Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.09.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 39 Minning Leifur Þorbergsson skipstjon, Fæddur 21. desember 1915 Dáinn 2. september 1993 Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, aðeins grafa enn þá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini í dánarkrans. Þessi vísa kom mér í hug er ég heyrði lát Leifs Þorbergssonar skip- stjóra á Þingeyri. Eftir að hafa dvalið sex vikur í Dýrafirði í sumar rankaði ég við mér — ég hafði ekki heimsótt hann og kastað á hann kveðju. Það er ekki orðum aukið — að fresta heimsókn til gamalla vina, ætla að gera það á morgun sem átti að gerast í gær — og hafa svo ekki tækifæri til þess — en fylgja þeim svo síðasta spölinn — að gröf- inni. Það eru ekki ný sannindi og hendir mann of oft. Mikill samgangur var alltaf milli foreldra minna og hans og Hrafn- hildur systir hans var æskuvinkona mín og Hörður bróðir þeirra skóla- bróðir minn í Verslunarskólanum. Allur er hann nú horfinn af sjónar- sviðinu þessi stóri systkinahópur er ég þekkti svo vel og umgekkst dag- lega ung. Já, en eftir lifa góðar og glaðar minningar um gengin spor, heima, um heimili þar sem ég var eins og heimilisköttur og við Hrafnhildur sváfum saman ýmist í Þorbergs- eða Sigmundarhúsinu. Leifur var lengi herbergisfélagi bróður míns Þórðar. Þá var oft glatt á hjalla á neðri kvistinum í Sigmundarhúsinu og reyndar á báðum heimilum, eft- ir því hvar foreldrarnir spiluðu vist- ina. Mýsnar léku sér þegar köttur- inn var af bæ. Ungur að árum fór Leifur að stunda sjóinn og var mjög vel látinn sem stjórnandi og fengsæll. Þar átti hann því láni að fagna að bjarga tveim heimamönnum, báðum ósyndum, af kili trillu þeirra úti á hafi, en trillunni hvolfdi. Stundum er eins og hulin hönd stjórni gerðum manna. Bátar voru á sjó og alger ördeyða þar sem þeir héldu sig og „kipptu" allir og héldu suður á bóg- inn, í Víkurál. Leifur einnig, en allt í einu snýr hann skipinu og stefnir Þmgeyri nú einskipa í norðurátt. Undirmenn skildu ekki hvað komið hefði yfir „kallinn“, en fengu fá svör. „Stuttu" síðar blasir við þeim bátur á hvolfi og báðir skipverjar á kili. Var þeim bjargað hið snarasta og „stírnað" til lands. Já, Leifur var gæfumaður og aldrei flutti hann dýrmætari farm til Þingeyrar en úr þessum róðri, voru hans eigin orð. Leifur var fæddur 21. desember 1915 á Þingeyri, sonur Jónínu Benj- amínsdóttur og Þorbergs Steinsson- ar skipstjóra, útgerðarmanns og hreppstjóra með meiru. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Áslaugu Árnadóttur frá Brekku í Þingeyrarhreppi, árið 1947 og eignaðist með henni tvö börn, Ásrúnu og Þorberg, sem bú- sett eru í Reykjavík og gift vel. Nú eru barnabörnin orðin mörg og hafa oft dvalist sumarlangt hjá ömmu og afa. Þau hafa fengið vinnu í frystihúsinu strax og þau höfðu aldur til. Leifur var stríðinn stundum og hafði lúmskt gaman af skemmtileg- um sögum um menn og málefni og hló dátt, jafnt þótt skopið beindist að honum sjálfum. Hann átti það til á yngri árum að ganga í svefni, þá sérstaklega Minning Frímann Jónsson Fæddur 14. júlí 1903 Dáinn 2. september 1993 í dag verður til moldar borinn elskulegur tengdafaðir minn, Frí- mann Jónsson, áður til heimilis í Karfavogi 27, sem lést 2. september sl. Leiðir okkar lágu saman er ég