Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 MNGVALLAFÖNDUR 1993 Land sem auðlind Ráðstefna um byggða-, atvinnu- og samgöngumál haldin íValhöll á Þingvöllum, laugardaginn 11. september 1993. Setningarávarp: Sveinn Andri Sveinsson, formaður SSH. 1. Stóra myndin Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur: Mótun byggðamynsturs á Suðvesturlandi. Guðmundur Magnússon, prófessor: Þýðing ferðaþjónustu fyrir þjóðarhag. Guðjón I. Stefánsson SSV: Mikilvægi samgangna í þjóðfélagsþróun. Hádegisverður. Ávarp þjóðgarðsvarðar, sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur. 2. Útfærsla á Suðvesturlandi Oddný Óladóttir, landfræðingur: Mikilvægi ferðaþjónustu í hagkerfi Suðvesturlands. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri: Greining á valkostum í vegakerfi Suðvesturlands. ingólfur Bender, hagfræðingur: Arðsemismat valkosta í vegakerfi Suðvesturlands. Arnþór Garðarsson, formaður Náttúruvemdarráðs: Umhverfismál á Suðvesturlandi. 3. Mikilvægi samgöngubóta - ýmis viðhorf Steinþór Skúlason, Sláturfélagi Suðurlands. Ólafur Þór Jóhannsson, Fiskmarkaði Suðurnesja. Jóna Gróa Sigurðardóttir, form. atvinnumálanefndar höfðuðbsv. Guðjón Guðmundsson, SSS: Fríiðnaðarsvæði á Keflavíkurflugvelli. Ari Trausti Guðmudsson: Hugmyndir um gönguleiðir á Suðvesturlandi. Kristján Eysteinsson, verkefnisstjóri í uppsveitum Árnessýslu. Erlendur Kristjánsson, menntamálar.: Samgöngur og menningartengsl. Ríkharð Brynjólfsson, Hvanneyri: Landbúnaður og skólamál. Umræður. 4. Pallborðsumræður Halldór Blöndal, samgönguráðherra, Guðmundur Magnússon, Trausti Valsson, Arnþór Garðarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Ingibjörg Sigmundsdóttir. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með afhendingu gagna og lýkur um kl. 17. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu SSH, í sfma 64 17 88 fyrir 8. september nk. Hótel Valhöll býður þátttakendum sérstakt tilboð á gistingu. Upplýsingastmi er 98-22 6 22. Ævintýraleikur sem vek- ur sígildar spurningar Morgunblaðið/Sverrir Júlía og Mánafólkið AUGNABLIK er félag sem telur að barnaleiksýning eigi ekki síður erindi til foreldra en barna. Sviðsmynd úr leikritinu Júlíu og Mána- fólkinu sem frumsýnt verður í dag. LEIKHÓPURINN Aupablik frumsýnir í dag nýtt íslenskt barna- og fjölskylduleikrit sem hlotið hefur nafnið Júlía og Mánafólkið. Leikritið er samið sérstaklega fyrir Augnablik og eru höfundarn- ir Friðrik Erlingsson og Karl Aspelund. Augnablik eru leikararnir Ásta Arnardóttir og Harpa Arnardóttir og Kristín Guðmundsdóttir flautu- leikari sem semur tónlistina í leik- ritinu. Þær hafa fengið til liðs við sig leikarana Björn Inga Hilmars- son, Erling Jóhannesson og Báru Lyngdal Magnúsdóttur. Leikmynd og búningar eru hannaðir af Karli Aspelund, en Nína Njálsdóttir og Indriði Guðmundsson saumuðu búninga og Björg Vilhjálmsdóttir aðstoðaði við hönnun og gerð leik- myndar. Sýnt verður í Héðinshús- inu, Seljavegi 2 í Reykjavík. Fyrsta verkefnið í nýju húsnæði Ásta Amardóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að Augnablik væri „félag“ og biði í senn upp á leiklist og tónlist. Hún sagði að Júlía og Mánafólkið væri fyrsta verkefnið í nýju húsnæði sem Frú Emilía hefur leigt til tveggja ára fyrir eigin sýningar og einnig stæði öðrum til boða aðstaða þar. Hún var spurð að því hvort Júl- ía og Mánafólkið væri ævintýri úr samtímanum. Hún svaraði því til að verkið væri ekki svo