Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAISIDI SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 // ~t/m /2o idLómetrcu. M/oá m&5 þi9?' frekar að skrifa þakkar- bréfið til Gunna frænda Ekki núna Hans. Ég er með höfuðverk. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Dagblöð, fjólur o g annar fróðleikur Frá Birni Egilssyni: ’EG FLÝT með straumnum. Morg- unblaðið og útvarpið er mitt hálfa líf nú um stundir. Morgunblaðið hefur yfirburði. í blaðinu er guðs- orð á hveijum sunnudegi, þó það sé misjafnlega kröftugt. Orðafjöldi er alltaf nógur. Ég fékk blessaðan Tímann um áratugi og borgaði stundum og mér var sendur hann þó ég borgaði ekki. Nú er það rétt stöku sinnum, að blessaður Tíminn er látinn detta hingað niður. Þetta ágæta blað er nú miður sín vegna fátæktar, ekki nema tvær blaðsíður að gagni í hveiju blaði. Fátækt hefur orðið mörgum til baga fyrr og síðar. Það er stundum rætt um að ís- lendingar einir þjóða tali norrænt tungumál, sem talað var um öll Norðurlönd fyrir þúsund árum. Hvað veldur? Það er eitt og annað, svo sem mátuleg ijarlægð við önnur lönd. Ef ísland hefði verið landfast við meginland Evrópu, hefðu íslending- ar ekki getað varðveitt tungumálið fremur en Danir og Norðmenn. Islendingar varðveittu sögu sína með því að skrifa bækur, sem lands- fólkið las eða þeir sem læsir voru. Ari fróði og Snorri Sturluson skrif- uðu. Prestar voru fjölmenn yfir- stétt, skólagengin og kenndu guðs- orð og fleira. I því sambandi má benda á skólana í Skálholti og á Hólum. íslensk menning á kaþólsku kirkjunni mikið að þakka. Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið á laun í fjósinu í Skál- hoiti árið 1540 og síðar á þeirri öld var Guðbrandsbiblía gefin út. Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar voru stoð og stytta íslenskrar tungu, þvílíkt snilldarverk sem þeir eru, svo sem nærri má geta, enda þótt nokkur útlend orð séu í þeim. Það var málfar 17. aldar. íslendingar voru aldrei alveg ein- angraðir. Þeir áttu skip og báta og sigldu suðaustur til Evrópulanda yfir höfin. Ýmsir menn hér á landi, sem vildu læra og gátu það, sóttu nafn- kennda skóla suður í Evrópu. Sæ- mundur fróði var í Sorbonne, Svartaskóla. Þar var nemendum kennt, hvernig átti að fara að því að sigra í viðureign við fjandann. Á Frá Halldóri Lárussyni: EGYPTALAND hefur alltaf haft ómótstæðilegt aðdráttarafl. Pýra- mídar, Sphinx, pálmatré og Níl. Flesta dreymir um að heimsækja þetta land leyndardóma og dulúðar, sem er svo hlaðið sögu og menning- arverðmætum, að flestir skynja. Jæja, hópurinn okkar er engin undantekning: „Þetta er nú með ólíkindum", „sjáið-ið“, „stórkost- legt“, „þetta er eins og að vera á stóru leiksviði.“ — Þetta er bara brot af því sem fólk lætur sér um munn fara. Allt gengur vel og allir við góða heilsu. Við byijuðum í Kaíró, og förum af stað í sigingu á morgun. Pýramídarnir í Giza voru skoðaðir, þessi miklu undur rísa upp leiðinni heim til íslands sýndi Sæ- mundur hvað hann hafði lært í þeim ágæta skóla. Ég vendi nú kvæði í kross, horfi nær’ og nefni tvo menn á þessari öld, sem báðir voru stoð og stytta íslenskrar tungu, þá Valtý Stefáns- son ritstjóra Morgunblaðsins og Þórarin Þórarinsson ritstjóra Tímans. Mér þótti alltaf gaman að lesa það sem Valtýr skrifaði. And- stæðingar hans ræddu um vont málfar Morgunblaðsins og nefndu það ijólur í skopi. Ég held að fjólur Morgunblaðsins hafi oftast verið fullgild orð og rétt mynduð. Ég man eftir einni fjólunni. Það var „fiðurfé". Svo sannarlega er hænsnahjörð búpeningur. Það brást ekki að Þórarinn skrif- aði þróttmikla og fallega íslenzku. Leiðarar blaðsins bera vott um það. BJÖRN EGILSSON, Sauðárkróki. úr sandinum eins og fjöll. Eftir að hafa barið þá augum að utan, var klöngrast inn og grafhýsi faróanna skoðuð, mitt í hjarta pýramídanna. Ut skreið svo hópurinn, heitur, sveittur og alsæll. „Ég bara get ekki melt þetta," heyrðist hér og þar. Sphinxinn, egypska safnið, moskur, bazar, allt iðandi af lífi. Hótelið ,er stórfínt og fólk nýtur ferðarinnar í ystu æsar. Framundan er svo sigling á rómantískri