Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 B 19^ Ferleg faðmlög ÞESSI forsögulega frumhyrningseðla steingerðist eftir að hafa bar- ist til dauða við skelfilegasta rándýrið á tímum risaeðlanna, snareðl- una. er því ekki nema von að vísindamönn- um hafi fundist furðulegt að slík dýr hefðu drottnað ájörðinni í 165 millj- ónir ára. Eðlurnar lifðu af þrjú skeið í sögu jarðar: Trías-, Júra- og Krítar- tímabilin. Það verður ekki sagt að þessi tímabil hafi einkennst af stöð- ugleika. Loftslag, lönd og láð tóku sífelldum breytingum. Hvernig gat þetta staðist? Undir lok sjöunda ára- tugarins setti ungur og róttækur steingervingafræðingur, Robert Bakker, fram byltingarkenndar hug- myndir. Hann sá fyrir sér risaeðlur sem sprettu úr spori og risu upp á afturfæturna til þess að borða nýja- brumið af tijánum. Slík hegðun, sagði hann, krefst afkastamikilla efnaskipta í heitu blóði. Dýr með heitt blóð, eins og maðurinn, fá orku sína alfarið úr fæðunni sem þau neyta með svokölluðum efnaskiptum. Slíkt fyrirkomulag gerir þeim kleift að vera virk þegar þess þarf. í fyrstu var Bakker talinn klikkaður. En kenning hans gaf starfsbræðrum hans nýja hugmynd. Gat verið að blóð risaeðlanna hafi verið bland beggja, þ.e. hvorki fullkomlega heitt né kalt? Nýlegar rannsóknir á bein- um risaeðla benda til að svo sé. Dýrin hafa að öllum líkindum þróað með sér mismunandi aðferðir til þess að stjórna hitastiginu. Stór dýr, sem hafa líkama sem geymir varma mjög vel, gætu hafa hallast meira að köldu blóði á meðan minni og virkari rándýr hefðu hallast meira að heitu blóði. Steinarnir tala Risi á meðal risa ÆRSTA risaeðla sem nokkurn tíma hef- verið höfð til sýnis er finngálknið í safni mboldt-háskólans í Berlín. Áætlað er að ■ið hafi í lifanda lífi vegið um 80 tonn. Þegar Júratímabilið var að líða undir lok hófu risaeðlurnar tilraunir með vængi. Árið 1861 fannst ein- kennilegur steingervingur af dýri sem hvorki var fugl né eðla: heldur hvort tveggja. Eðlufuglinn Archae- opteryx, eða Öglir eins og við íslend- Mörgum kann að þykja það enn furðu- legra að þessi ferlíki fortíðar eru ennþá á meðal okkar. Á nýl- iðnum áratug hafa flestir sérfræðingar orðið sammála um að með tilliti til lík- amsbyggingar til- heyri fuglar ættar- tréi risaeðla. ingar skírðum steingervinginn, er nú talinn týndi hlekkurinn milli risaeðla og fugla. Dýrið hefur fallið í fúlnað lón á venjulegum Júradegi og stein- gerst í setlögum, á þann hátt að enn í dag sést móta fyrir fjöðrum í berg- inu. Rétt eins og þeir kjúklingar sem landsmenn leggja sér til munns hafði Öglir óskabein. En Öglir var að mestu leyti eðla. Hann hafði vel tenntan munn í stað goggs og lang- an beinóttan hala. Tilvist hans renn- ir hins vegar stoðum undir þá kenn- ingu að sumar eðlurnar hafi lært að fljúg-a og síðar orðið að fuglum. A sama tíma og fyrstu eðlurnar hófu flug sitt, á öndverðu Júraskeið- inu, komu einnig fram stærstu dýr sem talið er að hafí lifað hér. Graseðl- urnar, þessi hálslöngu, höfuðsmáu og fjórfættu ferlíki, voru að nálgast hátind ferils síns. Þær urðu gríðar- lega stórar. Vægast sagt. Kunnast þeirra er eflaust fmngálknið, Brac- hiosaurus. Með sinn tólf metra langa slönguháls og gríðarþunga 50 tonna líkama er talið að finngálknið hafi arkað um slétturnar og bókstaflega skóflað í sig öllum gróðri sem varð á vegi þess. Já, slíkir risar hafa þurft að éta við hvert