kynntist eiginmanni mínum fyrir 33 árum, og varð ég þess aðnjótandi að kynnast sérlega góðum persónu- leika sem Frímann var. Hann var hæglátur maður og traustur. Fram- koma hans einkenndist af mannlegri reisn og ljúfmennsku. Jákvæð við- brögð, lífsgleði og glettni voru leið- arljós sem hann lifði eftir. Þess nutu allir jafnt ungir sem aldnir samferða- menn hans á löngu æviskeiði. Ein- arður og traustur félagshyggjumað- ur var hann alla ævi, sama á hveiju gekk. Frímann fæddist 14. júlí 1903 á Bakka í Svarfaðardal. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum og systkinum að Neðra-Ási í Hjalta- dal, en foreldrar hans festu kaup á þeirri jörð árið 1906. Hann var yngstur sinna systkina og hinn síð- asti þeirra sem kveður þennan heim. Hann ólst upp í Neðra-Ási, en þegar hann var kominn talsvert á þrítugs- aldurinn fór hann suður og vann þar við ýmis störf í lausamennsku. Árið 1937 urðu þáttaskil í lífi hans. Þá kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðríði Hreinsdóttur frá Kvíarholti í Holtum. Þau giftust síð- an 21. júlí 1940. Frímanni og Guð- ríði varð tveggja barna auðið, en það eru synirnir Jón, vélvirki, sem starf- ar á Keflavíkurflugvelli, og Hreinn, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Barnabörnin eru sex og barnabarnabörnin eru einnig sex. Síðustu fjögur árin hafa þau Frí- mann og Guðríður dvalist á vistheim- ilinu Seljahlíð. Þar hafa þau notið hjálpar hinna ágætu starfskrafta, þökk sé öllu því fólki og vonandi að Guðríður fái að njóta þess sem lengst. Að endingu vil ég votta þér, Guð- ríður mín, og öðrum ástvinum mína innilegustu hluttekningu, og þakka fyrir öll þau ár sem ég og fjölskylda mín áttum í návist þessa indæla föð- ur, tengdaföður og afa. Blessuð sé minning hans. Aðalheiður Jónsdóttir. Kveðja frá barnabörnum Afi okkar kvaddi lífið 2. septem- ber sl. eftir langan ævidag. Hann fæddist á Bakka í Svarfaðardal, en fluttist tveggja ára gamall að Neðra- Ási í Hjaltadal. Hann var yngstur í sínum systkinahópi og var síðastur til að kveðja. Afí er samofinn æsku okkar. Við minnumst allra stórhátíða hjá afa Valgerður Gísla- dóttir — Minning Fædd 25. október 1954 Dáin 25. ágúst 1993 þegar hann var þreyttur. Þórður bróðir hafði gaman af þessum svefnförum hans, eins og þegar hann vaknaði við að Leifur var að rogast með lauflétta smáhluti og var að flytja þá út í horn í herberg- inu og stafla þeim þar. Svitinn bog- aði af honum og hann stundi hátt. Daginn áður var hann að vinna við uppskipun á kolum, eftir gamla lag- inu, pokar bornir á bakinu úr skip- inu upp á brautarvagnana á bryggj- unni og aldrei slegið slöku við. Þá þekktust engar „pásur“ í vinnunni. Oðru sinni vöknuðu foreldrar hans við að hann ríghélt sér við rúmgafl þeirra og æpti í angist: „Haldið í nautið á meðan ég míg“. Daginn áður hafði hann þurft að teyma naut innan af sveit fyrir kú er beidd- ist. í þriðja sinn vaknaði faðir minn yið að Leifur hrópaði: „Eldur, eld- ur“, og faðir minn flaug upp stig- ann, fáklæddur, eins og eldibrand- ur, enda ekki glæsilegt ef kviknað væri í á þriðju hæð hússins og við fjögur þar uppi á báðum kvisther- bergjunum í timburhúsi. Leifur upp- lifði eldinn sem enginn var og var þó nokkra stund að jafna sig eftir að hann komst til ráðs og rænu, og við reyndar líka, því að allir vöknuðu. Mál er að