Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 34
34 B
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
DRAUMALAND . . .
ERLU WIGELUND KAUPKONU ER
Honolúlú
RÓMANTÍKIN er allsráðandi í huga Erlu Wige-
lund kaupkonu. Hún á sér þann draum að heim-
sækja Hawaiieyjaklasann, paradís Kyrrahafs-
ins og hlusta þar á tónlistina, horfa á dansana
og njóta blómsveiganna sem eyjaskeggjar eru
frægir fyrir að hnýta. Erla er eiginkona Krist-
jáns Kristjánssonar sem alþekktur er fyrir
hljómsveit sína KK-sextettinn, eina vinsælustu
danshljómsveit íslendinga frá upphafi.
Eg hefði viljað fara til Honolulu
í brúðkaupsferð“, segir Erla,
„en brúðkaupsferð kom ekki einu
sinni til tals þegar við Kristján gift-
um okkur. Við tókum okkur ekkert
frí í tilefni giftingarinnar. En róm-
antíkin blómstraði hjá okkur fyrir
því. Kristján var alltaf að spila á
kvöldin en við stungum oft af í
fimmbíó og héldumst í hendur í
myrkrinu í salnum.“
Það var líka í bíó sem Erla kynnt-
ist Hawaii. „Á æskuárunum sá ég
margar kvikmyndir með Dorothy
Lamour sem allar gerðust á Hawa-
ii“, segir hún. „Þetta voru yndisleg-
ar og rómantískar myndir og elsk-
endumir náðu alltaf saman í lokin.
Ég er ekki hrifín af öllu ofbeldinu
sem mér fínnst svo einkennandi í
nútímabíómyndum. Ég vil horfa á
eitthvað fallegt og það er ég viss
um að ég get séð og fengið að njóta
á Hawaii. Mér er sagt að eyjaklas-
inn sem myndar Hawaii einkennist
enn af hreinleika og fegurð. Þar
hefur samt verið byggð upp öll
nútíma þjónusta en við uppbygg-
inguna hefur þess verið gætt að
spilla ekki tærri náttúrunni.“
Ferðaþjónusta er helsti atvinnu-
vegur þeirrar rúmlega einnar millj-
ónar manna sem býr á eyjunum
sem Erlu dreymir um að heim-
sækja en þar er einnig stunduð
mikil akuryrkja og fískveiðar.
Hawaii er stærsta og yngsta eyjan
í þessum eldbrunna eyjaklasa. Þar
eru fimm samvaxin eldfjöll sem
saman mynda stærsta eldijall
heims. Á Hawáii er einnig ein
helsta stjömuskoðunarstöð heims-
Erla Wigelund.
ins. En það eru hvorki eldfjöll né
stjömur sem Erla er að sækjast
eftir.
„Ef ég er alveg hreinskilin þá
er það auðvitað þessi yndislegi
draumaheimur æskunnar sem ég
er að sækjast eftir þegar ég vel
mér Hawaii sem draumaland", seg-
ir hún. „Mig langar einkum til þess
að ferðast um tvær af eyjunum,
Oahu og Maui. Honolulu er á Oahu
og þar langar mig til að dvelja að
minnsta kosti í hálfan mánuð.
Waikikiströndin er líka á Oahu og
þegar ég hugsa um hana fínn ég
enn fyrir æskurómantíkinni."
Hawaii, paradís og perla Kyrra-
hafsins, er draumaland Erlu Wige-
lund.
ÚR MYNDASAFNINU . . .
