Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 B 23 Og enn aðrir slitu sig burt frá þessu öllu, frá félögunum og hurfu yfir í aðra hluti. „Eg hef aldrei haft þörf fyrir að tala um þessa tíma,“ sagði gamall andspyrnu- maður einu sinni við mig, þegar ég hafði af tilviljun fengið vitn- eskju um fortíð þessa fallega og virðulega eldri manns. „Við vorum fimm strákar, sem gengum í gegn- um súrt og sætt saman í tvö ár. Eftir stríðið fórum við hver sína leið og höfum aldrei sést síðan. Ég gerði bara skyldu mína. Síðan tók annað við.“ Mér hefur verið sagt að á þessum tíma hafi hann verið sextán, sautján ára, hjólað um með skilaboð og vopn og líka skotið einhveija. Að sjálfsögðu lá dauðadómur við andspyrnustarf- semi. Ágætur nágranni minn keypti um daginn nokkra árganga af „Billedbladet“ frá stríðsárunum til að skilja hvernig Danir hugsuðu á þessum tíma. Sjálfur er hann Kró- ati og honum er hugleikið hvernig fólk horfir upp á hörmungar ger- ast. Það kom honum á óvart að hernámið og stríðið var varla nefnt í blaðinu. Rétt eins og hver einstak- lingur ætti að hugleiða reynslu sína og líf og reyna að læra af henni, þá er þjóðum hollt að þekkja sögu sína og reynslu og læra af henni, líka þeirri slæmu. En því miður er alltaf sterk tilhneiging til að vilja gleyma því óþægilega. ítalski rithöfundurinn Primo Levi var gyð- ingur, sem slapp lifandi úr þýskum fangabúðum. Hann var eitt sinn sem oftar spurður hvort hann tryði því að sagan gæti endurtekið sig. „Það gat gerst. Þess vegna gæti það gerst aftur,“ svaraði hann. Og það er líka svar við því hvers vegna eigi að rifja fortíðina upp stöku sinnum. 0. . Sigrun Davíðsdóttir. Gönguhóp- ur Hólmasels af stað á ný í NOKKRUM hverfum borgar- iunar eru starfandi göngu- og skokkhópar. Sl. vetur var starf- ræktur gönguhópur á vegum Hólmasels, nýrrar félagsmið- stöðvar íþrótta- og tómstunda- ráðs i Seljahverfi. Hópurinn tók sér frí i sumar en laugardaginn 4. september er ætlunin að byrja aftur af fullum krafti. í vetur verður hist kl. 11 alla laugardagsmorgna við félagsmið- stöðina og gengið í u.þ.b. eina klukkustund. Stjórnandi er Eyrún Ragnarsdóttir íþróttakennari. Ey- rún mun einnig veita þátttakendum faglegar ráðleggingar. Nýir og gamlir göngugarpar eru boðnir velkomnir í hópinn. -----» ■♦-♦--- Dreymir hættir með umboð FYRIRTÆKIÐ Dreymir sf., sem tók við umboði Hotel Domino Do Sol í Portúgal í júlí síðastliðn- um, er ekki lengur með umboð fyrir hótelið, að sögn Pálmars Smára Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra. Pálmar segir að þeir, sem hafi fyrirspurnir varð- andi viðskipti við Domino Do Sol verði hér eftir að snúa sér beint til hótelsins. Dreymir sf. tók við umboðinu af Framtíðarferðum hf.. Pálmar sagði að Dreymir sf. hefði ekki selt neinar íbúðir á vegum Dom- ino Do Sol eftir að fýrirtækið tók við umboðinu. Hann sagði að óviðráðanlegar aðstæður réðu því að fyrirtækið afsalaði sér umboðinu; hann hefði ekki treyst sér til að starfa undir þrýstingi frá