Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 35
MOROUNBIAÐU) SAIVISAFNIÐsUNNUÐAGÖRk SEPTEMBER 1993 B 35 Willy Brandt og eiginkonahans Rut Brandt stíga út úr Gullfaxa, þotu Flugfélags Islands. 68-kynslóðin lét ekki sitt eftir liggja meðan á NATO-fund- inum stóð. Hér sést hún boða frið og mótmæla veru okkar í NATO. Willy Brandt, þáverandi utanríkisráðherra V-Þýskalands, ávarpar ráðherrafundinn. Við hlið hans situr Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra. SÍMTALID . . . ER VIÐ BJÖRN FRIÐFINNSSON RÁÐ UNE YTISSTJÓRA VINUR Á FÖRUM 609070 Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- in. - Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, gæti ég fengið að tala við Björn Friðfinnsson ráðu- neytisstjóra? Augnablik, ég skal athuga það. Halló. - Komdu sæll Björn. Nú munt þú vera á förurn til Brussel að vinna fyrir EFTA. Eftirlitsstofnun EFTA. - Einmitt já, hvernig er það, læturðu þá líka af formennsku flóttamannaráðs? Já, það verður einhver að vera í því á meðan. - Hversu lengi hefurðu verið formaður? Síðan ’79. - Ég frétti að þér hefði verið haldið kveðjuhóf af Víetnömum núna um daginn? Það var nú haldið af Rauða krossinum, en þeir mættu þarna margir frá Víetnam og reyndar flóttamenn frá öðrum löndum. - Nú verður þú ekki ytra til eilífðar, aðeins tvö ár, þeim hlýtur að þykja vænt um þig úr því að þeir koma til að kveðja þig? Jájú. - Áttu marga vini frá Víet- nam? Meðal flótta- manna á ég marga vini, ekki aðeins frá Víet- nam. Maður kynnist þeim per- sónulega og þetta er margt ágætis fólk. - Mér skilst að þú hafir oft haldið þeim jóla- boð og leikið þér við börnin? Já, já, en þetta er nú mest snún- ingar við að hjálpa rfiönnum í sambandi við skattamál, hús- næðismál og vinnu. - Var það ekki erilsamt að vera formaður flóttamannaráðs jafnhliða öðrum störfum? Við höfum nú reynt að reka þetta á hagkvæman hátt með sjálfboðnu liði. Starfsmenn Rauða krossins eru einnig sjálfboðaliðar og vinna langt út fyrir allt sem þeir fá kaup fyrir. Mæta á kvöld- in og um helgar þegar á þarf að. halda. Jú, jú við höfum öll gert heilmikið og teljum það ekkert eftir okkur. Til þess eru menn í Rauða krossinum að gefa eitt- hvað af sér í sjálfboðnu starfi. - En í hverju verða nú störf þín fólgin í Brussel? Ég á að fylgjast með fram- kvæmd EES samningsins, að EFTA þjóðirnar fullnægi sínum samningsgildum. Auk þess eigum við að fjalla um samkeppnismál og ríkisstyrki. Síðast þegar ég vissi var búið að ráða 97 manns frá öllum EFTA löndum og við verðum með skrifstofu á tveimur stöðum í borginni. Mitt hlutverk verður að fjalla um banka, vá- tryggingafélög og aðrar fjár- málastofnanir, flutningaþjónustu og fjarskiptamál. - Og hvernig leggst það nú í þig að búa í Brussel? Bara vel, ég hef aldrei búið í útlöndum áður. Kosturinn við að búa í Brussel er eins og eitt sinn var sagt um Breiðdalsvík, það er svo stutt í allar áttir. - Já það má segja það, en ég óska þér góðrar ferðar. Björn Friðfinnsson MEISTARAKOKKARNIR ERU ÓSKAR FINNSSON OGINGVAR SIGURÐSSON Villisveppasalaí og bláberjaís I morgunþættinum „Aftur og aftur“ á Rás 2 síðastliðinn fimmtudag gáfu matreiðslu- meistararnir Óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson hlustend- um uppskriftir að villisveppa- salati fyrir fjóra og heimalög- uðum bláberjaís. Uppskriftirn- ar fara hér á eftir. Villisveppasalat fyrir fjóra 1 meðalstórt höfuð jöklasalat 10 stk. vllltir íslenskir sveppir 1 lítið blómkálshöfuð 