Níl, Luxor, Aswan, Konungadalurinn og allir ætla til Abu Simbel að skoða fleiri undur sögunnar. Bestu kveðjur heim. HALLDÓR LÁRUSSON, fararstjóri Heimsferða, Egyptalandi. Hópur Heimsferða í Egyptalandi Víkverji skrifar Guðjón Þórðarson, þjálfari ís- lands- og bikarmeistara Ak- urnesinga í knattspyrnu, sendir Ásgeiri Elíassyni, landsliðsþjálfara, tóninn í viðtali í leikskrá sem ÍA gaf út í tilefni Evrópuleiks félagsins í vikunni. í leikskránni segir: „Nú spyrja margir: Af hveiju eru ekki fleiri Skagamenn í landsliðinu?" Og Guðjón svarar: „Leikmenn mínir koma lítið við sögu í landsliðinu og við því hef ég ekkert að segja. Landsliðsþjálfari vinnur sína vinnu og velur þá leikmenn sem hann treystir best. Ef hann hefur metnað til þess að velja menn í landslið, sem ekki eru í formi til að spila í alþjóð- legum styrkleika, þá hann um það.“ xxx Guðjón er spurður í áðurnefndu viðtali, hvort honum finnist fleiri Skagamenn ættu að fá tæki- færi með landsliðinu? Hann segir: „Fyrst og fremst er þetta spurning um hveija á að velja. Við skulum taka til dæmis Skagaliðið, sem er mjög sterk liðsheild. Ég heid að oft á tíðum sé mjög erfitt að segja að þessi leikmaður frekar en hinn verð- skuldi landsliðssæti. Aðal okkar er það að liðið er mjög samstiga í því sem það er að gera og ef einhver gefur eftir tekur annar við. Það er ekkert sem segir að margir af leik- mönnum okkar ættu erindi í lands- liðið og vera þar í nýrri liðsheild með leikmönnum sem hafa annan leikskilning, allt annað vinnufyrir- komulag, sumir ekki vinnusamir og sumir sem ætla öðrum að vinna vinnuna og vilja svo fá að leika sér og dansa þegar boltinn er á tánum á þeim.“ Svo mörg voru þau orð. XXX egar Reykjavíkurmaraþon stóð yfir á dögunum átti Víkveiji leið vestur Eiðsgrandann, þátttak- endur í maraþoninu hlupu í gagn- stæða átt og á þessum stað var svokölluð drykkjarstöð. Hlaupa- garparnir svöluðu þorsta sínum, og hentu síðan pappaglösum á jörðina. Um þetta er ekkert nema gott að segja, því starfsmenn maraþonsins voru fljótir að hreinsa draslið upp þegar keppni var lokið. Aftur á móti reiddist Víkveiji er út úr bif- reið, sem ók á undan honum, var skyndilega kastað áldós sem geymt hafði gosdrykk en var líklega nýtæmd. Ungmennið sem þetta gerði hefur sjálfsagt talið, að þar sem pappaglös hlauparanna yrðu hirt upp, gætu þeir sem það gerðu séð um að losa hann við draslið í leiðinni. En, vel að merkja, þegar dósin flaug út úr bílnum var hann kominn talsvert frá þeim stað þar sem flestir hlaupararnir hentu frá sér pappaglösunum. Framkoma þess ungmennis er því miður ekki einsdæmi hér á landi, en algjörlega óþolandi virðingarleysi gagnvart umhverfinu. Víkveiji telur rétt, í framhaldi af þessu, að vitna í frétt sem hann sá í Degi á Akureyri, þar sem greint var frá sérkennilegri mat- vælakynningu í Víkurskarði, eins og blaðið kallaði það. Þar segir: „Erlendir ferðamenn, sem voru á gangi eftir veginum yfir Víkurskarð og ætluðu að „húkka“ sér far, urðu fyrir óskemmtilegri reynslu á laug- ardaginn, þegar jógúrtdósum var hent í þá úr bifreið sem keyrði fram- hjá. Fólki sem varð vitni að atburð- inum, fannst þetta ekki vera rétta leiðin til þess að kynna landið okk- ar og afurðir þess. Fólkið hafði því samband við lögregluna á Húsavík og gaf upp skráningamúmer bíls- ins. Skráður eigandi hans er Aust- firðingur og hefur lögreglunni þar verið sent málið svo að hægt verði að taka þessa fáheyrðu framkomu til frekari skoðunar.“ Víkveiji gat ekki stillt sig um að velta því fyrir sér, eftir lestur fréttarinnar, hvort dósirnar höfðu verið tæmdar áður en þeim var kastað, hvort farþegar í bifreiðinni hafa ef til vill talið út- lendingana svanga og hafa verið að biðja um mat en ekki að „húkka“ sér far, og þá hvort dósirnar hafi enn verið lokaðar þegar þeim var kastað, eða hvort e.t.v. hafi verið búið að rífa af þeim lokin. Alvar- legri vangaveltur eru svo þær, hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona, og hvort geti verið að ein- hveijum finnst svona framkoma virkilega vera fyndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.