Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 10
10 MÖRGUNBLAÓÍÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Það sem við tölum ekki um Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir ÞAÐ SEM MÁLI SKIPTIR ORÐABÓK ÁSTARINNAR Höfundar: Ottar Guðmundsson og Erna Einarsdótt.ir Útgefandi: Forlagið Ástin, tilfínningar og kynlíf ungs fólks er undirtitill bókarinnar „Það sem máli skiptir," sem er önnur tveggja bóka mánaðarins í nýrri ritröð sem Forlagið og Mál og menning gefa út. Bækumar eru jafnframt þær fyrstu í ritröðinni. Þótt „Það sem máli skiptir" og „Orðabók ástarinnar" séu mjög ólíkar bækur, þá ijalla þær um hluti sem við íslendingar höfum alltaf átt erfitt með að ræða um, þ.e. líkamlega til- veni okkar. I „Það sem máli skiptir“ hafa þau Óttar og Ema búið til par, Evu og Adda; unglinga sem em ástfangin og að því k'omin að taka ákvörðun um hvort þau eigi að hafa kynmök. Upp- eldi þeirra og innræting er afar ólík og þar af ieiðandi viðhorf þeirra til líkamlegra samskipta. Samband þeirra getur staðið eða fallið með þeirri ákvörðun sem tekin verður - það er að segja því viðhorfi sem verð- ur ofan á; hvort það er viðhorf fijáls- lyndis án þess að málið sé skoðað niður í kjölinn eða hvort það verður viðhorfið sem horfír framhjá eðli mannsins, löngunum og þrám. f fyrra tilvikinu gætu þau verið of fljót á sér - farið út í kynmök án þess að hugsa um afleiðingamar; viðhorfið er mjög sjálfmiðað og einkepnist af skeyting- arleysi gagnvart því hvort einhver komi tilfínningalega særður út úr leiknum, eða með ábyrgð sem hann er ekki til í að takast á við. Síðara viðhorfíð einkennist af samfélagslegri hræsni og afneitun á því að ungling- ar stundi kynlíf, hvað sem okkur for- eldrunum kann að fmnast um það. Viðhorfin koma þau Eva og Addi með úr foreldrahúsum og því þjónar engum tilgangi að þau ræði við for- eldrana; það yrði aðeins til að stað- festa sjónarmið hvors um sig. Þau leita því til „persónunnar“ Gottskálks læknis, sem nær því að ræða við þau á fræðandi og uppbyggilegan hátt. Gottskálk er einnig tilbúin persóna og nokkuð skemmtileg. Hann hefur verið uppi á öllum öldum í öllum þjóð- félögum og hefur því „gríðarlega" yfírsýn auk þess sem hann kann fjöld- an allan af sögum um fordóma, hé- góma, bábiljur og hjátrú. Hann á engra hagsmuna að gæta í loka- ákvörðun þeirrá Evu og Adda og getur því „hlustað" á þau, óhræddur við það sem hann kann að' heyra. Hann hlustar til enda, þannig að hann getur ávallt vegið og metið það sem þau eru að segja. En hann hlustar ekki bara með eyrunum, heldur hjart- anu og gerir sér grein fyrir því hve- nær langanir krakkanna eru í mót- sögn við það sem uppeldið og félags- mótunin hefur kennt þeim. En þótt Gottskálk sé rödd umburð- arlyndis og skilnings er síður en svo , hvatt til þess að unglingar stundi kynlíf í þessari bók. í henni er fyrst og fremst fordómalaus fræðsla um það sem undirtitillinn segir; ástina, tilfínningar og kynlíf ungs fólks, þótt vissulega sé sú fræðsla sett í mjög skemmtilegan frásagnarbúning. En fræðslan er ekki eingöngu um sám- band þeirra Evu og Adda. Hún fjallar um kynhvötina hjá stúlkum