1 rauð paprika graslaukur Allt skolað. Salatið er rifið nið- ur í skál, sveppirnir saxaðir, blóm- kálið rifið niður og paprikan skor- in í strimla. Öllu blandað saman og graslaukurinn klipptur yfir. Salatsósa Meistarakokkarnir Óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson. ir eru: Kóngssveppur, furusvepp- ur, lerkisveppur. Heimalagaður bláberfaís 5 eggjarauður 100 g sykur 1 bolli blóber I rjómi 1 -2 msk. sítrónusafi 1 lítið box sýrður rjómi 1 tsk. dijon sinnep_______ _________1 tsk. sykur_________ ögn af karrý, salti og pipar til bragðbætis * íslenskir sveppir sem æskileg- Eggjarauður eru látnar ná stofuhita. Rauður og sykur þeytt saman uns ljóst og létt. Rjóminn er þeyttur og bætt í með sleif. Berin eru marin og sigtuð og bætt í ísblönduna. Bragðbætt með sítrónusafanum. Sett í form og fryst. HVAR ERU ÞAU NÚ? RAGNHILDUR HELGADÓTTIR ALÞINGISMAÐUR OG RÁÐHERRA Hdmaf Alþingi Á Alþingi. Ragnhildur burðast með nokkur kíló af þingskjöl- um. RAGNHILDUR Helgadóttir byrjaði snemma í pólitík. Aðeins tutt- ugu og sex ára gömul var hún kosin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Það var árið 1956. Sjö árum síðar hætti hún á þingi til þess að sinna heimili og börnum. Hún segir að þá hafi hún ekki hugsað sér þann tíma sem hlé á þingstörfum en það varð hann því Ragnhildur fór aftur á þing. Árið 1983 var hún svo skipuð í embætti menntamálaráðherra. Því embætti gegndi hún í tvö ár en þá tók hún við ráðherrastólnum í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Þar starfaði hún einnig í tvö ár. Hvar er hún nú? að má eiginlega segja að ég sinni venjulegum húsmóður- störfum," sagði Ragnhildur en eig- inmaður hennar er Þór Vilhjálms- son hæstaréttardómari og saman eiga þau fjögur böm. Eftir að Ragnhildur lét af ráð- herraembætti starfaði hún áfram á Alþingi í fjögur ár ásamt því að sitja þing Evrópuráðsins. En hvað hefur drifið á daga hennar síðan? „Eftir að ég hætti á Alþingi árið 1991 hætti ég einnig öllu stjóm- málastarfi. Stjómmálin eru orðin svo ríkur þáttur í lífi manns eftir svona langa þingsetu að ég geri mér grein fyrir því að ég hefði allt- af verið með hugann við þetta og reynt að hafa nefið ofaní öllu ef ég hefði haldið áfram starfínu. Þess vegna taldi ég heppilegra að klippa á alla þræðina. Engu að síð- ur fylgist ég ennþá mjög grannt með því sem gerist í stjómmálum og velti því fyrir mér hvort rétt sé hveiju sinni, það sem flokkssystkin mín eru að gera. En ég stilli mig um að reyna grípa þar inní.“ Ný verkefni En hvernig fínnst stjómmála- Morgunblaðið/Þorkell Ragnhildur Helgadóttir segist nú sinna venjulegum húsmóð- urstörfum. manninum að hætta eftir öll þessi ár? „Bara aldeilis ágætt,“ svarar Ragnhildur. „Ég var búin að ákveða það fyrir löngu að verða ekki ellidauð á þingi. Ég hafði hugsað mér að hætta nógu snemma til þess að ég teldi mig hafa kraft og heilsu til að takast á við önnur verkefni. Fram til þessa hefur það nú fyrst og fremst verið umönnun heimilisins og ég hef notið þess vel.“ Þegar Ragnhildur er spurð hvort heimilisstörfín felist að einhveijum hluta í pössun bamabarna þá getur hún ekki neitað því. „Ég kann vel við mig í ömmuhlutverkinu og mér þykir mjög skemmtilegt að passa börnin. Ég hef kannski ekki verið neitt óskaplega virk á því sviði en ég tel mér trú um að það sé a.m.k. nokkurt gagn í því fyrir böm mín sem ég hef kannski verið nokkuð mikið í burtu frá á stundum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.