tækifæri. En graseðl- urnar voru ekki beinlínis á þægilegu fæði. Grös og blómstrandi piöntur höfðu enn ekki þróast. í þeirra stað buðust þeim barrtré, burknar og köngulpálmar. Ansi tormeltir munn- bitar, sérstaklega í ljósi þess að eðl- urnar höfðu ekki fínpússað þá list að tyggja. En þær dóu ekki ráða- lausar. Nærri Albuquerque í Banda- ríkjunum hafa fundist um hundrað máðir steinar í tveimur hrúgum við beinleifar af skjálftaeðlunni, Seismo- saurus. Vísindamenn álíta að fyrir 150 milljónum ára hafi steinarnir verið gleyptir af þessari lengstu risa- eðlu sem nú er kunn. Steinarnir benda til þess að graseðlurnar hafi haft vöðvaklæddan magasekk til þess að kremja fæðuna, líkt og fugl- ar, sem í stað tanna nota fóarn til þess að mylja tormeltan mat. Margir fuglar gleypa grófkorna sand til þess að fylla fóarnið. Risaeðlurnar átu grjót. Jörðin nötraði Skjálftaeðlan hafði 17 metra lang- an háls og hali hennar hefur verið um 25 metrar á lengd. Útfrá þessum upplýsingum hefur þyngd hennar verið áætluð allt að 90 tonn! Nafn sitt hlaut hún í ljósi þess að hún hlýt- ur að hafa valdið jarðskjálftum þegar hún rölti um á fjórum lítt umhverfis- vænum fótum. Það er með ólíkindum að dýr skuli hafa orðið svo stór — tíu sinnum stærri en fíll. í hvíldar- stöðu hefur hver mjaðmargróp þurft að þola þyngd sem jafngildir þremur fílum. Ef dýrin ferðuðust um í hjörð- um, eins og steingerð spor graseðla benda til, þá hljóta þau að hafa skil- ið eftir sig ógnvænlega eyðileggingu. Það er reyndar spurning hvort þær hafi skilið nokkuð eftir sig. Slík hef- ur matarþörf þeirra verið. En hvers végna urðu þær svo stór- ar? Eðlileg viðbrögð við umhverfinu segja sumir. Nokkrir sérfræðingar halda því fram að á síðari hluta Júra- tímabilsins hafi loftslagið orðið þurr- viðrasamara — jafnvel með langvar- andi þurrkum. Því hafi graseðlurnar þurft að borða duglega meðan fæða var í boði og birgja sig þannig upp. Langir halar, læri og hálsar eru kjörnir geymslustaðir fyrir matarf- orða í formi fitu. Steingervingafræð- ingurinn Jack Homer telur sig hafa sýnt fram á með rannsóknum á blóð- leifum í beinum misaldraðra graseðla að þær hafi hægt á efnaskiptum sín- um með aldrinum! í æsku, þegar vöxtur þeirra var örastur, hafi efna- skiptin verið hröð en eftir því sem líkami þeirra stækkaði og geymdi þar af leiðandi varmaorkuna betur hafi hægst á efnaskiptunum. Ef svo er þá gæti graseðla vaxið upp í 100 tonn en aðeins þurft mat á við tvo sex tonna fíla. Grimmar kjötætur í ríki risanna hefur varla ríkt mik- ill friður. Eins og allir eðluáhuga- menn vita þurftu skjálftaeðlur, finngálkn og aðrar grasætur að ótt- ast fjöldann allan af blóðþyrstum ráneðlum sem rifu { sig kjöt hvenær sem færi gafst. Svo virðist reyndar sem grimmd þeirra hafi verið tak- markalaus. Til þess að sannfærast geta lesendur heimsótt lítið safn í Ghost Ranch í Nýju-Mexíkó. Þar gefur að líta beinagrind drísileðlunn- ar, Coelophysis. í maga hennar liggja smágerð bein úr eðluunga sem hún hefur hámað í sig þrátt fyrir að ung- inn hafi tilheyrt hennar eigin tegund:- En hættulegust ráneðlanna hefur hingað til verið talið hin hrikalega grameðla, Tyrannosaurus rex. Ný- legar uppgötvanir benda til annars. Ekki alls fyrir löngu grófu menn úr jörðu beinagrind af skepnunni sem varðveist hafði í næstum því heilu lagi. Eftir ítarlegar rannsóknir hafa Jack Horner og samstarfsmenn hans