Morgunblaðið - 08.09.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 08.09.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 11 annan vettvang í listinni og voru lengstum á framsæknasta kantinum og á tímaskeiði mátti helst ekki kenna neitt hlutlægt í myndum þeirra. Jón og Louisa hneigðust meira að hefðinni, en þá einungis hvað ytra yfírborð snertir, því að í raun voru myndir þeirra alla tíð mjög abstrakt í lithugsun og upp- byggingu, eins og maður skilur það hugtak. í öllu falli hefði enginn sann- ur natúralisti viljað skilgreina list þeirra á annan veg, né taka slíka list sem fullgildan natúralisma. Segja má að þessir listamenn hafí sótt föng sín á skyld mið, en þróað þau á ólíkan hátt og svo er einungis mat hvers og eins hvort sé mikilvægara. Enginn getur nokkurn tíma fullyrt, að ein aðferð sé annari æðri, svo fremi sem sjálf efnistökin feli í sér átakamikla og safaríka geijun, sem borin er fram af ferskri lifun. Hið rpikilvægasta er líka að vera opinn fyrir umhverfi sínu, og þannig var með Nínu og Parísarborg, jafnt og Louisu og New York. Hin óhlut- læga list var í öndvegi á Parísarárum Nínu, en raunsæið prýddi aðallega listhugsun þeirra vestan hafs. Það er því skiljanlegt, að Louisa yrði fyrir áhrifum af amerískum „realistum", t.d. Edward Hopper (1882-1967), sem aðallega kemur fram í einstaka húsamyndum henn- ar, og hún varð einnig fyrir ýmsum áhrifum af öðrum amerískum mál- urum. En þessi ytri hrif runnu ein- ungis eðlilega saman við hennar list- ræna geðslag og styrktu hina upp- runalegu grind, jafnframt því að fága ytri skurnbrún. Þannig er þessu varið í myndlist- inni sem öðrum listgreinum, að hér er um að ræða vixlverkun og um- ræðu, „dialog", sem aldrei slotar og sækir næringu og eldsneyti í sjálfa lífskvikuna allt um kring. Sýningin á Kjarvalsstöðum rennir stoðum undir þessar almennu stað- reyndir, sem vilja vefjast fyrir svo mörgum, og það er ótvírætt aðal hennar. Styrkur hennar er einnig ótvírætt, að hér er um að ræða myndir í eigu listakonunnar, en ekk- ert yfírvegað val utanaðkomandi, og sýningin hefði átt að vera með- höndluð sem slík. Hér er um að ræða eins konar stikkprufur eða sýnishorn á vinnubrögðum listakon- unnar í tímans rás og ekki er mögu- legt að skera úr um listrænt vægi einstakra tímabila með hliðsjón af þessum sýnishomum, því allt eins geta bestu myndirnar verið annars staðar. Persónulega hefði ég óskað eftir meira af eldri verkum Louisu vegna þess að við höfum þegar feng- ið svo ágæt sýnishom á nýrri verk- um hennar, t.d. í listhúsinu Borg og í Austursal Kjarvalsstaða á vegum Listmunahússins (hvorugra þessara sýninga er getið í skránni!). Á sýningunni fannst mér einna mest koma til mannamyndanna og sjálfsmyndanna auk sumra kyrra- lífsmyndanna. Gefíð hefur verið út ágætt vegg- spjald, sem er til sölu, m.a. áritað af listakonunni. Allar myndimar á sýningunni em til sölu sem eitt og sér er frétt- næmt, en verð þeirra hefur helst vakið athygli hér á útnáranum og verið á milli tannanna á fólki, sem hallar undir flatt og talar um „am- eríska prísa“, eins og það heitir t.d. í Pressunni. En menn skyldu líta sér nær í þessum fullyrðingum sínum, því að hér hefur mönnum næstum tekist að gera flest sem skarar varanleg verðmæti og hugvit