Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SBPTEMBER 1993 Lionessur selja poka LIONESSUKLÚBBURINN Ösp á Akureyri er nú að hefja sitt áttunda starfsár, en eins og undanfarin ár hefst það með sölu á plastpokum sem gott er að eiga í komandi sláturtíð eða undir nesti skólabarna. Allur ágóði af sölunni rennur að þessu sinni til Endurhæfingar- deildarinnar í Kristnesi í Eyja- fjarðarsveit, en klúbburinn hefur á undanförnum árum styrkt hinar ýmsu deildir FSA, þó aðallega fæðinga- og kvensjúkdómadeildir. Á síðasta ári rann þó ágóðinn upp í kaup á ristilspeglunartæki. Bæjarbúar hafa alla tíð tekið Lionessum mjög vel og vonast er til að svo verði einnig nú, því nauð- synlegt er að Endurhæfingardeild- in verði eins vel tækjum búin og kostur er, svo hún skili sem best- um árangri. Gengið í hús á Akur- eyri með pokana til 15. september. (Fréttatilkynning.) -----»-♦-<----- Vantar myndir í bók Steindórs Á NÆSTUNNI kemur út rit- verkið Akureyri - höfuðstaður Norðurlands eftir Steindór Steindórsson fyrrverandi skóla- meistara á vegum Bókaútgáf- unnar Arnar og Örlygs hf. Þar er lýst þróun byggðar, at- vinnuhátta og litskrúðugs mann- lífs frá upphafi og fram á okkar daga á svipaðan hátt og í bóka- flokknum Reykjavík - sögustaður við Sund, eftir Pál Líndal og Einar Amalds. Bókin um Akureyri verður ríku- lega skreytt ljósmyndum, gömlum og nýjum, málverkum, teikning- um, kortum og uppdráttum. Af því tilefni leitar bókaútgáfan nú til fólks sem kynni að eiga í fórum sínum gamlar ljósmyndir, teikn- ingar eða annað myndefni sem tengist Akureyri og umhverfi bæj- arins og fá slíkt efni léð til birting- ar í verkinu. Þeir sem eiga slíkt efni eru beðnir um að hafa sam- band við ívar Gissurarson hjá Erni og Örlygi. (Úr fréttatilkynningu) Slitlagá ibrúna Verið er að leggja slitlag á gólf brúarinnar yfir Leirurnar og voru verkamenn við undirbúning þess í gær. Eining viU selja hluta- bréf sín í Islandsbanka STJÓRN Verkalýðsfélagsins Einingar ætlar að selja hlutabréf sín í íslandsbanka um leið og færi gefst. Hlutafé félagsins í bankanum er tæpar 8 milljónir króna. Björn Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar segir það ekki þjóna hagsmunum verka- lýðshreyfingarinnar að eiga hlut í banka og allra síst í þeim banka sem gengið hefur á undan og er með hæstu útlánsvextina. „Það er lítið varið í það fyrir verkalýðshreyf- inguna sem er að berjast fýrir því að ná vöxtunum niður, að eiga hlut í banka sem er með hæstu vext- ina,“ sagði Björn. „Við höfum hald- ið að okkur höndum á meðan verð hlutabréfa er lágt, en það er stefna stjórnarinnar að þegar ástandið lag- ast og færi gefst munum við selja þau.“ Björn sagði að öðru máli hefði gegnt á meðan Alþýðubankinn var og hét, en þá hefði verkalýðshreyf- ingin ætlað sér að reka hann með öðru sniði en aðrir bankar voru reknir, m.a. á þann hátt að meira tillit væri tekið til launafólks og margt hefði áunnist. „Þegar þetta er komið í þessa samsteypu eins og núna, tel ég það ekki þjóna hagsmunum launafólks að eiga hlut í þessum banka,“ sagði Björn. Fimmtugir 1 haldasam- ) an upp á i afmælið FÓLK sem fætt er árið 1943 og er þegar orðið eða verður fimmtugt síðar á árinu ætlar að gera sér glaðan dag og halda upp á hálfrar aldar af- mælið sameiginlega á Akureyri næstkomandi laugardag. Hinir fimmtugu ætla að hittast á veitingahúsinu Við Pollinn kl. 14 á laugardag, en um kvöldið I verður vegleg veisla í íþróttahöll- inni og hefst hún kl. 19. Þrír koma gagngert frá L útlöndum Á milli 150 og 170 manns hafa / skráð þátttöku sína í veisluhöldun- | um á laugardaginn, þar af eru 3 sem koma gagngert frá útlöndum þar sem þeir eru búsettir til að samgleðjast með félögum sínum sem eiga það sameiginlegt að verða fimmtugir á árinu. Finnur Marinósson einn hinna fimmtugu sagði að margir úr þess- um árgangi væru búsettir á Ákur- eyri og hefðu haldið hópinn frá því í gagnfræðaskóla og þeir sem urðu gagnfræðingar árið 1960 hefðu hist reglulega á fimm ára fresti síðan. Nú væri hugmyndin af fá fleiri í hópinn „og þetta verður örugg- . lega mjög gaman, fólk er þarna I að hittast sem ekki hefur sést í mörg ár,“ sagði Finnur, sem jafn- . framt gefur nánari upplýsingar I um afmælishófið og skráir þátt- töku. k Vinnueftb*litið krefst lagfæringa við stólalyftuna í Hlíðarfjalli Undirstöður mikið skemmd- ar og burðarvírinn slitinn íþróttahús á Grenivík gjörbreytir íþróttaaðstöðu íbúanna til hins betra Húsið tilbúið að ári BYGGING íþróttahúss á Grenivík gjörbreytir allri aðstöðu íbú- anna hvað íþróttaiðkun varðar, en fram til þessa hefur ekki ver- ið íþróttahús á staðnum og ieikfimikennsla við skólann farið fram í sal í kjallara hans. Margir Grenvíkingar bíða því spenntir eftir að húsið verði tekið í notkun, en það verður næsta haust. