Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 26
£! B 'MORGUNBLABIÐ FÓLK I FRÉTTUIWsuNNÖMéui tlR' 5.!SEPTEMBER'lí)93 GASSI Með lokka einsog mamrna! Enska knattspyrnugoðið Paul Gascoigne, öðru nafni Gassi, brá sér á hárgreiðslustofu í Rómarborg á dögunum. Lét hann þar græða á sig síða ljósa lokka. Var þetta nýjasta uppákoman sem Gassi bryddar upp á, en hann hefur löngum þótt vera spéfugl mikill og í meira lagi uppátækjasamur. Gassi, sem spilar með Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni, sagði meira í gríni en alvöru, að það hefði vakað fyrir sér að líkjast Mick Hucknall í Inxs (!) en útkoman væri hins vegar sú, að hann líktist móður sinni meira en nokkru sinni fyrr, sérstaklega þegar hann með lokkana sk0ðaði myndir af móður sinni frá árinu 1940! Haft er fyrir satt, að Gassi hafi sleppt sér gersamlega er hann leit ásjónu sína í spegli í fyrsta sinn eftir hárígræðsluna. Hann hafi hlegið svo lengi, að eftir á hefði hann trúað mönnum fyrir því að engu hafí munað að hann pissaði í buxurnar. Forráðamenn Lazio höfðu í sjálfu sér ekkert við uppátæki Gassa að athuga, enda býsna al- gengt að karlmenn gangi um með hár niður á herðar á síðustu tím- um. Hins vegar gerðu þeir þá kröfu að hárband Gassa í leikjum yrði í litum knattspyrnufélagsins Lazio. Gassi löngu... Karólína og Vincent á ströndinni á Ile de Ré. Vincent og Pierre bregða á leik. ASTIN Karólína o g Vincent styrkja sambandið Fyrir nokkru var uppi orðrómur um að Karólína Mónakóprinsessa og franski leikarinn Vincent Lyndon hefðu slitið nánum vin- skap sínum. Sagði sagan að Lyn- don væri orðinn óþolinmóður og það færi í taugarnar á honum að vera alltaf geymdur vandlega á bak við tjöldin. Hann vildi að þau Karólína stigju skrefíð til fulls, trúlofuðust opinberlega og kæmu fram sem par, en ekki ein- ungis sem góðir vinir. Þeim sem til þekkja þótti þetta reyndar langsótt og ólíkt Lyn- don að setja slíkan þrýsting á Ka- rólínu sem ekki hefur átt sjö dag- ana sæla hin seinni ár. Enda virð- ist þessi söguburður ekki eiga við rök að styðjast ef marka má nýj- ustu fregnir. Þannig var, að Karólína hélt á dögupum til frönsku smáeyjunnar Ile de Ré ásamt börnum sínum þremur. Ekki höfðu þau bakað sig lengi í sólinni er Vincent Lyndon slóst í hópinn. Héldu þau síðan hópinn í nokkra daga uns skyldu- störf kölluðu þau til meginlandsins. Það var Lyndon sem sýndi Karól- ínu umrædda eyju í fyrra og þá dvöldu þau þar saman í nokkra daga. Móðir Lyndons, Alix, býr á eynni og í fyrra sagði hún forvitn- MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI FERÐAMALASKOLI ÍSLANDS NYIR MOGULEIKAR FYRIR ÞIG Menntaskólinn í Kópavogi, sem er viðurkenndur móðurskóli í ferðafræðum, býður nú öflugt ferðamálanám í nýrri öldungadeild við skólann. BOÐIÐ ER UPP Á TVEGGJA ANNA NÁM EÐA STÖK NÁMSKEIÐ HAUSTÖNN VORÖNN Farseðlaútgáfa Farbókunarkerfi Ferðafræði Jarðfræði íslands f/ferðaþj. Flugfélög Ferðalandafræði íslands Hótel- og veitingahúsarekstur Ferðalandafræði útlanda Markaðsfræði ferðaþjónustu I Ferðaskrifstofur Þjónustusamskipti Markaðsfræði ferðaþjónustu II Rekstur ferðaþjónustu Stjórnun KENNSLUTÍMI mán. - fös. frá kl. 18.00 - 21.40. Kennsla hefst 15.09.’93. Nánari uppl. í síma 643033 frá kl. 9.00 - 14.00. ATH. SKRÁNING STENDUR YFIR MENNTASKOLINN í KÓPAVOGI FERÐAMALASKOLI ÍSLANDS um fréttamönnum, að það væri augljóst að á milli sonar síns og prinsessunnar væri annað og meira en vinskapur. Ekkert hefur þó bent til þess að brúðkaup sé í vændum. Hins vegar blandaðist engum hug- ur um, er til sáu, að miklir kærleik- ar eru með Karólínu og Vincent, þótt þau flíki því lítið opinberlega. Þykir það renna stoðum undir það enn frekar að þau muni rugla sam- an reitum og að afar vel fer á með Vincent og börnunum þremur. Þá sáust þau öll meira saman opinber- lega í umræddu fríi en oft áður. Yfírleitt hafa þau læðst með veggj- um. með frönskum og sósu =995.- TAKIÐMEÐ - tilboð! TAKIÐMEÐ - tilboð! Útsala Síöustu dagar útsölunnar. Elísubúðin, Skipholti 5. Laura Dern. SAMKUNDA Bardot sló upp veislu Hin gamalfræga kynbomba Brigitte Bardot hélt nýverið upp á eins árs giftingarafmæli sitt og Bernard D’Ormale á sumardvalarstað þeirra hjóna í Bazoches, smábæ nærri París. Bernard er fjórði eiginmaður Bardot sem er nú 59 ára gömul. Bardot, sem þekktust er í seinni tíð fyrir störf sín í þágu dýra- verndar, hef- ur átt erfiða sambúð við eiturlyf og áfengi seinni árin. Það var þó eftir því tekið hversu hraustleg og glæsileg hún var við þetta tækifæri . Helsta Bardot svciflar upp skemmtiatriði um sie Pilsi,m - kvöldsins var hljóðfærasláttur sveitar- innar Chico los Gitanos, sem er skipuð vinum Bardot til tuttugu ára. Hámarki náði veislan, er Bardot, berfætt og íklædd sígaunapilsi, stökk út á gólfið og steig villtan dans við mikinn fögnuð viðstaddra. Svipti hún upp um sig pils- inu í bak og fyrir og minnti á gamla daga er menn voru því vanari að sjá hana fáklædda en alklædda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.