Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 Íbíó Það er alltaf gaman að fá myndir Wo- ody Allens { bíóin því hann stendur sér á parti sem kvikmyndagerðar- maður en honum bregst bogalistin í Skuggum og þoku, mynd sem hann gerði á undan Eigin- mönnum og eiginkonum en er ekki sýnd fyrr en nú._ í myndinni sækir hann stílinn jafnt í þýsku expressjónistana, þar sem skuggar og þoka móta útlitið, og Kafka í sögu af litla manninum (Woody heitir Kleinman í myndinni) sem er part- ur af einhverri mikilli Áætlun og lendir uppá kant við dularfulla hópa er leita morðingja. Hvorki stíllinn né sag- an höfða sterkt til manns og skopið er í lágmarki. Og þrátt fyrir að leikara- listinn sé efnilegur eru spumingamar um guð og dauðann og ástina orðnar klisjukenndar. Myndir Allens eru alltaf á einhvem hátt sjálfsævisögulegar en hér leikur Mia Farrow eiginkonu listamanns (John Malkovich sem trúður og ígildi Allens) og rífast þau um mörg atriði hjónalífsins ' og þætti ekki merkilegt nema í ljósi skilnaðarins mikla. Tveir vestrar og alveg eins? Kvikmyndun er hafin á tveimur vestrum í Hollywood sem báðir fjalla um sömu persónurnar, þ.e. löggæslumanninn Wyatt Earp, bræður hans tvo og Doc Holliday. Önnur myndin er gerð á vegum Warner Bros. og heitir einfaldlega „Wyatt Earp“ og fer Tvistar víða; Kevin Costner. Kevin Costner með titilhlut- verkið þar en handritshöf- undur og leikstjóri er Lawr- ence Kasdan. Með önnur hlutverk fara Mich- ael Mads- en, Denn- is Quaid, Jeff Fa- hey, Mare Winning- ham og Jo- Beth Will- iams. Hin myndin er gerð á vegum Hollywood Pictures og heitir „Tombstone" og fer Kurt Russell með hlutverk Earps í henni og leikstjóri er George Pan Cosmatos. Með önnur hlutverk fara Val Kilmer, Sam Elliott, Bill Paxton og Dana Delany. Costner hefur áður verið í svipaðri stöðu þegar hann lék Hróa Hött á meðan Patrick Bergin var í sama hlutverki í annarri Hróamynd. Er ekki nóg með að endurgerðir og framhaldsmyndir ríði húsum í Hollywood, þar sem oft er kvartað undan hugmynda- leysi, heldur eru tvær myndir um sama hlutinn að verða algengt fyrirbrigði (tvær Kól- umbusarmyndir, tvær myndir um Pancho Villa eru í undir- búningi). Talað er um að Costner- myndin verði í lengra lagi eins og algengt er orðið með stórmyndir en þær fréttir berast. af hinni að sá sem átt hafi að leikstýra henni, Kevin Jarre, hafí verið rekinn þegar ijórar vikur voru liðnar af tökutímanum og Cosmatos ráðinn í staðinn. Er sagt að framleiðandanum Andy Vanja (Rambó) hafi ekki litist á útlit myndarinnar og viljað „glæsilegri, samtímalegri mynd“. Jarre, sem skrifaði handritið að „Glory“, gerði einnig handritið að vestran- um og heldur Cosmatos sig við það. “KVIKMYNDIR™ Rís sólin í vestri? • • Onnur sjónarmið ÞAÐ KOMU upp nokkur vandamál við kvikmyndun metsölubókar Michaels Crichtons, „Rising Sun“ (Sól- ris), svo ekki sé meira sagt. Leikstjórinn Philip Kauf- man vildi ekki leggja eins mikla áherslu á gagnrýni á Japana og Crichton svo höfundurinn hætti vinnu við myndina. Kaufman vildi líka að önnur aðalpersónan yrði leikin af svertingja og hann gerði breytingar á sögunni eins og þá að láta eina lykilpersónuna ekki vera