Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
B 5
og Júlíus Ingólfsson fór til Grindavík-
ur. Guðjón gaf yngri mönnum tæki-
færi, leikmönnum eins og Haraldi
Ingólfssyni, Alexander Högnasyni og
Haraldi Hinrikssyni, sem hafa leikið
stórt hlutverk síðan.
Enn ein gullöld
Skagamenn hafa verið farsælir
hvað forystumenn varðar. Gunnar
Sigurðsson er einn þeirra, sem hefur
látið mikið að sér kveða á þessu sviði
undanfarna tvo áratugi. Hann byrj-
aði ungur að starfa fyrir félagið, var
17 ár í stjórn KSÍ og þegar útlitið
fór að dökkna hjá IA fyrir fjórum
árum tók hann aftur að sér for-
'mennskuna. Eftir að liðið féll í 2.
deild var ljóst að taka þyrfti á málum
og Gunnar var með lausnina. Að
ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfara.
Guðjón þjálfaði liðið 1987 og tryggði
því Evrópusæti að ári, en síðan var
hann í þrjú ár með KA, sem varð
íslandsmeistari undir hans stjórn
1989. Skagamenn sigruðu síðan ör-
ugglega í 2. deild, tryggðu sér ís-
landsmeistaratitilinn 1992 og tvö-
faldur sigur blasir við í ár.
„Eg bauð Guðjóni að taka við lið-
inu og við köfuðum ofaní málið,“
sagði Gunnar. „Við töldum að með
mikilli vinnu gætum við gert liðið
að stórveldi á ný, en til að svo gæti
orðið gerðum við okkur grein fyrir
að við þyrftum að fá menn til að
styrkja það. Guðjón var með hug-
myndir, sem gengu eftir og dæmið
gekk upp,“ sagði Gunnar, en Lúkas
Kostic, Kristján Finnbogason og
Ólafur Adolfsson gengu til liðs við
IA fyrir atbeina Guðjóns og hafa
leikið lykilhlutverk í varnarleiknum
síðan.
„Við misstum tvíburana [Amar
og Bjarka Gunnlaugssyni, sem gerð-
ust atvinnumenn hjá Feyenoord í
Hollandi] í fyrra, en eftir mótið í
Danmörku í vetur var ljóst að okkur
vantaði miðherja og hann fékkst í
tíma, þegar við náðum í Mikka [Mi-
hajlo Bibercic]. En hópurinn er eitt
og þjálfarinn annað. Á haustin hafa
menn oft verið leiðir og þreyttir og
fegnir að fá frí, en síðan Guðjón tók
við hefur verið erfitt að fá menn inn
af æfingum. Það eru rosaleg með-
mæli og sýnir að enginn leiði er til
staðar."
Ólafur Þórðarson tók í sama
streng. „Þessi hópur er mun þéttari
en sá sem ég byrjaði með. Það hefur
ekkert vandamál komið upp, sem
þakka má góðum anda og léttleika,
en allt er á léttu nótunum. Árangur-
inn á þessum tímabilum er svipaður,
en nú er meira lagt í þjálfunina og
hún er mun markmissari." Sigurður
Jónsson var á sama máli. „Guðjóni
hefur tekist ótrúlega vel með upp-
byggingu liðsins og ég hef aldrei
verið í eins samstæðum og góðum
hópi á Islandi, en árangurinn er
lyginni líkastur."
Þórður Guðjónsson telst til nýju
stjarnanna, en hann lætur velgengn-
ina ekki stíga sér til höfuðs. „And-
rúmsloftið hér á Skaganum er þann-
ig að metnaðurinn er gífurlegur og
ætlast er til þess að leikmenn standi
sig. Ég hef alist upp við miklar vænt-
ingar og kröfur, veit að hveiju ég
geng og reyni bara að spila minn
leik.“
Tímamót
Knattspyrnusagan á Akranesi hef-
ur endurtekið sig með ótrúlegum
hætti í nær hálfa öld, en eins og
alltaf, þegar vel gengur, eru blikur
á lofti og óvissan mikil varðandi
framhaldið.
