Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 B 3 Kristín Steinsdóttir Viðar Karlsson AUKIÐ NOTAGILDI Erkifjendurnir GULLALDARLIÐIÐ átti í mikilli baráttu við KR-inga. Á myndinni þakkar Hörður Felixson Þórði Jónssyni fyrir einn leikinn, en Þórð- ur Þórðarson er til vinstri og Hreiðar Ársælsson til hægri. ursæla liði á áttunda áratugnum og var jafnframt formaður knattspyrnu- félagsins eins og þegar uppgangur- inn var sem mestur á níunda ára- tugnum, og tveir synir hans eru í núverandi leikmannahópi. Auk þess hefur Haraldur ávallt verið félaginu innan handar og lagt sitt af mörkum, en meðal annars var uppbygging grasvallanna fyrst og fremst á herð- um hans og Gunnars Sigurðssonar, formanns knattspyrnufélagsins. Haraldur sagði að þegar hann var unglingur hefðu allir fylgst með stjörnunum horft á leikmennina og reynt að líkja eftir þeim í einu og öllu. „Við tókum einn fyrir og reynd- um að herma eftir honum. Þórður Jónsson var mín fyrirmynd, en hann er örfættur og ailir vildu skora með vinstri eins og hann. Þegar hann tók homspyrnurbeygði hann sig sérstak- lega í hnjánum og einn fíngur vinstri handar hafði sérstakt hlutverk. Ég kunni þetta utanað og náði því nokk- uð vel, en ég veit ekki hvers vegna Þórður varð fyrir valinu. Eins og aðrir horfði ég á þessa menn og var alltaf mjög stoltur, þegar Þórður Þórðarson tók boltann á bijóstkass- ann, en það var líka gaman að sjá hann kljást við Hörð Felixson í KR. Eins var gaman að fylgjast með Helga Daníelssyni og manni þótti skrýtið að hann söng alltaf í markinu eina lagið, sem ég kann: Troddu þér nú inní tjaldið hjá mér/María, Mar- ía...“ Önnur kynslóð Gullaldarliðið var Islandsmeistari 1951, 1953, 1954, 1957, 1958 og 1960, en síðasta árið hafði reyndar orðið nokkur breyting á hópnum. Til að byija með bar fyrst og fremst á Ríkharði, Þórði Þórðarsyni, Donna (Halldóri Sigurbjörnssyni), Guðjóni Finnbogasyni, Sveini Teitssyni, Pétri Georgssyni og Dagbjarti Hannes- syni, en nokkrum árum síðar komu leikmenn fram á sjónarsviðið eins og Helgi Daníelsson, Jón Leósson, Þórð- ur Jónsson og Kristinn Gunnlaugs- son. Um 1960 drógu nokkrir þessara manna sig í hlé, en þá tóku við menn eins og Ingvar Elísson og Skúli Há- konarson, sem báðir náðu að verða markakóngar deildarinnar. Skagamenn urðu í 2. sæti 1952, 1955, 1959, 1961, 1963 og 1965 á eftir KR, en 1964 á eftir IBK. Þeir léku til úrslita í bikarkeppninni 1961, 1963, 1964 og 1965, en töpuðu fyrir KR í fyrstu þijú skiptin og síðan fyrir Val. Engu að síður er athygli- vert að á 16 ára tímabili, frá 1950 til 1965, var liðið ávallt í einu af þremur efstu sætum Islandsmótsins, en gullöldinni lauk og fall í 2. deild var óumflýjanlegt 1967. Á þessum árum, fyrir fallið, gekk endurnýjunin hægt fyrir sig, en þrátt fyrir það komu fram nýir leikmenn, sem áttu eftir að vekja mikla athygli. Þar má nefna Eyleif Hafsteinsson, Björn Lárusson, Matthías Hallgrímsson, Guðjón Guðmundsson, Þröst Stef- ánsson og Einar Guðleifsson. Velgengni fyrri ára var annarri kynslóð Skagamanna í blóð borin. „Við litum á hana sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Haraldur. „Við höfðum hvorki kynnst öðru né heyrt annað. Þetta var svona og svona átti það að vera.“ Skagamenn stóðu stutt við i 2. deild, urðu í 2. sæti í deild og bikar árið eftir og endurheimtu Islands- meistaratitilinn 1970. Þeir léku sama leik 1974, 1975 og 1977, en eftir að hafa tapað þremur bikarúrslita- leikjum 1974 til 1976 og átta úrslita- GISLI GISLASON, BÆJARSTJORI Ekki bara íbrótt heldur menning Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, er stoltur af knattspyrnu- mönnum staðarins eins og aðrir bæjarbúar. „Knattspyrnan er ekki bara íþrótt heþiur menning hér á Akranesi. Það er ótrúlegt hvernig endumýjunin á þessum hópum hef- ur alltaf verið hérna, hvernig allt leggst á eitt til að ná því besta fram. Ég held að hefðir hafi töluvert að segja, börn og unglingar fara inní ákveðinn farveg og ákveðinn metn- að í kringum þetta, sem skilar sér reglulegá í toppliði. Áhugi bæjarbúa á íþróttum og sérstaklega knatt- spyrnu er gríðarlegur og menn fá í þessu mikla samkennd, sem er mjög af hinu góða. Fólki finnst allt- af gaman að sjá jákvæða umfjöllun um staðinn og menn verða mjög stoltir af því að vera Skagamenn.