japanskan kaupsýslumann heldur eitthvað sem ekki gat orðið pólitískt eldfimt. En þrátt fyrir breytingar Kaufmans á hinní um- deildu sögu, sem Joe Roth, fyrrum forstjóri 20th Century Fox, keypti fyrir milljón doll- ara, var myndinni harðlega mótmælt af japönskum Bandaríkja- mönnum sem fannst hún gefa neikvæða mynd af Japönum. Sagan segir frá lögreglumönnum í Los Angeles sem rannsaka morð í japönsku stórfyrirtæki og þeir fá að finna fyrir ótrú- legu valdi Japananna í Bandaríkjunum. Crichton hugsar söguna sem harða gagnrýni á starfsháttu Jap- ana vestra. Ekki Kaufman. Hann hefur unun af aust- rænni menningu, skrifaði lokaritgerð við háskólann í Chicago um fangelsun japan- skra Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöldinni og hefur kynnt sér náið aust- ræna lífsspeki. Svo það hlaut að koma tii átaka. Sean Connery og Wesley Snipes fara með hlut- verk lögreglumannanna en Connery, vinur Crichtons, er einn af framleiðendum mynd- arinnar og samþykkti valið á Kaufman sem leikstjóra. „Mér fannst það áhugaverð hugmynd að fá Phil í málið,“ er haft eftir (golflleikaranum knáa, „því þetta er afar sölu- leg mynd en hann hefur verið meira í tengslum við Milan Kundera [Óbærilegur léttleiki tilverunnarj og Tom Wolfe sem gerði „The Right Stuff“. Það var stór plús, hugsaði ég með mér.“ Kaufman hafði greinilega önnur sjónarmið en Crichton. „Ég hafði áhuga á öllum spumingunum sem Crichton velti fyrir sér,“ er haft eftir honum, „en ég vildi ekki gera eftir Arnald Indriðason bíómynd sem fengi fólk upp á móti hvert öðru vegna inni- haldsins. Ég hafði meiri áhuga á persónunum og um- hverfinu." Og hann heldur áfram: „Myndin er miklu meira um skilning þar sem persóna Connerys opnar okk- ur sýn á hvar streituþættimir í samskiptum Japana og Bandaríkjamanna liggja í raun og hvemig við munum verða að haga okkur í fram- tíðinni." Þessar hugmyndir vom handritshöfundunum Cricht- on og Michael Backes alveg nýjar þegar kom að kvik- mynduninni og fljótlega slitn- aði uppúr samstarfinu. Þeir fengu að vita að það var Kaufman sem stjómaði ferð- inni. Hann gerði iíka aðra aðalpersónuna að svertingja án þess þeir gætu rönd við reist og bar því við að það skapaði meiri spennu í annars eintóna samband lögreglu- mannanna. Kaufman fékk leikritaskáldið David Mamet til að fínpússa handritið á sín- um tíma og skilaði því inn Úr hvítum í svartan; Wes- ley Snipes gegnir lög- reglustörfum í mynd Kaufmans. undir sínu nafni eingöngu. Félag handritshöfunda tók á málinu og Kaufman, Crichton og Backes eru allir skrifaðir fyrir því, Kaufman fremstur. „Ég held að Crichton hafí reynt að komast inní heim sem er afar mikilvægt fyrir okkur að skilja," segir Kauf- man. „Ég reyndi að stíga inní þann heim í gegnum bók Crichtons en ég veit að ég hef farið nokkuð aðra leið inn en hann.“ Hvernig heldur hann að höfundinum muni finnast myndin? „Hún gæti komið honum á óvart.“ 10.000 hafa séð Þríhyminginn Alls höfðu um 10.000 manns séð Þríhyrning- inn um síðustu helgi í Regn- boganum að sögn Ingvars Þórðarssonar rekstrarstjóra bíósins. Þá höfðu um 20.000 manns séð gamanmyndina Tvo ýkta í Reykjavík og úti á landi, um 6.000 höfðu séð „Super Mario Bros.