Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 6
*6 -B MORGUNBLAÐIÐ SBPTEM.BER 1993 REIKI- NÁMSKEID jf - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 11. -12. sept. 1. stig, helgarnámskeið. 12. -15. sept. 2. stig, kvöldnámskeið. Námskeið á Höfn: 16. sept. kynningarfundur kl. 20.30. 18. -19. sept. 1. stig, helgarnámskeið. 19. -21. sept. 2. stig, kvöldnámskeið. Sjá augl. í Eystra-Horni 2. og 9. sept. Upplýsingar í síma 33934. Guðrun Oladóttir, reikimeistari. INNRITUN er hafin í síma 652285 daglega kl. 13-19 Bamadansar Samkvæmisdansar Gömludansarnir Latín - Standard Bugg - Swing, léttar sveiflur o.m.fl. Takmarkaður fjöldi nemenda í hverjum tíma. Sérstakir tímar fyrir byrjendur. Kennum öllum aldurshópum. Aðeins lærðir danskennarar sjá um danskennsluna. Tökum að okkur kennslu starfsmannahópa, félagshópa og námskeið á landsbyggðinni. Einkatímar eftir samkomulagi. Systkinaafsláttur. Fjölskylduafsláttur. Hópafsláttur. Euro - Visa raðgreiðslur. SUÐURNESJABÚAR kennum í Ytri-Njarðvík. Upplýsingar í síma 92-11708, Eygló eða hjá Nýja Dansskólanum í síma 91-652285. LÆKNISFRÆDI/r'ekst að úthýsa lömunarveirum f Mænusótt HEILSUSTOFNUN þjóðanna er stolt af því, og má vera það, að herferðin sem hófst 1967 gegn bólusótt bar svo glæsilegan árangur að tíu árum síðar var sú arga heimsplága hvergi til nema í sögubókum. Þykir það vel hæfa að fyrsta veirupestin sem heltist úr lestinni skyldi gefast upp fyrir áhrifamætti tveggja alda gamallar uppgötv- unar. Kúabólusetning Jenners var eitt af stóru skrefunum á framfarabraut læknavísind- anna. eftir Þórarin Guónason Nú gera góðir menn sér vonir um að með bólusetningu megi einnig takast að útrýma mænusótt (öðru nafni lömunar- veiki) og þeir bjartsýnustu tala um ______________ árið 2000 sem takmark. Mænusótt er veirusjúkdómur og berst þannig milli manna að þeir anda sótt- kveikjunni að sér eða gleypa hana í mat og drykk. Börnum hættir öðrum fremur til að veikjast en þó er ekkert aldursskeið tryggt nema til hafi komið ónæmi með sýkingu fyrr á ævi eða bólusetn- ingu. Sumstaðar er sóttin landlæg en gengur í öðrum heimshlutum sem faraldur og þannig hefur hún oft hagað sér á okkar landi. Margir smitast án þess að verða alvarlega veikir, eru lumpnir í nokkra daga með hitaslæðing, höfuðverk, særindi í hálsi, ógleði, ef til vill uppsölu og niðurgang. Að því búnu taka þeir gleði sína og ganga út í iðu lífsins á ný. - VARMASKIPTAR ...koma í veg fyrir tæringu á ofnakerfum.frostskemmd á snjóbræóslukerfum og tryggja gott neysluvatn. Hjá okkur færðu viðurkennt efni til pípulagna. ÍSUIFUR JÓNSSON -med Þér í veiturt vatns- ■ •iioiTi • ilai nn«» Öðrum reynist pestin þyngri þraut. Framangreind einkenni verða þá öllu svæsnari, ýmist í upphafi eða síðar þegar sjúkleikinn dregst á langinn. Verkir og stirðleiki í baki, hnakka og útlimum angra sjúkl- ingana og gera þeim erfitt fyrir um hreyfingar, smáar sem stórar. Einkum verða vöðvar aumir við- komu og sárir við minnsta hnjask og svo kann að fara að allt í einu verði ekki hægt að lyfta fæti eða taka til hendi, vöðvar hafa lamast. Sumar lamanir reynast ekki ævarandi, þær ganga til baka sem kallað er og sjúklingurinn nær fullri heilsu eða því sem næst, þó oft ekki fyrr en að löngum tíma liðnum. Aðrar lamanir haldast