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Willy Bmndt íReykjavík
Ráðherrafundur Atlantshafs-
bandalagsins var haldinn í
Reykjavík í lok júní árið 1968. Til
fundarins komu utan-
ríkisráðherrar aðildar-
ríkjanna og stjómar-
menn bandalagsins og
var hann merkilegur
fyrir þær sakir að gífur-
leg spenna ríkti milli
austurs og vesturs um
þetta leyti. Þrátt fyrir
það var ljóst að slökun-
arstefna og afvopnun
beggja vegna járntjaldsins yrði
rædd. Einn helsti talsmaður þess-
ara hugmynda var Willy Brandt,
utanríkisráðherra Vestur-Þýska-
lands. Brandt hafði flúið frá
heimalandi sínu til Noregs þegar
Hitler tók völdin árið 1938. Þar
gerðist hann norskur ríkisborgari
og barðist við hlið þeirra gegn
nasistum. En Brandt sneri aftur
til Þýskalands að stríðinu loknu
og settist að í Berlín. Hann komst
fljótt til metorða hjá jafnaðar-
mönnum í borginni og varð borg-
arstjóri Vestur-Berlínar, einu
helsta tákni kalda
stríðsins, árið 1957.
Árin í Berlín sann-
færðu Brandt um að
draga þyrfti úr tog-
streitu milli austurs og
vesturs með því að
auka samskipti þeirra.
„Ostpolitik" eða aust-
urstefna Brandts eins
og hún var gjarnan
nefnd átti erfitt uppdráttar í fyrstu
en tókst smátt og smátt að vinna
á jámtjaldinu. Á fundinum í
Reykjavík var samþykkt áskoran
til Varsjárbandalagsins um bætta
sambúð og afvopnunarviðræður.
Þessi áskorun hefur síðar verið
nefnd „Merkið frá Reykjavík".
Þetta var einn af mörgum sigrum
slökunarstefnu Willy Brandts sem
síðar færði honum friðarverðlaun
Nóbels árið 1971.
VID HEITUM...
TYRFINGUR TYRFINGSSON
Sumar ættir eru fastheldnari
á nöfn en aðrar og setja það
ekki fyrir sig þó að margir
beri sama nafn, séu jafnvel
alnafnar. Tyrfingur Tyrfings-
son er matreiðslumaður í
Kópavogi og sá fimmti í beinan
karllegg sem ber nafnið. Sex
ára sonur hans, Tyrfingur, er
sá sjötti í röðinni.
etta er hefð í ættinni, ég var
ennþá krakki þegar farið
var að ýja' að því við mig að ef
ég eignaðist son, ætti ég að skíra
hann Tyrfing,“ segir Tyrfingur
eldri. Hann hefur hins vegar ekki
hugsað sér að beita son sinn
þrýstingi þegar kemur að því að
hann velji sínum börnum nafn.
Tyrfingur segir það ekki hafa
vafist fyrir ættingjum og vinum
að alnafnarnir væra svo margir
nema þá helst þegar hann hafi
komist á fullorðinsár og spurt var
um Tyrfing í símanum. Til að-
greiningar hefur Tyrfingur mat-
reiðslumaður verið kallaður Tibbi
af vinum sínum en faðir hans
Ingi, samanber endinguna -ing-
ur. Sex ára sonurinn er hins veg-
ar aldrei kallaður annað en Tyrf-
ingur. Hann er eins og faðirinn
fullsáttur við nafnið, eftir að
hann lærði að bera það fram.
En Tyrfingsnafnið er ekki það
eina óvenjulega í fjölskyldunni
því Tyrfíngur yngsti á bróður
sem heitir Einir, eftir móðurafa
sínum.
Nafnið Tyrfingur kemur fyrir
í Landnámu og Brennu-Njáls
Morgunblaðið/Þorkeil
Tyrfingur og Tyrfingur Tyrf-
ingssynir.
sögu og einn karl er nefndur
Tyrfingur í Sturlungu. Nafnið
kemur fyrir í nafnatali séra Odds
á Reynivöllum frá 1646. Sam-
kvæmt manntali 1703 hétu þrír
karlar þessu nafni, öld síðar voru
nafnberar enn þrír en 1910 hafði
þeim fjölgað í níu. Á áranum
1924-1940 vartveimur drengjum
gefið þetta nafn en nú heita 18
karlar Tyrfingur að einnefni eða
fyrra nafni af tveimur.
Tyrfingur er leitt af nafninu
Torfi og merkir afkomandi eða
ættingi Torfa.
ÞANNIG . . .