og drengjum, getnaðarvamir, kynsjúk- dóma, samkynhneigð og tilfínningar sem fylgja þessum þáttum, svo sem afbrýðisemi, ástarsorg, höfnunar- kennd og öryggisleysi. Á hveiju mál- efni er tekið blátt áfram og blygðun- arlaust og gerir bókina gulls ígildi. Svo sannarlega vildi ég hafa fengið svona bók upp í hendumar þegar ég var unglingur. Ekki svo að skilja að hún sé ein- göngu fyrir unglinga. í henni er æði margt athyglisvert og fróðlegt fyrir okkur foreldrana og mjög vel til þess fallið að ræða kynlíf við unglingana okkar. Þótt frásögnin sé opin og for- dómalaus, er henni settur það þröng- ur rammi að mér fínnst vafasamt að foreldri geti farið út fyrir velsæmis- Strútur og Eiríksjökull frá 1948. MENNING/LISTIR Tónlist Kórskóli kvenna Kvennakór Reykjavíkur mun starf- rækja kórskóla nú á haustmisseri og hefst kennsla 14. september. Kennari verður Margrét J. Pálmadóttir, stjóm- andi kórsins og kennsiugreinar verða tónfræði, raddbeiting og samsöngur. Kórskólinn er ætlaður áhugasömum konum sem litla eða enga reynslu hafa af söng. Kennt verður á þriðjudags- kvöldum í kirkju Aðventista við Hall- veigarstíg. Skráning og frekari upplýsingar eru veittar hjá Marinellu Haraldsdóttur dagana 6.-10. september fyrir hádegi. part sumars hafa krakkamir unnið hörðum höndum við undirbúning Lísu í Undralandi, í leikritinu er frumsamin tónlist eftir Kristján Viðar Haraldsson og Óla Jón Jónsson og Kristín Thors sér um smink og hár. Leikstjórn og leiðbeinandi hópsins er María Reyndal. Frumsýnt verður miðvikudaginn 8. sept. og lokasýning 17. sept. en sýning- arnar verða 7 talsins. Sýningartíminn verður kl. 20.30 og miðaverð kr. 500. Leiklist „Fullorðinssagan um Lísu í Undralandi“ Leiklistarklúbbur Tónabæjar er um þessar muiidir að setja upp leikritið „Fullorðinssagan um Lísu í Undra- landi" eftir Klaus Hagemp. Hópurinn samanstendur af 12 ungíingum sem hafa unnið saman sl. 2 ár undir stjórn Maríu Reyndal. Vorið 1992 settu þau upp leikritið „Slúðrið" eftir Flosa Ólafs- son sem tókst mjög vei. Nú seinni Myndlist Vatnslitamyndir í safni Asgríms Opnuð hefur verið sýning á vatns- litamyndum Ásgríms Jónssonar í safni hans við Bergstaðastræti. Á heimili Ásgríms eru myndir sem hann málaði fyrstu árin eftir að hann settist að hér heima árið 1909, m.a. á ferðum sínum um Skaftafellssýslu árið 1912. í vinnu- stofunni eru hinar stóru myndir hans frá 5. áratugnum. I sumar var gefið út veggspjald eftir einni af vatnslita- myndum Ásgríms úr Húsafellsskógi, Strútur og Eiríksjökull frá 1948 og er það til sölu í safninu. í vetur verður safnið opnið á laugardögum og sunnu- dögum, kl. 13.30-16. Lokað verður í desember og janúar. mörk í viðræðum við unglinginn sinn á meðan leiðsögninni sem felst í bók- inni er fylgt. Ekki er „Orðabók ástarinnar" síður fróðleg og skemmtileg. Henni eru raðað upp í stafrófsröð eins og vera ber með góðar orðabækur og þar kennir ýmissa grasa. Hin ýmsu heiti kynfæranna eru útskýrð, svo og orð sem notuð eru yfír kynfærastarfsemi, ytri sem innri. En þau Óttar og Ema gera meira en segja frá þýðingu orða; saga þeiira og tilurð og þýðing fyrir einstaklinginn er rakin, svo og bent