Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 20
.20 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 IFAILIOLAFS VAR SIGIIRINN FOLGINN Fjallad um Ólaf helga og orrustuna á Stiklarstödum, ástir og örlög í ferð Pálnatókavina á söguslódir í IMoregi eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur í RÖKKVUÐU andrúminu heyrast óhugnanleg hljóð, allt frá hvískri fordæmdra til nístandi vopnaskaks. Á hjöltum sverðs situr svartur hrafn með illspána glampandi í gleraugum sínum. Skammt frá eru bitrar axir, fjölmörg löng spjót upp við vegg, einnig járnsverð svo mikið að kraftamönnum einum er ætlandi að handleika það. Kringlótt- ir tréskildir sýnast léleg vöm gegn vopnum þessum. Við næsta hom sé ég hvar hann liggur, bugaður af ofurefli liðs, stunginn á hol af óvinum sínum og dauðanum markaður. Sögulegur atburður settur á svið, sjálfur Ólafur Haraldsson helgi veginn í Stiklarstaðaorrustu 29. júlí 1030. Ivor sem leið skoðuðu Pálnatóka- vinir safnið á Stiklarstöðum í Veradal í Noregi. Á leið þangað var lesið úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar um aðdrag- anda Stiklarstaðaorrustu og afleið- ingar hennar. Ólafur Haraldsson er talinn hafa ríkt í Noregi frá 1015 til 1030, en hafði hrökklast úr landi tveimur árum áður en hann féll á Stiklarstöðum. { uppháfi sögu ins helga Ólafs konungs segir svo: „Ól- áfr, sonr Haralds ins grenska, fædd- isk upp með Sigurði sýr, stjúpfeðr sínum, ok Ástu, móður sinni. Hrani inn víðförli var með Ástu; hann veitti fóstr Óláfi Haraldssyni." Ólafi er svo lýst í Heimskringlu: „Óláfr Haralds- son, er hann óx upp, var ekki hár meðalmaðr ok allþrekligr, sterkr at afli, ljósjarpr á hár, breiðleitr, ljóss ok ijóðr í andliti, eygðr forkunnar vel, fagreygr ok snareygr, svá at ótti var at sjá í augu honum, ef hann var reiðr. Óláfr var íþróttamaðr mik- ill um marga hluti, kunni vel við boga ok syndr vel, skaut manna bezt handskoti, hagr ok sjónhannarr um smíðir allar, hvárt er hann gerði eða , aðrir menn. Hann var kallaðr Óláfr digri. Var hann djarfr ok snjallr í máli, bráðgörr at öllum þroska, bæði afli ok vizku, ok hugþekkr var hann öllum frændum sínum ok kunnmönn- um, kappsamr i leikum ok vildi fyrir vera öllum öðrum, sem vera átti fyr- ir tígnar sakir hans ok burða." Ólafur var ekki nema tólf ára gamall þegar hann steig á herskip í fyrsta sinn. Tók hann síðan þátt í mörgum sjóorrustum og lenti í mann- raunum og ævintýrum. Eins og ger- ist enn í dag börðust menn um lönd og fjármuni. Ólafur var metnaðar- gjam maður og sagði svo við móður sína, stjúpföður og fóstra: „Nú skal því upp lúka fyrir yðr, er mér hefír mjök lengi í skapi verit, at ek ætla að heimta föðurarf minn, ok mun ek hvárki koma á fund Danakonungs né Svíakonungs at biðja þá né einna muna um, þótt þeir hafí nú um hríð kallat sína eign þat, er var arfr Har- alds hárfagra. Ætla ek heldr, yðr satt til að segja, að sækja oddi ok eggju frændleifð mína ok kosta þar at allra frænda minna ok vina ok þeira allra, er at þessu ráði vilja hverfa með mér. Skal ek ok svá upp hefla þetta tilkall, at annat hvárt skal vera, at ek skal eignask ríki _þat allt til forráða, er þeir felldu frá Oláf konung Tryggvason, frænda minn, eða ek skal hér falla á frændleifð minni.