Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 B 17 sagnahefð ykkar og tónlist hins mikla þýska alþjóðlega tónlistar- manns Richards Wagners gerir þessa fyrstu uppfærslu verksins á Islandi vonandi að þeim hátíðarvið- burði sem væri viðeigandi á þessum tímamótum, er þjóðin fagnar 50 ára sjálfstæði sínu. Það þætti mér afar ánægjulegt." - Eruð þér bjartsýnn á að áform- in verði að veruleika? „Ég persónulega vonast til þess að allir J)eir sem með menningarmál fara á Islandi, bæði opinberir aðilar og aðrir, muni styðja þetta verkefni svo af því megi verða, okkur öllum til ánægju og sóma. Það auðveldar framkvæmdina að auk Listahátíðar í Reykjavík standa að uppfærslunni þrjár aðrar menningarstofnanir, þ.e. Islenska óperan, Sinfóníuhljómsveit íslands og síðast en ekki síst Þjóð- leikhúsið, þar sem sýningin verður sett á svið. Ég er fullviss um að þetta mun takast. Ég hef dáðst að þeim hraða sem einkennt hefur störf stjómar Listahátíðar; undirbúningurinn hef- ur verið afar markviss og af okkar hálfu hef ég ásamt eiginkonu minni og samstarfsmönnum llka lagt okkur fram um að veita greið svör og að- stoð. Það hefur því ekki verið neitt hik á framkvæmdaatriðum málsins og nú er komið að lokaþættinum, það er að skrifa undir samninga við listamenn. Eins og framvindan hefur verið er ég sannfærður um að það mun takast vel.“ - Hvernig mun samstarfi Lista- hátíðar og yðar verða háttað í fram- haldinu? „Ég lít á mig sem aðalhvatamann að þessu verkefni. Ég er afar spennt- ur að sjá hvemig þið munuð vinna úr því út frá ykkar reynsluheimi og sögu. Hvað listrænu hliðina snertir er ég alveg rólegur. Ég hef haft yfírumsjón með þessari styttingu Niflungahringsins, en það leiðir af sjálfu sér að allar breytingar og styttingar á verkinu em mjög við- kvæmt mál fyrir afkomendur Ric- hards Wagners og ekki alltaf okkur að skapi. I þessu tilviki er bæði form útdráttarins og tilefni sýningarinnar á þann veg að ekki verður á betra kosið. Eftir sem áður mun ég veita öll þau ráð og aðstoð sem þörf er á og óskað er eftir. Ég er ennfremur reiðubúinn til að lána ykkur allan útbúnað, tæki eða tól, búninga eða hljóðfæri, sem ég hef yfir að ráða og get án verið.“ - Hvenær megum við vænta þess að sjá yður næst á íslandi? „Því miður kemst ég lítið frá Ba- yreuth á komandi vori vegna nýrrar uppsetningar á Niflungahringnum næsta sumar. Það verður áttunda uppfærslan á Hringnum hérna í Bayreuth, sem ég stend fyrir frá því ég tók við stjóm hátíðarinnar. Engu að síður hef ég tekið frá tíma til að verða viðstaddur fmmsýninguna á íslandi ásamt konu minni og dóttur. Heimsókn okkar hjóna til landsins síðastliðinn vetur var okkur ógleym- anleg. Hvernig sem vindar blása á næsta ári ætlum við örugglega að fara til íslands aftur og dvelja þar lengur en síðast, helst að sumar- lagi, og þá ætlum við svo sannarlega að hafa tækifæri til að njóta heitu uppsprettanna ykkar.“ Bayreuth - Iifandi leikhús - Að lokum, herra Wagner, vild- uð þér segja nokkur orð um Wagner- hátíðina í Bayreuth. Fyrir okkur ís- lendingana sem sækjum hátíðina í ár hefur dvölin verið afar áhrifamik- il. Hver er staða Wagnerhátíðarinnar í dag? „Við reynum að hafa lifandi leik- hús í Bayreuth og það sem hér ger- ist virðist vekja athygli um allan heim. Form Wagnerhátíðarinnar, sérstakrar hátíðar afa míns Richards Wagners, sem stofnaði þessa hátíð og byggði sjálfur leikhúsið, er óbreytt frá hans dögum. Að mínu mati hefur þetta fyrirbæri staðist tímans tönn. í Bayreuth erum við fjarri heims- ins glaumi. Þetta er ekki miðpunktur ferðamannaiðnaðarins, heldur lítill og rólegur bær þar sem nægur tími gefst til að sinna listinni. Það var einmitt hugmynd Richards Wagners að þeir sem vildu njóta verka