á önnur orð, eða nöfn, yfir sama hlut eða líffæri. Orðið „snerting" er til dæmis skýrt á eftirfarandi hátt; „snerting er mjög þýðingarmikil í mannlegum samskiptum. Allar mann- eskjur óttast einmanaleikann; að geta ekki verið í nálægð einhvers sem þykir vænt um þær. Snertingin er staðfesting þess að maðurinn er ekki einn, einhver er nálægur sem vill snerta hann og sameina þannig tvo líkama um stund. Snertingin táknar hlýju, samkennd, vináttu og aðrar góðar mannlegar tilfínningar og er hluti kynhegðunar, þótt kynfæri séu ekki snert. Það er gott að vita, hvern- ig fólk vill láta koma við sig og hvaða líkamssvæði eru viðkvæmust fyrir snertingunni.“ Aðrar skýringar em Erna Einarsdóttir og Óttar Guðmundsson styttri. Til dæmis er orðið „sneypa“ skýrt sem „heiti á kynfærum kvenna.“ í orðabókinni er líka fleira en orð yfir kynfæri og samfarir. Þar eru nöfn eins og Afródíta, Bósa- Saga, Sódóma og Stóridómur skýrð og sagan á bak við þau, auk þess sem aragrúi er af orðum jrfír tilfínningar og kenndir. Kostir beggja bókanna eru ótvírætt hversu óþvingaðar frásagnir allar og skýringar eru og hversu áherslan á samhæfingu tilfínninga og líkama er rík. í þeim er gagnmerk fræðsla fyr- ir unglinga, opinská án þess að ýta á nokkum hátt undir lauslæti. Bæk- urnar eru mikið og skemmtilega myndskreyttar og ættu að auðvelda okkur að skilja sjálf okkur og þá sem í kringum okkur eru, þótt þeir hafí ekki endilega sömu kynhneigðir og við sjálf. Gerðuberg Sigrún Hjálmtýsdótt- ir á ljóðatónleikum SJOTTA ljóðatónleikaröð menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs hefst með söng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, sópran, Iaugardaginn 11. septem- ber kl. 17. Meðleikarar hennar verða Jónas Ingimundarson, píanó og Sigurður Ingi Snorrason klarinett. Á efnisskránni verða ljóðasöngvar eftir S. Rachmaninoff, F. Poulenc, F. Schubert, T. Respighi, G. Rossini og íslensk lög. Sigrún Hjálmtýsdóttir hóf söng- nám sitt við Tónlistarskólann í Reykjavík. Síðan lá leiðin til Lundúna þar sem hún lauk prófí frá Guildhall School of Music & Drama. Framhalds- nám stundaði hún á Ítalíu. Áður hafði hún getið sér gott orð með Spilverki þjóðanna og í sjónvarpsleikritum, -þáttum og -myndum. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum. Að námi loknu kom hún fyrst fram sem „Olympia" í „Ævintýrum Hoff- manns“ í Þjóðleikhúsinu og hefur síð- an sungið ýmis hlutverk hjá íslensku óperunni og erlendis. Þá hefur Sigrún einnig komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum og kórum hér heima og erlendis, auk þess að halda tónleika með píanósamleik. Fjöldi hljómplatna hafa verið gefnar út með söng Sigrúnar, bæði sígild tónlist og dægurtónlist. Sigrún er á leið til Gautaborgar til að taka við hlutverki „Gildu“ í „Rigo- Sigrún Hjálmtýsdóttir. letto“ og munum við því ekki njóta söngs henar næstu 6-12 mánuði. Óformleg tjáning Myndlist Bragi Ásgeirsson í fremri sal Portsins í Hafnar- firði sýnir til 12. september Pétur Gautur Svavarsson 16 olíumálverk á striga. Eg þekki lítið til myndlistar- mannsins sem er hér á ferðinni með sína fyrstu einkasýningu, og ég minnist einfaldlega