“, 3.500 norsku mynd- ina Loftskeytamanninn, sem nú hefur verið sýnd í fimm mánuði og Ingvar sagði „Red Rock West“ hafa byijað rnjög vel um síðustu helgi. Næsta mynd Regnbogans er „The Crush“, sem hlotið hefur íslenska heitið Áreitni, og verður hún frumsýnd sam- tímis í Regnboganum og Borgarbíói á Akureyri 9. sept- Annar flótti; McQueen og MacGraw í „The Getaway". Flóttinn endur- tekinn Ein af eftirminnilegustu myndum gamla Tóna- bíós var „The Getaway" eða Flóttinn með Steve McQueen og Ali MacGraw undir leik- stjóm Sam Peckinpah. Hún var gerð árið 1972 og var A1 heitinn Lettieri, sá sem átti eftir að leika Tyrkjann í Guðföðumum, stórkostlegur sem samviskulaus krimmi í myndinni. Nú hefur verið ráðist í end- urgerð myndarinnar undir leikstjóm Rogers Donaldsons („No Way Out“) og fara Alec Baldwin og Kim Basinger með aðalhlutverkin en með önnur hlutverk fara James Woods, Jennifer Tilly og Michael Madsen, sem að lík- indum er í Lettieri-rullunni. Madsen var mesti ódámurinn í hinni ofbeldisfullu mynd „Reservoir Dogs“ en líkir því hlutverki við Mjallhvíti sam- anborið við það sem hann hefur í „The Getaway". Walter Hill skrifar handrit- ið uppúr sögu glæpasagna- höfundarins Jims Thompsons en hann gerði einnig handrit- ið að frummyndinni sem naut mikilla vinsælda hér heima. Voru þá McQueen og MacGraw fremstu stjörnur draumaborgarinnar en hann átti ekki mörg ár eftir ólifuð og hún er nú fallin í gleymsk- unnar dá. ember. Leikstjóri og handrits- höfundur er Álan Shapiro en Cary Elwes fer með aðalhlut- verkið. Á eftir henni kemur nýsjálenska verðlaunamyndin Píanóið, síðan ítalska myndin „La corsa dell’innocente" eftir Carlo Carli og loks „Arizona Dream" með Fay Dunaway og Johnny Deep. WkNýjasta mynd Martin Scorsese verður frum- sýnd í Bandaríkjunum í þessum mánuði en hún heitir „Age of Innoc- ence“ og er með Daniel Day-Lewis, Michelle Pfeiffer og Winona Ryder í aðalhlutverkum. Með henni víkur Scor- sese talsvert langt frá öngstrætum nútímans því myndin er byggð á sögu Edith Whartons og gerist í New York á Viktoríutímanum. í myndinni kvænist Day- Lewis Ryder þótt hann sé yfir sig ástfanginn af Pfeiffer en hún er frá- skilin og lifir alit að því hneykslanlegu lífi. Síð- asta freisting Daníels. MLeikritið fræga „M. Butterfly” hefur nú ver- ið kvikmyndað og verður myndin bráðlega frum- sýnd vestra. Með aðal- hlutverkin í henni fara Jeremy Irons og John Lone en leikstjóri er David Cronenberg sem síðast gerði „Naked Lunch“. David gerir handritið ásamt Henry Hwang, höfundi leik- ritsins. Það segir frá frönskum diplómat sem ástfanginn verður af söngkonu og kemst að því að leyndarmálið í „The Crying Game“ hefur spurst út. MNýjasta mynd breska leikstjórans Tony Scotts („Top Gun“) heitir „True Romance“ og skartar ófáum þekkt- um nöfnum úr leikara- stéttinni: Christian Slater, Patricia Arqu- ette, Gary Oldman, Dennis Hopper, Brad Pitt, Chris Penn, Chri- stopher Walken. Hand- ritið gerir Quentin Tar- antino („Reservoir Dogs“) en myndin segir frá nýgiftu pari sem fer með dópsendingu til Los Angeles með mafíuna á hælum sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.