komist að þeirri niðurstöðu að þetta j sjö tonna ferlíki hafi frekar stundað > hræát en veiðar. Margir sérfræðing- l ar hafa mótmælt þessari kenningu. Horner segir að framfætur grameðl- urnar hafi lítið geta nýst til veiða »•: því þeir hafi bæði verið litlir og haft takmarkað hreyfisvið. Hinn sanni konungur ráneðlanna er nú talinn vera minni og fimari en grameðlan. Þetta er snareðlan, Velociraptor. Eftir að hafa grafið niður í hijós- truga auðnina í Montana rakst stein- gervingafræðingurinn John H. Ost- rom á ákaflega merkilegt grjót. Þeg- ar hann færði steingervinginn upp á yfirborðið kom í ljós að hann geymdi risavaxna grasætu sem var flækt í steingerðar beinagrindur fjögurra minni kjötæta. Kjötæturnar sem Ostrom skírði Klóeðlur, Deinonych- us, eru nauðalíkar snareðlunum. Þær voru um fjögurra metra langar og höfðu langa handleggi með gripklóm.. Athygli manna beindist þó helst að stórri kló sem skagaði eins og sigð fram úr fæti eðlunnar. Líkamsbygg- ing hennar bendir til þess að rándýr- ið hafi stokkið á fórnarlamb sín, hangið í hnakka þess með gripklón- um á meðan fótarklóin var látin ganga á maga bráðarinnar og rífa hana á hol. Nokkuð ógeðfelld tilhugs- un. Það verður að teljast ólíklegt að ein klóeðla hafi getað sigrast á plöntuætu af þeirri stærð sem Ost- rom fann. Þess vegna telur hann að þessar risaeðlur hafí veitt í hópum sem þýðir að steingervingafundur hans sé afrakstur þess að fjórar kló- eðlur hafi dáið með bráð sinni. Vitsmunir Snareðlurnar voru meðal þeirra risaeðla sem höfðu stærstan heila miðað við líkamsstærð. En hversu greindar voru þær? Dale Russel hjá Kanadíska náttúrugripasafninu hef- ur lengi velt slíkum spurningum fyr- ir sér. Niðurstöður hans eru á þá leið að best gefnu eðlumar hafi haft svipaða vitsmuni og kjúklingar. Vafalaust eru því spendýr nútímans skynsamari en eðlumar voru. Samt stendur það óhaggað að risaeðlurnar voru lengi við völd á jörðinni. Á tíma- bili sem spannaði 165 milljónir ára stóð engin dýrategund þeim á sporði. Menn gætu spurt sig hvar hin snjöllu spendýr hafi haldið sig á meðan. Svo virðist sem þau hafi stigið fram á stjónarsviðið um svipað leyti og risa- eðlurnar. En þau lifðu í skugga eðl- anna alla tíð. Enginn veit af hveiju. Það var ekki fyrr en ríki risanna leið undir lok, fyrir um 65 milljónum ára, að spendýrin gátu risið úr jarð- holum sínum, tekið völdin og hafið þá þróun sem síðar leiddi til manns- ins. • KENIUSLUSTAÐIR • Reykjavík Brautarholt 4, Ársel, Gerðuberg, Fjörgyn og Hólmasel. • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 frá kl. 15 til 22 að Brautarholti 4. • Suðurnes Keflavík, Sandgerði Grindavík og Garður. • Innritun í síma 92-67680 frá kl. 21.30 til 22.30. • KENNSLA HEFST ÞRIÐJUDAGINN14. SEPT Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri Systkinaafsláttur - fyrsta bamfullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukaafsláttur efforeldrar eru einnig i dansnámi. • Kennum alla dansa Samkvœmisdansa, gömlu dansana, rock 'n 'roll, tjútt og nýjustu freestyle dansana. • Aukatímar/yrir/id scm vilja taka þátt í íslandsmeistarakeppni. • Einkatímar Sértímarfyrir "prívathópa • Börn 3 - 4 ára Léttar hreyfingar og leikir sem örva hreyfiþroska. • Barnahópar - Unglingar ■ Fullorðnir - Hján - PÖr F Þrautþjálfaðir kennarar með mikla reynslu og þekkingu á dansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.