Haraldur Sturlaugsson sagði að
komið væri að vissum tímamótum
og til að mæta auknum kröfum um
árangur, sérstaklega utan landstein-
anna, yrði að huga að möguleikum
á hálfatvinnumennsku. „Það má líkja
þessu við góða skipshöfn, sem aflar
vel. Henni má halda saman í áratugi
með öruggum tekjum og sama hugs-
un verður að ríkja í knattspyrnunni
með framfarir í huga.“
„Óvissuþættirnir eru rosalegir,“
sagði Gunnar. „Fyrst verð ég að
spyija sjálfan mig hvað ég ætli að
gera og það má ekki dragast í marga
daga, en ljóst er að ég get ekki ver-
ið endalaust í þessu. Eins vitum við
að hart er sótt í leikmenn okkar,
sérstaklega erlendis frá, en ef við
höldum rétt á spilunum höfum við
allt sem þarf til að vera með gott lið
næstu 10 árin.“
Morgunblaðið/RAX
Undirbuningui 172 stundir
Eftir Steinþór Guðbjartsson
„ÞOLINMÆÐI er dyggð og við höfum sýnt
að við höfðum hana í farteskinu í kvöld,“
sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari IA, við leik-
menn sína eftir glæsilegan sigur í Evrópu-
keppni meistaraliða s.l. miðvikudagskvöld,
sigur sem skiptir sköpum. „Ole, ole, ole...“
sungu leikmennirnir og i kjölfarið kom hið
hefðbundna: „Hveijir eru bestir, hverjir eru
bestir, hveijir eru lang bestir."
Liðin vika er. sú mikilvægasta í knattspyrnu-
sögu Skagamanna. Hún hófst s.l. sunnudag
með sigri í úrslitaleik bikarkeppninnar og
lauk í gær, laugardag, með deildarleik, sem
var síðasti áfanginn í langri og strangri leikja-
röð, en hápunkturinn var í miðri viku, þegar
strákarnir tryggðu sér sigur í forkeppni Evrópu-
móts meistaraliða. Áfanginn var sá mesti í
glæstri sögu og gaf ekki aðeins tvo leiki gegn
hollenska liðinu Feyenoord, sem tvíburarnir
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir frá Akranesi
leika með, heldur styrkti trú leikmanna, þjálf-
ara og aðstandenda liðsins á áframhaldandi
velgengni og færði félaginu a.m.k. 10 milljónir
í hreinar tekjur vegna komandi verkefna í Evr-
ópukeppninni. Morgunblaðið fylgdist með undir-
búningnum fyrir Evrópuleikinn og varð vitni
að faglegum vinnubrögðum, sem skiluðu því sem
krafist var.
Guðjón Þórðarson var ráðinn sem þjálfari
Skagamanna fyrir tæpum þremur árum. Starfið
hófst frá grunni í 2. deild, en markmið til lengri
tíma voru sett og markvisst unnið frá fyrsta
degi. Eftir að íslandsmeistaratitillinn var í höfn
í fyrra og þátttaka í Evrópukeppni meistaraliða
orðin að veruleika á ný var markið sett hærra;
að gera betur innanlands að ári og setja stefn-
una á að komast áfram í Evrópukeppninni.
Ekki var breytt út af daglegri venju, uppbygg-
ingin hélt áfram og fyrsta takmarkinu var náð
s.l. sunnudag, en öðrum áfanga var fagnað
þremur sólarhringum síðar.
Byrjunin í bílnum
Eftir sigurinn í bikarkeppninni slóst blaða-
maður Morgunblaðsins í för með meisturunum
og fór með þeim til Akraness. Skömmu eftir
að komið var út fyrir borgannörkin kvaddi
Guðjón þjálfari sér hljóðs, þakkaði leikmönnum
fyrir glæstan árangur, en áréttaði að liðin verk-
efni væru að baki og því rétti tíminn að snúa
sér að næstu hindrun, seinni Evrópuleiknum
gegn albanska liðinu Partizani frá Tirana. Bæj-
arstórn Akráness byði hópnum til kvöldverðar,
en skipunin væri að allir færu snemma að sofa
og hvíldu sig vel fyrir komandi átök. Breytt
yrði útaf vananum og farið á Hótel Örk í Hvera-
gerði daginn fyrir leik og þaðan beint í lang
mikilvægasta leik í sögu IA, en mönnum yrði
greitt tveggja daga vinnutap.
Guðjón sagði við Morgunblaðið að þessi hátt-
ur væri óhjákvæmilegur. Álagið hefði verið
mikið að undanförnu, en dagshvíldin fyrir bikar-
úrslitaleikinn hefði skilað sér og ekki veitti af
sams konar hvíld fyrir Evrópuleikinn. Hún yrði
ekki söm með því að vera í vinnu heima. Alltof
mikið væri í húfi og því hefði hann tekið þessa
ákvörðun.
Á mánudagsmorgni hittust Guðjón og Gunn-
ar Sigurðsson, formaður knattspyrnufélags ÍA.
Þeir fóru yfir dagskrána fram að leik og gengu
frá öllum atriðum varðandi undirbúninginn. í
hádeginu var stjórnarfundur, þar sem verkefn-
um vegna leiksins var úthlutað og gengið frá
því að Gylfi Þórðarson færi með liðinu til Hvera-
gerðis. „Ég verð að ljúka dæminu,“ sagði Gylfi,
en hann var fararstjóri, þegar liðið lék fyrri
leikinn í Albaníu. En meira hékk á spýtunni.