hótelinu í Portúgal um að að selja íbúðir fyrir þess hönd. Skrifstofa FEF flytur NÝLEGA flutti skrifstofa Félags einstæðra foreldra frá Hring- braut 116 í Tjarnargötu 10D á aðra hæð. Hin nýja aðstaða félagsins er stærri og hentar mun betur fyrir starfsemina. Þjónusta verður áfram sú sama, þ.e. reynt verður að leysa úr bráðum húsnæðisvanda ein- stæðra foreldra, lögfræðiaðstoð fyr- ir félagsmenn o.fl. FEF hefur áfram sama símanúm- erið 11822 og er skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 9-17. ENSKA ER OKKAR MAL A.LLIR KENNARAR SKÓLANS ERU SÉRMENNTAÐIR í ENSKUKENNSLU IINNRITUN STENDUR YFIR Enskuskólinn VINSÆLUSTU ENSKUNÁMSKEIÐ Á LANDINU • SÍMI 25900 TIMAR mwiLm / / / ýMU) r r AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 Á VIKU Eitthvað við allra hæfi, byrjendur jafnt sem fólk í topp formi. Láttu nú verda af því ad drífa þig í leikfimi.... það næst svo lítill árangur á því að "vera alltaf á leiðinni,, í líkamsræktina! S' 06.sept. 1993 Símaþjón.hefst kl.8.30 09.00-10.0) fitubr.1/Tröpp 10.00-1l.00Fttub.lok 10.10- 11.00 Mr&tt 11.00-11.50 Mæður m.b. 12.07-13.00 Tröppuhri. 12.07-13.00 Tækjahringur 14.00-15.00 Tröppur 15.00-15.50 Mr&lt 15.10- 16.00 Fitubr.lok. 16.20- 17.20 Tröppur 16.30- 17.20 Mr&l 17.30- 18.45 Trö+tæki 17.20- 18.20 fitubr. 2 18.10- 19.10 Hopp&Púl 18.20- 19.30 Tröppuhri. 18.45-19.35 Mr&lt 19.10- 20.00 Fitubr. 1 19.30- 20.30 Rtubr. lok 19.35- 20.35 Karlar lok 20.05-21.05 Líkamsrækt 20.30- 21.30 Tröppur 20.35- 21.35 Karlar lok Símaþjón. hefst kl. 11.00 12.07-13,00 Karlar lok 14.00-15.00 Fitubr. 1 14.10- 15.00 Mr&lt 15.00-16.00 Trö+tæki 15.10- 16.10 Tröppur 16.30- 17.30 Tröppur 17.15- 18.05 Fitubr.1 17.15- 18.15 Trö+tæki 17.30- 18.30 Líkamsr. 18.15- 19.05 Fitubr.1 18.15- 19.15 Tækjahringur 18.35- 19.35 Fitubr. 2 19.05-19.55 Barnshafandi 19.15- 20.05 Mr&lt 19.35- 20.35 Tröppur 19.55-20.45 Mr&l 20.15- 21.15 Karlarlok 20.35- 21.35 Fitubr.lok 20.45-21.35 Fitubr.1 ATH Stundaskráin geturbreystán fyrirvara. Simaþjón. hetst kl. 08.30 09.00-10.M Trö+tæki 10.00-11.00 Rtubr. lok 10.10- 11.00 Mr&lt 12.07-13.CM) Trö.hring. 12.07-13.00 Prek.hr. 14.00-15.M Tröppur 14.10- 15.00 Mr&lt 15.10- 16.10 fitubr. lok 16.30- 17.30 Tröppur 17.15- 18.15 Tækjahringur 17.30- 18.20 Mr&l 17.30- 18.30 Fitubr. 2 18.15- 19.15 Trö+tækil 18.30- 19.30 Tröppur 19.15- 20.05 Mr&lt Simaþjðn.hefst kl. 09.00 09.30-10.30 Fitubr. lok 09.50-10.50 Karlarlok 10.30- 11.30 Fitubr. 1 10.50- 12.M Trö+tæki 11.30- 12.30 fitubr.2 12.00-12.50 Mr&lt 12.30- 13.30 Hopp&Púl 12.30- 13.30 Tröppur 12.50- 13.50 Karlar lok 13.30- 14.30 Frtubr. lok 13.50- 14.50 Karlar lok 14.30- 15.15 Börn 5-7 15.15-16.00 Börn 8-10 / / WÉliÍMS ÁGÚSTU 0G HRAFNS SKEIFAN 7 108 BEVKJAVlK S. 688868 Bgmaggoslg: Mán.mid.ogfös: 09.00-12.00 og 14.00-16.00 Pn&fim. 14.00-16.20 ATHU GIÐÍ Skráning samdægurs í alla mr&lt tíma, tröppur, tröppuhring, tækjahring og tröppur+tæki. Komið timanlega og takið númerí aðratíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.