“ Högg þú allra manna armastr Hin harðvítuga valdabarátta Ólafs Haraldssonar og trúboð leiddi hann í mikla andstöðu við marga forystu- menn bændaaðalsins í Noregi sem aftur leituðu fulltingis Knúts ríka Englandskonungs. Voru þeirra valdamestir Einar þambarskelfír, Þórir hundur, Kálfur Ámason, Erl- ingur Skjálgsson á Sóla og synir hans. Erlingur féll í bardaga við menn Ólafs. Hann varðist „svá prúð- liga, að engi maður vissi dæmi, at einn maðr hefði staðit svá lengi fyr- ir jafnmargra manna atsókn", segir í sögunni. En enginn má við margn- um, konungur mælti: „„Viltu á hönd ganga Erlingr?" „Þat vil ek“, segir hann. Þá tók hann hjálminn af höfði sér ok lagði niðr sverðit ok skjöldinn ok gekk fram í fyrirrúmit. Konungr stakk við honum öxarhymunni í kinn honum ok mælti: „Merkja skal drótt- insvjkann"; Þá hljóp at Áslákr Fitja- skalli ok hjó með öxi í höfuð Erl- ingi, svá stóð í heila niðri. Var þat þegar banasár. Lét Erlingr þar líf sitt. Þá mælti Óláfr konungr við Áslák: „Högg þú allra manna arm- astr. Nú hjóttu Noreg úr hendi mér“.“ Eftir að Ólafur hrökklaðist úr landi hélt Hákon jarl, mágur Einars þamb- arskelfís, um stjómartauma í Nor- egi, í umboði frænda síns Knúts Englandskonungs, en Ólafur kon- ungur lét fyrirberast hjá Jarizleifí konungi í Garðaríki. Nótt eina þegar Ólafur lá í rekkju sinni dreymdi hann Ólaf Tryggvason, sem mælti til hans: „Ertu mjök hugsjúkr um ráðaætlan þína, hvert ráð þú skalt upp taka? Þat þykki mér undarligt, er þú velk- ir þat fyrir þér, svá þat, ef þú ætl- ask þat fyrir at leggja niðr konung- stígn þá, er guð hefír gefít þér, slíkt it sama sú ætlan at vera hér og þiggja ríki af útlendum konungum ok þér ókunnum. Farðu heldr aftr til ríkis þíns, er þú hefir at erfðum tekit ok ráðit lengi fyrir með þeim styrk, er guð gaf þér, ok lát eigi undirmenn þína hræða þik. Þat er konungsframi at sigrask á óvinum sínum, en vegligr dauði at falla í orrostu með liði sínu.“ Ólafur ákvað eftir þetta að fara heim til Noregs og beijast þar til valda á ný. Kom Ólafur konungur svo skipum sínum við Gotland og spurði þar þau tíðindi að Hákon jarl væri týndur. Knútur kom Sveini syni sínum til ríkis í Noregi. Er bændahöfðingjar Noregs fréttu af ferðum Ólafs kon- ungs söfnuðu þeir liði, hinir óvin- veittu til þess að klekkja á honum, en vinir hans til þess að koma honum til hjálpar, tignastur þeirra var Har- aldur Sigurðarson, hálfbróðir Ólafs konungs, hann var þá aðeins 15 ára gamall. Kominn til Noregs gerði Olafur liðskönnun og hafði þá þijá tigu hundraða manna, „ok þótti þat þá vera mikill herr á einum velli“. Þegar dregur að bardaganum mælti konungur „at þeir Upplendingar skyldu þar fram ganga ok taka upp merkin. „Þykki mér þat ráð“, segir konungr, „at Haraldr bróðir minn sé eigi í orrostu, því at hann er bam að aldri.““ Þá mælti Haraldur hin fleygu orð: „Ek skal vera að vísu í orrostu, en ef ek em svá ósterkr, at ek má eigi valda sverðinu, þá kann ek þar gott ráð til, at binda skal höndina við meðalkaflann." í orr- ustunni var Ólafur með hjálm gylltan á höfði, „en hvítan skjöld ok lagðr á með gulli kross inn helgi. í annarri hendi hafði hann kesju þá, er nú stendr í Kristkirkju við altára. Hann var gyrðr sverði því, er Hneitir var kallat, it bitrasta sverð ok gulli vaf- iðr meðalkaflinn. Hann hafði hringa- brynju." Vel hefir konungurinn alit oss í liði Ólafs voru nefnd til þijú skáld og var Þormóður Kolbrúnar- skáld eitt þeirra. Nóttina fyrir orr- ustuna kvað Þormóður kvæði að beiðni konungs og þáði að launum gullhring. Þormóður þakkaði kon- ungi gjöfína og mælti: „Góðan eigum vér konung, en vant er nú at sjá, hversu langlífr konungr verðr. Sú er bæn mín, konungr, at þú látir okkr hvárkti skiljask lífs né dauða.