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri í Grýtubakkahreppi sagði að bygging íþróttahússins gengi vel og samkvæmt áætlun. Það voru starfsmenn frá Vélsmiðjunni Vík sem reistu stálgrindina, en SJS-verktakar vinna að byggingu hússins, sem á að vera fullfrá- gengið að utan í lok október. í vetur verður unnið inni í húsinu og öllum framkvæmdum á að vera lokið að ári, en stefnt er að því að taka húsið í notkun að ári Iiðnu. Húsið er tæpir 550 fermetrar að stærð auk tengibyggingar milli þess og skólahússins, en til að byija með verður búningsaðstaða sem þar er einnig notuð fyrir íþróttahúsið sem og sundlaugina. Guðný sagði að í framtíðinni væri þó ætlunin að byggja sérstaka búningsaðstöðu sem verður nýtt sameiginlega fyrir íþróttahúsið og sundlaugina. Halda um heftið „Þetta er stærsta framkvæmd- in hér í hreppnum í ár, en við áætlun að húsið kosti rúmar 40 milljónir króna en þá er búnings- aðstaðan ekki talin með. Þetta er vissulega mikil upphæð fyrir ekki stærra sveitarfélag, það verður að halda ansi vel um heftið til að hlutirnir gagni upp, en það bíða margir spenntir eftir að húsið verði tilbúið. Það verður algjör bylting þegar húsið verður til, það bætir íþróttaaðstöðuna í hreppn- um geysilega mikið,“ sagði Guðný. Morgunblaðið/Golli Grenvíkingar eignast íþróttahús ÍÞRÓTTAHÚSIÐ sem verið er að byggja á Grenivík mun gjör- breyta allri aðstöðu íbúanna til hins betra, en starfsmenn SJS- verktaka vinna hörðum hönd- um því húsið á að vera fullfrá- gengið að utan í októberlok. VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur gert kröfu um að athugun og viðgerð fari fram á undirstöðum stólalyftunnar í Hlíðarfjalli, en ekkert hefur verið gert. Þá er burðarvírinn í lyftunni 26 ára gam- all. Bendir Vinnueftirlitið á að alvarlegt slys geti hlotist af bili búnaðurinn í rekstri. Þetta mál var til umræðu á bæjarstjórnar- fundi í vikunni. í bréfi frá Vinnueftirlitinu kem- ur fram að gerð hafi verið krafa um athugun og viðgerð á undir- stöðum síðustu tvö ár, án þess að nokkuð hafi verið gert. Þá segir að verulegar skemmdir séu í undir- stöðum sem möstrin standa á og víða sjáist í járn út úr steinsteyp- unni og hún mikið farin að molna. Krefst Vinnueftirlitið þess að feng- inn verði óháður aðili til að skoða, meta og gera tillögur um viðgerð á undirstöðunum, auk þess sem bent er á að burðarvír lyftunnar sé 26 ára gamall og ekki verjandi lengur annað en endurnýja hann, að mati eftirlitsins. Lyftan lokuð í vetur? Tekið er fram í bréfi til íþrótta- og tómstundaráðs að ekki sé sjálf- gefið að veitt verði leyfi fyrir starf- semi lyftunnar næsta vetur nema farið verði að vinna í þessum mál- um og haft verði samstarf við Vinnueftirlitið um framkvæmdir. Gísli Bragi Hjartarson (A) sagði að ekki yrði lengur undan því skor- ast að taka á málinu, langt væri síðan mælt hefði verið með end- urnýjun burðarvírs lyftunnar. Björn Jósef Arnviðarson (D) sagði að íþrótta- og tómstundaráð fengi fé til að úthluta til ýmsissa verk- efna, en þetta hefði fram til þessa ekki verið sett í forgang. Nú hróp- uðu menn að vá væri fyrir dyrum. Bað Björn menn halda stillingu sinni og benti á að vír lyftunnar hefði verið. þúsundum klukku- stunda skemur í notkun en sam- svarandi vírar í skíðalyftum Alp- anna. Kæmi í ljós við skoðun að vírinn væri ónýtur yrði að skipta um hann og þá þyrti líka að at- huga hvaðan ætti að taka það fé sem til þyrfti. Þórarinn E. Sveinsson (B) sagði vírinn einn þann elsta sinnar teg- undar sem væri í gangi og allir vissu að hann væri slitinn. Um tvennt væri að ræða, að loka lyft- unni í vetur eða gera þær lagfær- ingar sem krafist væri. Ef taka ætti peninga úr þeim potti sem íþrótta- og tómstundaráð hefði til umráða yrði að draga úr fram- kvæmdum við sundlaugina. \ i i \ > i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.