Hjátrúin. Þannig er mál með vexti að leikmönn-
um er ekið í einkabílum í leiki og fara alltaf
sömu menn í sama bíl. Með Gylfa fara Ólafur
Adolfsson, sem situr frammí, Lúkas Kostic, sem
situr fyrir aftan stjórnarmanninn, og Mihajlo
Bibercic. „Liðið hefur aldrei tapað, þegar ég
hef farið með menn í leik,“ sagði Gylfi. „Þegar
við héldum til Albaníu fór ég á bílnum til Kefla-
víkur og þegar við komum aftur kvaddi Kostic
mig með þeim orðum að við sæjumst á fimmtu-
dag. „Nei, því miður kemst ég ekki.“ Hann starði
orðlaus á mig en spurði svo: „Þá örugglega á
sunnudag?" „Honum létti, þegar ég játti þvi.“
Nokkrir leikmannanna tóku sér frí frá vinnu
á mánudag, en allir mættu tímanlega á æfingu,
sem hófst á leiktíma, kl. 17.30. Létt var yfir
mannskapnum og gerðu menn óspart grín af
krúnurakstrinum, en helst var tekist á um hveij-
ir væru nefljótastir í bænum og sýndist sitt
hveijum. Þjálfarinn minnti strákana á mikil-
vægi þess sem framundan væri, en æfingin var
með hefðbundnum hætti; markviss en á rólegu
nótunum.
Guðjón fór yfir stöðuna með strákunum á
Hótel Órk kvöldið fyrir leik og gerði þeim grein
fyrir mikilvægi ferðarinnar, „Við erum komnir
til að hvíla, að hlaða batteríin." Sólarhringurinn
í Hveragerði heppnaðist vel. Ftjálsir göngutúr-
ar, létt æfing og nudd. „Þetta var reyndar að-
eins klapp,“ sögðu harðjaxlarnir Ólafur Þórð-
arson og Sigurður Jónsson aðspurðir um hvort
þeim liði ekki betur eftir nuddið. Menn borðuðu
vel og hvíldust og til þess var leikurinn gerður.
„Ég hef ekki sofið svona vel og lengi síðan ég
kom heim frá Albaníu,“ sagði Kostic við Morg-
unblaðið að morgni leikdags. „Ég hef alltaf
verið að vakna, en nú er ég loks úthvíldur.“
Töflufundur
Eftir næringarríkan hádegisverð á þriðjudag
var eini töflufundurinn fyrir leikinn og stóð
hann í 20 mínútur. Guðjón sagði að byijunarlið-
ið yrði eins og í bikarúrslitunum, en sagðist
eiga von á allt öðruvísi leik en í Albaníu. „Þeir
verða tiu í vörn og því á ég von á erfiðum leik,
sem tekur á taugarnar og reynir á þolin. Við
verðum að halda breidd og láta boltann ganga
eins hratt og kostur er.“
Guðjón rif|'aði upp kosti mótherjanna og var-
aði við tækni þeirra og hraða, en minnti á veik-
leika þeirra, sem fælust í vilja þeirra til að halda
boltanum. „Við verðum að varast að sækja ekki
með offorsi og gleyma varnarleiknum. Okkur
nægir að skora eitt.“
Guðjón fór yfir tæknilega útfærslu leiksins,
hvernig menn ættu að vinna saman í vörn og
sækja markvisst með stuttu og snöggu spili upp
kantana. Annað mark leiksins var svar leik-
manna við fyrirmælum þjálfarans.
„Og svo vil ég fá langskot,“ sagði Guðjón.
Þremur tímum síðar varð honum að ósk sinni,
þegar Alexander Högnason braut ísinn með
sannkölluðum þrumufleyg, og skot Sigurðar
Jónssonar, sem naumlega var varið í hom, var
ekki síður augnayndi.
Þjálfarinn hefur lagt mikla áherslu á horn-
spyrnur og taldi þær eitt hættulegasta vopnið
gegn Albönum. Ekki stuttar sendingar, sem
hafa gefist svo vel, heldur inní markteiginn, þar
sem Ölafur Adolfsson eða Lúkas Kostic áttu
að halda sig og skalla til Þórðar Guðjónssonar,
sem átti að láta fara lítið fyrir sér við fjær-
stöng. „Við verðum að fá boltann innfyrir," og
dæmið gekk upp í áttundu tilraun, þegar Þórð-
ur innsiglaði sigurinn.
