Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
B 15
Rokkhátíð Helgi og Eyþór.
Ævintýrií
Kaplakrika
TÓNLEIKASUMARIÐ var kannski ekki eins heitt og
menn ætluðu og eftir eru margir móðir og sárir.
Ekki er öllu þó lokið og þannig hyggjast nokkrar
sveitir halda mikla tónleika í Kaplakrika næstkom-
andi föstudag, vísast til að næla í ungmenni áður en
þau hverfa inn í skóla landsins.
Tónleikarnir í Kapla-
krika ganga undir
heitinu Ævintýri og til að
kynna þá fóru sveitirnar í
hljóðver og tóku upp slag-
arann gamla, sem gerði
Björgvin Halldórsson að
poppstörnu á sínum tíma.
Alls koma fimm sveitir
fram á Kaplakrikatónleik-
unum, SSSól, Todmobile,
Jet Black Joe, Bone China
og Pís of keik.
Tónleikamir eru rannir
undan rifjum Todmobile og
SSSólar og í raun afrakstur
samstarfs sveitanna í Eyj-
um á þjóðhátíð, en einnig
vildu þær halda stórtón-
leika sem óvenju lítið hefur
verið af þetta sumar, ólíkt
Kók- og Bíórokki síðasta
sumars. Til að tryggja að-
sókn halda menn miðaverði
sem lægstu.
Hasshausar Cypress Hill.
Cannabisrapp
RAPPIÐ lifir góðu lífi vestan hafs og sækir í sig
veðrið víðar. Rappplötur skjótast hvað eftir annað
inn á toppinn á bandaríska breiðskífulistanum og
fyrir skemmstu velti rappsveitin Cypress Hill írsku
ofursveitinni U2 af toppnum í Vesturálfu.
Cypress Hill hefur geng-
ið allt í haginn frá því
sveitin sendi frá sér sína
fyrstu plötu fyrir tveimur
áram. Sú hékk á listanum
í hálft annað ár og sveitin
var verðlaunuð fyrir. Black
Sunday, sem kom út fyrir
skemmstu, hefur sannað
eftirminnilega að velgengin
var ekki tilviljun, því hún
er betri en fyrri platan og
enn sölulegri.
Cypress Hill er skipuð
Los Angelesbúunum Sen
Dog, sem er kúbverskur að
uppruna, og B-Real, sem
sjá um rappið, en tónlistar-
stjórinn er Muggs. Eins og
áður sagði sendi Cypress
Hill frá sér sína fyrstu
breiðskífu 1991 og seldist
sú í yfír milljón eintökum
óforvarandis. Síðan hefur
sveitinni vaxið ásmegin og
var meðal annars eitt aðal-
númeranna á sumargleði
Bandaríkjamanna, Lollap-
aloosa, í fyrra.
Yrkisefni Cypress Hill-
liða er mjög í anda annarra
LA-rappsveita, en einnig
beijast þeir af krafti fyrir
Cannabis Sativa-jurtinni,
sem þeir sgeja hafi fengið
illa meðferð fjölmiðla og
yfirvalda líkt og rappið.
■ VINSÆLASTA hljóm-
sveit sumarsins er án efa
Bogomil Font og milljón-
arar hans. Nú er Bogomil
horfínn vestur um haf en
Milljóimmæringornir era
alls ekki á því að leggja
upp laupana og hafa ráðið
söngvara í stað Bogomils.
Sá heitir PáU Óskar
Hjálmtýsson, en engum
fregnum fer af því hvort
hann hyggist taka sér lista-
mannsnafn.
Dytan
heiðraður
BOB Dylan stendur undir því að vera einn áhrifa-
mesti tónlistarmaður síðustu áratuga, sem sannaðist
eftirminnilega þegar menn komu saman til að heiðra
hann í New York. Afrakstur þeirra tónleika var ný-
verið gefinn út á diskum.
Samkoman í Madison
Square Garden var
haldin í tilefni 30 ára
starfsafmælis Dyíans. Grúi
vildi fá að vera með, en
þegar upp var staðið tók á
þriðja tug listamanna þátt
í herlegheitunum. Á tvö-
földum disk sem gefínn var
út fyrir skemmstu eru 28
lög sem John Mellencamp,
Kris Kristofferson, Stevie
Wonder, Lou Reed, Willie
Nelson, Johnny Cash, Jo-
hnny Winter, Neil Young,
Eric Clapton, George
Harrison, Tom Petty, Ro-
ger McGuinn og Bod Dyl-
an, auki fleiri minni spá-
manna, flytja. Margt gott
má heyra á diskunum
tveim, til að mynda á Eric
Clapton frábæra útgáfu á
Don’t Think Twice og Dyl-
an sjálfur, gamla rörið, fer
einkar vel með It’s Alright
Ma (I’m Only Bleeding) þó
ekki jafnist það á við frá-
bæran flutning á því lagi
í Höllinni sæha minninga.