HEFÐUEYÞÓR OGAAD GETAÐ NÁÐ LAXINUM
Veittá
sígarettustubb
Veiðifélagarnir Eyþór Sigmundsson og Aad Gro-
eneweg voru fyrir skömmu í eftirlætisá sinni Mið-
fjarðará og lentu í því, að vegna vatnsleysis var
fremur erfitt að glepja laxinn til að bíta á. I Vest-
urá, einni þeirra áa sem mynda Miðfjarðará, er
veiðistaður að nafni Kollafoss og þeir félagarnir
hafa afar gaman af því að renna þar, því eins og
Eyþór segir, getur annar rennt á laxinn og hinn
skriðið fram á klett og fylgst með livað um er að
vera í hylnum, án þess að laxinn komi nokkru sinni
auga á þá. Þess vegna fá þeir oft lax í fosshylnum.
En sem fyrr segir var þetta fremur erfitt að þessu
sinni. Eyþór lá á klettinum og sá nokkra sporða
standa tifandi undan hvítfyssinu, Aad var fyrir
ofan og renndi maðkinum að nösunum á þeim. En
ekkert gerðist. Laxarnir voru nýgengnir og alls
ósmeykir við maðkinn, gagnstætt bræðrum þeirra
og systrum sem verið höfðu lengur í ánni og tvístr-
uðust ef maðkur kom í sjónmál.
Nú gerðist Aad spenntur mjög og tendraði eina
Winston og svældi hana um leið og hann renndi
að löxunum. Áður en hann vissi af, var naglinn brunn-
inn upp að síu. Eyþór hafði gefið vini sínum auga af
og til, en sá vart í hann fyrir reykjarkófinu. Hann sá
þó, er Aad lauk við naglann og þeytti honum út í loft-
ið með selbiti. Þetta var ljósbrún sía og hún sveif í
fallegum boga og lenti í miðju hvítfyssinu. Þetta gerði
Aad að mestu í hugsunarleysi, en báðir góndu félagarn-
ir á síuna þar sem hún skoppaði í hringstreyminu, fljót-
andi- ofan á hvítu vatnsfaxinu.
Nú fóru undrin að eiga sér stað. Ekkert sem þeir
félagarnir höfðu boðið laxinum hafði freistað hans. Eitt
höfðu þeir ekki boðið honum. Þeir höfðu ekki boðið
honum sígarettu! Það höfðu þeir gert nú, í hugsunar-
leysi. Og það var sígaretta sem laxinn vildi! Eins og
tundurskeyti þaut nú einn laxinn, á að giska 8 til 10
Félagarnir Eyþór og Aad með einn nýveiddan og
nýrunninn úr Grjóthyl í Miðfjarðará á dögunum.
punda fiskur að síunni, hvolfdi sér yfir hana og færði
hana á kaf með sér. Sást ekki tangur eða tetur eftir
af síunni og ekki skaut henni aftur úr kafinu. Laxinn
tók sér síðan stöðu hjá félögum sínum.
Þeir voru nú vægast sagt undrandi, vinirnir, sérstak-
lega Aad, en hann var skyndilega gripinn óstjórnlegu
hláturskasti. Eyþór rifjaði hins vegar upp að hann hafi
séð þetta gerast áður, fyrir tuttugu árum norður í Víði-
dalsá. Þá hefði hann setið á bakkanum nokkru neðan
við félaga sinn sem var að veiða. Félaginn vippaði sams
konar síu í ána og Eyþór fylgdist með henni fljóta í
áttina til sín. En er hún skoppaði ofan á vatninu beint
fyrir framan hann kom lax allt í einu upp úr djúpinu
og saug hana upp í sig og hvarf aftur ofan í hylinn.
Það fylgir sögunni, að þrátt fyrir atburðinn, þræddu
þeir félagar ekki Winstonsíu upp á öngulinn. Það fylgir
einnig sögunni, að ef einhver veiðir reyktan iax í Vest-
urá á næstunni, á hann sér hér skráða sögu....