Guðjón lagðist undir feld eftir bikarleikinn
og hugsaði ráð sitt varðandi byijunina. Átti
hann að bíða eftir að hinir gerðu mistök, eða
taka leikinn strax föstum tökum? „Ég er enn
að velta þessu fyrir mér,“ sagði hann á þriðju-
dag, en áréttaði að á Danmerkurmótinu s.l.
febrúar hefðu menn lært að það hefði góð sál-
ræn áhrif að byija sterkt. Á fundinum var ekk-
ert hik. „Ég vil að þið ráðist strax á þá, hræðið
úr þeim líftóruna. Góðan daginn, við erum
mættir. Við fáum ekki annað tækifæri —. þetta
er úrslitaleikur.“
Stöðufundur
Næsti viðkomustaður var Ferstikla í Hval-
firði. Eftir að hópurinn hafði fengið sér te og
brauð stóð Guðjón upp. „Strákar," sagði hann
í föðurlegum tón. „Ég vona að þið skiljið mikil-
vægi leiksins. Þetta er mikilvægasti leikur
Skagamanna á þessum nótum. Með sigri öðlast
klúbburinn aukna möguleika til að bjóða uppá
bætta og betri aðstöðu fyrir hönd leikmanna
sinna. Það eru alveg hreinar línur að ekkert
gerist af sjálfu sér og huga þarf að mörgum
endum, sem er á bak við eitt knattspyrnulið.
Burtséð frá þessu öllu erum við líka að spila
um að leika við Feyenoord. Þar eru ákveðnir
möguleikar, ekki fyrir einn eða tvo heldur fyrir
alla í liðinu. Við vitum að Holland er einhver
besti staður til að minna á sig og ef við náum
hagstæðum úrslitum í kvöld að ég tali ekki um
ef okkur gengi eitthvað gegn Feyenoord eru
margir möguleikar fyrir hendi og þeir eru þess
virði að hlaupa sig uppá hné í kvöld.
Það er einu sinni svo að þegar mikið er í
húfí verður það mönnum að liðsauka. Menn
jámast upp og setja sig í gang.“ Nú brýndi
hann röddina: „Við verðum, strákar, að ná al-
gjörum toppleik til að standa okkur í kvöld.
Það er algjör krafa að við verðum að vinna
leikinn.“ Hér staldraði hann við, leit yfír hópinn
og hélt síðan áfram, rólegur og yfírvegaður:
„Við höfum puðað og púlað frá því í byijun
nóvember. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu
til þess að ná langt. Okkur hefur gengið lyginni
líkast í öllu fram að þessu, en við eigum ennþá
eftir tvö ólokin mál; að klára deildina og klára
Evrópukeppnina. Þetta eru stutt átök, en þau
eru skýr. Þau taka -á. Þetta er miklu meira
krefjandi mál en að spila landsleik, því miklu
meira er í húfi.“
Að þessu loknu tók hann hvern einstakan
leikmann fyrir og gerði honum grein fyrir hlut-
verki sínu. Einfalt, öruggt, enga minnimáttar-
kennd — aðeins rauðar peysur. Hann ítrekaði
enn einu sinni mikilvægi þess að halda svæðum
opnum í homunum, að spila uppá mark með
þolinmæðina að leiðarljósi, en gefa mótheijunum
ekki færi á að ná upp spili. „Það má ekki, strák-
ar, koma upp neitt vandamál, enga „paník“.
Það er nógu erfitt að spila erfiðan leik þó mað-
ur skapi sjálfum sér ekki vandræði með illa
útfærðum hlutum og kannski hugsunarleysi og
leti. Það má ekki gerast. Strákar! Ég veit af
reynslunni að þið þolið sitt lítið af hveiju. Þið
emð í fínu standi, andlega og líkamlega. Ég
treysti ykkur, strákar mínir, hveijum og einum,
að þið leggið ykkur fram af alúð, gerið ekkert
annað en ykkar besta og sparið ekkert af því
sem þið getið. Það er ekki aftur snúið. Það er
skelfilegt ef við getum rakið það til okkar að
hafa tapað leiknum fyrir einhvern aulagang.
Tap getur orðið okkar hlutskipti og við því er
ekkert að segja ef menn hafa gert eins og þeir
geta. Um meira verður ekki beðið, meira er
ekki hægt að fara fram á en það er farið framá
þetta. Stöndum saman og gerum okkar besta.“
Leikurinn
I rútunni á eftir stóð Sigurður Jónsson upp,
gekk að hveijum leikmanni og tók í hönd hvers
og eins. Alvörustundin var að renna upp, sam-
takamátturinn var algjör. í klefanum fyrir leik
endurtók Guðjón áður nefnd heilræði og lagði
mest upp úr þolinmæði og samvinnu. í hálfleik
benti hann mönnum á mistökin, sagði enn einu
sinni hvað ætti að gera. „Verum jákvæðir. Við
ætlum að leika okkar leik fullir sjálfstrausts og
hugrekkis. Við höfum allir orku og kraft og
okkur vantar aðeins eitt mark.“
Það var ánægður hópur, sem tók sigurhrópið
inní klefa eftir leik. „Þetta var ekki leiðinlegt,"
sagði Guðjón við Morgunblaðið, „en nú er það
næsta verkefni."