verðlaust, ólíkt því sem gerist í Ameríku. En við höfum hins vegar „íslenzka prísa“ á forgengilegum hlutum sem enginn léti bjóða sér vestan hafs, t.d. bifreið- um auk hvers konar glingurs og flottheita yfírborðsins, sem allt er dæmt í glathaugana. Þetta minnir mig sterklega á söguna af því, að í gamla daga er fyrirfólk kom á bóndabæ og vildi gerast alþýðlegt og heilsa upp á fjósamanninn, átti hann bara til ein sokkaplögg ötuð flór. En dó þó ekki ráðalaus, enda áttu ýmis andleg átök sér stað í ís- lenzum fjósum og peran því í lagi, - snéri þeim einfaldlega við. SITUATIONISTAR Myndlist Eiríkur Þorláksson Á efri hæðum Nýlistasafnsins tekur á móti gestum sýning sem hlotið hefur yfírskriftina „Situati- on ’93 Reykjavík — Köln“. Sýning- in er afrakstur verka nokkurra listamanna, m.a. tveggja ís- lenskra, og er jafnframt ætlað að veita innsýn í sögu þeirrar hreyf- ingar, sem tók sér nafnið „situati- onistar", sem mætti ef til vill snara á slæma íslensku sem „kringum- stæðuskapendur". Sýningargestir geta reynt að fá þessa innsýn í gegnum rit um hreyfinguna sem eru kynnt í setu- stofu og í efsta salnum. Á þeirri kynningu er þó sá galli, að hún er öll á erlendum tungumálum (mest ensku og frönsku), og lítt skipulega framsett. Hreyfíngin á betra skilið, sem og íslenskir sýn- ingargestir, og er rétt að tæpa á nokkrum atriðum um hana. Situationistar höfðu orðið til sem þjóðfélags-pólitísk hreyfíng með listrænu ivafí um miðjan sjötta áratuginn, og meðal áber- andi þátttakenda fyrsta kastið má nefna þann þekkta Cobra-mann Asger Jorn, og raunar fleiri úr þeim hópi. Hreyfingin átti sér fyrst og fremst rætur í Frakklandi, þó að hópar víðar að, t.d. í Englandi um 1960, tengdust henni. Eins og oft vill verða um hreyfingar af þessu tagi (t.d. súrrealistana und- ir stjórn Andre Bretons) varð kennisetningasmíðin fljótlega list- inni yfírsterkari, og því varla hægt að tala um þetta fyrirbæri sem listhreyfingu í vanalegri merkingu þess orð, enda urðu yfirlýsingarn- ar að boðskap fyrir stjómleysi (an- arkisma) eða frumkommúnisma er hreyfingin var einna þekktust 1968. Áhugafólk um svokallaða ’68- kynslóð ætti að kannast við situ- ationista, því þeir voru m.a. í for- ystu stúdenta sem lögðu undir sig háskólann í Strassburg um þriggja vikna skeið haustið 1966; sá at- burður hefur af ýmsum verið tal- inn fyrirboði svipaðra atburða um alla Evrópu, Ameríku og Japan á næstu árum á eftir, sem náðu hámarki í Frakklandi í maí 1968. Framlag situationista í þessum hræringum var ekki eingöngu pólitískt, heldur lögðu þeir sitt á vogarskálarnar með hinn „list- ræna“ umbúnað á kröfugöngum, slagorðum, veifum og fánum. Þetta framlag lifði þó ekki hrær- ingarnar af, og má segja að hreyf- ingin og öll hennar áhrif (nema e.t.v. notkun sprautubrúsa við slagorðagerð!) hafí verið liðin und- ir lok um 1970. Saga þessarar hreyfíngar er þó í mesta lagi neðanmálsgrein í lista- sögu sjöunda áratugarins á þess- ari öld, og er nafni hennar nú helst haldið á lofti af einhveijum taglhnýtingum, sem misstu af fjörinu, en vildu gjama hafa verið með. Sýningin í Nýlistasafninu ber merki þessa; hún kann þó að ein- hveiju leyti að vera fræðandi fyrir þá sem kannast áður við sögu situ- ationista. Fyrir aðra er hún fremur hindrun en