að mestu eða öllu óbreyttar til ævi- loka og til eru þær sem breiðast út og láta ekki staðar numið fyrr en lífsnauðsynleg vöðvakerfi eru undirlögð, svo sem öndunarvöðv- ar. Þá er varla lengur að leikslok- um að spyrja. - Mænusóttarlömun stafar af því að veiran sest að í frumum líkamans, eykst þar og margfaldast og sækir ekki síst í hreyfifrumur taugakerfis í mænu eða heila og spillir þeim svo að boð um að vöðvi skuli dragast saman komast ekki til skila. Ef hreyfifruman nær sér eftir árásina gengur lömunin til baka, annars ekki. Veirur eru svo örlitlar að þær greinast ekki í venjulegri smásjá en þegar rafeindasmásjáin kom til sögunnar skömmu fyrir 1940 fóru þessar smæstu sóttkveikjur að verða sýnilegar og um svipað leyti tókst upphafsmönnum vefjarækt- unar að fá veirur til að fjölga sér og um leið urðu þær vænlegri til athugunar og margvíslegra rann- sókna. John Enders og samstarfs- menn hans við Harvard-háskóla fengu Nóbelsverðlaun 1954 fyrir ræktun mænusóttarveiru á vef úr apanýra og síðan birtust þeir Jon- as Salk og Albert Sabin í sviðsljós- inu hvor í sínu lagi og hvor með sitt bóluefni, Salk með sprautu- vökva sem í eru dauðar veirur en Sabin með mixtúru og veirurnar í henni lifandi en veiklaðar (slævð- ar). Hvorttvegja hefur reynst með ágætum og nota sumar þjóðir sprautuaðferð en aðrar inntöku. Við erum í sprautuflokknum en Bretar og Bandaríkjamenn í hin- um svo að dæmi séu nefnd. í lönd- um þar sem bólusetningar fara reglulega og skipulega fram hefur mænusóttinni verið útrýmt. Hér á landi var síðasti vondi faraldurinn 1955-6; á þeim tveim árum veikt- ust 1.353 og 164 lömuðust í lengri eða skemmri tíma og fjórir dóu. Jonas Salk. Albert Sabin. Árið 1966 fengu tvær manneskjur væga mænusótt og síðan virðist hennar ekki hafa orðið vart og svipaðar fregnir berast frá öðrum bólusetningarlöndum. Aðra sögu er að segja af öðrum heimshlutum. Árið 1991 áttu sjö- tíu af hundraði nýskráðra mænu- sóttarsjúklinga í veröldinni heima í fjórum löndum: Bangladesh, Kína, Indlandi og Pakistan. En frá sumum svæðum Afríku berast ein- ungis fáar skýrslur og þeim er varlega treystandi. Kunnugir áætla að þaðan fréttist varla um fleiri en tíunda hvern sjúkling. Heilsustofnun þjóðanna hefur nýlega lýst því yfir að á hveiju ári séu nú áttatíu af hundraði allra barna í heiminum bólusett gegn mænusótt. Það kostar ógrynni fjár og er mikið starf, en þó yrði enn meira umstang að leita uppi og bólusetja þau tuttugu prósent sem eftir eru. Til þess að veita öllum úrlausn þyrfti að kaupa meira en heilan milljarð bóluefnisskammta á ári og væntanlega greiða 50-60 krónur fyrir hvern svo að augljóst er að efnið eitt og sér kostar mik- ið fé. Og þótt Heilsustofnunin ásamt Barnahjálparsjóði Samein- uðu þjóðanna leggist á eitt með Alþjóðasambandi Rótarýmanna og fjölmörgum öðrum stofnunum og samtökum gengur erfiðlega að fylla þann mæli sem til þarf. Bjart- sýnismennirnir með aldamótin í huga munu leggja sig fram. Megi þeim verða að trú sinni. Bárnshoýandi konur Frábær þjálfun fyrir þær sem vilja halda sér í fínu formi á meðgöngunni. Konur með börn á brjósti —----------- Rólegir, styrkjandi og uppbyggjandi tímar þar sem mömmurnar hafa börnin hjá sér. . /> / AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.