ekki að hafa kennt honum í málunardeild MHÍ, en þaðan útskrifaðist hann árið 1991. Leið hans lá svo til Kaup- mannahafnar um haustið þar sem hann nam við leiklistarskóla ríkis- ins þar í borg og þá líkast leik- myndamálun, því að hann hefur gert nokkrar leikmyndir og nú síð- ast við „Mávinn" fyrir Leikfélag Hornafjarðar. Pétur virðist gæddur dijúgri málunargleði, en þræðir þó helst mjög kunnuglegar slóðir, jafnvel svo kunnuglegar að það kemur manni á óvart. Að vísu er það ekki óvanalegt, að myndlistarmenn verði svo hrifnir af einhveijum lærimeisturum sínum, að myndir þeirra beri þess sterklega merki, en það á mun frekar við erlendis en hér á landi, þótt benda megi á ýmsar hliðstæður. Það er hins vegar ósköp eðlilegt að einhveijir nemendur yrðu yfir sig hrifnir af kenningum hins ágæta málara Kristjáns Davíðsson- ar, sem á hverju ári hefur leiðbeint eina önn í málunardeild. Og þetta hefur einmitt gerst með Pétur Gaut, sem hefur tekið upp vinnu- Pétur Gautur Svavarsson brögð óformlega málverksins (art informel), sem hefur verið helsta einkenni Kristjáns Davíðssonar um langt skeið. Listrýnirinn hefur svo oft skil- greint þetta hugtak í pistlum sín- um, að hann endurtekur það ekki hér, en vísa má til greinar um Jean Fautrier, einn af upphafsmönnum þess, í blaðinu 23. september 1989. Einnig vil ég vísa til hins sama og ég benti á í listrýni um málverk Þorfínns Sigurgeirssonar, að far- sælla sé að nema í nágrenni upp- runans, en við fótskör sporgöngu- manna, því að uppgangur óform- lega málverksins átti sér stað í París eftir stríð, en þó einkum á sjötta áratugnum. Ferlið hefur ver- ið ein vinsælasta aðferðin til málun- ar á undanförnum áratugum, eink- um í listaskólum. Það hefur gengið undir ýmsum nöfnum, því að hér er ekki verið að vísa til stílbragða heldur aðferðar. Minna skal á, að sporgöngumaðurinn tekur við þar sem meistarinn blómstrar, en er sjaldnast inni í bakgrunni listferils hans. Og þannig er því iðulega ekki að heilsa, að nýrri fulltrúar listgreinarinnar hafí sama vald á grunnformunum og frumkvöðlam- ir, og hið næma auga greinir það fljótlega. Fautrier var t.d. frábær teiknari og málaði eftirminnilegar andlitsmyndir. í Danmörku eiga þeir fjölmarga sem vinna á svipuð- um nótum og má minna á Asger Jorn í fortíðinni og Per Kirkeby nú um stundir. Svo rammt kveður að því, að ungir taki upp vinnu- brögð Kirkeby, að til er hugtakið „hliðargötu Kirkeby“ hjá listrýn- um. En svið óformlegu listarinnar er víðfeðmt, svo óþarfi er að festa sig við einn geira hennar til að reyna að skjalfesta ímynduð persónuein- kenni. Það eipkennir þetta fólk ein- mitt, að það er alltaf að hjakka í sama farinu, eða þar til meistarinn breytir um stíl! Málverkin á sýningu Péturs Gauts bera vott um gott litnæmi, sbr. myndir eins og „Vor“ (9), „Eplið“ (14) og „Omnia sol Tem- perant“ (15), en hér er fullhratt farið yfir sögu og innri lífæðar myndflatarins ekki nægilega kann- aðar. — Einhvern veginn virðast þetta frekar vera málverk þroskaðs listamanns á miðjum listferli sín- um, en frumraun hugumstórs og ósérhlífins byrjanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.