Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 Yið erum . mam ■-V' ‘'M 0-MM \ ■■■ ■1A' ‘ - •■: í :Aí'fe aSíiii'siaWH n){{ j 'jf,8'^6?V.íjS J ■ SáÆA ::S: ....., . '...., v.,l,. ,,,. ... 1 Leiksljórinn og leikarinn Morgunbiaðið/svemr María Reyndal og Jóhanna Jónas ætla að taka sér stutt hlé frá Dario Fo, áður en glíman við einleiki hans hefst í vetur. eftir Urði Gunnarsdóttur. Mynd: Sverrir Vilhelmsson Þegar hillir undir haustið fara leikararnir á stjá. Stóru leikhúsin hefja æfingar eftir sumarfrí og leikhúsáhugafólk byrjar að iða í skinninu. En leiklistin var ekki í algjöru sumarfríi þetta sumarið frek- ar en venjulega. Atvinnuleik- arar þeystu um landið með sýningar og litlu leikhóparnir spreyttu sig á sígildum verk- um. María Reyndal leiksljóri og Jóhanna Jónas leikkona komu áhorfendum, gagnrýn- endum og kannski mest sjálf- um sér á óvart í sumar, er þær settu upp einleik eftir Dario Fo, „Við höfum öll sömu sögu að segja“ á Óháðri lista- hátíð. Gagnrýnendur luku lofsorði á vinnu þeirra og það hefur stutt við það takmark þeirra að setja upp sýningu með þremur einleikjum eftir Dario Fo upp úr áramótum. aría Reyndal er 22 ára og var nýskriðin úr menntaskóla er hún setti upp ungl- ingasýningu í Tónabæ á Slúðrinu eftir Flosa Ólafsson, 1991/1992. Leikdómari biaðsins sagði vinnu hennar með unglingun- um hafa borið vott um mikla hæfi- leika og óvenjulega næma sýn á þann starfsvettvang sem leiksviðið væri. Eftir þá sýningu hélt María áfram að vinna með unglingunum í Tónabæ, auk þess sem hún hefur sótt námskeið í leiklist í Bretlandi og á Ítalíu. Ætlun þessa unga leik- stjóra er hins vegar og hefur ailtaf verið að verða leikkona. Leiklistaráhugi Jóhönnu Jónas er hins vegar nýrri af nálinni. Hún lagði stund á leiklist í Boston og starfaði í Bandaríkjunum í tvö og hálft ár eftir útskrift. Kom heim fýrir um ári og hófst handa við að kynna sig fyr- ir leikhúsfólki hér á landi. Það er mikil vinna, ekki síst fyrir leikara sem þekkti ekki til íslensks leiklistar- lífs áður en hann hélt til útlanda í nám. í „Við höfum öll sömu sögu að segja“ fer leikarinn með hlutverk móður og er henni fylgt frá þvi að maður hennar getur henni bam og þar til að það er fætt. Auk þess bregður leikarinn sér í hlutverk dótt- ur, dúkku, kattar, dvergs, úlfs, tölvu- fræðings og Ijósmóður í sögu sem hún segir barninu sínu. Jóhanna var ein á sviðinu allan tímann og sparaði ekki orkuna við flutninginn enda var haft á orði að hún væri leikkona með þúsund andlit. „Ég nota andlitið ómeðvitað, mér finnst ekki síður skipta máli að nota líkamann en röddina. Mér fínnst auk þess gaman að bregða mér í hlutverk sem eru ólík sjálfri mér.“ María segir einn af kostum Jóhönnu sem leikkonu vera að hún sé ekki hrædd við að gera sig grófa og Ijóta þegar hún sé að leika eins og hafi greinilega komið fram í verki Dario Fo. „Við erum engar teprur.“ Þriðja augað Jóhanna og María kynntust fyrir sex árum þegar þær léku eitt sumar hjá Light Nights. Þær hittust svo ekki svo ekki aftur fyrr en um síð- ustu áramót og höfðu þá hvorug hugmynd um hvað hin var að gera. I vor kom hugmyndin um óháða iista- hátíð upp og þá ákvað Jóhanna að láta verða af því að setja upp einleik Dario Fo með það að markmiði að prufukeyra efnið og athuga hvort ástæða væri til að setja upp sýningu seinna. „Ég ætlaði í fyrstu að vera ein en fannst það svo ömurlegt að ég bað Maríu að vera nokkurs konar þriðja auga, fylgjast aðeins með. Þegar á fyrstu æfingunni fór hún af stað með mjög góðar athugasemd- ir og hugmyndir, svo að ég lagði til að hún leikstýrði verkinu.“ María var til í tuskið og við tók rúmlega mánaðarlöng og ströng vinnutöm. „Við erum báðar vinnu- sjúklingar og hentar vel að vinna saman. En auðvitað vorum við stress- aðar út af þessari uppsetningu, bæði vegna þess að ég er ekki lærður leik- stjóri og við vildum fara óvenjulegar leiðir,“ segir María. „Það sem fleytti okkur svona langt var ódrepandi áhugi á því að gera þetta vel. í raun finnst okkur það ótrúlegt hvað við lögðum mikið á okkur fyrir aðeins tvær sýningar. En með þessu móti vorum við sáttar við sjálfar okkur, við höfðum þá gert eins vel og við gátum.