linni, en Leifur hefði brosað, hefði ég rifjað upp þessar sögur í sumar í hans eyru — en ég hitti hann ekki. Ég læt öðrum eftir að tíunda lífs- hlaup hans sem manns og sjósókn- ara. Eiginkonu hans og nánustu ættmönnum sendi ég samúðar- kveðjur og þakka forsjóninni að hann þurfti aldrei að flytjast að heiman, enda ekkert sem hann langaði til. Þingeyringar fylgja til grafar manni sem flutti mikla björg í bú á sjómannstíð sinni í 40 ár. Heimamenn væru fátækari hefði hann ekki stundað sjóinn. Það ber okkur að þakka. Leifur var líka mikill sjálfstæðis- maður og tifaði léttfættur, þótt fat- ast hefði fótur, en undirbúa þurfti kosningar og smölun á kosninga- degi. Hann var líka sjálfkjörinn í fundarsetur og sat daglangt við að merkja við kjósendur er kusu „rétt“ og vart mátti sjá þreytumerki að kvöldi. Hann sat um fjölda ára í hreppsnefnd fyrir flokkinn sinn og var það sæti vel skipað sagði bóndi minn, Árni, og voru þó ekki í sama flokki. Þar átti Sjálfstæðisflokkur- inn hauk í horni. Guð blessi honum þennan búferlaflutning. Ástvinum hans bið ég líka blessunar. Hann er geymdur en ekki gleymdur þótt genginn sé. Ilulda Sigmundsdóttir frá Þingeyri. og ömmu í Karfavogi. Laufabrauðs- baksturinn var á sínum stað og þá var afl í essinu sínu. Ekki má gleyma skálinni góðu sem afí sá alltaf um að væri full. Einnig minnumst við þeirra ánægjustunda er við sátum inni í Karfavogi og spiluðum. En fyrst og fremst minnumst við afa sem góðs og hlýlegs manns, sem ekkert aumt mátti sjá. Hann var aldrei orðmargur, en þó fundum við mikla hlýju frá honum. Við kveðjum elsku afa og biðjum guð að styrkja ömmu. Hvíl í friði. Finnur, Frímann, Knútur og Dagný. Nú þegar sumarið er á enda og gróðurinn er að fölna berst mér frétt. Vala er dáin. Ég frétti af veikindum hennar skömmu áður en ég fór til útlanda. Mér kom aldrei annað til hugar en að hún myndi hrista þetta af sér og að við systkin- in myndum hitta hana á ný, hressa og káta eins og venjulega. Svo varð þó ekki og hún er farin í betri heim og mun ekki snúa aftur. Vala var einstök, hestamennskan var hennar líf og yndi og fékk hestamannafé- lagið Fákur að njóta krafta hennar, því að hún vann mikið og metnaðar- fullt starf í þágu félagsins. í vor frétti hún af því að ég hefði engan hest til þess að keppa á. Kom hún þá til mín og bauð mér reiðhest- inn sinn í keppnina. Þetta atvik var dæmigert fyrir Völu. Hún bar ætíð hag unglinganna hjá Fáki fyrir bijósti. Þótt Vala hafi verið tekin frá okkur svo snemma mun hennar lengi verða minnst sem atorkusamr- ar og góðrar konu sem ávallt var reiðubúin að leggja sitt af mörkun- um til þess að auka hróður hesta- mennskunnar. Við systkinin vottum Gísla Geir og Gylfa okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Ásta, Haraldur og Páll Briem. Miðvikudaginn 25. ágúst fengum við þau sorglegu tíðindi að Valgerð- ur okkar væri látin. Þessi kraft- mikla vinkona á besta aldri. Við þessi tiðindi reikar hugurinn aftur á bak og minningarnar um fyrstu kynnin koma fram ein af annarri. Vináttan hófst fyrir um það bil 16 árum í D-tröðinni en þar vorum við báðar fjölskyldurnar með hesta. Við minnumst stundanna á Framnes- veginum, Nesinu og eins heima. Allra ferðalaganna á hestum með þeim, þar var ævinlega gleðin og kátínan í fyrirrúmi. Við Valgerður störfuðum saman í kvennadeild Fáks