“ Þegar fylkt var liði fram til orr- ustu hrópuðu bændumir: „Fram, fram, bóandmenn." En konungs- menn hrópuðu vígorð sín: „Fram, fram, Kristsmenn, krossmenn, kon- ungsmenn." Er oirustan hófst, „þá laust roða á himininn ok svá á sólna, ok áðr en létti gerði myrkt sem nótt“. Ólafur barðist djarflega en svo fór að höggvinn var vinstri fótur hans, rétt ofan við hné. „En við sár þat hneigðisk konungr upp við stein einn ok kastaði sverðinu ok bað sér guð hjálpa. Þá lagði Þórir hundr spjóti til hans. Kom lagit neðan undir brynj- una ok renndi upp í kviðinn. Þá hjó Kálfr til hans. Kom þat högg innum vinstra megin utan á hálsinn. Menn greinast at því, hvárr Kálfr veitti konungi sár. Þessi þijú sár hafði Óláfr konungir til lífláts.“ Þormóði Kolbúnarskáldi varð að þeirri ósk sinni að skiljast ekki við konung sinn. Hann varð sár mjög í orrustunni. „Þá var hann lostinn með öru í síðuna vinstri. Braut hann af sér örvarskaftit og gekk loks í skemmu þar sem fólk var við læknis- störf." Sárum mönnum var gefínn grautur úr lauk og grösum, „því at kenndi af laukinum út ór sári því, er á hol var“. Þormóði var boðið en hann svaraði: „Ber brott. Ekki hefi ek grautsótt." Erfiðlega gekk lækn- inum að ná örvaijáminu úr Þor- móði. Hann mælti: „Sker þú til jáms- ins, svá að vel megi ná með töng- inni, fá mér síðan og lát mik kippa.“ Læknir gerði svo og fékk að launum hringinn Ólafsnaut. „Síðan tók Þor- móðr töngina ok kippði á brott ör- inni. En þar váru á krókar, ok lágu þar á tágar af hjartanu, sumar rauð- ar, sumar hvítar, ok er hann sá það mælti hann: „Vel hefir konungurinn alit oss. Feitt er mér enn um hjarta- rætr.“ Síðan hné hann aftr ok var þá dauðr.“ í falli Ólafs var sigur hans fólg- inn. Dauði hans markaði þáttaskil í norskri sögu, þá varð landið alkristið og sameinað undir einn konung. Ekki hafði hann lengi legið nár þeg- ar sýnt þótti að hann væri heilagur maður. Hann var grafinn upp úr sandi sem vinir fólu lík hans í eftir lok Stiklarstaðaorrustu, lík hans var þá ófúið og hafði hár þess og neglur vaxið til muna. „Þar á melnum, sem Óláfr konungr hafði í jörðu legit, kom upp fagr bmnnr, ok fengu menn bót meina sinna af þvi vatni. Var þar veittr umbúnaðr, ok hefir þat vatn verit jafnan síðan vandliga varðveitt. Kápella var fyrst gör ok þar sett altárit, sem verit hafði leiðit kon- ungsins, en nú stendr í þeim stað Kristskirkja." í máli vísra Pálnatóka- vina kom fram að á síðustu öld tókst mönnum að sanna að sólmyrkvi varð í Noregi árið 1030 en ekki 29. júlí heldur 31. ágúst. Síðan hefur verið karpað um hvort tímasetning frá- sagnarinnar hafi ruglast eður ei. Hitt er hafíð yfir allan vafa að Ólaf- ur helgi hefur orðið mikilvægt þjóð- artákn Norðmanna sem hélt sjálf- stæðisbaráttu þeirra vakandi á ófrelsistímum. Peningar og dauðinn Hið glæsilega safn á Stiklarstöð- um er byggt upp af sviðsettum svip- myndum þar sem fomminjar eða endurgerðir hlutir varpa ljósi á hina ýmsu þætti hins foma samfélags vík- inga. Á einum stað sést maður grafa fé sitt í jörðu. Sú mynd byggist á fjársjóðsfundi á bænum Sandi í Veradal, fáum kílómetmm frá Stikl- arstöðum. Þar fundust elleftu aldar silfurpeningar frá ýmsum löndum, væn fúlga á þeirra tíma verðlagi. Þar era líka grafir, bæði frá heiðnum tíma og kristnum. í kristnu gröfinni sést ævagömul beinagrind sem ber enn gróf merki um högg og stungur. Eftir að hafa skoðað safnið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.