mjög bund- ið samtímanum, „en það vekti stór- ar spurningar sem allir væru alltaf að spyija sig“. Undarleg vera Júlía er vakin um nótt af undar- legri veru sem heitir Andvari. Hann kveðst vera einn eftir af Mánafólkinu sem sé lagst í dvala. Eina vonin til að vekja það sé að fá aðstoð hreinhjartaðrar mann- eskju við að finna mánaflautuna, en mánalagið á að vekja Mánafólk- ið til lífsins og stuðla að friði og kærleika um allan heim. Ekki veit- ir af að stilla til friðar í veröld- inni, en tíminn er naumur til leitar að mánaflautunni, aðeins eitt tungl. Söguþráðurinn er ævintýra- legur og táknrænn og hefur sið- ferðislegan boðskap. Leiksýning fyrir börn og foreldra Augnablik leggur áherslu á efni fyrir börn, hefur áður sýnt Dimma- limm hér heima og í Noregi. Félag- ið svarar spurningunni Hvers vegna barnaleiksýning fyrir börn og fullorðna? á eftirfarandi hátt: „Það er trú okkar að barnaleik- sýning eigi ekki síður erindi til foreldra en bama. Leiklistin fjallar að jafnaði um samskipti okkar hvert við annað. Leiklist ætluð bömum tekur gjarnan til athugun- ar siðferðisleg gildi. s.s. hvað er að vera góður, hvað er að vera vondur, hvað er ást, hatur, vin- átta, hugrekki, minnimáttar, hreint hjarta o.s.frv. Þessar spurn- ingar fylgja okkur alla ævi og því verður stundum fátt um svör þegar barnið spyr. Það er því kærkomið fyrir foreldra sem aðra fullorðna að upplifa barnaleiksýningu, drekka sjálf af þeirri lind þaðan sem hugmyndir og skoðanir barns- ins spretta og spurningar vakna sem kunna að fylgja í kjölfarið næstu vikur, mánuði eða jafnvel i/| MÓDELNÁMSKEIÐ I. Almennt námskeið 13-15 ára og 16 ára og eldri. Ganga, snúningar, sviðsframkoma, förðun, leikræn tjáning, tískusýning í lok námskeiðs. II. Tískumyndataka 13-15 ára og 16 ára og eldri. Tískumyndataka. Allur undirbúningur ásamt myndatöku. III. 10-12 ára stelpur og strákar Ganga, framkoma, kurteisi, leikræn tjáning, tískusýning í lok námskeiðs. IV. Konur á öllum aldri Vinahópar - starfshópar. Ganga, líkamsburður, förðun, lita- og fataval. Upplýsingar og innritun alla virka daga kl. 13 - 17 í símum 678855 - 678783 AB gefur út kennslubæk- ur í dönsku ÚT ERU komnar hjá Almenna bókafélaginu hf. kennslubæk- urnar Danmarksmosaik 1-2 með tilheyrandi verkefnaheftum eftir Bjarna Þorsteinsson og Michael Dal. Hér eru á ferðinni textabæk- ur á dönsku fyrir síðari skyldu- áfanga í dönsku á framhalds- skólastigi. í frétt frá AB segir: „í bókunum er að finna fjölbreytilega texta svo sem blaðagreinar, viðtöl, stuttar frásagnir, auglýsingaefni, smásög- ur, ljóð o.fl., sem gefa mynd af daglegu lífi í Danmörku og þeim málum sem þar eru ofarlega á baugi. Líta má á textana sem mörg brot sem mynda eina heild, líkt og mósaík. Textarnir höfða í formi og innihaldi til ungs fólks og miðast umfang bókanna við að hvor texta- bók fyrir sig geti þjónað sem texta- bók í einum áfanga á framhalds- skólastigi. í verkefnaheftunum, sem fylgja bókunum, er leitast við að þjálfa lesskilning, málnotkun, ritfærni og að festa orðaforða. Reynt hefur verið að búa verkefna- heftin þannig úr garði að þau inni- haldi sem fjölbreytilegastar gerðir verkefna.“ Danmarksmosaik 1 er 76 blaðsíð- ur og tilheyrandi verkefnahefti 54 blaðsiður. Danmarksmosaik 2 er 77 blaðsíður og tilheyrandi verk- efnahefi 50 blaðsíður. Almenna bókafélagið hf. gefur bækurnar út og fjölritun fór fram hjá EMM Off- set. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.