í nokkur ár og var áhugi hennar á málefnum fé- lagsins ótrúlegur og starfið sem hún gaf Fáki verður seint fullþakkað. Þar var allt gefið sem til þurfti svo að Fáki mætti vel farnast. Á kvennakvöldum Fáks var hún jafn- an hrókur alls fagnaðar og hlátur- inn hennar og gleðin hreif mann með. Síðustu tvö árin störfuðum við saman í stjórn Fáks, fyrst sem vara- menn en síðan í aðalstjórn, þar sem hún var kosin gjaldkeri. Hún hafði mikinn áhuga á að koma fjármálum Fáks í röð og reglu. Að missa þessa kraftmiklu vinkonu og trúnaðarvin er óbærileg sorg. Við Snorri og börnin þökkum henni samfylgdina og vottum Gylfa og Gísla Geir okkar dýpstu samúð og megi guð liðsinna þeim í hví- vetna við þennan mikla missi. Með virðingu og þökk. Jóhanna Arngrímsdóttir. Hún Vala mín er dáin. Þessi orð glymja enn í eyrum mér. Hver hefði getað trúað því að hún Vala mín færi svona snemma, þessi lífsglaða og fallega kona. Valgerður eða Vala eins og hún kaus að kalla sig, kvaddi eftir stutt veikindi sem reyndust ólæknandi. Valgerður var á leið í ferðalag þegar hún veiktist en enginn hafi gert ráð fyrir að hún færi í ferð á endastöðina. Ég og Jói kynntumst Völu og Gylfa fyrir um 17 árum þegar þau bjuggu á Fálkagötunni. Við vorum báðar að byija í hestamennskunni og hittumst því oft uppi í hesthús- unum. Eitt sinn fórum við ríðandi í Þórsmörk. Vala datt af baki í þeirri ferð og varð smá skelkuð og ætlaði ekki aftur á hestbak. Eftir smá fortölur féllst hún á að fara á Skjóna gamla og síðan hefur hún varla farið af hestbaki. Við fórum saman á Vindheima- melana á Fjórðungsmót og þar lent- um við í leiðinlegu veðri svo að ekki var hægt að grilla úti. Við grilluðum því inni í anddyri tjalds- ins. Það voru engin vandamál sem Vala fann ekki lausnir á. Ég bjó úti í Danmörku í fimm og hálft ár og hélt ég hefði misst allt samband við mína vini, en hver var sú fyrsta til að hafa samband. Það var hún Valgerður. Hún þreytt- ist aldrei á því að hrjngja rétt svona til að heyra hvernig ég hefði það. Þannig var hún Vala. Þegar ég kom frá Danmörku vann ég um tíma í Reiðhöllinni. Þá var Gylfi framkvæmdastjóri þar. Þá voru haldnir hestadagar og ég aðstoðaði Völu við að skreyta Reið- höllina. Þar var Vala í sínu drauma- hlutverki. Skreytingar voru hennar yndi og hún hafði mikla hæfileika á því sviði. Ekki vantaði hana hug- myndaflugið, það virtist óþijótandi og listræn var hún mjög. Elsku Gylfi og Gísli Geir, ekkert getur komið í stað Valgerðar og ég bið Guð um að veita ykkur styrk til að komast yfir þennan mikla missi. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Vala mín, þakka þér fyrir allt og hvíldu í friði. Lilja Eiríksdóttir, Jóhann Christiansen, Rólant og Tinna Christiansen. SÉR PAN TANIR títW11 tW t'.Ajt+A* *£■ Borgartúni 29 sími 620640 ★ HSM Pappírstætarar og pressur Ýmsar stæröir og gerðir ► Nýtísku hönnun ► Öryggishlíf ► Litaval ►Þýsk tækni og gæði OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Fagrabæ. Valgerður Sæmundsdóttir, Guðmundur Sæmundsson, Jón Sæmundsson, Sveinn Sæmundsson, Tómas Sæmundsson, Sigrún Sæmundsdóttir, Baldur Sæmundsson, Indriði Indriðason, Elínborg Sveinbjarnardóttir, Sigríður Hafdís Jóhannsdóttir, Dagmar Lovfsa Björgvinsdóttir, Guðgeir Bjarnason, Ulla Sæmundsson, Sigtryggur Davíðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.