“ Jóhanna segir einleikinn fyrst hafa kveikt í ser þegar hún las hann í leiklistarskólanum. „Þar tókst’ég lít- illega á við hann en mig langaði allt- af til að taka hann almennilega fyr- ir. Mér finnst ég hafa gengið svo lengi með þetta efni í höfðinu að það verður ekki „klárað“ fyrr en ég hef sett upp sýningu með tveimur ein- leikjum til viðbótar, sem eru alveg jafn spennandi. Að þetta skyldi tak- ast svona vel á óháðu listahátíðinni hefur ýtt undir þetta markmið, sem er mjög ánægjulegt.“ „Þessi einleikur er í raun stíft pró- gram í hlátri,“ segir María. „Áhættan við uppsetningu hans er sú að annað hvort nær maður áhorfendum þegar í upphafi og heldur þeim út í gegn eða maður nær þeim ekki. Hann byggir á því að fáránlegu hlutirnir virðast eðlilegir. Mér fannst því mik- ilvægast að leggja áherslu á það mannlega og vona að þannig lifði efnið af sjálfu sér. Fólk fyndi til sam- úðar og skilnings á persónunni. Þess vegna talar leikarinn allan tímann beint til áhorfenda.“ „Við höfum öll sömu sögu að segja“ er afskaplega feminískt verk og María óg Jóhanna segjast ekki hafa viljað keyra áhorfendur í kaf með boðskap. „Texti verksins er svo þrunginn boðskap að við urðum að vinna á móti honum svo að áhorfand- inn hefði svigrúm til að skynja boð- skapinn án þess að láta mata sig,“ segir María. Hún segir það að setja upp gaman- leik ekki vera frábrugðið því að setja upp annars konar verk, í upphafi sé leikstjórinn aðeins með texta í hönd- unum. „Maður er alveg jafn blindur í byijuninni, hvort sem um drama eða gamanleik er að ræða. Við höfum trú á að gott leikhús grípi áhorfend- ur svo að þeir gleymi sér. Það er ef til vill ástæðan fyrir vinsældum gam- anleiks, að fólk getur frekar hlegið smávegis að lélegum gamanleik held- ur en að hrífast með léiegu drama. En við teljum bæði leikformin geta haft jafn sterk áhrif á áhorfandann. Þeir þrír einleikir Dario Fo sem við ætlum að setja upp eftir áramót eru einmitt blanda óbeislaðs gamans og djúprar alvöru. Þeir verða væntan- lega settir upp í Héðinshúsinu, þar sem leikhúsið Frú Emilía verður með aðstöðu." María Reyn- dal leikstjóri og leikkonan Jóhanna Jón- as fylla hóp ungs og efni- legs leikhús- fólks, ekki síst eftir sýningu þeirra á ein- leik eftir Dario Fo fyrr í sumar Tími til að læra meira í millitíðinni hverfa María og Jó- hanna til ólíkra starfa, María fer á leiklistamámskeið í Bretlandi en Jó- hanna leikur m.a. hjá Þjóðleikhúsinu og kvikmynd sem nú er verið að taka. Áður en María heldur af landi brott lýkur hún vinnu við uppfærslu á Lísu í Undralandi sem hún setur upp með unglingum í Tónabæ. „Við höfum unnið sleitulaust að þessari sýningu í tvo mánuði. Leikgerðin er eftir Klaus Hagerup og er fullorðinsút- gáfa af sögunni um Lísu. Við stefn- um að frumsýningu 8. september." í Bretlandi ætlar María að sækja skóla hjá Desmond Jones en þar er lögð aðaláhersla á líkamstjáningu og látbragð. Síðasta haust sótti hún námskeið í gamanleik á Ítalíu þar sem farið var í gamanleikjahefð frá upphafi og fram til dagsins í dag. „Á Ítalíu var það fyrst og fremst öll vinnan sem heillaði mig, það var unnið frá því snemma á morgnana og fram á kvöld. „í Bretlandi ætlar María einnig að kynna sér leiklistar- skóla, með það í huga að fara í þriggja ára leiklistarnám. „Ég hef stefnt mjög lengi að því að verða leikari en leikstjórnin komið upp í hendurnar á mér. Ég hef verið með leiklistarhópinn í Tónabæ í tvö ár og reynt að kenna þeim flest sem ég kann. Nú er kominn tími til að læra meira. I framtíðinni langar mig bæði til að leika og leikstýra og vil mennta mig í hvoru tveggja. Þá ligg- ur náttúrulega beinast við að byija í leiklistamámi. Hingað til hef ég tekið drauminn í öfugri röð, byijaði á leikstjórninni sem hefði í raun réttri átt að koma í framhaldi af því að leika. Þegar ég leikstýri fer ég eftir því sem tilfinningin segir mér án þess að vita alltaf hvers vegna eitthvað virki. Með því að læra leiklist vonast ég til að fá aukinn skilning á því. Mér er nauðsynlegt að fara utan, þar er ekkert sem truflar, heldur er hægt að einbeita sér algjörlega að leiklistinni." Umturnaðist í skólanum Jóhanna lærði leiklist í Bandaríkj- unum og segir að sér virðist sem leikarar sem hafi lokið prófi þaðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.