hans gætu gert það í ró og næði. Hérna hefjast sýningarnar klukkan 4 síð- Viðvörun við ágirnd og hroka Þórhildur Þorleifsdóttir var spurð að því hvort hún hafi lært mikið um heim Wagners af dvölinni í Bayre- uth: „Það er ævintýri líkast að koma hingað í þetta „Mekka“ Wagners. Ég hef átt þess kost að sjá' allar sýningar sem sýndar eru í ár fyrir utan allt annað sem hér er og snert- ir Wagner. Hér svífur andi hans sannarlega yfir vötnum og það hefur gefið mér mikinn innblástur. Fyrir utan það að vera mér persónulegt ævintýri, þá er þessi heimsókn alveg ómetanleg byijun á vinnu minni að verkefninu." Þá var Þórhildur spurð að því hvernig henni litist á að setja upp hluta Niflungahringsins heima á Is- landi á næsta ári og hvort hún teldi verkið eiga erindi til okkar íslend- inga: „Mér líst mjög vel á þetta. Það er alltaf gaman að því að taka þátt í því sem er ævintýralegt og það er alls ekki oft sem maður lendir í svona stórum ævintýrum. Það eina sem er að, er að fá ekki að setja upp allan Niflungahringinn. Verkið byggir að sumu leyti á þeim arfi sem við teljum vera okkar og teljum okkur hafa varðveitt fyrir heiminn. Wagner umskapar þennan heim og gerir hann að sínum og sá heimur á sannarlega erindi til okkar í dag - eins og reyndar svo margt í okkar eigin arfi. Sá sem skrifaði til dæmis Völuspá hefur skrifað hana að fenginni reynslu, sem hann dreg- ur saman til að miðla öðrum. Það er hálf nöturlegt að Wagner hafi svo á 19. öld þurft að umskrifa sama efni um samskonar reynslu. En það hefur aldrei verið meiri þörf á að hlusta á þann boðskap en einmitt í dag, því í fyrsta skipti í sögunni býr maðurinn sjálfur yfír þeim mætti að geta kallað Ragnarök yfír sjálfan sig eins og guðirnir gera í verkinu. Boðskapur Wagners endumýjar á sinn hátt boðskap Völuspár og ítrek- ar viðvörun við ágirnd og hroka, sem geta hugsanlega teymt manninn í glötun. Frammi fyrir þessu stöndum við í dag. Verkið á því fullt erindi til okkar." Treysti íslensku tónlistarfólki Alfred Walter hljómsveitarstjóri starfaði um langt árabil í Bayreuth, en síðar var hann meðal annars aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar og óperunnar í Múnster í Þýskalandi. Að því starfi loknu varð hann aðal- stjórnandi útvarpshljómsveitarinnar í Brassel, þar sem hann er nú búsett- ur. Hann hefur stjómað mörgum frægum hljómsveitum Evrópu og meðal annars um 80 sýningum í Ríki- sóperanni í Vínarborg. Hann hefur tekið að sér að stjórna sýningunni á Niflungahringnum í Reykjavík á næsta ári og var spurður að því hvernig honum litist á þetta verkefni. „Ég hlakka mikið til að koma til íslands. Ég dvaldi þar í rúmt ár fyr- ir rúmum 20 árum og stjórnaði Sinf- óníuhljómsveit íslands. Ég á mjög góðar minningar frá þeim tíma og minnist sérstaklega margra góðra íslenskra tónlistarmanna. Ég ferðað- ist um landið með hljómsveitinni og varð mjög hrifinn af fegurð þess. Og svo þótti mér skyrið svo gott, ég verð að fá skyr að borða þegar ég kem aftur til íslands! Ég hef einn- ig reynslu af því að stjórna óperu á Islandi því ég stjórnaði sýningum á Brúðkaupi Figarós I Þjóðleikhúsinu. Það verður spennandi að fá að takast á við Niflungahringinn á ís- landi og ég treysti íslensku tónlistar- fólki vel til þess að takast á við þetta verkefni, þótt það þurfi öragglega nokkurn tíma til að tileinka sér tón- mál Wagners. Sá útdráttur úr verk- inu sem fyrir liggur, þykir mér ná anda verksins mjög vel og vera af hæfilegri lengd.