Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 Lengi hefur verið deilt um hvernig risaeðlurnar dóu út. Sagan á bak við það er óljós. En stein- gervingafræðingar hafa verið að endur- rita aðra og kannski áhugaverðari sögu síðustu áratugi. Það er sagan um lífs- hætti þeirra. Sflmantekt: Halldór Fonnar Guðjónsson ÞAÐ ER ekki hlaupið að því að láta hugann reika aftur í tímann og rifja upp hvernig umhorfs hafi verið í ríki risa- eðlanna. Ríki sem stóð í nær heila eilífð en leið svo undir lok fyrir 65 milljónum ára. Þrátt fyrir það hafa vísinda- menn á undanförnum áratugum reynt að gera sér í hugar- lund hvernig lífinu á jörðinni hafi eitt sinn verið háttað. Eftir því sem rannsóknum þeirra fjölgar koma fram nýjar kenningar. Sú aldagamla skoðun að risaeðlurnar hafi ein- faldlega verið risavaxnar eðlur, eins og nafngift okkar íslendinga bendir reyndar til, er nú á undanhaldi. í stað hinna vitgrönnu og ofvöxnu skriðdýra sem hlunkuðust um endalausar slétturnar er komin ný tegund dýra, kvik og kraftmikil, sem sýndi einstaka aðlögunarhæfileika. En hvernig er hægt að fullyrða slíkt? Hvernig er hægt að fullyrða nokkuð um lífið á jörðinni fyrir mörgum milljónum ára? Við skulum skoða einfalt dæmi. Allt fram á okkar daga var talið að -risaeðlurnar hefðu verið þögular. Steingerðar beinleifar af stúteðlunni, Lambeo- saurus, þykja hafa afsannað þá kenn- ingu. Ofan á höfði hennar liggur stór kambur úr beini sem nær niður á enni þar sem hann tengist við nefhol- ið og myndar þannig holrými í höfuð- kúpunni. Með því að skoða höfuð- kúpu dýrsins í gegnumlýsingartæki er hægt að kortleggja loftgöngin án þess að þurfa að hreinsa út gijótið sem fyllir göngin. Reyndar er talið víst að kúpan mundi brotna ef tilraun væri gerð til slíkrar hreinsunar. Vís- indamenn hjá John Hopkins háskól- anum hafa steypt eftirmynd úr plasti af loftgöngunum og komist að því að þau mynda hávært og drynjandi öskur þegar loftið leikur um þau. Sem sagt: sumar eðlurnar gátu greinilega látið í sér heyra. Blóðheitar eðlur Áður hefur verið á það minnst jbi að sumar risaeðlanna eru nú taldar hafa verið snarar í snún- ^ ingum og jafnvel sprettharðar. Merki hafa fundist um að ein tegund þeirra hafi hlaupið tæplega 36 km á klukkustund, jafnhratt og hundrað metra hlaupari. Risaeðlurn- ar voru því engin venjuleg „skrið- dýr“. Þær virðast hafa þróað með sér einstaka efnaskiptahæfíleika. Hér áður fyrr voru menn þeirrar skoðunar að í æðum risaeðlanna hefði runnið kalt blóð. Dýr með kalt blóð, eins og eðlur nútímans, þurfa að treysta á umhverfi sitt til þess að stjórna innra hitastigi. Krókódíll í sólbaði dregur í sig varma og fyll- ist þannig orku en þegar kólnar í veðri verður hann silalegur og kraft- laus. Slík dýr geta ekki verið atorku- söm í langan tíma í einu og eru skilj- anlega ofurháð umhverfí sínu. Það Þórseöla (Brontosaurus) Veldistíö risaeðlanna spannar þrjú jarösöguleg tímabil. Tímabilin eru byggö á steinefnalögum sem skipta sögu jaröar í röö aögreindra tímaskeiöa. Þannig einkenna jaröfræöingar nýafstaöið tímaskeið meö Veröld risanna þeirri steintegund sem efst liggur i óhreyföum steinefnalögum. Elstg timabiliö einkennist af steintegundinni sem liggur neöst í lögunum. Aður en fyrstu risaeölurnar komu fram á sjónarsviöio mynduöu heimsálfurnar eitt stórt meginland, Alland. Dýrin voru dreifö um allt landiö enda hindr sjór hvergi feröir þeirra. Þetta skýrir að hluta til þá staöreynd aö stein- gerðar leifar risaeölanna hafa fundist í öllum heimsálfum. Tríastíminn: fyrir 248-208 milljón árum Hér hefst veldistfmi fjölskrúðugra skriödýra sem Ifktust að mörgu leyti spendýrum. Hitastigiö var um 14-10 gráður við heimskautin og haekkaöi eftir því sem nær dró miö- baug. Vegna gríðarlegrar stæröar Allandsins hefur vænt- anlega verið heitt og þurrt innarlega f landinu. Nálægt strandlengjunni hefur aö öllum Ifkindum veriö mjög gróður- sælt. Fyrstu risaeölurnar koma fram viö lok þessa skeiös. Júratíminn: fyrir 208-144 milljón árum Alland, meginlandið mikla, byrjar aö liöast f sundur. Sjór skiptir Allandinu f smærri meginlönd. Hitastig hefur lækkaö lítiö eitt og úrkoma aukist. Gróöursæld hefur aukist og vföa myndast hitabeltisloftslag eins og viö þekkjum í dag. Þetta kom sér vel fyrir hinar risavöxnu graseölur. ~ ~---- Samanburður Kambeöla (Stegosaurus) Kfíl Risaeðlurnar voru af öllum stærðum og gerðum. Sumar þeirra voru varla á við kjúkling aö stærð á meðan aðrar eiga sér enga sam svörun f dýraríkinu. Gras^ eðlurnar eru stærstu dýr sem hafa troðið jörðina fótum. Risaeðlurnar og maðurinn hér til hliðar eru í réttum stærðar- hlutföllum Krítartiminn: fyrir 144-66 milljón árum Skipun meginlanda Ifktist betur þvl sem nú er. Yfirborö sjávar hækkaöi sem geröi þaö aö verkum að lágsléttur hurfu undir vatn. Loftslagiö varö smátt og smátt svalara. Fjölbreytni risaeðlanna jókst til muna. í staö risavaxinna plöntuæta komu minni og kvikari tegundir. Þegar skeiöinu lauk voru risaeðlurnar útdauöar. Margar kenningar hafa veriö I lofti um örsökina fyrir dauöa þeirra. Sú kenning sem nýtur nú mestrar hylli segir aö halastjarna eða stór lofsteinn hafi rekist á jöröina og myndaö rosalegt rykský sem hefur skyggt á sólina. Gróöur hafi þvf drepist og risaeðlurnar soltiö i hel. Grameöla (Tyrannosaurus rex) Þvengeðla (Procompsognathid) Snareöla (Velociraptor) Pvengeöla TÍMASKEIÐ: Sfötrfastíminn STEINGERVINGA- FUNDIR: Suður Þýskaland LÝSING: Lítil ráneðla, rúmur- metri að lengd. Langt, mjótt höfuö og hvassar tennur. Mjóslegin meö langan ávalan háls, Landsvæöi Lega núverandi meginlanda ST ur Hu dýi ÍSLAIUD-LÚXEMBORG MIÐVIKUDAG K íslensku landsliðsmennirnir mæta í Eymundsson í Borgarkringlunni á mánudag kl. 16.00 og árita Rauða spjaldið og Landsliðsplakatið. 2 0.00 Eymundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.