Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
séu síður teknir alvarlega. „í ieiklist-
arskólanum kynntist ég leiklistar-
kúltúr sem við þekkjum lítið til hér
á landi. Hann er ekki ómerkari en í
öðrum löndum en líður fyrir allt það
flóð af kvikmyndum og sjónvarpsefni
sem berst frá Bandaríkjunum."
Annars ætlaði Jóhanna sér ekki
endilega að verða leikari. Hún hélt
til Illinóis í nám í fjölmiðla- og leik-
húsfræði. „Ég var ekki búin að vera
lengi þar þegar ég einn kennari minn
spurði hvers vegna ég væri að sóa
leiklistarhæfileikum mínum í fjöl-
miðlafræði, ég ætti frekar að helga
mig leiklistinni í listaskólanum við
Boston University. Hann væri einn
af virtari skólum í Bandaríkjunum
og ég ætti að prófa að sækja um.
Ég gerði eins og mér var sagt og
fékk inni.
Ég umtumaðist bókstaflega þegar
ég hóf leiklistarnámið. Þessi fjögur
ár voru mér opinberun. Við útskrift
var ég eini neminn sem hafði fengið
einhveija vinnu en það var hlutverk
í sjónvarpsþáttum í New York. Þetta
var gylliboð, vinnan var vel borguð
og það var upphefð að vera boðin
vinna, einum nemenda. Vinnan við
sjónvarpsþættina varði í hálft ár og
var gífurleg reynsla sem ég vildi
ekki vera án. En vinnan við sjónvarp
sannfærði mig um hvað ég vildi, sem
er að vinna í leikhúsi og við kvik-
myndir. Mér hefur sýnst raunin vera
sú að í bandarísku sjónvarpi skiptir
karakter leikarans mestu máli. Þeir
sem koma fram í sjónvarpi em því
oftar en ekki valdir á götum úti, ólært
fólk sem passar inn í ákveðin hlut-
verk.“
Heim á leið
Frá New York lá leið Jóhönnu til
Los Angeles þar sem hún lék m.a. í
sjónvarpsþáttunum Skálkar á skóla-
bekk (Parker Lewis can’t lose) sem
sýndir voru hér á landi síðasta vet-
ur. „Það em óvenjulegir þættir og
vinnan við þá var skemmtileg. Þá lék
ég einnig á sviði, í stuttmynd og
sótti tíma í leiklist, maður er aldrei
búinn að læra nógu mikið.
Þegar ég var í skólanum langaði
mig ekkert heim, var á einhveiju
mótþróaskeiði gagnvart íslandi. Sú
tilhugsun að geta haft atvinnu af
þessu úti hreif mig. Þegar skólinn
var að baki og ég fór að kljást við
hið bandaríska þjóðfélag minnkaði
mótþrói minn til muna og ísland
varð baðað nýjum ljóma. Fyrir ári
rann atvinnuleyfi mitt út, svo ég gat
ekki endumýjað það og ég tók það
sem merki um það að ég ætti að
fara til heim. Hingað kom ég svo
og uppgötvaði að ég var með próf
sem fáir tóku mark á. Það var hund-
fúlt. Sumir virtust telja að ég væri
uppfull af bandarískum töktum sem
ég hefði lært í sápuóperum. Ég skil
vel að fólk hafí haldið þetta en það
gerði mér ekkert auðveldara fyrir.
Þar að auki þekkti ég ekki til ís-
lensks leikhúslífs. En ég sé ekki eft-
ir því að hafa farið út, það var ómet-
anlegt.
Jóhanna segist að sjálfsögðu hafa
þurft að sanna sig þegar heim var
komið, sýna að hún hefði eitthvað
fram að færa og losa sig undan þeirri
ímynd sem sjónvarpsvinnan hafði
skapað henni. Því hefði ef til vill
ekki verið rétt að leika í sjónvarps-
auglýsingu stuttu eftir að hún kom
hingað. „Þrátt fyrir það lærði ég
heilmikið á því. Ég er tilbúin að reyna
ýmislegt, því reynslan er svo mikils
virði.“
Síðasta vetur las Jóhanna inn á
teiknimyndir fyrir Stöð 2, lék í sýn-
ingunni Þrusk á Café Sólon Islandus
og vann aðeins í útvarpinu. í haust
taka við æfingar í Þjóðleikhúsinu en
hún fer þar með hlutverk í Skilaboð-
askjóðunni. Nú leikur hún hins vegar
í tveimur kvikmyndum, lítið hlutverk
í Skýjahöllinni eftir Þorstein Jónsson
og aðalhlutverkið í útskriftarverkefni
Ásgríms Sverrissonar. „Frá því að
ég kom heim hafa hlutimir farið
hægt og bítandi af stað. Ég er alveg
sátt við það, ég get ekki hugsað mér
að fást við neitt annað og er reiðubú-
in að hafa mikið fyrir því að fá að
starfa sem leikari. Ég trúi því einlæg-
lega að sem leikari hafí ég eitthvað
að gefa.“
En núna er semsagt stutt hlé á
samstarfinu. Tíminn verður notaður
til að læra meira, í skóla og af reynsl-
unni. Svo verður hlegið dálítið og
grátið svolítið að nýju með Dario Fo.
Námskeið til undirbúnings
aukmna okurettinda
(leigubifreið, vfirubifreið, bópferðabifreið)
verða haldin í Reykjavík og annars stað-
ar á landinu þar sem næg þátttaka fæst.
Umsóknarfrestur er til 20. sept. nk.
Ökuskóli Íslands hf.r
Dugguvogi 2,
104 Reykjavík.
Sími 683841.
(Geymið auglýsinguna)
B 13
/---------------------------------------\
Ég hef opnað sálfræöistofu á Laugavegi 105, Reykja-
vík, og veiti alhliða sálfræðiþjónustu, ráðgjöf og með-
ferð fyrir einstaklinga og ijölskyldur.
Af sviðum sem ég hef sérstaka reynslu af að sinna
má nefna:
★ Vandamál tengd áfengi og öðrum vímuefnum.
★ Aðstandendur alkóhólista.
★ Erfiðleikar unglinga.
★ Uppeldisráðgjöf til foreldra.
Viðtalspantanir í síma 91-628737.
Einar Gylfi Jónsson,
sálfrœdingur.
FYRIR LÆGRA VERÐ
*58 kr,: Verð á 1 mínútu slmtali
(sjálfvirkt val) til Þýskalands á
dagtaxta m.vsk.
* 68 kr.: Verð á 1 mínútu símtali
(sjálfvirkt val) til London á
dagtaxta m.vsk.
*51 kr.: Verð á 1 minútu símtali
(sjálfvirkt val) til Parísar á
iriæturtaxta m.vsk.
*64,50 kr.: Verð á 1 mínútu slmtali (sjálfvirkt val) til New York á næturtaxta m.vsk.
*98 kr.: Verð á 1 m|
(sjálfvlrkt val) til ítal
dagtaxta m.vsk.
Þa5 kostar miniia cn þig grunar aó hringja til útlanda
HRINGDU NIJNA
PÓSTUR OG SÍMI