“ Það er augljóst að mikil bjartsýni er ríkjandi hjá öllum aðilum um framvindu málsins og virðast góðar líkur vera á því að við munum fá að sjá verk Richards Wagners á ís- lensku leiksviði í fyrsta skipti á næsta ári. Eins og fram kemur í viðtölunum var ferðin til Bayreuth ævintýri líkust, en frásögn af því bíður annarrar greinar. Höfundur er læknir. Á sýningu í Festspielhaus. Selma Guðmundsdóttir, Siguijón Jóhannsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Stef- án Baldursson, Valgarður Egilsson og Þórunn S. Sigurðardóttir. degis og hléin eru höfð löng til þess að hátíðargestir hafi nægan tíma til þess að ræða um verkin í ró og næði og fá sér jafnframt hressingu. Þessi heildarhugmynd afa míns varð fyrst að veruleika árið 1876, en á ekki síður rétt á sér í eirðarleysi nútímans, jafnvel enn meiri en áður. Hingað koma ekki aðeins gestir frá íslandi heldur alls staðar að úr heiminum, bæði áhorfendur og þátt- takendur í flutningi verkanna. Þeir síðamefndu eru í ár frá 35 þjóðum. Okkur til mikillar ánægju hafa á undanförnum áram verið nokkrir Islendingar í þeim hópi og hafa þeir staðið sig með prýði. Hvað áhorfend- ur varðar þá virðast þeir koma hing- að fyrst og fremst af innri þörf, en ekki fyrir einhveija sýndarmennsku. Ég held að starf okkar hér í Ba- yreuth hafí talsverða listræna þýð- ingu á heims vísu. Hlutverk listræns starfs er að hluta að vera eins konar loftnet gagnvart veruleika heimsins. Túlkun okkar hefur ekki beinlínis með stjórnmál að gera, grundvöllur- inn er breiðari og §allað er um stöðu mannkyns í heild sinni, en það vill oft gleymast. í verkum Richards Wagners sem hér eru sýnd er tekist á við hluti sem ávallt hafa fylgt og munu fylgja manninum. Þannig skírskota þau því ekkert síður til okkar tíma en áður. Áherslan er lögð á hið mannlega og sums staðar er lausn á vandamálum okkar gefin í skyn. Textinn og al- þjóðlegt tungumál tónlistarinnar virðist enn ljá verkunum sömu töfra og áður. Ég held að við sætum ekki saman hér í dag ef tilgangur og takmark Wagnerhátíðarinnar hefði ekki haldið gildi sínu.“ Risafengið og stórbrotið verk Þau Þórhildur Þorleifsdóttir og Siguijón Jóhannsson munu standa að uppsetningu Niflungahringsins í Þjóðleikhæúsinu á næsta ári. Þau dvölust um tíma í Bayreuth til að kynna sér hina Wagnerísku hefð og eiga viðræður við starfsbræður sína. Siguijón var fyrst spurður um það hvaða þýðingu heimsóknin til Bayre- uth hafi haft fyrir hann. „Þessi heimsókn er stórkostleg lífsreynsla. Ég verð að játa það að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Wagneróperu. Það að koma hingað í Festspielhaus og fá að vera „vitni að“ sýningum á þremur óperam, dag eftir dag, er upplifun sem í raunini jafnast á við fátt sem ég þekki. En þetta umhverfí, þessi Wagneríski heimur, uppnemur mann og gerir ólman í að takast á við það risa- fengna og stórbrotna verk, sem Nifl- ungahringurinn er. Það er auðvitað í stórt ráðist að ætla sér að setja þetta verkefni upp heima og það er vandasamt að búa til eina sýningu úr fjóram. En efnið er heillandi og um leið nákomið - við höfum drukkið það í okkur, nán- ast með móðurmjólkinni. Við þekkj- um alveg þennan bakgrunn, heim guðanna. Það eitt að takast á við hann er nánast nýtt fyrir okkur ís- lendinga. Aðeins ein íslensk ópera, Þrymskviða, hefur verið skrifuð út frá norrænni goðafræði. Þetta verk- efni er því meiri háttar ögrun um að skyggnast fyrst í eigin barm og takast síðan á við það út frá forsend- um Wagners, sem eru alveg ótrúlega stórar. Tónlist hans lætur mann ekki í friði - það að hafa setið Wagneróperu er lífsreynsla sem engu er lík.“ Fundað með Wolfgang Wagner. F.v. Valgarður Egilsson, Stefán Baldursson, Selma Guðmundsdótt- ir og Wolfgang Wagner. Hollendingurinn fljúgandi 1. þáttur. Frá æfingu á Parsifal. Wolfgang Wagner leikstjóri og James Levine hljómsveitarstjóri leiðbeina söngv- urunum Placido Domingo og Deborah Polaski.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.