér að skoða aftur
ringulreiðina á Þjóðminjasafninu,
og munu starfsmenn reyna að
greiða götu mína eftir föngum.
Allir vita að Þjóðminjasafnið býr
við þröngan kost, eins og öll önnur
menningarfyrirtæki hér á landi. Og
kannski er ekki hægt að ætlast til
þess að Guðmundur Magnússon
safnstjóri ráði við verkefnið, ef hann
gerir sér ekki grein fyrir því, að
fyrst þarf að endurskipuleggja
Þjóðminjasafnið, áður en venjulegt
starfsfólk getur haft nokkur ráð,
til að nota skilningarvitin til að leið-
beina gestum Þjóðminjasafnsins um
verðmæti þess.
Að endingu þakka ég fyrir van-
máttugt svar safnstjóra.
P.s. Ég hefði viljað sjá á prenti
uppgjör Magnúsar Kjaran á Þjóðhá-
tíðinni, og skýrslu um hvað gert
var við meginhluta ýmissa gripa
Alþingishátíðarinnar, sem ekki
seldust á henni og hann skilaði af
sér?
SIGURJÓN SIGURÐSSON,
Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík.
Pennavinir
ÞÝSK 33 ára kona með margvísleg
áhugamál:
Christiane Berkenbosch,
Im Bottertmoor 6,
W-2730 Heeslingen,
Germany.
SAUTJÁN ára finnsk stúlka með
mikinn íslandsáhuga:
Minna Ahlqvist,
Luuvakuja 1,
SF-01660 Vantaa,
Finland.
LEIÐRETTINGAR
Bretland ekki
Skotland
Ranglega var farið með í frétt í
Morgunblaðinu í gær að verksmiðja
Icelandic Freezing Plants Ltd. í
Grimsby væri í Skotlandi. Hið rétta
er auðvitað að Grimsby er í Eng-
landi. Er beðist velvirðingar á mis-
tökunum.
Skemmtu þér og vertu mörgum
sinnum fljótari að læra.
Nýjustu kennsluaðferðir auðvelda
þér námið.
ENSKA ,
ÞYSKA
SPÆNSKA
Laarö
orð
3.000
Sarah Biondani,
enskukennari og
kennslustjóri
Fjöldi kennslustunda 50
Tíu vikna námskeið
hefjast 22. sept.
Símar
10004 og 21655
i
Sameining ráðu-
neyta ekki lögð til
Sameining ráðuneyta var ekki
lögð til í skýrslu nefndar um stuðn-
ing stjórnvalda við nýsköpun í at-
vinnulífi sem sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær, eins og sagði í inn-
gangi fréttarinnar. Hins vegar
sagði iðnaðarráðherra að skynsam-
legt væri að athuga sameiningu
atvinnuvegaráðuneyta. Eru hlutað-
eigandi beðnir velvirðingar á mis-
tökunum.
BARNADANSAR
SAMKVÆMISDANSAR
SUÐUR-AMERÍSKIR DANSAR
GÖMLU DANSARNIR
ROCK ■ tJÚTT
DANS - frábær skemmtun fyrir alla!
BÖRN - UNGLINGAR - FULLORÐNIR
SYSTKIN AAFSLATTUR
nOLSKYLDUAFSLATTUR
HÓPAFSLÁTTUR
mi
HOPAFSLATTUR
DONSUM Í MJODDINNI
Innritun í síma 71200 milli kl. 13-19.