Sinéad O’Connor er
fjarri góðu gamni á disk-
unum, enda fékk hún ekki
næði til að ljúka sínum
skerf, söng þó War Bobs
Marleys, en hún kemst víst
að á myndbandi sem verður
öllu meira um sig en disk-
arnir tveir. Að lokum má
fagna því að á síðustu
stundu var komið í veg
fyrir að Michael Bolton
fengi að vera með.
Tónlistarblávatn
Goðsögn Dylan í Höllinni.
SAFNPLÖTUR hafa iðulega verið nýttar til að afla
félagasamtökum fjár og tekist misjafnlega. Þær plöt-
ur eru einnig til sem hafa það hlutverk fyrst og fremst
að vekja athygli á málstað eða málefni og fellur nýút-
komin safnplata, Blávatn, í þann flokk.
Blávatn er gefíð út af
Átaki gegn áfengi til
að sýna fólki að það sé ekki
bara stofnun sem segi fólki
að það sé illt að drekka
brennivín, að sögn aðstand-
enda. Þeir segjast vilja
breyta ímynd baráttunnar
gegn áfengisneyslu frá því
að vera ópersónulegt safn
gamalla karla í stúku í að
vera samstarf fólks úr öll-
um stéttum og aldurshóp-
um með ólík áhugamál. Blá-
vatnsdiskinn á að nýta til
að ná sambandi við skóla-
börn og verður honum með-
al annars dreift í skóla í
vetur í sambandi við „Lions
Quest“ fræðsluefnið.
Tónlistin á disknum
stendur fyrir sínu, en Rafn
Jónsson trymbill er umsjón-
armaður hennar. Á diskn-
um era 13 lög jafn margra
flytjenda úr öllum áttum;
Galíleó, Svartur pipar,
Jemm & Klanks, Hljómsveit
Jarþrúðar, PS & Co, Vin
K, Mind in Motion, T-
World, Rafn Magnús Jóns-
son & Amar Freyr Gunn-
arsson, Siggi Páls, Af lífi
og sál, Sirkus Babalú og
Lifun. Valið var á diskinn
til að ná til sem flestra og
ekki höfðu menn áhyggjur
af ósamstæði, þeir vildu
spanna allt frá sveim útí
blús án þess að fara yfir
strikið.
PÆ^IIIITOWHST
Hver erþessi Victoria Williamsf
W /• • v
Vmir i
rmn
SAFNPLÖTUR til styrktar góðu málefni eru legíó
og margar þess eðlis að menn spyija sig hver rót-
in sé og hver hagnist. Fyrir stuttu kom út safnplat-
an Sweet Relief sem á er slikt einvalalið að menn
reka upp stór augu, ekki síst þegar í ljós kemur
að platan er til styrktar stúlku, Victoriu Williams,
sem fæstir hafa heyrt getið.
Victoria Williams er
söngspíra og laga-
smiður frá Arizona sem
hefur lítið borið á á alþjóð-
legum poppmarkaði. Hún
hefur þó
aflað sér
virðingar
meðal
annarra
tónlistar-
manna,
og það
tölu-
verðrar,
fyrir breiðskífur sínar,
Happy Come Home og
Swing the Statue, sem
fæstir kannast við.
Snemma á síðasta ,ári
veiktist Victoria síðan þar
sem hún var á ferð með
Neil Young til upphitunar.
Hún greindist með mænu-
sigg, MS, og þar með virt-
ist sem saga hennar væri
ráðin, ekki vegna þess að
sjúkdómurinn hafí lagt
hana að velli, heldur blasti
ekkert annað við en gjald-
þrot þar sem hún hafði
engan veginn ráð á að
greiða fyrir læknishjálp.
Þá reyndi á vinina sem
brugðu hart við, héldu
styrktartónleika og söfn-
uðu hálfri annarri milljón.
Ekk létu þeir þar við sitja
heldur settu saman breið-
skífu með lögum Victoriu
og fengið hefur frábæra
dóma.
Victoriu leggur lið á
plötunni, sem heitir Sweet
Relief eins og áður er get-
ið, einvalalið, Pearl Jam,
Lou Reed, Soul Asylum,
The Waterboys, Matthew
Sweet, Michelle Shocked,
Evan Dando úr Lemon-
heads, Lucinda Williams,
Michael Penn, The Jay-
ehir Ámo
Motthíosson
Vinmörg Victoria Williams.
hawks, Shudder to Think,
Buffalo Tom og Maria
McKee. Fleiri vildu vera
með en náðu ekki að senda
inn efni, þar helstur Neil
Young, sem lauk ekki við
upptökur í tæka tíð. Gagn-
rýnendur lofa vitanlega
stjörnufansinn, en era
sammála um að platan
heppnist fyrst og fremst
vegna frábærra laga Vict-
oriu. Af Victoriu er annars
það að frétta að hún er
öllu hressari og þó henni
sé um megn að leika á
gítar, þá getur hún enn
sungið og samið lög.