verðugur vegvísir til raunverulegs (smá)þáttar þessar- ar hreyfíngar í listasögu tuttug- ustu aldar, enda uppsetning henn- ar og íslenskur umbúnaður til vansa fyrir Nýiistasafnið, og ekki til þess fallið að vekja áhuga gesta. Hreyfingin fetar greinilega í fót- spor merkari listhreyfinga á fyrri hluta aldarinnar þar sem eru fút- uristar, dadaistar og súrrealistar, og skuggi þeirra er enn í dag mun sterkari en.sú ljóstýra, sem situati- onistar náðu ef til vill að tendra á sínum tíma. Sýningin „Situation ’93 Reykja- vík — Köln“ í Nýlistasafninu við Vatnsstíg stendur til sunnudags- ins 12. september. Norræni tvíæringurinn Ingibjörg Guðjóns- dóttir fulltrúi Islands NORRÆNI einsöngvara- og ein- ieikaratvíæringurinn hefst í Stokkhólmi 22. þessa mánaðar. Markmiðið með tónleikunum er að koma á framfæri ungum nor- rænum listamönnum, jafnt á nor- rænum sem alþjóðlegum vett- vangi. Tónlistarfólkið mun koma fram ásamt tveim stærstu hljómsveitum Stokkhólms. Fulltrúamir fímm verða Niklas Sivelöv, píanóleikari frá Svíþjóð, Solve Sigerland, fíðlu- leikari frá Noregi, Pia Freund, sópr- ansöngkona frá Finnlandi, Troels Svane Hermansen, sellóleikari frá Danmörku og Ingibjörg Guðjóns- dóttir, sópransöngkona, verður full- trúi íslands. Tvíæringnum lýkur 25. þessa mánaðar. Ingibjörg Guðjónsdóttir. Tónlistarfélag Akraness Einsöngstónleikar í Vinaminni TÓNLISTARFÉLAG Akraness stendur fyrir einsöngstónleikum í kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Vinaminni. Á tónleikunum koma fram Heiðrún Harðardóttir altsöngkona og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. Á efnisskránni eru íslensk söng- lög eftir Árna Thorstejnsson, Sig- valda Kaldalóns, Pál ísólfsson og Þórarin Guðmundsson, ljóð eftir Dvorák og óperuaríur eftir A. Thomas, Donizetti og Saint-Saénce. Tónleikar þessir eru haldnir í 100 ára minningu eins af stofnendum tónlistarfélagsins, Jóns Sigmunds- sonar en hann er móðurafí Heiðrún- ar. Heiðrún Harðardóttir lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1992, þar sem aðal- kennarar hennar voru, Ásrún Da- víðsdóttir og Jórunn Viðar. Síðan í janúar á þessu ári hefur hún verið búsett í London og sótt einkatíma í söng hjá Sigríði Ellu Magnúsdótt- ur. Þetta eru fyrstu einsöngstón- leikar Heiðrúnar. Ólafur Vingir Albertsson er löngu landskunnur píanóleikari og hefur í áratugi spilað með mörgum söngvumm á tónleikum, inná plöt- ur, í útvarpi og víðar. DISKÓDANSAR • BUMP • JÓN STEINAR, SIMBI 0G K0LLA, MARGFALDIR ÍSLANDSMEISTARAR KENNA MA BJOÐA ÞER I DAHIS? • KENNSLUSTAÐIR • Reykjavík Brautarholt 4, Ársel, Gerðuberg, Fjörgyn og Hólmasel. • Mosfellsbær •Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 frá kl. 15 til 22 að Brautarholti 4. • Suðurnes Keflavík, Sandgeröi Grindavík og Garður. • Innritun f síma 92-67680 frá kl. 21.30 til 22.30. • KENNSLA HEFST PRIÐJUDAGINN14. SEPT. Afhending skírteina að Brautarholti 4, sunnudaginn 12. september, frá kl. 15-22 SÍDASTI INNRITUNARDAGUR FÖSTUDAGINN 10. SEPTEMBER Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri Systkinaafsláttur -fyrsta barnfullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukaafsláttur efforeldrar eru einnig í dansnámi. m DANSSKOLI STVALDSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.