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði í viðtali í leikskrá ÍA, sem kom út í vikunni vegna Evrópuleiks- ins við albanska liðið Partizani Tir- ana að atvinnuástandið á Akranesi væri vandamál númer eitt, því möguleikar á að útvega leikmönn- um vinnu væru hverfandi litlir. Hvernig bregst bæjarstjórnin við þessu? „Margir segja að fótboltinn fái allt frá bænum. Auðvitað styrkir bærinn vel við bakið á íþróttum almennt, en kjarninn er sá að í for- ystu knattspyrnumála hafa alltaf valist toppmenn og því er fyrst og fremst að þakka að toppnum hefur verið náð. Þegar samdráttur er í atvinnulíf- inu draga fyrirtæki úr stuðningi við íþróttahreyfinguna eins og aðra. Hins vegar hefur knattspyrnan allt- af haft ákveðna stöðu gagnvart þessu og þokkalega hefur gengið að bjarga málum. Við höfum tekið Gísli Gíslason beint og óbeint þátt í því að aðstoða við að koma mönnum í vinnu, þó nú séu ekki nema tveir bæjarstarfs- menn í liðinu. Knattspyrnuforystan hefur líka tekið að sér ákveðin verk- efni fyrir okkur, verið með í at- vinnuátaki, sem bærinn hefur stað- ið að, og það höfum við styrkt. Þeir hafa getað nýtt sér þetta, en mesti styrkurinn, var þegar gerður var samningur við knattspymufé- lagið árið 1986 þess efnis að það sæi um rekstur knattspymuvallar- ins. Við borgum ákveðið rekstrar- framlag og þeir sjá um allan rekst- ur. Þetta held ég að hafi verið knatt- spyrnufélaginu gríðarleg lyftistöng og mjög hagkvæmt bænum, því föst íjárveiting hefur farið í rekstur vallarins og mjög skemmtilegur bragur komið á völlinn eftir það. Þannig hefur þetta farið saman." Stúka og gervigras Gífurleg uppbygging hefur átt sér stað á íþróttasvæði • Skaga- manna. Aðstaðan er með því betra sem gerist hérlendis, en forystu- menn félagsins tala um mikilvægi þess að fá gervigrasvöll og stúku við aðalleikvanginn. Er bærinn til- búinn að fara út í þessar fram- kvæmdir? „Þessa dagana er verið að ræða næstu skrefin í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Gagnvart fót- boltanum er það þetta en gagnvart íþróttahreyfingunni í heild er það búninga- og félagsaðstaðan, að ljúka íþróttamiðstöðinni, sem er í byggingu, og ég held að íþrótta- hreyfingin verði almennt sammála um að það hafi forgang næsta miss- erið. Aðrir banka á hjá okkur eins og golfklúbburinn og sundfélagið og fleiri, en meiningin er að fara í endurbætur á malarvellinum og verður lagt í hann fé, sem mun nýtast ef og þegar verður farið í kaup á gervigrasi." Vegna landbrots er knattspyrnu- völlurinn i hættu og óhjákvæmilegt að byggja varnargarð, sem sumir sjá sem undirstöðu fyrir stúku. Hvar stendur þetta mál? „Við höfum unnið eftir ákveðnu plani í þessum efnum og nú er kom- ið að Langasandi, en við þurfum fé frá stjórnvöldum, um 10 til 15 milljónir, til að ganga frá gijót- garði. Ég er reyndar þeirrar skoð- unar að farið verði í þetta með haustinu eða byrjun næsta árs. Það er grundvallaratriði að stoppa land- brotið þarna og veija íþróttavöllinn, því rösklega er farið að étast af og stutt í hlaupabrautirnar. Það yrði ekki falleg saga til næsta bæjar ef fréttist að knattspyrnuvöllurinn á Akranesi væri ónothæfur vegna sjó- gangs.“ VisaPíioni ÓDYRARI SIMTÖL ALÞJÓÐLEGT SÍMAKORT - NÝ ÚTGÁFA Sprint Hr.ngtit.™t*"“™ Eftir •»"’*»'*'ÍmSP1 ,(Mn 101 *la"M"“m“Kl ,5VæOWÚmer»slma™"»') (lnn.nlanMIUS^»*J ,6M»tlr p. Stó mn numefV S 4 8tatlr > SIÓ inn slmalyWl ^ „Talsamband vlb ú vlSA-kort numer Þ gelaupps'manumeruu D> Nú býðst öllum korthöfum VISA að fá alþjóðlegt símakort útgefið á staðnum - þ.e. í banka sínum eða sparisjóði! £> Núverandi handhöfum VisaSímakorts er vinsamlegast bent á að snúa sér til viðskiptabanka/sparisjóðs síns eða Þjónustumiðstöðvar VISA til að endumýja kort sitt og fá nýja símaskrá sem því fylgir. VISA Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 91-671700 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.